Viðbrögð stjv. í Evrópu, sem og eftirlitsaðila, gagnvart vaxandi vanda evr. banka - mynnir óþægilega mikið á afneitun ísl. stjv. og eftirlitsaðila síðasta eina og hálfa árið fyrir hrun!

Ræða Christine Lagarde  nýs yfirmanns AGS á Jackson Hole ráðstefnunni sl. föstudag í Bandaríkjunum, hefur vakið mikla athygli. En markaðir virðast klárt telja stöðu evr. banka viðkvæma og að auki versnandi. Þetta sést á síhækkandi skuldatrygginga-álagi evr. bankastofnana, sem í dag er það hæsta í sögunni. Að auki er farið að gæta erfiðleika á millibankamarkaði - einkum tregðu bandar. banka til að endurlána til evr. Það setur evr. banka í hugsanl. vanda þegar kemur að fjármögnun dollara skuldbindinga. Seðlab. evr. getur ekki prentað dollara.

Hvet allta til að lesa ræðuna - sjá hlekkinn að ofan! Smá hluti úr henni:

"I’ll start with Europe. Here, we need urgent and decisive action to remove the cloud of uncertainty hanging over banks and sovereigns. Financial exposures across the continent are transmitting weakness and spreading fear from market to market, country to country, periphery to core." - "Second, banks need urgent recapitalization. They must be strong enough to withstand the risks of sovereigns and weak growth. This is key to cutting the chains of contagion. If it is not addressed, we could easily see the further spread of economic weakness to core countries, or even a debilitating liquidity crisis. The most efficient solution would be mandatory substantial recapitalization—seeking private resources first, but using public funds if necessary. One option would be to mobilize EFSF or other European-wide funding to recapitalize banks directly, which would avoid placing even greater burdens on vulnerable sovereigns.

 

Fyrstu viðbrögð frá starfsm. stofnana ESB

European officials round on Lagarde :"“The key issue is funding,”... “Banks in some countries have had trouble securing liquidity in recent weeks and that pressure is going to mount. To talk about capital is a confused message. Everybody – politicians, regulators, other officials – is quite concerned.” - "Officials, nervous that Ms Lagarde’s statement would further spook bank investors, said they planned to urge the former French finance minister to clarify her statement.""

Lagarde capital call surprises regulators :"Some senior European officials also expressed surprise about the timing of Ms Lagarde’s comments over the weekend, arguing that banks have already made substantial progress in recapitalising themselves,,,the sector had raised about €60bn in capital through private markets during the first half of the year."

 

Maður skilur á vissan hátt slík moldvörpu sjónarmið - hræðsluna um að ef stjv. viðurkenna vandann, þá geti skapast hræðslukast - bréf banka geti fallið enn frekar.

Sannarlega hafa stofnanir ESB ítrekað haldið svokölluð stress próf - krafið banka um aukið eiginfjárhlutfall - - og nú er sagt að helstu bankar séu traustir, með eiginfjárhlutfall milli 7-9%.

  • Merkilegt hve þessi umræða mynnir mann á umræðuna hérlendis, síðasta árið fyrir hrun.

En, málið er - að fjárfestar kunna að lesa tölur, hvað þær þíða - og síðan að leggja saman tvo og tvo. Hvað sem þessi ágætu virðulegu embættismenn segja, þá hefur traust markaða á evr. bönkum haldið áfram að dala jafnt og þétt, þrátt fyrir þær aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar. (Traust markaða á ísl. bönkum hrundi töluvert áður en þeir síðan dúndruðu sjálfir niður)

En, ég þykist þess nokkuð viss - að ef stjv. halda áfram að láta sem, að bankarnir séu traustir - halda áfram að beina ásökunum að fjárfestum, um óskynsama hegðan - þá mun sýn fjárfesta á sívaxandi óvissu halda áfram að magnast.

Ég bendi á að sl. föstudag - var bann við skortsölum framlengt af stjv. Ítalíu, Frakklands, Spánar og Belgíu - - út september. Þetta sýnir, að ástandið á mörkuðum með bréf banka í þeim löndum - er álitið alvarlegt af stjv. þeirra landa.

  • Síðan má vel vera, að erlendir fjárfestar - viti af afneitun ísl. stjv. sem stóð yfir allt fram að þeirri viku sem þeir hrundu allir. 
  • En, það gætir mjög klárs vantrausts frá markaðinum í Evrópu gagnvart opinberum yfirlísingum. Aldrei að vita, kannski nú löngu síðar er hrunið hér - að hafa áhrif.

Það hefur fram að þessu, verið vinsælt af stjv. í Evrópu - að láta sem að, hrun bréfa banka væri spákaupmönnum að kenna - að það hrun sem hafi átt sér stað undarnar vikur hafi ekkert að gera með, að full ástæða sé að ætla að bankarnir raunverulega séu ekki nægilega traustir.

  • Stjv. í Frakklandi - Ítalíu - Spáni, hafa öll beitt slíkum ásökunum fyrir sig.
  • Slík hegðan er í reynd klassískt dæmi um að skjóta sendiboðann - sbr. bann v. skortsölum. (Ísl. stjv. stunduðu einmitt slíka hegðun).

En, alveg sama hvað embættismenn segja - alveg sama hve mörg stresspróf þeir framkv. sem eiga að sanna að bankarnir séu traustir -(munum að ísl. Fjármálaeftirlitið framkv. einnig stresspróf)- þó svo að nokkur aukning eiginfjár hafi átt sér stað - - þá er staðreyndin sú, að skuldatryggingaálag evr. banka hefur stöðugt farið hækkandi undanfarið (skuldatryggingaálag ísl. bankanna - fór einnig stighækkandi - og stjórnendur ísl. bankanna og ísl. yfirvöld töluðu einnig um rangtúlkun markaða - síðasta eina og hálfa árið fyrir hrun).

Skuldatryggingaálag banka á Evrusvæði, er nú hærra en 2008 er fyrri fjármálakrýsan var í hámarki rétt eftir fall Lehmans bankans.

Þetta er skýr vísbending um að aðvörun AGS sé akkúrat - orð í tíma töluð.

  • Mig grunar, að þvert á móti - ef stjv. evr.ríkja myndu krefjast frekari aukningar eiginfjár banka - og eins og Lagarde leggur til, sjá til þess að sú aukning sé umtalsverð.
  • Þá myndi þetta draga mjög verulega úr ótta markaða, þess efnis að skuldakrýsa tiltekinna ríkja - geti orsakað meiriháttar bankahrun í Evrópu. 
  • Þá myndu bréf banka hækka í verði aftur - og þetta gæti meira að segja haft jákvæð áhrif á markað með skuldabréf ríkissjóða.

 

Niðurstaða

Fram að þessu virðast moldvörpusjónarmið ríkja, þegar kemur að viðbrögðum stjv. evrusvæðis og stofnana ESB, gagnvart bersýnilega versnandi bankakrýsu á Evrusvæðinu. Ef sú staðreynd að skuldatryggingaálag banka skuli vera orðið hærra - en rétt eftir fall Lehmans bankans, hreyfir ekki við fólki. Eða sú staðreynd, að millibankamarkaður er klárt orðinn órólegur - sem sést á vaxandi vanda nokkurra evr. banka, í því að nálgast skammtímafjármögnun - - að ef hún dugar ekki heldur. 

Þá veit maður ekki hvað ætti þá að duga!

Svo bætist við hvatning AGS!

En, ég endurtek - að þetta kemur manni alltof kunnuglega fyrir sjónir, eftir að hafa upplifað afneitun ísl. stjv. - lánastofnana og eftirlitsstofnana; samfellt síðasta eina og hálfa árið eftir hrun.

Nú eru að verða komin 3 ár frá falli Lehman sbr. þann 15/9/2008 óskuðu stjórnendur Lehman bankans eftir gjaldþrots meðferð. 

  • Það tók ísl. bankana nærri því 2 ár frá litlu kreppunni 2006, þar til þeir hrundu.
  • Mun það sama eiga við bankana á Evrusvæðinu - með muninum + 1 ár?

Ps: Framkvæmdastjórn ESB, hefur nú formlega hafnað því áliti AGS, að ástæða sé til að standa í umtalsverðri viðbótarfjármögnun Evr. banka, hefur sagt þá betur stadda en fyrir ári. Að stress test sýni, að flestir þeirra standi vel - bla, bla, bla!

Brussels rules out bank recapitalisation

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fylgjendur inngöngu í ESB hoppa hæð sína í loft upp af fögnuði yfir svona skilaboðalausum langlokum.   

Marglitur, margþvældur og tormelltur texti, sem aðeins þreytir augað,  og enginn nennir að lesa, hvað þá að reyna að skilja, skilar engu Einar.

En fyrir alla muni haltu merkinu á lofti!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2011 kl. 01:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér láðist, í öllum hátíðleikanum að minnast á mikilvægi þess að setja inn í langlokurnar texta á erlendu lagamáli sem enginn lítur á hvað þá les, til að fullkomna vægi þeirra en um leið algert tilgangsleysi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2011 kl. 01:56

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skal gefa þér - að andleg leti grasserar, sem er ástæða þess að stjórnmálamenn trekk í trekk komast upp með að mata fólk á steypu - akkúrat vegna þess að fólk er hætt að nenna lesa lengra efni, en í símskeitastíl.

Hafðu þinn stíl - ég hef minn. Þetta var reyndar ein af mínum styttri færslum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.8.2011 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband