12.8.2011 | 01:17
Skortsölur bannaðar af; Frakklandi, Belgíu, Spáni og Ítalíu! Snjall leikur eða magnast hræðsla fjárfesta enn frekar?
Skortsala, er að fjárfestir kaupir sér stöðu sem felur í sér, að hann leggur fjárhæð undir spá um að eitthvað tiltekið lækki í verði, og ef spá hans rætist græðir sá, því meir sem lækkunin er meiri. Það kaldhæðna er, að þeir sem stunda þetta eru ekki endilega einhverjir fjárglæframenn - heldur er aðferðin skortsala, gjarnan notuð af stjórnendum risastórra fjármuna þ.e. sjóðum og bönkum, í stýringu á eigin áhættu þeirra fjármuna - sbr. þegar ísl. bankarnir til skiptis tóki stöðu með eða stöðu gegn krónunni.
France, Spain, Italy, Belgium Try to Halt Bank RoutEuropean quartet bans short selling - "France, Italy, Spain and Belgium enforce a 15-day prohibition"
- Svo er það samhengi hlutanna - en síðast þegar gripið var til banns á skortsölu var í umrótinu sem varð í kjölfar hruns Leahman fjárfestinga-bankans, 2008.
- Sem segir - að markaðurinn geti tekið bannið - sem vísbendingu um að, vandinn sem þeir séu að bregðast við, sé jafnvel enn alvarlegri en þeir hugðu.
- En slíkt bann er neyðar-aðgerð, og óhjákvæmilega leitar hugsunin til þess tíma, er slík aðgerð síðast var beitt - - sem getur þítt að óttinn þvert á móti magnist.
"EU policy makers dont seem to understand the law of unintended consequences, Jim Chanos, the short seller known for predicting Enron Corp.s collapse, said by e-mail. The vast majority of short-selling financial shares is by other financial institutions, hedging their counterparty risks, not speculators. The interbank lending market froze up completely in October to December 2008 -- after the short-selling bans."
"The gap between the three-month euro interbank offered rate and the overnight indexed swap rate widened yesterday to the most since April 2009, showing that European banks are becoming more reluctant to lend to each other for longer than overnight. The Bloomberg Europe Banks and Financial Services Index, which climbed 3.4 percent yesterday, is down 27 percent this year."
- Gæti sagan endurtekið sig frá 2008, að í kjölfar skortsölubanns, helfrjósi svokallaður millibanka-markaður?
- En hugsanlegt er, að aðilar á markaði - munum að mjög mikil tortryggni ríkir - fyllist ónotum, maginn fari í hnút - og þeir neiti að lána bönkum í löndunum 4?
- Þannig, að aðgerðin gæti einfaldlega framkallað þ.s. yfirvöld óttast!
En gríðarlegt verðfall hefur verið á bréfum tiltekinna franskra risa-banka, sérstaklega Societe General, sem í dag er einungis á hálfvirði miðað við upphaf árs.
Fall viðkvæmustu bankanna, væri óskaplegt áfall fyrir franska ríkið.
Ef millibankamarkaðurinn frýs, þá munu bankarnir í löndunum 4 lenda upp á náð og miskunn Seðlabanka Evrópu, og þegar það vitnast að þeir bankar hafa þurft að taka neyðarlán - þá er ekki víst að leiðin til baka, í traust - verði greið!
Bannið - þó það geti verið réttlætanlegt sem neyðaraðgerð, þá er það tvíeggjað, og það getur alveg sannfært fjárfesta jafnvel enn frekar um að, losa sig við bréf franskra, ítalskra, spanskra og belgískra banka - á nánast hvaða verði sem þeir geta.
- Auðvitað - að ef við erum að sjá fram á alvarlega bankakrýsu í Frakklandi - þá eru allir spádómar út um gluggann á stundinni!
- En skuldir Frakklands - sem geta aukist lauslega reiknað af hagfræðingi 17% ef Frakkland þarf að taka þátt í aukningu björgunarsjóðs Evrópu í 1500ma. - 2.000ma. er reyndar af mörgum talið lágmarkið.
- Í dag eru skuldir ríkissjóðs Frakklands cirka 82%, stefna í 90%. Og ef á ríkið hellist síðan kostnaður vegna björgunar banka - upp á kannski 15-20%?
- Þó svo að öll 3 stóru lánshæfis-fyrirtækin hafi áréttað óbreytt 3-A lánshæfi Frakklands í dag - þá gerbreytist allt, ef alvarleg bankakrýsa skellur á í Frakklandi.
- Þá verður alveg algerlega ljóst - að Frakkland getur ekki tekið þátt í björgun Ítalíu og Spánar!
Það verður mjög spennandi að fylgjast með fyrstu viðbrögðum markaða í Evrópu á morgun, en bannið tekur gildi á nk. mánudag - svo enn er tími á föstudaginn til að framkvæma einhver veðköll fyrir bann!
Niðurstaða
Bann við skortsölu getur verið aðgerð, sem á eftir að endurvarpast harkalega í andlitin á yfirvöldum í ríkjunum 4.
Ég er ekki að vonast eftir þeirri útkomu. En, fjárfestar munu klárt muna eftir 2008. Hvort þeir fari í þann ham sem ég óttast að geti gerst - er allt annar hlutur.
Það einfaldlega verður að koma í ljós!
Allir að fylgjast með fréttum!
PS: Stórfrétt -- Enginn hagvöxtur í Frakklandi á 2. ársfjórðungi:
French economy shows zero growth
Allar tölur yfir hagvöxt í Evrópu, hafa sýnt minnkun síðan í maí. Með þessu áframhaldi getur orðið viðsnúningur jafnvel yfir í samdrátt með haustinu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 859319
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lengri tíma getur þetta varla verið gott. Skortsala dregur oft úr óraunhæfum hækkunum hlutabréfa.
Þorsteinn Sverrisson, 12.8.2011 kl. 15:06
Hvernig, hvað og hvar kaupir maður sér stöðu um að etthvað tiltekið lækki í verði?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.8.2011 kl. 17:15
Þjónusta sem kauphallir bjóða upp á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2011 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning