Hvað orsakaði umrótið á mörkuðum sl. 2 vikur?

Ég veit að það fyrsta sem kemur upp í hugann er evrukrýsan. En, það er langt í frá eina atriðið sem mér sýnist að hafi spilað inn. Annað stórt atriði sennilega var:

Breytingar á væntingum um framtíðar hagvöxt!

Ég held að þetta hafi spilað stóra rullu. En, ekki má vanmeta yfirlísingu "Federal Reserve" sl. þriðjudag, þ.s. lofað var að halda vöxtum lágum út 2013. En með henni fylgdi greinargerð, sem innihélt mjög dökka lýsingu á horfum næstu misserin í Bandaríkjunum.

  • Á fyrstu mánuðum ársins var veruleg bjartsýni. Spár um hagvöxt í Bandar. voru upp á rúml. 3% - eiginlega á bilinu 3,5-4%. Í reynd frekar góður hagvöxtur.
  • Spár í Evrópu voru ekki alveg í þessum tölum, en þar var verið að tala um á bilinu 2,5-3% á næstu árum, af stofnunum ESB. Meðalvöxtur næstu ára væri einhvers staðar á þessu bili.

Spár beggja meginsvæðanna þ.e. dollara svæðisins og evru, gerði ráð fyrir að vel viðunandi hagvöxtur myndi ríkja, og líkur eru á því að markaðir hafi almennt trúað þessum tölum - enda komnar frá helstu opinberu aðilum beggja vegna.

  • Aftur á móti, frá og með maí hefur hægt mjög á hagvexti bæði í Evrópu og Bandaríkjunum!
  • Bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, hefur verið leitast við af yfirvöldum að viðhalda bjartsýninni um framvinduna - með því að segja að hagvöxtur myndi aukast með haustinu.
  • Að þetta væri "soft patch" sem myndi líða hjá, og við muni taka sá þokkalega viðunandi hagvöxtur sem lofað var.
  • En undanfarnar vikur, hafa komið runur af neikvæðum vísbendingum um framvinduna - þ.e. pantanir frá stórfyrirtækjum, sem gefa vísbendingu um framvinduna hafa verið slakari en búist var við, svo fyrirtæki hafa undanfarið verið að gefa út hagnaðar aðvaranir til fjárfesta.
  • Óháðar vísitölur sem mæla vöxt í greinum, voru fyrir 2. vikum síðan, búnar að sýna að það var samdráttur í vexti iðnframleiðslu í Evrópu í júní.
  • Þegar svo við bætast aðvaranir frá fyrirtækjum, vegna þess að slakar pantanir segja stjórnendum, að sala verði minni á 3. ársfjórðungi en þeir reiknuðu áður með.
  • Þá eru fjárfestar komnir með sterkar vísbendingar um það, að efnahags framvinda haustsins verði einnig slök.


Af hverju skipta væntingar svona miklu máli?

Málið er að fjárfestar horfa alltaf fram í tímann, og prísa fyrirtæki skv. því!

Það getur munað mikið um það - hvort þeir prísa fyrirtæki skv. væntingum um 2,5-3% hagvöxt næstu 2-3 árin, eða hvort þeir prísa þau skv. væntingum um einungis 1,5-2% hagvöxt næstu 2-3 árin.

Þetta getur verið stór hluti ástæðunnar fyrir verðfallinu og umrótinu sem varð á síðustu 2 vikum - - en markaðir virðast enda vikuna sem er að enda nokkurn veginn á sama stað og þeir hófu hana á sl. mánudegi.

Sérstaklega vegur þetta þungt fyrir banka, því ef vöxtur er lélegri - þá verða fleiri lán í vanskilum, veð verða verðminni, eignir bankanna skila minni arði. Það er mjög mikill munur á stöðu banka, eftir því hver efnahagsframvindan verður.

Banki getur meira að segja verið gjaldþrota miðað við væntingar B, meðan hann heldur sjó miðað við væntingar A. Og margir evrópskir bankar - vitað er - að eru í erfiðri stöðu!

Þannig, að það er sennilega rökrétt að sérstaklega stórt verðfall hafi orðið á bréfum banka.

En punkturinn er, að verð allra aðila starfandi innan hagkerfis lækkar - þannig vísitala markaðarins.

 

Evrukrýsan kraumar einnig undir!

Hún auðvitað magnar upp atburðarásina, en því má ekki gleyma að hún er einnig umtalsverð orsök þess, að dregur úr hagvexti - og hefur því orsakasamhengi við þetta endurmatsferli.

Frakkland t.d. skýrði frá því á föstudag, að enginn hagvöxtur hefði mælst þar í landi á 2. ársfjórðungi:

French economy shows zero growth

French economy stalls in second quarter

  • Það á auðvitað ekki eftir að kæta fjárfesta!

En, samtímis er Frakkland undir miklum þrýstingi frá Framkvæmdastjórn ESB, um að framkvæma viðbótar útgjalda niðurskurð - vegna þess að út af lélegri efnahags framvindu er ekki lengur trúverðug fyrri áætlun franskra stjv. um að ná halla niður í 3% fyrir árslok 2013.

  • En frekari samdráttar aðgerðir ofan í efnahagsframvindu sem klárt er á brún þess, að snúast yfir í samdrátt; gefur ekki mikla bjartsýni um framvindu Frakklands á næstunni.
  • Forseti Frakklands kvaddi einmitt ráðherra sína saman í vikunni, og gaf þeim fyrirmæli um að sjóða saman nýjar sparnaðartillögur, gaf þeim 2. vikur!
  • Svo, það má reikna fastlega með því, að fjárfestar vilji næstkomandi mánudag, selja enn meir af bréfum franskra banka - losa sig við þau, sem sagt.

Rome orders €45bn in cuts and taxes : "The Italian government has approved an extensive emergency package worth €45bn in cuts and higher taxes over the next two years." - "Mr Tremonti...would reduce Italy’s deficit to 3.9 per cent...2011...1.4 per cent of GDP in 2012...balanced budget the following year, instead of 2014..."

  • Þetta kemur einnig fram á föstudag, og má reikna með viðbröðum fjárfesta á nk. mánudag.
  • Þarna er einnig verið að bæta við samdráttaraðgerðum á hagkerfi sem er skv. fyrirliggjandi tölum í kyrrstöðu.
  • Fjárfestar hljóta í báðum tilvikum, að reikna niður væntingar um hagvöxt.

Svo má ekki gleyma: Euro-Zone Industrial Output Slumps

"Ben May, an economist at Capital economics said the figures mean euro-zone industrial output grew 0.3% in the second quarter, the weakest expansion since late 2009. He predicted data due Tuesday would show euro-zone economic growth slowed to 0.3% in the second quarter from 0.8% in the first. "We expect the underlying pace of growth to slow further in the second half of the year," he said in a note."

  • Þessar tölur voru að koma í dagsljósið frá Eurostat. En áður voru óháðir aðilar sem byrta vísitölur, búnir að sýna sama trend, svo markaðir voru klárt farnir að reikna með þessu.
  • Það er nefnilega málið - að hagvöxtur er að stefna á "0" í Evrópu í haust!
  • Markaðir eru líklega ekki enn að fullu búnir að prísa inn þessa sveiflu í væntingum - svo frekari lækkanir eru sennilega í kortunum.

Næsta vika getur því einnig reynst vera viðburðarík - því þótt skortsölubann ríkji næstu 2. vikurnar frá nk. mánudegi í Belgíu, Ítalíu, Spáni og Frakklandi - svo ekki er hægt að kaupa sér stöðu sem veðjar á lækkun bréfa - - þá getur enginn bannað fjárfestum einfaldlega að selja bréf sem þeir eiga.

Það er bísna líklegt - - að það geti verið umtalsvert flóð af slíkum sölum á nk. mánudag!

 

Niðurstaða

Mig grunar að sl. 2. vikur hafi komið saman, allt þ.s. hefur verið í gangi, sem haft getur áhrif á væntingar fjárfesta um framtíðina. En þó evrukýsan hafi haft mesta athygli fjölmiðla, þá má alls ekki vanmeta áhrif þess að undanfarnar vikur hefur betur og betur verið að koma í ljós - - að hagkerfin í Evrópu og Bandaríkjunum eru ekki stödd í "soft patch" heldur langvarandi hagvaxtarlegu stöðnunarskeiði.

Fjárfestar hafi verið að endurreikna verðgildi nánast gervallra hagkerfanna í Evrópu og Bandaríkjunum, skv. því þ.e. þeirra aðila sem þar starfa fyrir innan.

Eðlilega lækkuðu markaðir við þetta því sú endurskoðun fól í sér sennilega að flestir starfandi aðilar eru metnir minna virði, en fjárfestar mátu - skv. fyrri væntingum sem byggðu á bjartsýnni væntingum um framvindu næstu misserin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 859319

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband