Mun krónan einnig falla þegar evran fellur?

Þegar Evran fellur, munu lífskjör versna til muna í a.m.k. í sumum ríkja Evrópu. Draga úr kaupmætti og kaupgetu almennings þar. Þetta mun leiða til lækkandi raunverða fyrir fisk - héðan. En ég er ekki endilega að tala um að við myndum fá færri evrur, heldur að evran sjálf myndi minnka að verðmæti - sennilega nokkuð hressilega. 

Á hinn bóginn, reikna ég með því að Þjóðverjar og nokkur stöndug ríki yfirgefi Evruna, myndi nýtt sterkt gjaldmiðilssvæði. Viðskipti þangað verða ekki endilega fyrir nærri eins miklu tapi. 

Svo erum við áfram með Bretland - sem ekki er í Evru.

 

Sá vandi sem "versla við Evrópu" stefnan hefur búið til!

Til skamms tíma, munum við ekki eiga úrkosti aðra en að versla áfram, við þá markaði sem við höfum í dag. Það þíðir að við verðum hugsanlega knúin af íllri nauðsyn, til að fylgja evrunni niður - a.m.k. einhverju marki!

  • En, þetta sýnir hættuna við þá stefnu, sem hefur verið ríkjandi - að færa viðskipti Íslendinga til Evrópu.
  • Leynt og ljóst hefur verið unnið að því, að draga úr okkar viðskiptum, sérstaklega við Bandaríkin.

Ég bendi sérstaklega á reglugerð, sem í dag bannar kaup á bandar. heimilistækjum, sem á árum áður voru hér algeng, þ.e. gert með þeim hætti, að reglugerðin kveður á um að tæki þurfi að hafa þann straum sem evr. tæki nota - - en, á árum áður var ekki kveðið á um tiltekinn straum svo heimilt var að nota bandar. tæki með straumbreyti.

Það getur þó reyndar farið enn verr í Evrópu, evran hrunið gersamlega - ekki lengur verið til sem gjaldmiðill. Þá auðvitað, mun skapast ástand til mikilla muna erfiðara. Við skulum halda okkur við þann möguleika, að evran verði áfram til - - en að hún verðfalli verulega, þegar kostnaði við skuldir ríkja í vanda verður ítt út í verðlagið, og þegar viljandi verður prentað til að örva hagkerfin.

Þetta er sá möguleiki sem ég vonast til að verði útkoman - ekki hið stærra hrun.

En ég er ekki lengur á því, að evrunni verði forðað frá öðru hvoru hruninu! Atburðir undanfarinna 2-ja vikna hafa sannfært mig um, að björgun hennar frá hruni sé úr þessu ólíkleg.

 

Þurfum að dreifa viðskiptum

Þetta snýst um að dreifa áhættu - í dag erum við með allt að 70% viðskipta í til aðildarlanda ESB, sem þíðir að við erum með öll þau egg í Evrópukörfunni.

Ef viðskiptin væru dreifð með öðrum hætti, t.d. 25% Bandar., 25% Kína og Asía, 15% annað, Erópa í heild minnkaði í hlutfalli í t.d. 35%.

Reyndar má vera, að innan Evrópu vegna myndunar annars gjaldmiðilssvæðis, þá verði önnur þróun á því svæði - og rétt að líta á norður vs. suður svæðið sem sitthvort markaðssvæðið.

  • Þá myndu sveiflur á einum markaði geta jafnað sveiflur á öðrum!
  • En þ.e. ólíklegt, að allir markaðir myndu þá sveiflast niður á sama tíma - nema auðvitað í heimskreppu.

Í dag erum við með þetta þannig - - að ef að ef Evrópa fer niður öll í einu; þá mun það einnig bitna mjög harkalega á okkur (þ.e. ef það raunverulega gerist að hún fer öll niður í einu).

Einmitt vegna þess, að þ.e. búið að setja svo mörg egg hjá okkur, í Evrópukörfuna!

Þetta hefur að verulegum hluta, verið fyrir tilverknað ísl. ídeólóga - sem segja "við tilheyrum Evrópu" - sem sagt, vilja keyra allt okkar þangað inn!

Svo öll sjónarmið um áhættustýringu, þegar kemur að dreifingu verslunar - eru þá látin fjúka.

 

Þegar Evran fellur!

Ég reikna með, að evran falli þannig, að peningaprentun verði ofan á - sem síðasta sort björgun. En, í reynd er úr sögunni að stækka svokallaðann björgunarsjóð, því Frakkar ráða ekki við það dæmi. Og Þjóðverjar ekki án Frakka. Og nú eftir hrun í hagvexti í Þýskalandi, verða þeir mög tregir til að samþykkja sameiginlega ábyrgð.

  • Reyndar tel ég úr þessu, ólíklegt að sameiginleg ábyrgð sem lausn, verði niðurstaða - vegna mjög harðra skilyrða sem Þjóðverjar munu setja. 
  • Í reynd tel ég, þeir muni vilja hafa fulla stjórn á hlutum - þannig að ríki í vanda afhendi þeim neitunarvald, í eigin innanlandsmálum. 
  • Þeir muni ekki treysta fyrirkomulagi, sem væri á hendi núverandi stofnana ESB, vegna þess að í kreppunni, hafa reglur ítrekað verið brotnar - þegar á þær hefur reynt.
  • Ég er á því, að hin ríkin muni ekki sætta sig við úrlausn mála af þessu tagi.

Ég reikna með niðurstöðunni - peningaprentun. Að þjóðir í vanda, myndi nýjan meirihluta innan Seðabanka Evrópu og knýi slíka ákvörðun fram.

Í kjölfarið, muni Þjóðverjar yfirgefa Evruna - en þeir muni ekki sætta sig við þá verðbólguvél sem þá verður til innan Evru, þ.e. vegna gengisfalls og peningaprentunar sem mun dæla stöðug peningum inn í hagkerfin til að örva þau.

Þeir muni þó taka nokkur ríki með sér - þá verðfellur Evran enn frekar.

 

Spurning um krónuna!

Evrusvæðið klárt fellur - og lífskjör þar dragast verulega saman. Þannig, að óhagstætt verður að selja til Spánar og annarra þeirra landa sem áfram tilheyra Evru.

Spurning hvað gerist innan hins nýja gjaldmiðilssvæðis - þ.e. Þýskalands + þeirra landa sem fylgja þeim þangað inn. Kannski Finnland, Holland, Lúxembúrg, Austurríki - jafnvel Flæmingjaland þ.e. Belgía klofni.

En nýji gjaldmiðillinn yrði mjög sterkur sbr. Evruna, kannski allt að 50% þ.e. evran myndi falla 50% sbr. hann fljótlega eftir að sá væri myndaður. 

Þetta er þó allt mjög óvíst - hann gæti einnig risið minna, ef þ.e. líka að skella á kreppa á norðursvæðinu, samdráttur lífskjara. 

  • En punkturinn er - að með Þýskaland fyrir utan Evru.
  • Bretland fyrir utan Evru.
  • Svo ef við aukum viðskipti v. Bandaríkin aftur.
  • Að auki, aukum viðskipti v. Asíu - sem ég reikna með, að haldi áfram að vaxa ef til vill hægar, en vaxi þó hlutfallslega áfram sbr. ríkin v. N-Atlantshaf. En, viðskipti ættu að verða áhugaverð til þess svæðis, sérstaklega þegar Evrópa og Bandar. dala efnahagslega.

Gengi krónu er einfaldlega háð því - hverjar gjaldeyristekjurnar eru!

Ef við getum aukið þær - með skynsamlegri stýringu á okkar viðskiptum.

Þá hækkar gengið! Og öfugt!

En það getur alveg farið þannig -- að króna styrkist verulega gagnvart evrunni! Eins og ég set upp dæmið!

 

Niðurstaða

Við Íslendingar eigum að fylgja þeirri stefnu að dreifa okkar viðskipta-áhættu með því að dreifa okkar viðskiptum sem mest um heiminn.

Við eigum, að taka upp frýverslun við sem flest svæði - NAFTA væri mjög gott að fá frýverslun við.

Aukin verslun við Kína og Asíu, væri einnig skynsöm stefna. 

Að auki, væri einnig snjallt að auka verslun við S-Ameríku.

Jafnvel, væri ekki galið að stefna að viðskiptum aftur við Afríku t.d. gömlu Nígeríu viðskiptin. En Afríka í dag hefur mikið meiri hagvöxt en Evrópa. Og í Afríku er nú fj. ríkja með hreint ágætann hagvöxt og hratt batnandi lífskjör.

Íslendingar eiga einfaldlega að vera heimsborgarar.

Það er Ísland vs. heimurinn!

Við erum íbúar þessa hrnattar og nánar tiltekið eigum heima á Íslandi, á þessum hnetti.

-----------------------------

Að lokum bendi ég á stórmerka grein Ólafs Margeirssonar hagfræðing. En hann bendir á þátt sem ég hef sjálfur nefnt, þ.e. að verðtryggingin var sett til þess að vernda sparifjáreigendur fyrir Alþingi þ.e. vegna þess að þá voru ákvarðanir vaxta pólitískar. Eftir 1986 þegar bankavextir voru gefnir frjálsir hvarf raunverulega ástæða verðtryggingar. Á hinn bóginn hafa aðilar innan kerfisins viljað halda henni vegna þess, að hún er þeim í hag. Og þeir, hafa haldið á lofti þeirri seinni tíma skýringu að verðtryggingin sé nauðsynleg vegna þess hve krónan sé lélegur gjaldmiðill - sem tilteknir hópar Íslendinga hafa gripið á lofti vegna þess að sú skýring hentar þeirra pólit. markmiðum:

Krónan og verðtryggingin

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sem betur fer þá eru þessi 70% sem þú nefnir ekki nema að hluta í Evrum þar sem allur álútflutningur er á heimsmarkaði í dollurum, megnið af álútflutningi til Hollands er til dreifingar á heimsmarkaði.

Ef tölur frá Hagstofunni eru skoðaðar þá er um 30% af okkar útflutningi í Evrum, 50% í dollurum, 11% í pundum og 9% í öðrum miðlum. Hagkerfi Evrópu er langt í frá að vera sér sjálft nægt um ál og treystir á innflutning frá Íslandi, Noregi og Mozambique.

Við eru að "fá í hausinn" hina gríðarsterku lífeyrissjóði sem, samkvæmt lögum, þurfa 3,5% raunávöxtun á hverju ári sem eru um 70miljarðar, í 5% verðbólgu þá þurfa sjóðirnir aðra 100miljarða í formi verðtryggingar sem gerir það að verkum að á hverju ári eru prentaðir peningar að lágmarki 170miljarðar sem óhjákvæmilega veldur ruðningsáhrifum. Hið gríðarstóra bankakerfi okkar kemur svo í kjölsoginu á sjóðunum og viðhalda háum raunvöxtum í skjóli sjóðanna.

Það er komin tími til að hagfræðingar fari að hugsa í lausnum en ekki kenningum og skólabókum, sem dæmi má nefna þá er olíusjóður Noregs ávaxtaður mest erlendis en hann er í sömu stærðarhlutföllum og íslensku lífeyrissjóðirnir.

Eggert Sigurbergsson, 20.8.2011 kl. 17:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það þarf að lækka raunávöxtun sjóðanna, bilið 1,5% til 2%. Alls ekki hærra en 2%.

Mjög hátt hlutfall fiskútflutnings, er í evrum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.8.2011 kl. 20:18

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta held ég að sé nokkuð rétt ályktun hjá þér Einar.  Það sem kemur Íslandi einna verst í þessu er að mest áhersla á markaðssetningu afurða héðan hefur verið á Evrópu og á meðan hefur útflutningur dregist mjög mikið saman til USA lítil sem engin áhersla hefur verið lögð á Asíumarkaðinn sem er mjög einkennilegt því þar er stærsti markaðurinn og vöxturinn er alveg gríðarlegur.  Þessi stefna okkar að leggja mesta áherslu á lítinn markað þar sem enginn vöxtur hefur verið á eftir að koma okkur í kol.  Ég er ekki alveg með nýjustu tölur en mig minnir (þori ekki alveg að fullyrða núna) að milli 60 og 70% útflutnings okkar sé í evrum, svo áhrifin hér af falli evrunnar yrðu alveg gífurleg.

Jóhann Elíasson, 20.8.2011 kl. 21:18

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Allur ál-útflutningur er í dollurum, þótt honum sé skipað til sambandsins, enda er dollar gjaldmiðill þessarar vöru alveg eins og dollar er gjaldmiðill á olíu, rúm 40% af útflutningi okkar er ál sem gerir það að verkum að staða dollars skiptir okkur mestu máli þar sem fiskafurðir eru í blönduðum gjaldmiðlum.

Að 60-70% af útflutningi sé í Evrum er stórlega ýkt, bara útflutningur sjávarafurða til Bretlands árið 2010 var 21% af heildaarútflutningi sjávarafurða og um 11% af heidarútflutningi, þessi viðskipti eru í pundum.

Það sem ég vildi bara benda á að Evran spilar ekki eins stóran hlut í okkar útflutningi eins og t.d Evrópusinnar hafa vilja vera láta og vilja nota sem rök fyrir inngöngu okkar þar, við ættum að spjara okkur sæmilega þótt Evran sökvi innan skamms.

Það er rétt að við þurfum að efla markaði okkar í Asíu til langs tíma en á það má ekki minnast á meðan Samfylkingin er að þjösna okkur í sambandsríkið.

Eggert Sigurbergsson, 20.8.2011 kl. 23:46

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að rétt sé að mæla þetta í gjaldeyristekjum, frekar en í vöruútflutningi eingöngu.

Síðan vert að ath. að innflutningur súráls eða báxíts, kemur á móti - til er skýrlsa frá Hagfræðistofnun HÍ sem segir nettó gjaldeyristekjur 10% af áli, þá er Reyðarál inni.

Án þess að miða við nettó tölur, sé skiptingin cirka 30 - 30 - 30, milli helstu þátta þ.e. sjávarútvegs - áls og ferðamennsku.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.8.2011 kl. 00:08

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Vert að geta þess að 37% af útfluttum fiskafurðum fara til Evrulandanna og 63% til annara landa í öðrum gjaldmiðlum þ.á.m 21% í pundum.

Hagstofan

Eggert Sigurbergsson, 21.8.2011 kl. 00:09

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, áhugavrt. Kannski nær evran ekki alveg í 50% gjaldeyristekna. Á hinn bóginn, hefur hún sennilega umtalsverð óbein áhrif - í gegnum það að einhvert hlutfall þeirra vara sem viðskipti eru um í öðrum gjaldmiðli, fara til kaupenda í evrulandi. Síðan er það efnahagstjónið af hruni hennar, sem getur orðið umtalsvert t.d. í Bretlandi, jafnvel fellt bankakerfið þar og komið Bretum sjálfum í djípa kreppu. Áhrifin af falli hennar verða sennilega mjög umtalsverð hér - - þó sannarlega hafi þú sýnt fram á, að evrusinnar íkja mikilvægi hennar fyrir okkur stórlega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.8.2011 kl. 03:29

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Innflutningur á Afríku af sjávarafurðum er sífellt að aukast. Öll viðskipti þar eru í USD. Brasilía er eitthvað að koma inn, öll viðskipti í USD.

Það eru eingöngu Evrulöndin þar sem viðskiptin eru í EUR, stærsti hlutinn af gamla Austantjaldinu er með viðskipti í USD.

Það væri því eðlilegast að taka upp USD ef menn ákveða að henda krónunni. Innflutningur á ekki að fá að ráða hvaða mynt spilað er með.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.8.2011 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband