Hagvöxtur í Evrópu að stöðvast? Bandaríkjunum einnig?

Það var nokkuð merkileg atburðarás á mörkuðum í gær. En öfugt við áður - þá ypptu markaðir að því virtist öxlum, við röð neikvæðra efnahagsfrétta. Tölur í gær voru upp bæði í Bandar. og Evrópu, meir í Bandar. Greinendur, telja að þessi óvenjulega útkoma að hækka þegar á móti blæs - stafi af væntingum um útspil Ben Bernanke í ræðu sem nú er orðin árlegur atburður í hófi sem haldið er hvert ár, hóf sérstaklega fyrir seðlabankastjóra. Þarna verða helstu seðlabankastjórar heimsins.

Jackson Hole in spotlight

Ekki veit ég hvað menn telja sig vita - þetta hljómar dálítið eins og vefur af getgátum.

Ég er ekki viss um að meir sé bakvið þetta en eftirfarandi hugsun - "ástandið er orðið svo slæmt, allar tölur sem fram koma virðast á leið niður; þeir hljóta að koma fram með eitthvert bitastætt útspil".

Sumir munu staldra við þessi orð:  

Greenspan Says Euro ‘Breaking Down - “The euro is breaking down and the process of its breaking down is creating very considerable difficulties in the European banking system,”

 

Neikvæðar efnahagsfréttir dagsins

Eurozone economic growth close to standstill

Euro-Zone Private Sector Stays Weak

Eurozone services, factories hit as Germany weakens

  • "The Flash Markit Eurozone Services Purchasing Managers' Index (PMI) fell to 51.5 this month from 51.6 in July, its lowest level since September 2009..."
  • "The PMI for the manufacturing sector slid to 49.7 - its first sub-50 reading since September 2009"
  • "Output in the sector held steady, with the index at 50.0, down from July's 50.2 and its lowest since July 2009."
  • "The eurozone composite PMI, a broader measure of the private sector which combines the services and manufacturing data, held steady at 51.1,..."
  • "The composite index is often used as a guide to growth and Markit said it was consistent with no quarterly growth in the current quarter."

Það sem gerir PMI staðalinn áhugaverðann - er að hann mælir hvað er að gerast í náinni framtíð.

Ef dregur úr pöntunum hjá viðskiptastjórum helstu fyrirtækja - þá máttu reikna með því að þá sé að vænta minnkun umsvifa þeirra fyrirtækja í náinni framtíð.

Að PMI sé innan við 50 fyrir iðnframleiðslu, eru slæmt tíðindi - því það getur þítt að iðnframleiðsla á Evrusvæði, muni dragast saman - reyndar ekki mikið, en samt dragast saman á núverandi ársfjórðungi.

Einhverra hluta vegna, eru neysla enn í smávægilegri aukningu skv. PMI mælingu, svo heildaráhrif eru 1,1% vöxtur - innan umsvifa atvinnulífs; ef þetta stenst.

"But Chris Williamson, chief economist at Markit, said a near-stagnation in Germany, the region's largest economy, was worrying. "The data raise the prospect that economic growth in the third quarter could be even slower than the disappointing 0.2% rise seen in the three months to June," he said. "With forward-looking indicators such as business confidence and new orders falling further, it is likely that the survey data will continue to turn down in September.""

Vísbendingarnar séu allar niður - segir sérfræðingur Markit, sem rekur virtasta einkarekna indexinn.

 

 ""The ZEW Center for European Economic Research in Mannheim said its index of investor and analyst expectations, which aims to predict developments six months in advance, plunged to minus 37.6 from minus 15.1 in July. That’s the lowest since December 2008 and the biggest drop since July 2006.""

"“Let’s not forget that it’s financial analysts who take part in ZEW, not German executives, so it doesn’t accurately reflect the real economy,” said Jens Kramer, an economist at NordLB in Hanover."

"ZEW’s gauge of current conditions slumped to 53.5, the lowest in a year, from 90.6. The euro fell after the report before resuming its climb."

Þetta bætist við það, að helsti verðbréfa-indexinn í Þýskalandi, hefur hrapað kringum 25% - undanfarnar 4 vikur. Sem er ekkert smáræðis fall!

Það má vera að ZEW sem mælir væntingar sé heldur í svartsýnni kantinum, sem sagt að hann undirskjóti. Þýskaland sé ekki við það að falla fram af gjábarmi. En seinni ZEW indexinn sem mælir veltu í atvinnulífinu - sýnir ótrúlegann samdrátt í vexti frá fyrsta ársfjórðungi. 

Þessi mæling staðfestir þann mikla samdrátt í hagvexti sem orðið hefur í Þýskalandi. Væntingamælingar sýna sennilega, að menn eru orðnir innan viðskiptalífsins - mjög uggandi um nánustu framtíð.

Til samanburðar sýnir Markit PMI indexinn fyrir Þýskaland: "For Germany, the composite index fell from 52.5 to 51.3, the lowest for more than two years."

Sem inniber spá um frekari minnkun aukningar umsvifa í Þýskalandi á þessum fjórðungi.

 

"European consumer confidence weakened more than economists forecast in August as growth in the euro-region slowed amid the sovereign debt crisis."

"An index of household sentiment in the 17-nation euro area fell to minus 16.6 from minus 11.2 in July, the Brussels-based European Commission said in an initial estimate today. That’s the lowest since June 2010."

Meðalneytandinn innan Evrusvæðis er klárt orðinn umtalsvert meir svartsýnn en sá er bjartsýnn.

Þó þetta sé ekki mæling á kaupum - þá auka neikvæðar væntingar líkur á því að neytendur haldi að sér höndum í náinni framtíð, og aukin neikvæðni auðvitað styrkir þá tilhneygingu.

 

"Sales of new U.S. homes declined more than projected in July...Purchases fell 0.7 percent to a 298,000 annual pace after a 300,000 rate in June that was slower than previously estimated..."

"“There is no upside momentum at all in housing,” said Eric Green, chief market economist at TD Securities Inc. in New York, whose forecast for sales was 300,000. “Without any meaningful job growth, we’re going to continue to look at a housing sectors that is moribund.”"

Þetta skiptir máli því að minnkandi sala þíðir væntanlega lækkandi verð - og það hefur áhrif á sýn neytenda á eigin efnahag.

Ef sýn þeirra á eigin efnahag fer niður, þá vanalega hefur það neikvæð áhrif á neyslu.

 

"Factory output in the U.S. central Atlantic region dropped to a two-year low in August..." - "The Richmond Federal Reserve Bank said on Tuesday its index of factory activity in its district fell to minus 10 from minus 1 in July as new orders and shipments weakened sharply...It was the lowest reading since June 2009."

"While the survey covers only a small portion of U.S. manufacturing, it follows a report last week that showed a steep decline in factory activity in the mid-Atlantic region..."

""The manufacturing sector was one of the most consistent pockets of strength in this recovery and all of a sudden it seems to be taking a very severe beating that goes beyond the supply chain disruptions related to the Japan earthquake," said Anthony Karydakis, chief economist at Commerzbank in New York."

Þessar tölur frá útibúi Seðlabanka Bandar. í Richmond, koma ofan á slæmar tölur frá útibúi Seðlabanka Bandar. í Fíladelfíu.

Svo nú eru tölur komnar fram, frá tveim svæðum á Vesturströnd Bandaríkjanna, sem sýna mjög ákveðinn samdrátt í iðnframleiðslu á öðrum ársfjórðungi.

-----------------------------

Þetta eru hin slæmu efnahagstíðindi er fram kom á þriðjudag - samt fóru markaðir upp!

Bernanke - vonin mikla!

 

Niðurstaða

Kannski að markaðir hafi í gær verið í verkfalli - þ.e. strækað á slæm tíðindi :) En að öllu gamni slepptu, þá var merkilegt að sjá markaði fara upp - sama dag og það rigndi inn neikvæðum efnahagstíðindum.

Ef ræða Ben Bernanke á föstudaginn - stendur ekki undir þeim vonum sem virðast hafa drifið þessa þrátt fyrir allt hækkun; þá má sennilega búast við verulega snörpum lækkunum á mörkuðum nk. mánudag.

PS: frekari neikvæðar efnahags-fréttir:Eurozone woes deepen as German confidence drops

 "Eurozone industrial orders also surprised economists on the downside, showing a decline of 0.7pc in June instead of an anticipated gain of 0.5pc, EU data showed." - "The monthly Ifo business climate index...German business expectations for the coming six months fell...111 points and was the biggest drop since the index lost 4.9 points in November 2008."

Einhver merki eru að sjást í dag um það, að markaðir séu farnir að leita niður aftur, en röð neikvæðra frétta dynja yfir og erfitt þá að finna bjartsýni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband