26.8.2011 | 23:34
Spurning hvort að hugmyndir Þjóðverja um skuldabremsu, sé rétta leiðin?
Spánn er fyrsta landið sem tekur áskorun Merkelar og Sarkozy frá því fyrir rúmri viku, um að innleiða svokallaða skuldabremsu. En hugmyndin er að ríki leiði í grunnlög þ.e. stjórnarskrá - bindandi markmið í ríkisfjármálum.
Spánverjar eru desperrat um að auka tiltrú Spánar í augum fjárfesta-vona að þetta hafi jákvæð áhrif.
Þetta telja Þjóðverjar að sé rétta útleiðin fyrir löndin í S-Evrópu, að spara sig út úr kreppunni.
Það eru þó fjölmargir hagfræðingar á algerlega andstæðri skoðun!
Þar á meðal þekkt nöfn eins og Stiglitz, Krugman og Roubini.
Spanish Parties Agree on Deficit Cap
Spanish parties agree debt and deficit limits
Hver er gagnrýnin?
- Spánn er eins og Írland, að bakgrunns ástæða vandans þar - er ekki í reynd ríkisútgjalda vandi. Sannarlega er verulegur halli, en skuldir spænska ríkisins í reynd eru ennþá undir meðaltali Evrusvæðisríkja miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu.
- Spánn og Írland voru rekin með afgangi á góðærisárunum á síðasta áratug, alveg eins og ríkissjóður Íslands. Þannig séð, passar hegðun þeirra við kenningar Keynes - að skila afgangi í góðæri en halla í hallæri.
- Það sem gerðist á Spáni, á Írlandi og Íslandi - er að í öllu þrem löndunum átti sér stað stófelld lánabóla, sem var drifin af sjálfstæðum aðilum innan hagkerfisins þ.e. - fyrirtækjum, einstaklingum og bönkum - sem lánuðu fyrir veislunni, fyrir utan að mikið af veislunni var tekin að láni í erlendum bönkum.
- Nú eftir að bólurnar eru sprungnar, sytur allt hagkerfið eftir með timburmenn í formi skuldaklafa sem er að sliga þá sömu sjálfstæðu aðila þ.e. atvinnulífið, bankakerfi og almenning.
- Ef ríkið, sveitarfélög, og fylkin á Spáni - allt hið opinbera, samtímis fer í miklar sparnaðar aðgerðir.
- Á sama tíma og almenningur - fyrirtæki - bankakerfi; heldur að sér höndum - sem skilar sér í mjög litlum hagvexti þessa stundina.
- Þá er mjög - mjög mikil hætta á að, Spánn fari yfir í hreinann samdrátt.
- Megin ótti fjárfesta í dag varðandi Spán - er ekki núverandi skuldir spænska ríkisins, eða hins opinbera á Spáni; heldur að Spánn sé á leið í samdrátt.
- Því að, ef samdráttur á sér stað - óttast fjárfestar að spænskir bankar sem í dag eru mjög tjónaðir eftir lánabólu sl. áratugar, einkum húsnæðisbóluna sem var risastór - hafa orðið fyrir gríðarl. útlánatapi, hanga svona nokkurn veginn á horriminni; rúlli.
- Þeir óttast sem sagt að Spánn verði Írland!
- Að það endurtaki sig á Spáni, að bankakerfið taki ríkið með sér í fallinu.
Og, einmitt vegna þess að þetta er bakgrunnur ótta fjárfesta - - þá er ekki endilega rétt greining að nú eigi að bregðast við með því að allt hið opinbera á Spáni samtímin, fari í stórfelldann útgjalda niðurskurð.
Því sá er auðvitað samdráttaraukandi - þ.e. velta hagkerfisins mun minnka, störfum fækka enn meir.
Hið opinbera mun sennilega hækka gjöld fyrir þjónustu, auk þess að skera niður - má reikna með hækkunum skatta að auki.
Málið er, að ástæða þess að Keyne taldi nauðsynlegt að ríkið væri með halla í kreppu - er að þegar einkahagkerfið er í samdrætti, er að skera niður útgjöld og skuldir - þá minnkar umframneysla ríkisins samdrátt hagkerfisins.
Ef aftur á móti, ríkið og hið opinbera, fer samtímis ásamt öðrum þátttakendum í hagkerfinu - að skera niður; þá magnast upp samdráttaráhrif innan hagkerfisins.
Þetta er í reynd þ.s. átti sér stað á 4. áratugnum, er svokallaður gullfótur var ríkjandi peninga-hagstjórnarmódel. En, það módel einmitt var mjög sveiflumagnandi því eins og það virkaði þá mátti ríkið eyða í góðæri en en það var knúið til að spara í hallæri. Þetta lyktaði í heimskreppunni miklu - að gullfótarkerfið hrundi, því að ríkin gáfust eitt eftir öðru upp á þeim samdráttarspíral sem myndaðist.
Hættan er sem sagt, að það stefni í endurtekningu! En samdráttarspírall mun ekki skapa tiltrú fjárfesta! Þvert á móti, þá sannarlega hata fjárfestar ríkisskuldir - en enn meir hata þeir niðursveiflu þ.e. samdrátt. Því þá skreppur eftirspurn saman, aðilar hafa minna úr að spila - skuldir spírala upp sem hlutfall af tekjum.
- Vandi Spánar er, að vegna þess að stóra hættan er bankakerfið. Að samdráttarspírall einmitt framkalli þ.s. menn óttast - þ.e. bankahrun.
- En, í samdráttarspíral náttúrulega þegar allir hafa minna, þá um leið fjölgar slæmum lánum, eignir lækka í verði - að lokum kemur að því að bankar í tæpri stöðu sökkva undir.
- Að spara of harkalega of hratt - getur einmitt flýtt fyrir gjaldþroti Spánar!
Roubini benti einmitt á svipað um daginn - var þó að tala um Bandar., að of hraður niðurskurður geti verið "debt negative" eins og hann orðaði það, en þá meinti hann að í ástandi þegar hagvöxtur er staddur á blábrún þess að hverfa, jafnvel að snúast yfir í samdrátt - þá geti of harkalegur niðurskurður hækkað hlutfall skulda ríkisins sem hlutfall landsframleiðslu, með því að vera vendipunktur í því að framkalla viðsnúning yfir í samdrátt.
Svo Roubini í Bandar. kallar eftir peningaprentun. Vegna þess að það er ekki í boði á Spáni, þá sennilega myndi hann hvetja spænsk yfirvöld til að hugsa hallann frekar í lengri tíma - einbeita sér í núverandi aðstæðum að hagvaxtarhvetjandi aðgerðum til að snúa við núverandi samdráttarþróun um hagvöxt; einbeita niðurskurði eingöngu að þáttum til skamms tíma sem eru lítt samdráttaraukandi - með öðrum orðum að fresta verulegum niðurskurðaraðgerðum þar til seinna.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning