Yfirmaður AGS, í viðtali, hvetur til tafarlausra samræmdra aðgerða ríkja heims til að forða heiminum frá nýrri kreppu!

Það er eiginlega orðið algerlega ljóst, að þegar loks yfirmaður AGS kemur fram og notar orðið kreppa, að þá sé í reynd full ástæða til að óttast að hlutir séu raunverulega að stefna í þá átt. En AGS hefur frekar en hitt verið klappstýra ríku ríkjanna í heiminum. Þannig, að mér finnst ólíklegt að AGS íkji ástandið - - fremur hitt.

  • Svo það sé frekar þannig - að aðilar innan AGS, séu orðnir logandi hræddir!
  • Ég er einmitt á því að ástandið sé orðið "scary"!

 

Hin yfirvofandi kreppa

Sjá viðtal: 'There Has Been a Clear Crisis of Confidence'

Lagarde: "At the International Monetary Fund, we see that there has been, particularly over the summer, a clear crisis of confidence that has seriously aggravated the situation. Measures need to be taken to ensure that this vicious circle is broken."

Spiegel: "What does that circle look like?"

Lagarde: "It is a combination of slow growth coming out of the financial crisis and heavy sovereign debt. Both fuel serious concerns about the capital and the strength of banks, notably when they hold significant volumes of sovereign bonds. Should banks experience further difficulties, further countries will be stricken. We have to break this cycle."

Spiegel: "Is the world on the brink of a renewed recession?"

Lagarde: "We are in a situation where we can still avoid it. The spectrum of policies available to the various governments and central banks is narrower because a lot of the ammunition was used in 2009. But if the various governments, international institutions and central banks work together, we'll avoid the recession."

  • Til þess að forðast kreppu - - > þarf samdræmdar aðgerðir helstu seðlabanka heims og ríkja heims.
  • Heimurinn stendur á gjábarmi - - > hengiflugið blasir við!

Ég tek alveg undir þ.s. Lagarde segir - á endanum getur hún ekki verið mjög grimm við umbjóðendur sína - sem eftir allt saman eru þau sömu ríku ríki sem eiga AGS.

Svo, sérstaklega á seinni hluta viðtalsins - tónar hún töluvert niður. Þegar talið berst að, akkúrat hvað það er sem ríkin geta gert - og leitast við að setja smá jákvætt spinn á þetta.

En vandinn er, að Evrópa eina ferðina enn - er hugmyndafræðilega á allt - allt öðrum stað.

Þar er verið að tala um að bæta við samdráttaraðgerðum - - skuldabremsa skv. þýskum þrístingi.

Á meðan AGS talar um, að forðast að spara of harkalega í nálægri framtíð - - miða frekar við svokallað "medium term" eða næstu 2-4 ár.

En málið er, að Evrópa er á mjög hraðri niðurleið. Á þeim tíma sem Seðlabanki Evrópu hefur einungis gefið til kynna, að frekari hækkunum vaxta skuli slegið á frest. Þarf þvert á móti að lækka þá þegar í 0.

En PMI mælingar sem sýna stöðu pantana hjá helstu fyrirtækjum, benda til samdráttar í iðnframleiðslu í ágúst og september. Ef sama þróun heldur áfram í október einnig. Getur 3. ársfjórðungur jafnvel þá endað í mínus.

En eina ferðina enn, laggar evrópa á eftir. Enn er Framkvæmdastjórnin að heimta - frekari niðurskurð útgjalda, þ.e. samdráttar-aðgerðir. Og, fyrstu viðbrögð hennar hafa verið, að þegar dregur úr vexti - að heimta enn frekari samdrátt útgjalda.

En krafa Framkvæmdastjórnarinnar er að ríkin nái niður halla í 3% fyrir árslok 2013. Þarna er ákveðið "discontinuity" milli aðila. 

Hver stofnunin í sínu horni - bara að passa sitt - - enginn að því er virðist að passa upp á heildarmyndina.

 

Vandinn er í Evrópu - að allar áætlanir um viðsnúning skuldavanda, reikna með þolanlegum hagvexti!

Þetta bendir Wolfgang Münchau á í: The worst of the euro crisis is yet to come

Takið eftir að Münchau er gamall Evrusinni, sem hefur snúið við blaðinu. Er Evrópusinni, sem vill ekki sjá Evrópu lenda í stóru lestarslysi, en getur ekki séð annað en að hlutir stefni í þá átt.

Enn telur hann eins og Lagarde mögulegt að bægja hættunni frá - með samræmdum aðgerðum.

  • Kannski - - en til þess að samræmdar aðgerðir séu mögulegar.
  • Þarf einnig samræmdann skilning - og samræmdann vilja.

Hvort tveggja virðist vanta - þ.e. alveg sama hve mikið stjórnendur Evrópu hafa hreyft sig, þá hefur vandinn alltaf verið einu til tveim skrefum á undan.

Svo virðist enn vera - ég er orðinn mjög skeptískur á að málum verði bjargað.

Ég reikna því með stórslysi -- þó ég enn vonist eftir kraftaverki.

 

Niðurstaða

Því miður sé ég ekki að ákall Lagarde, forstjóra AGS, um sameignlegt átak sé líklegt til að nást fram. En sameiginlegt átaks krefst sameiginlegs skilnings - að auki sameiginleg vilja. En, eins að auki, einhver þarf að taka að sér að stýra aðgerðum.

Síðast þ.e. 2008 var það Bernanke og Federal Reserve. En pólitískt landslag í Bandaríkjunum er gerbreytt nú, og Bernanke bundinn í báða skó, sbr. ummæli eins talsmanns Repúblikana að QR3 væri "treason".

Afstaða seðlabankanna á síðasta fundi nýverið, var að Obama þyrfti að gera eitthvað. En, stutt er í ræðu "policy speech" man ekki hvaða dag, en rámar í þessa viku janfvel næstu helgi.

Svo er það ein spennan enn. Það er, hvað gerir Hæsti-Réttur Þýskalands? En hann er með í skoðun kæru og mun úrskurða, hvort björgungaraðgerðir til handa Grikkandi, standist þýsku stjórnarskrána þann 7/9 nk. Það getur reynst vera stór jarðsjálfti - ef hann dæmir þær aðgerðir ólöglegar skv. þýskri stj.skrá þannig þáttöku Þýskalands í þeim aðgerðum, eða, setur mjög erfið skilyrði. En reiknað er víst fremur með skilyrðum, sem muni þrengja enn að ríkisstj. Merkel í þeirri vinnu, að leiða Evrópu út úr vandaum, með björgunar pakka aðferðinni.

Sjá: A Evans-Pritchard - German endgame for EMU draws ever nearer

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband