Fundur Merkel og Sarkozy vonbrigði - Dow Jones féll þegar um 100 punkta er niðurstaðan lá fyrir! Sjokk - hagvöxtur í Þýskalandi einungis 0,1% á öðrum ársfjórðungi

Niðurstaða fundar Merkel og Sarkozy veldur vonbrigðum. Down Jones féll um 100 punkta meðan blaðamannafundur þeirra stóð yfir. Það þurfti ekki lengur að bíða eftir fyrstu viðbrögðum markaða.

Síðan eru það nýjar efnahagstölur: Þessar sjokkerandi tölur komu fram í dag, þ.e. að hagvöxtur á 2. fjórðungi Þýskalandi mældist einungis 0,1% eða skv. árstíðaleiðréttingu 0,5%. Á sama tíma hefur einnig hægt á Evrusvæðinu, mældist hagvöxtur einungis 0,2% yfir sama tímabil. Frakkland, tölur frá sl. föstudegi, þar mældist vöxtur 0. Spánn, þar mældist 0,2% sem einnig er minna en fyrri fjórðung.

Austurríki stóð sig best - með 1% hagvöxt.

Eins og fram kemur í fréttum - sjá virka hlekki - þá fóru bréf bæði í Bandaríkjunum og Evrópu að falla, um leið og fréttir bárust af því að hægt hefði til muna meir á Þýskalandi en reiknað var með.

German Growth Slows

European Economy Slows More Than Forecast as Debt Crisis Saps German Might

U.S. Stocks Fall on Europe Slowdown

Most European Stocks Retreat as Economic Growth Misses Estimates  

Eastern Europe’s Economic Growth Probably Faltered as Rate Bets Reversed

NYSE Euronext, Nasdaq Retreat Amid French-German Plan for Transaction Tax

Nýtt verðfall á mörkuðum, virðist hafið - eftir niðurstöðu leiðtogafundar Merkel og Sarkozy!

Ég á við, að markaðir hafi fallið enn frekar - ofan í verðfall þ.s. áður hafði orðið yfir daginn!

Evran féll gagnvart dollar. Reikna með að hún hafi einnig fallið gagnvart gulli og svissn. franka.

 

Fundur Merkel og Sarkozy

Þau stigu út af fundinum um 5 leitið. Þau töluðu um að þau hefðu samþykkt nýja sameiginlega efnahagsstjórn fyrir evrusvæðið. Létu sem þetta væri stór áfangi til að styrkja framtíð evrunnar. En þetta hljómar reynd þunnur þrettándi.

Að sjálfsögðu er þetta ekki - þ.s. fólk á við þegar talað er um sameiginlega efnahagsstjórnun. Þetta er algerlega "intergovernmental" þ.e. ekki "supra national" og felur í reynd ekki í sér neinar nýjar skuldbindingar - þ.e. Frakkar og Þjóðverjar ætla að þrýsta á þessa niðurstöðu, beita fortölum.

Svokölluð evrubréf eru ekki uppi á borðinu - sem ég reyndar reiknaði með að yrði niðurstaðan.

France and Germany push for European 'economic government'

Debt crisis: live

Stór orð - en ég sé ekki með hvaða hætti þetta bjargar málum nú!

  • Stofnað svokallað "Efnahagsráð" eða "Economic Council". Það mun funda þrisvar á ári. Mun samanstanda af leiðtogaráðinu + fundarstjóra.
  • Herman van Rompuy núverandi forseti Evrópusambandsins, útnefndur sem formaður.
  • Öll 17 meðlimaríki Evru, verða beðin um að leiða í lög fyrir næsta sumar - svokallaða skuldabremsu eða skuldaþak, þannig að niðurskurður verði lögboðin skilda.
  • Sameiginleg tillaga um skatt á fjármagnshreyfingar verður lögð fram í september.
  • Frakkland og Þýskaland, muni setja á stofn sameiginlega nefnd, sem muni samræma fyrirtækja skatta milli landanna, taki gildi frá og með 2013.

Merkel - "it’s not true that eurobonds are the one miracle cure. we cannot solve problems with stopgap solutions – we are looking at real measures that will help us gain back the trust and we don’t think eurobonds are the answer.

Sarkozy - "euro-bonds "won't help us now" and agrees with Merkel. He says eurobonds could be an option "one day" but that would be at the end of the European integration, not at the beginning."

Í þessari niðurstöðu felst engin sjáanleg redding á krýsunni sem geisar núna!

Ég reikna með að stormurinn á mörkuðum - muni fara í fullann gang á morgun.
  • Þetta væri áhugaverð niðurstaða - ef það væri ekki tilvistarkreppa og líf evrunnar jafnvel mælt einungis í vikum.
  • En, eins og ástandið er - þá eru þetta vonbrigði, og sýnir að stjórnmálamennirnir eru ennþá á eftir!

Eins og ég sagði að ofan - viðbótar verðfall varð á mörkuðum um leið og niðurstaðan lá fyrir!

 

Niðurstaða

Útkoman af fundi Sarkozy og Merkel, eru vonbrigði. Ég verð að segja, að enn eina ferðina - valda leiðtogar evrópu vonbrigðum - þeir bregðast ekki við með nægilega öflugum hætti. Þetta sást vel á fyrstu viðbrögðum markaða, sem þegar liggja fyrir.

Það er, nýtt verðfall á mörkuðum hófst þegar - meira að segja áður en blaðamannafundinum var lokið. Ég reikna með, að verðfall muni halda áfram af krafti á morgun.

Ég bendi hér á mjög áhugavert lesendabréf - Gordon Brown:

Saving the Euro Zone

En þetta er mjög gott lesendabréf - hvet fólk til að lesa það!

En málið er - að leiðtogar evrópu eru alltaf stöðugt á eftir, og niðurstaða leiðtogafundar Merkel og Sarkozy krystallar þetta, enn eina ferðina. 

Þau svöruðu ekki kalli tímans - komu ekki fram með neitt það hvað, gat róað ástandið.

------------------------

En, útkoma efnahagsmála í Þýskalandi, hefur þó sennilega bundið hendur Merkel enn fastar, því miðað við þær tölur þ.e. mun slakari vöxt en reiknað var með og slæmum horfum fyrir haustið, sem nú blasa við. Þá minnkar að sjálfsögðu vilji Þjóðverja til að taka á sig aukinn kostnað - tala ekki um stóraukinn. 

Sennilega var pólit. ómögulegt fyrir Merkel, að jánka evrubréfum - a.m.k. á þessum fundi. 

Ég skrifaði í gær um vandann tengdann evrubréfum og af hverju Þjóðverjar munu hafna þeim:

Kyrrt á vesturvígstöðvunum!

------------------------

Mig grunar að á morgun muni aftur ríkja fárviðri á mörkuðum eins og í sl. viku.

Það var eins og að markaðir væru að bíða, gefa Merkel og Sarkozy séns - en nú þegar markaðir sjá, að ekki komu fram neinar ákveðnar aðgerðir af því tagi sem þeir voru að vonast eftir.

Þá, mun stormurinn aftur geyza á morgun af fullum krafti - að auki bætist við auknar áhyggjur af efnahagsþróun í Evrópu skv. nýjum hagtölum sem komu fram í dag!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Mjög góð grein hjá Gordon Brown

Ómar Gíslason, 16.8.2011 kl. 20:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat, leiðtogar Evrópu eru alltaf skrefi á eftir. Svo er enn, en tímaramminn fram á sumar, er alltof víður - frestur til að samþykkja aðgerðaplan þeirra. Krýsan mun sannarlega ekki hafa þá biðlund. Ég stórlega efa að Evrusvæðið hafi tíma til næstu áramóta, til að klára einhvers konar heildarlausn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2011 kl. 21:45

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Síðan mun auðvitað skuldabremsan, þíða enn meiri niðurskurð - á hagkerfi sem þegar eru á mörkum samdráttar ef ekki þegar stödd þar. Þá er hættan á að þú lendir í því að elta skottið á sjálfum þér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2011 kl. 21:50

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Síðan eitt enn - sem er stór vandi. En nokkur fj. ríkja þarf 2/3 meirihluta til að breyta stjórnarskrám. A.m.k. Finnland er með svipað fyrirkomulag og hér, að það þarf þinkosningar og svo aðra staðfestingu.

Svo þetta dæmi virðist meira "public relations" en raunveruleg tilraun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband