Kyrrt á vesturvígstöðvunum!

Það má segja að, allt hafi verið rólegt í dag. Engar stórar hækkanir eða lækkanir, eins og ég upplifi það, þá er þetta sennilega lognið inni í miðjunni á fellibylnum. En það er eins og markaðir séu að halda niðri sér andanum í dag mánudag. Bíða eftir fundi Merkel og Sarkozy á morgun. En, vonast er eftir einhverri stórri ákvörðun þar - þó sannast sagna virðist fátt benda til slíks.

 

Evrubréf

Það sem margir segja í dag: Eina leiðin, evrubréf. Þetta sagði t.d. enginn annar en George Soros í lesendabréfi á Financial Times vefnum.

Það er mjög klár mikill þrýstingur nú á Merkel að samþykkja útgáfu evrubréfa skv. sameiginlegri ábyrgð - en þ.e. einnig klárt að Þjóðverjar eru enn ekki tilbúnir til að samþykkja slíkt. En andstaðan er klár meðal þýskra fjölmiðla og einnig þýskra stjórnmálamanna.

George Soros - Three steps to aid eurozone crisis

  1. Setja upp sameiginlega björgunar-áætlun fyrir bankakerfi álfunnar.
  2. Evrubréf - að hans mati eina leiðin til að hinda gjaldþrot ríkja í vanda, síðan hrun evrunnar.
  3. Svo, búa til leið fyrir ríki til að yfirgefa evruna, með löglegum hætti. Ríki geta farið ef þau treysta sér ekki til að standa undir kröfum, eða hægt að reka einstaka ríki með sameiginlegri ákvörðun. Þannig, ef þú stendur ekki við þitt - þá bæ, bæ.

Þetta er rökrétt, eins langt sem það nær, hugmynd hans að hægt sé að reka ríki. Mig grunar þó að Þjóðverjar muni ekki treysta slíkri reglu, vegna þess að í krýsunni hafa fjölmargar áður heilagar reglur verið þverbrotnar og að því er virðist - fyrirstöðulítið þegar á þær reyndi.

 

Wolfgang Schäuble - "there is no unlimited support"

""I'm ruling out euro bonds for as long as member states pursue their own financial policies and we need differing interest rates (on government bonds) as a way to provide incentives and the possibility of sanctions, in order to enforce fiscal solidity. Without this solidity, the foundations for a common currency don't exist."  - "...On the other hand: We're not going to bail out countries at any price..." - "...Still, we would be a strange government if we didn't prepare ourselves for all eventualities, however unlikely they may be...."

  • Af orðum fjármálaráðherra Þýskalands má ráða hvert hugsanlegt verð Evrubréfa er.
  • Það er, að ríkin sem gangast inn á slíkt prógramm, á móti gefi a.m.k. tímabundið eftir sitt sjálfstæði - þannig að hægt verði að fyrirskipa sparnað eða skattahækkanir eða að stofnun verði seld eða lögð niður o.s.frv.
  • Mig grunar þó að Þjóðverjar muni ekki sætta sig við annað, en að valdið verði í reynd í þeirra höndum, þ.e. löndin í reynd gerist nánast leppríki Þýskalands.
  • Skýrt kemur fram, að það er til staðar einhver takmörk á þeim kostnaði, sem Þjóðverjar eru tilbúnir til að undirgangast. Þannig, að þeir munu ekki verja evruna út í rauðann dauðann.
  • Að auki, að ríkisstjórn Þýskalands er með ótiltekið Plan B í undirbúningi, ef þ.e. ekki þegar tilbúið. Sennilega þíðir það, að Þýskaland er að undirbúa upptöku nýs gjaldmiðils eða búið að því.

 

Mohamed El-Erian - Policy dithering will further fuel the crisis

"Any further mis-steps from American and European policymakers risk converting raging crises within the global economy to a more devastating crisis of the global system. That is how fragile the situation is; and it is why the world risks not just a recession but – even more worrisome – a prolonged one."

Ég hef ekki áður séð El-Erian taka svo ákveðið til máls. En hann er einn af fáum raunverulegum fjármálasnillingum heimsins, rekur risafjármálafyrirtækið PIMCO sem er stærsti aðilinn í heiminum í því, að ávaxta sjóði - veltir í dag þúsundum milljara dollara. Vegna þess, þá er sennilega PIMCO með öflugasta greiningarteymi nokkurs fyrirtækis í heiminum, þ.s. þeirra bissness er að vita betur hvar er rétt að ávaxta sitt pund eða nánar tiltekið annarra, sem þeir fá svo borgað fyrir. 

Svo ef El-Erian segir, að heimskerfið sé nú á gjábarmi. Þá er rétt að taka fullt mark á þeim orðum.

 

Andrew Lilico - Eurobonds: beware of splitting the bill

"Gneezy, Haruvy and Yafe...conducted experiments with diners (strangers to one another), some of whom paid individually whilst others split the bill. Those that split the bill spent about 36 percent more than those that paid individually. That’s right: splitting the bill with strangers adds more than one third to the cost of lunch."

Þetta er góður punktur hjá Lilico, og það sýnir að Þjóðverjar munu aldrei samþykkja evrubréf nema gegn mjög ströngum afarkostum.

Það er því mjög líklega ólíklegt að nokkuð slíkt verði afgreitt á fundi Merkel og Sarkozy á morgun.

 

Wall Street Journal - Disappointment Looms In Paris

Það er því hæsta máta líklegt að svo verði, eins og fram kemur í fréttaskýringu WSJ að fundurinn á morgun, muni valda vonbrigðum.

Þ.e. eins og fjárfestar hafi verið að halda niðri sér andanum í dag - svo á morgun eða jafnvel síðar, þ.e. á miðvikudag, fer eftir hve lengi fundurinn stendur - þá hefjist stormurinn á mörkuðum á ný.

Miðjan á fellibylnum verði farin hjá.


IRWIN STELZER - EU Rescue Deal Won't Be Too Easy This Time

  1. "Only the guarantees of triple-A rated countries (Germany, France, the Netherlands, Austria, Finland and Luxembourg) count when computing what the ESFS can borrow, with France accounting for €158 billion out of €450 billion of guarantees.
  2. If France drops out of that group, points out David Gauthier-Villars, this newspaper's Paris reporter, the remaining five would find their guarantee-burden jumping 54%, in Germany's case to €325 billion, 13% of the nation's GDP, from €211 billion."

Gaman að leika sér að tölum, en margir óháðir hagfræðingar telja að björgunarsjóðurinn verði að fara upp í 2.000ma.€. Það er cirka margfeldið 4,4. Nú 13 sinnum 4,4 er cirka jafnt og 58. Svo við erum að tala um 58% viðbót við þjóðarframleiðslu Þjóðverja, í formi ábyrgða.

Þetta segir einfaldlega að leiðin, að stækka björgunarsjóðinn til að bjarga Ítalíu er ekki fær!

Þess vegna er talið nú komið yfir í Evrubréf - því ofangreint liggur krystal klárt fyrir, öllum ljóst.

En af ofangreindu er einnin klárt, að Þjóðverjar munu ekki heldur undirgangast sambærilegar ábyrgðir í gegnum evrubréf - - nema gegn mjög ströngum afarkostum. 

 

Samkvæmt fréttum í dag - keypti Seðlabanki Evrópu skuldabréf Ítalíu og Spánar fyrir 22ma.€

ECB Settled €22 Billion in Bond Buys

Concerns Mount in Germany Over ECB Bond Buys

ECB buys €22bn in eurozone bonds

  • Ein vika kostar 22ma.€
  • Skv. því mun það taka 13,7 vikur að verja 300ma.€, eða rúml. 3 mánuði.
  • Skv. því mun Seðlabanki Evrópu ná þeim mörkum nálægt mánaðamótum nóvember/desember.

Ástæðan ég nefni þetta, er að björgunarsjóðurinn getur ekki lánað meir en 300ma.€ eða milli 250-300ma.€. Einfaldlega ekki til ábyrgðir í sjóðnum, fyrir upphæðum umfram þetta.

Seðlabankinn ætlar sér ekki að sytja uppi með skaðann - eða hið minnsta virðist það enn stefna hans, að koma dæminu yfir á björgunarsjóðinn.

Sem segir, að aðildarríkin verði að klára einhverskonar stóra ákvörðun síðasta lagi í nóvember.

Vandi er að þjóðþing aðildarríkjanna eiga enn eftir að samþykkja formlega að veita björgunarsjóðnum viðbótar valdheimildir - svo hann geti tekið við núverandi hlutverki Seðlabankans, að kaupa bréf.

Þau koma saman í september, og ferlið getur mjög vel tekið meir en mánuð - þá án þess að gera ráð fyrir tafsömum deilum. 

Björgunarsjóðurinn, þarf tíma til að útvega fjármagn - sem hann gerir með því að virkja veitt veð með sölu skuldabréfa. Þess vegna er svo krítískt að hann haldi 3-A stimpli frá matsfyrirtækjunum, því annars verður fjármögnunarkostnaður sjálfs sjóðsins hærri, sem mun gera lánin dýrari.

Spurning hvort sjóðurinn mun geta selt 300ma.€ í tæka tíð?

Dæmið er allt komið í tímaþröng!

Þetta sjá fleiri - og er enn ein ástæða þess, að verið er að tala um evurbréf - sem reddinguna.

 

Niðurstaða

Klár örvænting liggur í loftinu í dag, meðal aðila á Evrusvæðinu. En í síðustu viku bárust vandræðin til Frakklands. Þannig að vandinn er kominn alla leið inn í innsta hring. Það lokar á stækkun björgunarsjóðsins, sem lausn á vandanum. 

Það í reynd gefur bara 2-kosti - ef halda á evrunni á floti:

  1. Áframhaldandi kaup Seðlabanka Evrópu, sem á einhverjum tímapunkti mun þurfa að setja í verðlagið. Verulegar líkur eru á að klofningur sé kominn fram innan Seðlabanka Evrópu, þ.s. fulltrúar landa í vandræðum, þrýsta á kaup og á endanum eru líklegir til að þrýsta á prentun, gegn andstöðu fulltrúa landa eins og Þýskalands, Finnlands, Austurríkis o.flr. En með Frakklandi í vandræðum í dag, getur verið kominn nýr meirihluti innan ECB.
  2. Evrubréf.

Ég held að það sé klárt þó, sbr. orð fjármálaráðherra Þýskalands , þess efnis að Þjóðverjar munu ekki samþykkja ótakmarkaðann tilkostnað, og einnig að Plan B er annaðhvort langt komið eða þegar tilbúið.

Mér sýnist að flest stefni í að Þýskaland sjálft yfirgefi Evruna!

Þjóðverjar muni ekki sætta sig við peningaprentun - ekki heldur við að þeirra seðlabanki verði neyddur til að kaupa ótakmarkað bréf landanna í vandræðum, en í dag virkar þetta þannig að þegar ECB kaupir er megnið í reynd keypt af "Bundesbank" sem starfar innan ECB.

Ekki heldur muni þeir samþykkja evrubréf nema gegn svo ströngum afarkostum, að fjarskalega ólíklegt virðist manni, að hin ríkin gangist inn á slíkt.

Default niðurstaðan verði - að Seðlabankinn haldi áfram kaupum, í krafti ákvörðunar fulltrúa nýs meirihluta landa í vandræðum innan ECB.

Svar Þjóðverja verði - að segja bæ, bæ!

Spurning hvorum meginn áramóta þetta gerist!

Líklega munu Þjóðverjar leitast við að taka nokkur lönd með sér, oft talað um 5: Holland, Finnland, Austurríki, Lúxembúrg, jafnvel Flæmingja hluti Belgíu, ásamt Þýskalandi.

Þetta er sennilega skársta niðurstaðan - því þetta er ekki algert hrun. Evran verðfellur verulega þá í kjölfarið, sem raunverðfellir skuldir í evrum - kannski á bilinu 30-40%. Lönd sem eftir verða í evrunni njóta einnig þess, að samkeppnishæfni atvinnuvega skánar - sem gefur aukið svigrúm fyrir hagvöxt. Enginn vafi er að þetta myndi duga Ítalíu, sennilega Spáni - Írlandi einnig. Ekki víst að sama eigi við Portúgal og Grikkland, en má vera að samanlögð áhrif myndu duga.

Fyrir löndin sem segja bæ - þá skilar sér einnig gróðinn af raunverðfellingu skulda. 

Djúpri kreppu verður forðað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Væri ekki kjörið fyrir okkur að hoppa uppá vagninn hjá Þjóðverjum?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 16.8.2011 kl. 03:10

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hinn djúpa ástæða vanda innan evrusvæðis er að einfaldega vera með Þjóðverjum innan sama gjaldmiðils. Vandinn er vegna þjóða sem ekki hafa getað náð því að keppa svo algerlega þráðbeint við þá, látið undan - gefið eftir. Ég efast stórlega einnig um getur okkar til að vera samkeppnisfær við þá innan sama gjaldmiðils. Við gætum hugsanlega, ráðið við samkeppni innan evru loks þegar þeir og sterkustu þjóðirnar eru farnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2011 kl. 07:15

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverð lesendagrein, Gordon Brown:

Saving the Euro Zone

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband