26.8.2011 | 01:03
Grikklandskrýsa - taka 3! Ætlar Evrópa að leggjast sem hrægammar á hræ Grikklands?
Eins og ég nefndi um daginn er skollin á ný Grikklandskrýsa innan Evrusvæðis. En í þessari viku eftir að 4 aðildarríki Evrusvæðis um sl. helgi kvörtuðu yfir samningi Finna og Grikkja, sem hefði lækkað áhættu Finna - sbr. umfjöllun mína frá því um daginn: Er ný Grikklandskrýsa í uppsiglingu?
Þá hefur þessi nýja krýsa síðan þá verið að krauma og síssla. Í dag, sýndu markaðir mjög ákveðin viðbrögð, þ.e. vaxtakrafa Grikklands fór í nýtt met - þ.e. hefur aldrei áður verið hærri:
- 18,5% f. 10. ára bréf.
Greek debt yields spike on collateral fears
Vaxtakrafa Grikklands hefur verið að stíga í þessari viku, en þegar hún náði þessu nýja meti - varð allt í einu umsnúningur á mörkuðum í Evrópu, sem höfðu verið í hækkunarferli sl. 3 daga - og verðfall hófst í staðinn cirka um kaffileitið.
- Bankakerfi Grikkja er einnig á barmi hruns: Greece forced to tap emergency fund
- Það er ekki síst vegna: Greek Banks Grapple With Deposit Outflows
Óhætt að segja - að Grikklandskrýsan sé skollin á aftur af fullum þunga!
En staðan er svo alvarleg - að samkomulagið frá júlí er hreinlega á barmi hruns!Ef það gerist - er allt unnið fyrir gíg, eins og ekkert samkomulag hefði átt sér stað í júlí!
Ef það verður niðurstaðan - þá verður markaðspaník sú sem átt hefur sér stað fram að þessu, sem smágárur í polli sbr. þau markaðsboðaföll er þá geta orðið.
Varðandi kröfu Finna, þá er þetta krafa sem hefur víst legið fyrir alveg síðan samkomulagið var gert í júlí - en þá var hluti af sáttinni að Finnar mættu gera einhverskonar samkomulag við Grikki um Tryggingu.
- Þannig séð voru Finnar ekkert að brjóta af sér - þetta samkomulag var alveg skv. því sem þeir reiknuðu með, að þeim hefði verið lofað að þeir mættu gera.
- Þetta samkomulag við Finna, knúðu þeir fram - hótuðu ella að samþykkja ekki björgunarpakka til handa Grikkjum.
- Sú hótun stendur reyndar enn: Finland threatens to withdraw Greek bailout support
- Þetta var áréttað af forsætisráðherra Finna, sem síðan dróg aðeins í land - án þess að gefa eftir þeirra meginkröfu: Finland Open to New Collateral Model After Provoking Rebuke
Þegar Finnar gengur fyrir viku frá samkomulagi um slíkt v. Grikki - þá risu 4. aðrar þjóðir upp, og kröfðust að fá smbærilegann díl. Síðan skiptu Hollendingar um skoðun, og þess í stað settu fram úrslitakosti - þ.e. gagnvart Finnum; að gefa eftir sína kröfu eða að Holland myndi neita að staðfesta samkomulagið um björgun Grikklands í annað sinn.
Neyðarfundur fjármálaráðherra Evrusvæðis á föstudaginn 26/8
Þessi fundur er hreinn neyðarfundur, og sníst um 11. stundar tilraun til að bjarga samkomulaginu um aðra björgun Grikklands frá yfirvofandi hruni.
Finance ministers move to save Greek bail-out : "...three officials briefed on the talks said the group was looking at a proposal for a non-cash collateral arrangement where Greece would put up either real estate or shares in state-owned enterprises and financial institutions as a guarantee towards eurozone bail-out loans."
- Þetta er mögnuð hugmynd - en skv. þessu mun slíkur díll standa opinn gagnvart hvaða Evrusvæðislandi, sem óskar að fá tryggingu í veði í grískum eigum.
- Ath. að þegar er búið að lofa, að selja nær allar eignir gríska ríkisins, sem eitthvert raunverulegt verðmæti er í - til að ná fram lækkun á lántökukostnaði til handa Grikklandi um 50ma..
- Ath. Grikkir græða ekkert á þeirri sölu - þeir peningar eiga ekki að fara til að bæta hag grískra borgara, eða til að lækka skuldir gríska ríkisins - - heldur eingöngu til að hin ríkin þurfi að leggja minna fé í púkkið. Þetta sparar skattgreiðendum hinna landanna.
- Nú að auki, virðast sterkar líkur á að skattgreiðendur hinna landanna, í nafni sinna ríkisstjórna - að auki muni slá eign sinni á nánast allt þ.s. eftir verður af grískum ríkiseignum; í gegnum kröfu um tryggingu í formi veða.
- Ég velti fyrir mér - hvað þarf til að grískur almennigur geri uppreisn? Það er verið að taka allar grískar ríkiseigur - án þess að grískur almenningur komi til að njóta nokkurs ágóða af þeim eignaskiptum.
- Hugsa sér - er þetta sú evrópska samstaða, sem við Íslendingar viljum taka þátt í?
- Þjóð liggur niðri - þá koma hinar þjóðirna eins og hrægammar, og hirða allar eigur hennar upp í skuld.
- Þetta mynnir á hegðun evrópskra nýlenduvelda - t.d gagnvart Egyptalandi, sem var platað til að taka á sig skuldir, svo skiptu Bretar og Frakkar landinu í milli sín.
- Jafnvel þó að Grikkir hafi ekki beint verið plataðir - þá er þetta ekki aðferð þeirra sem vilja hjálpa!
- Svona hegða vinir sér ekki við félaga sinn - sem liggur niðri, sannarlega eftir svall!
Niðurstaða
Mér lýst virkilega ekki á framkomu Evrópuþjóða gagnvart Grikkjum. Og einmitt sú framkoma, gerir mann enn síður móttækilegann fyrir hugmyndum, um að ganga inn í þennann klúbb.
- En, ef þú vilt vita hvaða mann einhver tiltekinn hefur að bera - þá er ekki besta mælingin á viðkomandi hvernig sá hagar sér, þegar vel gengur.
- Heldur, þá sýnir það hver þú ert - hvernig þú hegðar þér, þegar á hefur bjátað.
- Að auki, er hegðan þín gagnvart þeim sem eru minni máttar - mjög lísandi um þitt eðli.
Í stað þess að hjálpa Grikkjum. Leggjast þjóðir Evrópu eins og hrægammar á hræið eða hrafnar, og þ.e. ein stór átveisla framundan, nema gríska þjóðin rísi upp.
Svona vinskap hef ég ekki áhuga á!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning