Sumir vilja líkja Evrópu við ástandið í N-Ameríku, rétt áður en svokallaðar nýlendur vesturheims runnu saman í Bandaríkin!

Árin 1787 of 1788 kom fram röð greina í helstu blöðum New York borgar, greinaröð sem í dag gengur undir nafninu "The Federalist Papers" þ.s. rökstutt var nauðsyn þess, að í kjölfar sigurs á Bretum í frelsisstríðinu, væri nauðsynlegt að stíga næsta skref - mynda sambandsríki N-Ameríku.

Þessar greinar voru skrifaðar undir dulnefninu "publius" og bak við þær stóðu N-Amerískir stjórnmálamenn, sem áhuga höfðu á að skapa almenna undiröldu fyrur slíkum hugmyndum.

How to Get Europeans to Care about Europe

  • Greinarhöfundur Der Spiegel er klárlega einn af áhugamönnum um að, ESB eða Evrusvæðið með ákveðnum hætti, stígi stór skref í átt að sambandsríki!
  • Hann hefur rétt fyrir sér að mörgu leiti - að ef af þessu á að verða, þá gangi ekki lengur að láta Evrópusamrunann vera keyrðann áfram, af tiltölulega fámennum hópi teknókrata.
  • Það verði að skapa almennann áhuga - sem því miður að hans mati sé af skornum skammti.
  • Evrópusamruninn hafi fram að þessu að hans mati, að of miklu leiti byggst á því að leitast við að láta íbúa Evrópu, umbera hann í því nafni að þeirra efnahagur sé þannig bættur.
  • Samruninn hafi þannig orðið í augum Evrópubúa fyrst og fremst efnahagsmál, með því að selja hann fyrst og fremst á þeim nótum, sé hætta á að samruninn lendi nú í vanda - þegar sverfur að efnahagslega og almenningi ef til vill virðist sem að "loforðin hafi verið brotin".
  • Það komi nú alltaf stöðugt þessi spurning - hvað mun það kosta?
  • Ástandið sé þannig, að áhugi Evrópubúa sé mun meiri á eigin þjóðþingum en á Evrópuþinginu, á stjórnmálamönnum heima fyrir heldur en forseta Ráðherraráðsins, þátttaka í kosningum til Evrópuþings í öllum aðildarlöndum sé til muna slakari en þegar þeir standa frammi fyrir kosningum til eigin þjóðþinga.
  • Að hans mati sé einmitt þetta áhugaleysi - nú svo varasamt, nú þegar sverfur að.
  • Ekki hafi tekist að skapa útbreidda Evrópuvitund, til að koma í stað þjóðernishyggju. 

"At least now that things are affecting our pocketbooks, we're waking up a bit. We're paying attention and making an effort to get informed....But there is no real debate about the future of Europe."

Það má segja að þegar séu merki uppi um að íbúar Evrópu séu farnir að snúast gegn Evrópusamrunanum - þess sé farið að gæta í því að nú sjást fyrstu merki viðleitni í þá átt að rúlla eintökum þáttum hans til baka, sbr. að nú sverfur að Schengen.

Hvað vill höfundur gera? Leggur til almenna atkvæðagreiðslu í öllum aðildarlöndum, um Evrópusamrunann? Hætta öllum látalátum. Spyrja almenning beint hinna stóru spurninga?

"Europeans need a European referendum. It would ask the question: Should we roll back the European Union, or do we dare to choose more Europe? Do we want a directly elected European president? A real parliament? How about European politicians who are -- at long last -- held accountable when things go wrong? Now is the moment to decide. Such a referendum would finally spark a widespread debate....We have to get away from the economist-dominated debate and into a political discussion."

Ég held að höfundur hafi rétt fyrir sér að því leiti - að slík atkvæðagreiðsla myndi skapa mikla umræðu.

Það er þó nokkur mikilvæg atriði sem gerir mikinn mun á ástandi mála í nýlendum N-Ameríku, í kjölfar sigursins á Bretum, á því millibils ástandi er ríkti í kjölfar sigursins en áður en Bandaríkin voru stofnuð; og ástandi mála í Evrópu.

  1. Stærsta atriðið er sjálft stríðið: En þ.e. ekkert atriði öflugara heldur en styrrjöld við sameiginlegum óvin, í því að skapa samkennd. Nýlendurnar voru nýbúnar að sigrast á sameiginlegum óvin.
  2. Stríðið var sem sagt búið á þessum tímapunkti sem höfundur vitnar til, en stríðið og sú sameiginlega barátta sem þar átti sér stað - var enn öllum í fersku minni, þar með var sú sýn á sameiginlega ógn sem stafaði af breska heimsveldinu enn lifandi meðal fólks - ógn sem þá sannarlega var enn til staðar, að það myndi geta nýtt sér skort á samstöðu nýlendanna sér til framdráttar.
  • Það er einmitt málið - hinn sameiginlegi óvinur - sem Evrópu skortir

Án sameiginlegs óvins - án þess bindandi líms sameiginlegs ótta - án þeirrar samkenndar sem sameiginleg ógn skapar; þá er í Evrópu yfir töluvert mikið hærri vegg að klífa - fyrir þá sem hafa áhuga á að skapa sambærilega vitundarvakningu við þá er átti sér stað í Bandaríkjunum á sínum tíma.

Spurning hvort þeir geti skapað slíkann óvin?

Um hvað ætti þá sú hin sameiginlega barátta að snúast?

En án sameiginlegs óvins - getur verið fjandanum erfiðara að skapa þá samkennd sem höfundur greinar, hefur áhuga á að skapa!

Það má segja - að Evrópusamruninn hafi með vissum hætti misst af lestinni - því sá sameiginlegi óvinur áður var til staðar í Kalda Stríðinu!

  • En það sem gerir þann vegg, sem Evrópa þarf þá að klífa, ekki síst háan - - er sú langa saga sem þjóðríkin hafa. Borgarar hvers og eins þeirra, geta vísað til langrar sögu sameiginlegrar baráttu, og sameiginlegrar tilvistar.
  • Kreppan í dag - hefur því miður fyrir Evrópusamrunann - sundrungar áhrif. 
  • En, þau koma fram þannig, að kreppan skapar ótta og óvissu meðal almennings, og þá leitar almenningur hvers lands um sig, í þau gildi sem standa viðkomandi næst - - sem eru gildi þau sem standa á bakvið hvert land fyrir sig.
  • Það skortir einmitt sameiginlegann óvin - svo óttinn við hann geti fókusað þetta vaxandi óöryggi í átt að, sameignilegri lausn.
  • Án slíks fókus - er raunveruleg hætta á að þjóðernishyggja fari stig vaxandi í aðildarlöndunum, vegna þess að vaxandi kreppa og versnandi efnahagur - skapar óöryggi sem færir almenning í átt að þeim gildum sem þeim enn þann dag í dag, standa á hvað dýpstum rótum í þeirra sálum.
  • Já svo sannarlega - - getur ástandið skapað ógnun fyrir tilvist Evrópusambandsins.
  • Það er svo sannarlega bagalegt fyrir Evrópusamrunann, hvað núverandi kynslóð pólitíkusa virðist skammsýn og hreinlega léleg!
  • Það er enga rödd að sjá, líklega til að hafa þann styrk að keyra á slíkt prógramm, sem höfundur greinar Der Spiegel dreymir um.
  • Krýsan hefur öðlast sitt eigið líf - sinn eigin hrynjanda - - og hún bíður ekkert eftir því, að Evrópa nái áttum!
  • Það er einmitt lokapunkturinn - - að Evrópa er fallin á tíma!

Þær breytingar á sáttmálum, sem framkv. þarf - allar þurfa staðfestingarferli - - mörgum tilvikum þjóðaratkvæðagreiðslur einnig. Það einfaldlega eru ekki lengur - þau 2 ár eða svo sem slíkt ferli í lágmarki tekur.

Tíminn er - ég tel, ekki lengri en fram til næstu áramóta! Jafnvel - má vera að crunch komi mánuði fyrr. Þó, ekki loku fyrir skotið, að hrun í bankakerfi álfunnar, geti átt sér stað jafnvel á næstu vikum, svo hrun eigi sér stað miklu fyrr.

 

Niðurstaða

Það er einmitt svo, að hrun evrunnar á næstunni, getur einnig leitt til hruns Evrópusambandsins. Þá þannig, að það liðist í sundur í nokkra ríkjahópa. 

  • Fyrsta lagi utan um, þá gjaldmiðla sem verða til staðar.
  1. Suður hópur annaðhvort með Ítalíu eða Frakkland sem forysturríki. Mig grunar að Frakkland á endanum muni fylgja S-hópnum, gefa upp það módel sem Frakkland hefur fylgt síðan seinna stríð, þ.e. náið samband við Þýskaland.
  2. Norður hópur, með Þýskaland sem klárt forysturíki.
  • Síðan má þess vænta, að einhverjar þjóðir myndi lauslegt bandalag, með Bretland sem forysturíki. Sá hópur hafi Bandar. sem bakhjarl einnig. Mér sýnist klárt að Ísland hljóti að fylgja þeim hóp. Líklega þjóðir Skandínavíu fyrir utan Finnland, sem muni halla sér að Þjóðverjum.

Það gæti orðið náið samband milli Þjóðverja og Rússa, þ.s. annar fær aðgang að markaði og hinn fær fjárfestingu og aðgang að tækni. En, fyrir báða er sameiginlegur óvinur Kína. Þó ekki sé ógnin alveg svipuð, þ.e. fyrir Rússa snýst málið um að halda í við Kína á hernaðarsviðinu, um að verja sín landamæri og yfirráðasvæði. En fyrir Þjóðverja, er það stærri heimamarkaður - til að styrkja Þýsk fyrirtæki í samkeppni við Kínv.

Norður hópurinn gæti því orðið mjög drottnandi á meginlandi Evrópu. Knúið S-hópinn til að leita sér bandalags við Tyrkland, en veldi þess mun fara mjög vaxandi á næstu árum. Tyrkland á ný er líklegt til að verða langöflugasta ríkið við Miðjarðarhaf.

Þannig geti skapast á ný spenna í Evrópu. En Tyrkir eru líklegir á ný, þegar þeir eru orðnir stórveldi - að fara að skipta sér af gömlum yfirráðasvæðum.

Á meðan væri Atlantshafshópurinn meir áhorfendur. Sá hópur myndi hafa samvinnu um að viðhalda yfirráðum á N-Atlantshafi, vernda siglingar og einnig í Eystrasalti - því ef Svíþjóð verður þar sem mig grunar, þá mun sá hópur hafa samvinnu um að hjálpa Svíum í því, að endurvekja sitt gamla yfirráðasvæði sem var Eystrasaltið og löndin fyrir botni þess, þ.e. Eistland, Lettland og Litáen.

Um þetta svæði er þó stórt spurningamerki - það gæti einnig lent innan N-bandalagsins, og því nær rússneskum og þýskum áhrifum.

Fyrir Ísland er mjög klárt að við hefðum hagsmuni af því að tilheyra Atlantshafshópnum, vegna staðsetningar okkar, en ekki síst einnig vegna þess, að við erum líklegir til að hafa hagsmuni sem líklegir eru til að kljást við hagsmuni Rússa - þ.e. um nýtingu fiskistofna og svo er það spurning um öryggi siglinga í Íshafinu. Við þurfum klárt bandalag, við þjóðir sem eru flotaveldi.

Að auki, þ.s. N-Bandalagið á meginlandi Evrópu, verði með svo mikla hagsmuni sennilega af góðum samskiptum við Rússa, þá yrðu okkar hagsmunir klárt í öðru sæti - alltaf. Því af og frá fyrir okkur, að ganga inn í hið sterka N-bandalag.

Sama ástæða á reyndar við um aðild að ESB, vegna mikilla og vaxandi rússneskra áhrifa í gegnum það hve þýskaland og nokkur önnur ríki Evrópu, eru háð rússn. gasi.

---------------------------

Punkturinn - er að gamla pólitíkin um yfirráðasvæði, mun vakna af dvala - framtíðin að því leiti verða líkari fortíðinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Áhugaverðar pælingar, Einar Björn. Þetta þarf yfirlegu! Margir (ef ekki flestir) eru amk. á þeirri skoðun að núverandi ástand í Evrópu er alls ekki stöðugt. Markaðirnir endurspegla það að hluta.

En Ísland ætti ekki að fylgja einni blokkinni beint. Eftir að ESB- umsóknin er dregin til baka, þá lifnar t.d. yfir Ísland- Kína fríverslunarsamningnum, þannig að vel fer á því að við höldum okkur til hlés í blokkarmyndunum. Þó er Heimskautaráðið alger nauðsyn, efla það.

Ívar Pálsson, 21.8.2011 kl. 19:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ívar - blokk leidd af Bretum er ólíkleg til að vera mjög stofnanavædd. Vera fyrst og fremst, nokkurs konar varnar- og hagsmunabandalag. En einir getum við ekki staðið gegn Rússum, ef þeir og Þjóðverjar - eins og vísbendingar eru um - nálgast hvora aðra. Þá verðum við að vera í bandalagi við, hafþjóðirnar í kringum okkur. Það verður þeim í hag, að lágmarka áhrif Rússa á norðursvæðinu; sem ætti ágætlega að fara saman við okkar hagsmuni. Innan slíks bandalags, væri einnig minna varasamt, að leita hófana til Kínv. - en einir gætum við verið of auðveld krás.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.8.2011 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband