Skuldatryggingaálag Ítalíu, fór síðdegis í 452 punkta! Síðustu dagar Evrunnar nú að koma?

Málið er að 450 er mikilvægur þröskuldur, því að LCH.Clearnet Group - LCH.Clearnet - Wikipedia er markaðsþjónustu fyrirtæki sbr. "clearing house" sem sér um allt að því helming færsla þegar viðskipti eiga sér stað á evrópskum kauphöllum.

  • Málið er að þetta fyrirtæki - sem í gegnum stærð - hefur mikil áhrif, hefur starfsreglu.

Ef skuldatrygginga-álag fer yfir 450 punkta, þá krefst LCH Clearnet aukinnar áhættu-þóknunar "increased margin" - sjá yfirlísingu fyrirtækisins: Management of Sovereign Credit Risk for RepoClear Service - sjá netleitarniðurstöður:  LCH Clearnet 450

Einmitt vegna þess hve LCH Clearnet sér um hátt hlutfall viðskipta í Evrópu - sem þessi regla hefur mikið að segja, gerir ofangreindann atburð - stórann:

  • Það sem þetta þýðir - að kostnaður þess aðila sem nýtir þessi tilteknu bréf í viðskiptum - í þessu tilviki bréf Ítalíu, eykst!
  • Í öllum fyrri tilvikum er þetta átti sér stað, leiddi það til snöggrar umtalsverðrar hækkunar, ávöxtunarkröfu fyrir skuldabréf sem fengu á sig þetta áhættuálag, sbr. þegar bréf Írlands og Portúgal, fóru yfir þennan þröskuld.
  • Þaðan í frá - var leið viðkomandi landa hröð til gjaldþrots.

Á þessari stundu liggur ekki fyrir neitt frá LCH Clearnet - kannski verða verð lægri á morgun, en ef ekki - miðað við fyrri skipti - reglur LCH liggja fyrir - þá á LCH ekki valkost annann en að fara eins að og áður!

Ég hef ekki enn séð nokkra frétt um þetta mál á vefjölmiðli eða erlendum fjölmiðli - svo þið lásuð fréttina fyrst frá mér :)

Sjáum hvort þetta reynist vera skúbb!

En ef svo er - mun LCH Clearnet senda frá sér tilkynningu á morgun eða í vikunni, fer eftir því hve lengi þeir vilja sjá - hvort markaðir eru ákveðnir í núverandi verðum. En ef þetta er þróun sem klárt er ekki að snúa strax til baka. Þá verður vart lengi að bíða eftir þeirri tilkynningu!

 

Verðfall á mörkuðum í Evrópu: Myndin hægra megin sýnir þróun gullverðs þ.s. af er ári!

  • "FTSE 100 index London...ended the day down 3.58pc"
  • " CAC 40 in Paris closed down 4.73pc"
  • "Frankfurt's DAX 30 fell 5.28pc"
  • "FTSE Mib in Milan shed 2.83pc"
  • "Spain's Ibex index also fell 2.1pc.

Gull er komið í: 1.900,18$.

Ekki langt frá hámarkinu síðast, 1.913,50$.

Menn eru farnir að fylgjast einnig með verði á platínu, en verð á því rauk í dag upp í: 1.888$.

Ekki langt frá gullverði per troy únsu!

 

Niðurstaða

Ef það er svo, að CDS Ítalíu helst í 450 + eitthvað, á morgun. Þá mun markaðurinn fljótt átta sig á því hverskonar söguleg tímamót það eru, miðað við það að reglur LCH Clearnet eru vel þekktar af aðilum á markaði, enda sér það um cirka helming allra færsla þegar viðskipti eiga sér stað í evrópskum - kauphöllum.

Þá sýnist mér miðað við reynslu fyrri skipta - að við taki hröð atburðarás, þ.s. Ítalía sigli þá sömu leið, sem Portúgal og Írland áður gerðu. Nema nú eru afleiðingar miklu mun stærri.

Atburðarásin virðist við það að taka flugið.

Spurning hvort þetta reynist vera skúbb hjá mér :)

 

PS: Lesið þessa grein: Berlin Lays Groundwork for a Two-Speed Europe

Elíta Evrópu ætlar sér ekki að gefast upp baráttulaust!

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég vissi ekki að verðið á platínu væri lægra en á gulli. Lengi vel var það mikið hærra (amk. á síðustu öld). En ég fylgist ekki vel þessu, enda á ég engan pening til að fjárfesta í eðalmálmum.

Vendetta, 6.9.2011 kl. 10:19

2 Smámynd: Vendetta

Varðandi fyrirsögn þína: Ég held líka, að fall Ítalíu verði sálfræðilegt áfall. Því að landið er eini stofnaðili að Rómarsáttmálanum, sem hefur farið í greiðsluþrot. Ítalir hafa ætiíð verið ákafastir stuðningsmenn samrunastefnu sambandsins. Og efnahagur landsins (amk. norðurhlutans) hefur alltaf verið álitinn rock solid. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Vendetta, 6.9.2011 kl. 10:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vandinn v. Ítalíu er að skuldir eru á skalanum cirka 1.840ma.€. Ef við bætum v. Spáni, sem í gær hengur rétt að baki milli 420-430punkta, þá erum v. að tala um cirka 2.200ma.€. Þ.e. þessi skali sem gerir málið svo ákaflega erfitt. Þíðir, að einungis drastískustu aðgerðir eiga möguleika - ef skuldafjall á þessum skala er á leið í þrot; vegna umfangs þeirra boðafalla sem af munun hljótast, sem mun tjóna mjög verulega fjármálakerfi landanna í kring. Nægir reyndar að tala aðeins um Ítalíu í því samhengi sbr. umfang björgunarsjóðs Evr. upp á 440ma.€ en hann á eftir cirka 300. Að stækka hann er fræðilega unnt, en vandi að þá dreifist meiri áhætta á hin löndin, sem talið er duga til að íta Frakklandi niður fyrir 3-A, setja skuldir þess yfir 100% múrinn, sem getur skapað spennu gagnvart Frakklandi í ljósi mjög lélegra hagvaxtarforsenda alveg eins og á við um Ítalíu. Sá valkostur að velta þessu í verðlagið á Evrusvæðinu, með ótakmörkuðum kaupum Seðlabanka, er ekki góður en fræðilega fær leið - en myndi orsaka verðbólgu og verðfall. Þá þarf sennilega að bæta við endurfjármögnun bankakerfa. Þá eru menn að velta fyrir sér, hvað Þjóðverjar gera - þegar sett er í gang öflug verðbólguvél.

Bara slæmir og verri kostir eftir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.9.2011 kl. 11:03

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ein ástæða þess að menn hafa sumir verið að tala um gullbólu, er að verð á gulli hefur verið að æða framúr verði á öðrum málmum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.9.2011 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 859320

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband