Verður messy gjaldþrot Grikklands - innan næstu 2-ja mánaða?

Það er nefnilega stórt drama í uppsiglingu út af Grikklandi. Þegar nýr björgunarpakki var samþykktur af ríkisstjórnum aðildarlanda Evrusvæðis, var gengið frá því að endurskoðanir varðandi Grikkland myndu héðan í frá verða 3. hvern mánuð. Það þíddi í þessu tilviki, að endurskoðun fer fram nú í byrjun september, í stað þess að eiga sér stað 3. mánuði héðan í frá.

Þetta er mjög áhugaverð tímasetning hjá leiðtogum Evrusvæðis, því samtímis í júlí er þeir tóku ákvörðunina, gáfu þeir þjóðþingum - embættismönnum, frý. Það er, ágúst hefur verið eitt allsherjar sumarfrý - að loknu erfiðu verki.

Myndin er af Evangelos Venizelos fjármálaráðherra Grikklands!

  • Þetta þýðir, að þegar þjóðþingin koma nú saman flest hver í næstu viku, er enn ekki búið að staðfesta hina nýju björgunaráætlun fyrir Grikkland!
  • Það er ekki heldur búið að staðfesta, þær breytingar sem ákveðið var að innleiða á björgunarsjóð Evrusvæðis, en honum á að veita fleiri hlutverk en áður. 
  • En á sama tíma - fer fram nýtt Grikklandsdrama. Svona, skemmtilegt krydd inn í umræðuna á þjóðþingunum, að hafa ferska Grikklandskrýsu - þegar einmitt er verið að ræða hvort á að staðfesta nýjann björgunarpakka - þann sem samþykktur var í sumar. 
  • Leiðtogar Evrusvæðis eru góðir í tímasetningum :)

---------------------------Fréttir

FT.com: Lenders suspend Greek bail-out talks

WSJ.com: Talks on Greek Bailout Are Stalled

Telegraph: IMF talks with Greece stall over deficit-reduction schedule

Reuters: UPDATE 4-Greece, EU/IMF talks on hold, at odds over deficit

Reuters: UPDATE 1-German FDP calls delay in Greek talks blow to euro

Reuters: Finland stands firm on demand for Greek collateral

Reuters: Euro bond would get weakest member's rating: S&P : ""If the euro bond is structured like this and we have public criteria out there then the answer is very simple. If we have a euro bond where Germany guarantees 27 percent, France 20 and Greece 2 percent then the rating of the euro bond would be CC, which is the rating of Greece," he said."

Bloomberg: IMF Said to Oppose Push for Greek Collateral

 

---------------------------Fréttir

Vandamálin hrannast upp varðandi Grikkland!

Grunnástæða þess að endurskoðun Grikklands er í vanda, er sú og reyndar alveg eins og síðast þ.e. í júní, að efnahagssamdráttur í Grikklandi er meiri en væntingar voru um.

Þetta er reyndar sama leikritið aftur og aftur og aftur - ég skil ekki hve ílla gengur að áætla, líklega framvindu Grikklands. En fram að þessu eiga áætlanir sem miðað hefur verið við það allar sameiginlegar að hafa ekki staðist. Í öllum tilvikum verið meiri samdráttur.

  • Þetta skapar nýtt fjárlagagat - sem ekki var gert ráð fyrir í áætlunum!
  • Reyndar vill þríeykið þ.e. sérfræðingar AGS, Seðlab. Evr. og Framkv.stj. meina, að aukinn halli sé einnig vegna þess, að grísk stjv. eina ferðina enn, séu ekki að standa sig.

Reuters:"The government and its international lenders said on Thursday that Greece would miss this year's budget deficit target, but they disagreed on how big the slippage would be." - "An official close to the inspectors said the 2011 budget deficit will be at least 8.6 percent of GDP compared to a target of 7.6 percent. Athens estimates the deficit at 8.1-8.2 percent of GDP, said a government official, adding that the troika believes only a quarter of the budget deviation is due to the recession." - "Venizelos declined to make a deficit projection and said Greece was not considering introducing extra austerity measures." - "Finance Minister Evangelos Venizelos said the talks would resume on Sept 14,..."These 10 days are absolutely essential both for us and the (EU/IMF/ECB) troika in order to work on the data on a technical level and prepare the tables on which the draft budget will be based," he told a news conference."

FT: “How can you expect the Bundestag to vote through a second bail-out for Greece when it isn’t meeting the promises made in the first package?” said one European official."

WSJ:""I expect a hard default definitely before March, maybe this year, and it could come with this program review," said a senior IMF economist who is keeping close tabs on the situation. "The chances for a second program are slim."" - "Finance Minister Evangelos Venizelos told a news conference on Friday that the talks hadn't broken down. But he said Greece must avoid taking further measures that would worsen the country's deepening recession, putting his position at odds with that of the troika." - "Venizelos "What is important for us is to restrain the recession, not to overstep and make things worse," he told reporters.

Það er erfitt að ráða í þetta: En þarna eru vísbendinga um að þreyta sé komin í stjórnendur Grikklands, gagnvart stöðugum kröfum um frekari og enn frekari niðurskurð. 

  • Aðilar virðast ósammaála um stærð hallans á útgjöldum gríska ríkisins.
  • Aðilar virðast ósammála um grunnástæður - grísk stjv. kenna um samdrætti sem auðvitað minnkar skatttekjur gríska ríkisins, meðan þríeykið, vill meina að grísk stjv. hafi ekki innleitt allar þær niðurskurðaraðgerðir, sem þau hafa áður samþykkt að framkvæma.

Miðað við svör  Venizelos, getur verið kominn upp á yfirborðið einbeitt andstaða gegn frekari niðurskurði - en á hinn bóginn getur einnig verið að svör hans feli í sér blöff.

En þetta er klárt vatn á myllu andstæðinga nýs björgunarplans til handa Grikkjum, á þjóðþingum annarra aðildarlanda - þ.s. í september mun verða leitast við að ná fram staðfestingu þjóðþinga á samkomulaginu um aðra björgun Grikklands.

Reuters: "Christian Lindner, general secretary of the Free Democrats, (FDP) junior coalition partners in Chancellor Angela Merkel's centre-right government,..." - ""The breakdown of talks between the Troika and Greece is a blow to the stability of the euro," - "Referring to Greece's failure to meet deficit targets set in exchange for a second bailout package, Lindner said Athens was shirking responsibilities to which it had agreed." - ""This is not about non-binding statements of intent, but contractually secured reciprocity for the emergency loans," he said. "We insist these agreements are observed."

Frjálsir Demókratar, samstarfsflokkur hægri flokks Merkelar, hefur verið í fararbroddi andstöðu á Sambandsþinginu, við björgunaráætlun til handa Grikklandi. En slíkrar andstöðu gætir einnig innan flokks Merkelar, og er hluti þingmanna hennar sjálfrar búinn að mynda andstöðuhóp.

Það virðist því líklegt - að Merkel neyðist til að skjóta á frest staðfestingu Þýskalands, á samkomulaginu um aðra björgun Grikklands. Þar til einhverskonar lending hefur orðið um, endurskoðun þá sem nú fer í hönd um núgildandi-björgunarpakka Grikklands þann er samþykktur var í fyrra. En þeirri endurskoðun á að lykta með greiðslu, þess lánshluta sem Grikkland á að fá nú í september. 

  • Svipuð ákvörðun er líkleg til að eiga sér stað, á fleiri þjóðþingum.
  • Þannig að spenna muni nú hlaðast upp - gagnvart Grikklandi. 
  • "Spekulation" um hrun - vaxa dag frá degi í september, þar til einhverskonar lending verður eða verður ekki. 
  • Eina sem unnt er að gera er að fylgjast með fréttum! 

 

Deilan um veð-kröfu Finna

Reuters: "finland's finance minister..." - ""Our standpoint has not changed. We join the Greece package if we get collateral," Jutta Urpilainen told reporters on the sidelines of a parliament meeting."

Bloomberg: "The International Monetary Fund opposes European plans to force Greece to put up collateral in its second rescue..." - "The use of collateral, a concession to win Finland’s backing for 109 billion euros ($155 billion) of loans pledged by euro leaders in July, would deny the IMF priority creditor status and violate Greek bondholders’ rights, said the people, who declined to be named because the talks are in progress."

Skv. fréttum áður fram komnum, er verið að ræða einhvers konar veðbanda lausn. En Finnar heimta veð og segjast ekki munu staðfesta samkomulagið um aðra björgun Grikklands, nema þeir fái einhvers konar veð eða tryggingu frá Grikkjum. Skv. samkomulagi v. Grikki, sem hefur verið dregið til baka - áttu Finnar að fá 20% af upphæð láns sem veð. En í dag, virðist að verið sé að ræða um annarskonar veð aðferð - einkum í því formi að grískar ríkiseignir verði notaðar sem veð.

En, þá vandast málið, að flestar bestu eignirnar stendur til að selja - vegna kröfu um að Grikkir nái fram 50ma.€ með eignasölu. Og, til að ná fram þeirri upphæð með sölu - er klárt að selja verður eignir að nafnvirði vel yfir 50ma.€ evra - vegna þess að við núverandi ástand eru verð mun lakari en ella.

Góð spurning - hvort unnt sé að finna nægileg veð! En nú stendur til að bjóða öllum sem það vilja - veð.

Þannig - að ef allt fer á versta veg, geta mál endað þannig, að nánast allar eigur gríska ríkisins komist í eigu útlendinga. Hvað svo sem þeir gera síðan við þær eignir.

Eins og ég upplifi þetta - - þá voma þjóðir Evrópu yfir hræinu á Grikklandi, eins og hrægammar.

En ef ekki tekst að ná samkomulagi í tengslum við deiluna um veð - þá er ekki útlit fyrir að björgunarpakkinn verði staðfestur eftir allt saman!

Þá stendur Grikkland frammi fyrir mjög raunverulegu messy greiðsluþroti fyrir árslok a.m.k.

 

Niðurstaða

Björgunaráætlun Grikkland virðist í mjög miklum vandræðum. Ef núverandi endurskoðun fer út um þúfur a.m.k. verður Grikkland ekki greiðsluþrota í september. En, það getur gerst mánuðinn eftir og alveg pottþétt fyrir áramót. En ef endurskoðunin fer út um þúfur - er mjög líklega engin leið að fá t.d. sambandsþingið þýska til að staðfesta aðra björgun Grikklands. Á hinn bóginn, getur deilan um veð- eða áhyrgðarkröfu Finna einnig rústað björgunaráætluninni. Enda segjast Finnar munu neita að staðfesta aðra björgun, ef þeir fá ekki þau veð eða tryggingu sem þeir krefjast. Á sama tíma hafa fleiri ríki óskað eftir því sama. Svo, mjög góð spurning er hvort unnt er að mæta þeim kröfum. Hvort það sé yfirleitt hægt.

Ég held að ég sé ekki að mála skrattann á vegginn með því að segja, að líkur þess að Grikkland verði "messy" greiðsluþrota fyrir lok þessa árs séu verulegar og vaxandi. 

Ef svo verður, kemur það svo ofan í annann vanda - vegna minnskandi hagvaxtar í Evrópu og vaxandi vanda landa eins og Ítalíu og Spánar.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort evran lifir af árið eða ekki. Ég er í dag sterkt efins um að hún hafi það árið út.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband