25.8.2011 | 00:37
Guðmundur Steingrímsson - ég skora á þig að stofna þann nýja aðildarsinnaða flokk, sem þig dreymir um!
Ég vona að Guðmundur Steingrímsson - og nýlegur hópur útlaga frá Framsóknarflokknum, ásamt einhverjum hluta ungliðahreyfingar Framsóknarflokks. Láti slag standa, og stofni flokk.
Best væri að á sama tíma, stofni Guðbjörn Guðbjörnsson, einnig sinn flokk. En ég hallast þó að því, að sá hópur fyrrum Sjálfstæðismanna og fyrrum Framsóknarmanna, séu líklegir til að slá sér saman.
Að auki, held ég að vel myndi koma sér, að ofan í þetta komi Besti sér inn í landsstjórnmálin.
Bloggið hans Guðbjarnar: Bjarna Benediktssyni svarað
Bloggið hans Guðmundar: Úrsögn mín
Klofningur andstæðinganna er vatn á myllu okkar!
Til að fólk átti sig á því hvert ég er að fara, þá tel ég slíka þróun jákvæða fyrir Framsóknarflokkinn og almennt, baráttuna gegn ESB aðild. En þetta snýst um þá hugsun að klofningur andstæðinganna, því meiri - því betra.
- Flokkur sem aðhyllist ESB aðild getur ekki tekið fylgi frá flokki, sem er andvígur ESB aðild.
Um þetta snýst málið, að því fleiri ESB sinnaðir flokkar sem eru stofnaðir, og bjóða sig fram - því betra.
Þá falla fleiri atkvæði andstæðinga okkar til ónýtis - heildarfylgi aðildarsinna nýtist síður.
---------------------------
Um daginn lýsti Össur því yfir að samningur myndi verða lagður fyrir þjóðina, fyrir næstu Alþingiskosningar. Það var reyndar vitað nokkru fyrr, að Samfóar myndu leggja samning fyrir áður en kosið verður til Alþingis.
Það hefur þær afleiðingar - að miðjan mun nær hverfa þegar kemur að afstöðu af eða á um ESB aðild, eftir því sem nær dregur því að kosið verði um samninginn.
Enginn flokkur mun komast upp með að taka ekki hreina afstöðu - af eða á. Það er einfaldlega of mikið undir fyrir okkur Íslendinga.
Ég á við að ESB aðildarspurningin verði klofnings öxull sambærilegur við hægri vs. vinstri. Flokkar geti síðan verið hægri eða vinstri sinnaðir ESB sinnar eða hægri eða vinstri sinnaðir sjálfstæðissinnar. Eða hófsamir miðjusæknir aðildarsinnar vs. það sambærilega fyrir sjálfstæðissina.
Að þessu leiti sambærilegt við Færeyjar þ.s. eru 2 - klofninsmiðjur þ.e. með eða móti aðskilnaði við Danmörku og síðan hægri vs. vinstri skiptin.
Þetta er það sem Sigmundur Davíð er búinn að sjá.
En þó að aðildarinnar tali um að það ráðist af samningnum - þá virðist manni ljóst að líkur séu mjög verulegar á því, að hátt hlutfall þeirra muni finnast væntur samningur þess virði að segja já við. Ég einhvern veginn, á mjög erfitt með að trúa því, að margir þeirra segi "nei". Að í reynd, sé afstaða aðildarsinna skýr "já". Það sé ekki samningurinn sem ráði. Þeir vilji aðild - punktur.
---------------------------
Veðmál Sigmundar Davíðs er síðan, að fylgis púlía andstæðinga aðildar verði stærri heldur en fylgis púlía fylgismanna aðildar.
Reyndar tel ég að heildarfylgi ísl. aðildarsinna nái ekki 40%, það hangi milli 35-40%. Þetta fylgi kann þó að hafa minnkað eitthvað undanfarið.
Vegna aðstæðna erlendis þ.e. evrukrýsunnar og um leið skuldakrýsunnar innan Evrópusambandsins, er þá veðmálið að Framsóknarflokkurinn muni hafa mun meir upp úr krafsinu, með því að standa gegn aðild.
Hann þarf þá að taka fylgi frá VG - að einhverju leiti. En tækifæri er til þess einmitt, vegna stjórnarþátttöku VG sem hefur minnkað vinsældir þess flokks.
---------------------------
Ég held síðan að mjög klárt sé, að nýr flokkur Guðmundar Steingríms - skoðana hans vegna, sé augljós ógnun við Samfylkingu. En, þaðan virðist mér klárt flokkurinn hans vera líklegastann til að sæka sér fylgi, ef myndaður verður.
En ímynd Guðmundar er mjög jákvæð meðal flokksmanna Samfylkingar, og má nánast segja að orð hans séu klæðskerasniðin til að höfða einmitt til Samfylkingarliða.
Guðmundur Steingrímsson - kastar Grímunni
Ég verð að segja, að Guðmundur veldur mér vonbrigðum. En ég þekkti föður hans, mjög mætann mann. En, orð Guðmundar passa ekkert við þá ímynd hófsemi -sbr. orð þess efnis að hann vilji ný stjórnmál- sem hann vill draga upp af sér.
Heldur, sprettur þarna fram ljóslifandi mjög svo dæmigerður Samfylkingar hroki og fyrirlitning á skoðana andstæðingum sínum.
"Annars vegar blasir við ofuráhersla á þjóðernishyggju og afturhvarf til einangrunar, með tilheyrandi skertu frelsi einstaklinga og undirtökum þröngra hagsmunaafla. Hins vegar blasir við leið alþjóðasamvinnu sem felur í sér viðurkenningu á því að stærstu úrlausnarefni samtímans eru þjóðum sameiginleg."
Takið eftir þeim myndum sem hann dregur upp af þeim sem ekki vilja ESB aðild:
- Einangrunarsinnar.
- Þjóðrembur.
- Vilja skerða frelsi?
- Fulltrúar meintra íllra hagsmuna-afla.
Þarna dúkka upp nánast allir standard ungliða Samfóa frasarnir - þetta með frelsis skerðingu þarf hann þó aðeins að útskýra, því sú fullyrðing kemur mér spanskt fyrir sjónir.
Með þessu afhjúpar hann sig sem skoðanabróðir Samfóa, og ég sé þarna ekki nokkurn mun á málflutningi en á dæmigerðum Samfóa.
Það sem fer alltaf vert í mínar fínustu - er þessi óskaplega neikvæða afstaða til þjóðernishyggju.
Þeir einfaldlega gera engann greinarmun - láta eins og þjóðernishyggja, sé jafnt og öfgar.
Í þeirra augum, er ekki unnt að vera hófsamur þjóðernissinni, að því er virðist.
Hann tekur sérstaklega fram, að þjóðernishyggja - sé andstaða frjálslyndis.
Ég verð að segja eins og er - að þetta koma mér ekki fyrir sjónir sem hófsöm viðhorf.
Þvert á móti, upplifi ég slík viðhorf gagnvart þjóðernishyggju, þ.s. enginn stigsmunur virðist viðurkenndur - sem ákaflega öfgakennda sýn.
Slíkur maður - sé alls - alls ekki, hófsamur!
Niðurstaða
Ég verð að segja, að eftir að ég hef lesið bréf Guðmundar Steingrímssonar, þá lít ég hann allt öðrum augum en áður. En fyrir mér er eins og að úlfurinn hafi stigið fram, varpað af sér sauðagærunni.
Guðmundur - þessi orð verða ekki fyrirgefin í bráð. Héðan í frá ertu andstæðingur.
Þetta á ekki við Hall - en hann hefur mér virst hingað til, passað sig á því hvernig hann talar til fólks sem hann er ekki sammála.
---------------------------
Svo að hvatning mín til Guðmundar um flokksstofnun er ekki vinsamleg. Heldur vegna þess, að ég tel að með því muni hann skaða Samfylkingu miklu meir, en nokkuð það nánast annað sem fyrir Samfylkingu getur komið.
En að mörgu leiti hafa Samfylkingarliðar blekkt sjálfa sig í gegnum eigin áróður, þ.e. þeir séu svo frjálslyndir og miðjusæknir. Þeir hafa svo lengi skilgreint sína stefnu sem hófsama og frjálslynda, að þeir eru farnir að trúa því sjálfir. Einnig því, að stefna sem sé andstæð þeirra stefnu - sé þá það andstæða við frjálslyndi og hófsemi.
Þessi svart hvíta mynd, er dregin upp af innlendri pólitík - í algerri blindni mjög bersýnilega fyrir því, hve ofstækisfull sú svart hvíta sín í reynd er.
Vegna þess að þeir hafa blekkt sjálfa sig, aðrir aðildarsinnar virðast einnig aðhyllast mikið til sömu sýn - þá stórfellt ofmeta þeir líklegt eigið fylgi; vegna þess að flestar mælingar í alþóðlegu samhengi sýna fram á að flestir kjósendur eru jafnan nærri miðju.
Þannig, að vegna þess að þeir sjá sig sem hina eiginlegu fjálslyndu miðju sbr. tal um skort á pólit. miðju á Íslandi, sem fer nú rauðum ljósum meðal aðildarsinna á Íslandi, þ.s. þeir leitast við að sannfæra sig um að þarna úti sé fullt af ótöppuðu fylgi, sem þeir bara þurfa að stofna viðeigandi flokk til að sækja - geti verið að þeir láti þá sjálfsblekkingu leiða sig í ógöngur.
Þeir skilgreina andstæðinga að því er virðist hugsunalítið sem einhvers konar form af öfgum.
Svo vegna þess að þeir eru öfgar, eðlilegt er að kjósendur leiti frá öfgum - leiti til hófsemi og frjálslyndis - og þegar andstæðingar til hægri hafa tekið ákveðnari afstöðu gegn þeirra megin átrúnaði; þá halda þeir að nú skorti miðjuflokk.
Auðvitað vegna þess að þ.e. ekki mögulegt, að miðjuflokkur geti verið þjóðernissinnaður. Það er barasta ekki hægt, því þjóðernishyggja er jafnt og öfgar.
Einhvern veginn í þessari þokukenndu hugsun, er til staðar sá möguleiki - að innlendir aðildarsinnar blekki sjálfa sig, til að skjóta sig íllilega í fótinn. Með stofnun flokka - sem allir munu keppa í reynd við Samfylkingu um nokkurn veginn sömu takmörkuðu fylgispúlíu.
---------------------------
Spurning hvort andstæðingarnir fyrir rest, enda með því að verða brjóstumkennanlegir.
Kv.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Humm ... ég held nú Björn minn góður að það sé allnokkru líklegra að um hentistefnu og vinsældartrikk að ræða frekar en málefni ... nema menn vakni upp við vondan draum eftir nokkur ár og uppgötvi sér til mikillar furðu að þeir séu á skökkum stað.
Að viðurkenna það síðan með orðskrúðgi og leikþætti finnst mér nú frekar bera vott um svefngengilshátt og hugsunarleysi frekar en úlfa í gærum ...
Guðmundur er bara dæmi um atvinnupólítíkus ... hvers hagsmunir eru alltaf fyrst hans .... síðan umbjóðendanna ... eins og margir sem kosnir eru á þing og til stjórnarstarfa.
Kjörnir fulltrúar starfa í umboði kjósenda ... mér hefur alltaf fundist sú fullyrðing að þeir eigi að vera óbundnir nokkru nema eigin sannfæringu vera meinfyndin.
Því þeir eru þá ekki að starfa í umboði kjósendanna ... heldur sjálf síns.
Morfeus, 25.8.2011 kl. 08:15
Ég held að þetta "sprikl" hjá Guðmundi sé þannig tilkomið að hann hélt að formennska í Framsóknarflokknum gengi í erfðir. Þegar hann komst að því að svo var ekki, fór hann í fýlu og yfirgaf flokkinn, hann var búinn að koma sér út úr húsi í Landráðafylkingunni og til þess að draumurinn um að verða að formanni í Framsókn var að engu orðinn og hann var búinn að koma sér út á gaddinn hjá Landráðafylkingunni, var ekki um annað að ræða að stofna flokk ESB-dindla og fá þá líklega að verða formaður þar...........
Jóhann Elíasson, 25.8.2011 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning