AGS hvetur til að fram fari þvinguð endurfjármögnun banka í Evrópu!

Nýr yfirmaður AGS, Christine Lagarde, kom fram á fundi Seðlabankastjóra sem haldinn var í Jackson Hole í Bandar. á föstudaginn. Alþjóðlegir fréttamiðlar hafa í dag verið að vekja athygli á orðum Lagarde - sem er ný í starfi og því ólíkleg að vera að flytja heiminum annað, en niðurstöðu sérfræðinga AGS.

 

Lagarde calls for urgent action on banks  - "IMF chief proposes mandatory recapitalisation of European banks" - "“There remains a path to recovery, but we do not have the luxury of time.”" - "“The most efficient solution would be mandatory substantial recapitalisation...""

Lagarde: Economy in 'Dangerous New Phase' - ""Developments this summer have indicated we are in a dangerous new phase," Lagarde told a meeting of top monetary policy makers from around the world. "The stakes are clear: we risk seeing the fragile recovery derailed. So we must act now.""

Christine Lagarde: EU banks must raise more cash -  ""We could easily see the further spread of economic weakness to core countries, or even a debilitating liquidity crisis."" - "she called for "substantial" and mandatory recapitalisation to bolster European banks' balance sheets, which will be "key to cutting the chains of contagion"."

 

Að AGS skuli leggja til að þjóðir Evrópusambandsins, grípi til þvingaðrar fjármögnunar á helstu bankastöfnunum landanna - - er mjög sterk vísbending um að AGS telji Evrópu á barmi mjög alvarlegrar bankakrýsu, jafnvel fjármálahruns.

Af orðum hennar að ráða - að það einnig liggi á að koma slíkri áætlun á laggirnar, og í framkvæmd.

Alþjóðlegu fjölmiðlarnir segja að ríkisstjórnirnar hafi verið að gera lítið úr vandamálinu opinberlega, til að skapa ekki paník. Svo, að orð Lagarde séu eins og ferskur vindur. 

En, undanfarnar vikur hefur skuldatryggingaálag evr. banka farið stig-hækkandi, eins og þróunin var með ríkin sem voru á leið í vandræði. Í dag er það orðið það hæsta sem sést hefur.

Að auki, er farið að gæta erfiðleika fyrir evr. banka, að sækja sér skammtíma fjármögnun - vísbending um að millibankamarkaður - sé orðinn tortrygginn.

Við slíkar aðstæður - þarf ekki stórann atburð -  til að allt fari í frost.

Stórt bankahrun í Evrópu - getur farið eins og eldur í sinu, borist milli landa, vegna gríðarl. innbyrðis fjármálatengsla.

Slíkt getur sett allt fjármálakerfi Evr. í frost - dýpt löndunum með hraði í mjög hratt vaxandi kreppuástand.

En fjármálahrun, ef það gerist sem gerst getur, að löndin í Evrópu þurfa að taka yfir sína meginbankastofnanir - eins og hér þurfti að gera. Þá mun líklega þurfa að setja á höft á fjármagnshreyfingar eins og hér.

Þá verður Evran komin í ástand mjög nærri endanlegu hruni. En, ef höft standa yfir um hríð - fara evrur í mism. löndum smám saman að verða mism. verðmætar. Eftir allt samana mis mikil verðbólga og hagkerfisástand. 

Spurning hvort unnt væri að halda seðlabankakerfinu lifandi? En, sbr. fyrrum Sovétríkin, þá fyrst eftir hrun þeirra, héldu öll fyrrum sovétlýðveldin áfram að nota rúblu. Eins og ég nefni að ofan, smám saman fóru rúblur að verða í reynd mis verðmiklar. En, fyrst í stað viðhélt Rússland peningaprentun til allra landanna. En, þeir skáru sjálfir síðan á hana, vegna vaxandi verðbólgu heima fyrir.

Þá tóku hin lýðveldin upp eigin gjaldmiðla. Ef ofangreint gerist með Evruna, þá er það í reynd Þýskaland sem myndi ráða því hve lengi seðlabankakerfið myndi lifa. En í dag er það Bundesbank sem yfirleitt kaupir þegar ECB kaupir bréf vegna þess að það er einkum Bundesbank sem er aflögufær innan kerfisins.

Svo spurningin væri: hve lengi Þýskaland v. ofangreindar aðstæður - sjálft í klemmu eftir að hafa tekið yfir eigin banka - væri til í að viðhalda seðlabankakerfinu?

Ef þeir hætta því, þá væri sameiginilegi gjaldmiðillinn þá endanlega hruninn.

---------------------------

Miðað við aðvörun Lagarde getur þróun í þessa átt jafnvel átt sér stað þá og þegar.

 

Niðurstaða

AGS er í reynd að segja að vesturlönd séu á brún mjög alvarlegs hruns. Evrópa, á brún fjármálahruns og svo mjög alvarlegrar kreppu. Bandar. á brún kreppu.

------------------------

Það veitir auðvitað aðra vísbendingu um alvarleik ástandsins í Evrópu; að yfirvöld í Frakkland, Ítalíu, Spáni og Belgíu, skuli sl. föstudag hafa framlengt bann við skortsölu - út september.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband