14.8.2011 | 13:00
Evrukrýsan bitnar einnig á miðevrópuríkjum utan Evrusvæðis!
Ástæðan er sú, að í ríkjum mið Evrópu var voru svissneskir bankar mjög duglegir að selja húsnæðislán. Á þessu ári hafa orðið miklar hækkanir á svissneska frankanum gagnvart evrunni - eða evrna hefur verið að gengisfalla mikið gagnvart svisseskum franka.
Hungary, Poland Aid Borrowers Hurt by Franc's Rise :"The appreciation of the Swiss franc has placed enormous financial pressure on households across Hungary, Poland and Croatia that took out Swiss-franc loans in the middle of the last decade because they had far lower interest rates than loans in their domestic currencies."
Málið er að efnahagur þessara landa er svo nátengdur efnahag evrusvæðisríkja, að þeirra gjaldmiðlar hafa annaðhvort verið tengdir við evru, eða markaður hefur séð um að fella þá gjaldmiðla einnig gagnvart svissneska frankanum, eftir því sem hann hefur hækkað gagnvart evru.
Við hér á Íslandi könnumst við þetta vandamál, að hluti húseigenda og bíleigenda tók evrulán, og það varð eins og frægt er misgengi milli krónu og evru.
Nú er að verða sambærilegt misgengi milli svissnesks franka og gjaldmiðla sem fylgja evrunni.
Það bitnar eins og við þekkjum á lánþegum - þ.e. afborganir hækka og lánþegar standa frammi fyrir því að verða rifa seglin eða jafnvel því að fara í þrot.
Nú er verið að grípa til aðgerða sem koma okkur kunnuglega fyrir sjónir í Póllandi og Úngverjalandi.
"Starting next month, Hungarians with foreign-currency loans will be able to participate in a repayment program that for three years will fix the exchange rate applied to their outstanding debts at a level far below the prevailing market rates for the Swiss franc and the euro."
Miðað við fréttina, virðist þetta vera tímabundin lækkun á greiðslum - ekki lækkun á láni.
Þetta getur verið að sé leyst með smávegis öðrum hætti - en þetta hljómar þó nokkuð svipað og aðgerðir ísl. ríkisstj. þ.s. afborganir eru lækkaðar tímabundið, án þess að lánið sé lækkað.
Sem þíðir að kostnaður færist aftan á lánið.
"If this continues, the hit to consumption could be quite high" in Hungary and Poland, said Neil Shearing, senior emerging-markets economist at Capital Economics in London. "The only real way out of this is for the Swiss franc to depreciate, and we don't see that happening soon."
Það er einmitt málið, og við hér á landi höfum verið að sjá einmitt sambærilegar afleiðingar.
Þetta segir okkur hvað er varasamt að taka erlend lán - - ef megintekjur þínar eru ekki í þeim sama gjaldmiðli.
Það skapar hættu á misgengi gjaldmiðla.
Sumir hafa verið að segja okkur að tenging við evru myndi koma í veg fyrir slíka hættu.
En klárt á það bara við þegar lánin eru þá í evrum - - eins og sést nú að þegar evran sjálf er að gengisfalla gagnvart svissneskum franka, og lán hafa verið tekin í svissneskum franka.
Evran er sem sagt í reynd að gengisfalla - þ.e. ástæðan fyrir vanda skuldara í Úngverjalandi og Póllandi, og þeirra gjaldmiðlar fylgja evrunni.
- Þetta sýnir að það einfaldlega er ekki forsvaranlegt að taka erlend lána - - nema tekjur séu einnig í sama gjaldmiðli.
- Eins og sést þá getur evran einnig gengisfallið - - ekki síður en krónan, og sannarlega er það einmitt að gerast.
Niðurstaða
Ég held að við á Íslandi þurfum að draga lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð hérlendis á sínum tíma, í tengslum við erlendar lántökur. Við sjáum að þau mistök voru einnig gerð í nokkrum erlendum ríkjum.
Hann er sá, að setja takmarkandi reglur um það, að þú verðir að hafa tekjur í sama gjaldmiðli og þú tekur lán í.
T.d. mætti miða við að tekjur yrðu að vera a.m.k. 50% í sama gjaldmiðli.
Þetta ætti almennt við einstaklinga og fyrirtæki.
Það sé einfaldlega of áhættusamt þ.s. gjaldmiðlar geta alltaf farið á mis, og þá lenda aðilar í vandræðum.
Evran - eins og sést í dag - getur allt eins gengið á mis við aðra gjaldmiðla.
--------------------------
Auðvitað getur tenging við evru hrunið, ef við værum með hana. Og þá orðið misgengi evrulána v. krónu-tekjur. En, það getur farið svo að of erfitt verði fyrir okkur sjálf - að halda henni. Það skapist aðlögunarvandi sem krefjist í reynd stórs gengisfalls.
En tenging getur fallið - ef efnahagsmál þróast of mikið á mis. Margar tengingar í gegnum söguna hafa einmitt hrunið. Tengingar almennt séð - ganga ekki til lengdar nema milli hagkerfa sem sveiflast með sambærilegum hætti.
Svo ég myndi ekki slaka á 50% reglunni - heldur í fræðilegu ástandi, að krónan væri tengd við evru með einhverjum hætti. Því Ísland getur alveg lent í það miklum vanda með þá tengingu, að það yrði að falla frá henni - - á einhverjum tímapunkti.
En Ísland hefur sveiflur sem koma fá atvinnuvegunum - vegna þess að verð á mörkuðum sveiflast annars vegar og hins vegar náttúrufarssveiflur valda sveiflum í veiðum. Þær sveiflur valda einmitt misgengi milli okkar hagkerfis og annarra þegar þær verða.
Það er einungis spurning um tíma hvenær nægilega stór slík yrði!
Ef evran hættir að vera til - áður en þessu ári er lokið eða á næsta, þá auðvitað hættir hún að vera hugsanlegur tengingar möguleiki. En þ.e. önnur umræða.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að taka erlend lán veikir gjaldmiðilinn.
Auk þess að þegar tekið er erlent lán, þá þurfum við að skoða hvar er gengi gjaldmiðils okkar er hann veikur eða mjög sterkur?
Það á t.d. ekki að taka erlent lán þegar gjaldmiðilinn er mjög sterkur, því þá er eina leiðin er að hann veikist. Best er að taka erlent lán þegar hann er mjög veikur og skipta síðan láninu yfir í íslensk þegar gengið fer að styrkjast.
Ómar Gíslason, 14.8.2011 kl. 14:22
Ef tekjur eru í sama gjaldmiðli, þá á ekki gengis-misvægi að skipta neinu umtalsverðu máli. Sannarlega veikja erlendar skuldir gengið ef ekki er verið að fjárfesta í því sem skilar nægilegum arði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2011 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning