Magnað, Dow Jones féll 4,6% eftir að hafa hækkað 4% daginn áður. Hlutabréfavísitölur í Evrópu féllu einnig!

Ég skal viðurkenna að ég er smávegis hissa. Ég hélt á þriðjudagskvöldið, að markaðir væru búnir að ná botni, þannig að smávegis hækkun sem varð þann dag væri vísbending um að kyrrt myndi verða um einhverja hríð. Eða þangað til að næsta neikvæða frétt myndi koma.

En strax daginn eftir á miðvikudag féllu sömu vísitölur aftur til baka, og virðast markaðir víðast nú vera í lægri stöðu en fyrir þriðjudag. 

Svo þrátt fyrir yfirlísingu Seðlabanka Bandaríkjanna á þriðjudag - þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu sé að kaupa á fullu bréf Ítalíu og Spánar, heldur óróleikinn áfram! Krýsan enn á fullum dampi!

 

Stocks Slide 4.6%, Ending at 11-Month Low :

  • "Dow Jones Industrial Average... fell 519.83 points, or 4.62%, to 10719.94 on Wednesday, more than reversing the previous day's exuberant gains."
"Leading the declines were financial stocks, with Citigroup falling $3.33, or 10%, to $28.49; Bank of America off 83 cents, or 11%, to 6.77; J.P. Morgan Chase down 2.03, or 5.6%, to 34.37; and American Express shedding 3.30, or 7.2%, to 42.80."
  • "In Italy, a number of stocks were halted as its FTSE MIB tumbled 6.7% to lead the major market declines in Europe.
  • The Stoxx Europe 600 fell 3.8%
  • while France's CAC-40 index fell 5.5% and
  • Germany's DAX fell 5.1%."

"French-listed shares of Société Générale SA tumbled 15% leading declines across a broad swath of lenders in Italy, Spain and France. Crédit Agricole SA shed 12% and BNP Paribas SA lost 9.5% in Paris, while Intesa Sanpaolo SPA dropped 14% and Banco Popolare SC fell 9.4% in Milan. In Madrid, Banco Santander SA finished down 8.3%."

 

Svo hvað er í gangi? Frakkland!!

Það hefur verið uppi sterkur orðrómur um að Frakkland væri við það að missa 3-A lánshæfis einkunn. Það er eins og að fókus markaða, hafi farið alveg viðstöðulaust á þann orðróm - sannur eða ekki sannur - um að lækkun á mati Frakklands væri á næsta leiti.

Focus of eurozone crisis turns to France

Bréf franskra banka hafa verið að falla stórt undanfarnar tvær vikur

"Société Générale plunging...15 per cent...while Crédit Agricole was off 12 per cent and BNP Paribas down 9 per cent...SocGen’s shares have fallen by third this month..."

Það má vera, að frétt þess efnis að Sarkozy hafi í gær komið úr sumarfrýi, og kallað í gær saman fund ráðherra sinna, en þeir voru víst einnig í sumarfrýi - en skv. fréttum af því sem þar fór fram, var rætt um að framkvæma útgjalda niðurskurð - til þess að sannfæra markaði um, að Frakkland myndi geta náð halla niður í 3%. Ráðherrarnir hafa víst viku til að koma fram með nýjann niðurskurð.

  • En að Sarkozy skuli hafa hvatt ráðherrana úr sumarfrýi - getur hafa gefið orðrómnum ákveðinn viðbótar byr undir vængi!

Skuldir ríkissjóðs Frakklands cirka 82% stefna í 90% við árslok, en hugsanlegt er að 10% bætist við þær skuldir ef Ítalía og Spánn, hætta að geta tekið þátt í uppihaldi sameiginlegra skuldbindinga, af seðlabankakerfinu innan Evrusvæðis. 

Að auki hefur samdráttur í hagvexti í Evrópu sem hófst í maí, og hefur síðan næsti mánuður alltaf verið lélegri en sá síðasti - aukið áhyggjur markaðarins af framtíðar hagvexti í Frakklandi. 

  • Frakkland er ekki endilega alveg á leið með að verða Ítalía.
  • En skuldastaða Frakklands, er samt veikleiki! 
  • En þetta getur þítt að, Frakkland sé ekki fært um að taka á sig þær viðótar byrðar sem til þyrfti - ef bjarga ætti Ítalíu og Spáni!

Það er kannski fókus fjárfestanna - ekki endilega að þeir hafi áhyggjur af því að Frakkland sé að verða gjaldþrota - heldur því að tiltölulega veik staða Frakklands, geti minnkað möguleika til þess að unnt verði að bjarga sjálfri Evrunni!!

En það er klárt að ef bjarga á Ítalíu og Spáni með þeirri aðferð að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis, þá erum við að tala um stækkun úr 440ma.€ í eitthvað um 2.000ma.€.

Veik staða Frakkland getur hindrað þann möguleika - klárlega!

Þá er einungis einn gambíttur eftir - massíf peningaprentun - og stór gengisfelling Evrunnar sem þá yrði útkoman - ásamt verðbólgu og hærri bankavöxtum!

 

Niðurstaða

Frakkland er stóra hræðslan núna - ef marka má fréttaskýrendur erlendra fjölmiðla. Ekki hræðslan endilega við þrot þess, heldur það hvað tiltölulega veik staða þess þíðir fyrir hið stærra samhengi evrukrýsunnar.

Þetta er sennilega ástæða þess, að markaðir fóru aftur í bakkgrírinn á miðvikudag.

--------------------

Það virðist klárt að spennan heldur áfram! 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar: ég var ekki hissa fjárfestar gera sér einfaldlega grein, fyrir þeirri einföldu staðreynd að seðlabanki Evrópu, er nánast gjaldþrota líka, það að hann kaupi eitthvað er svipað og að ríkissjóður keypti eitthvað af seðlabankanum, sem sendi svo ríkissjóði reikninginn, peningar sem fara í slíkan hring minka einfaldlega( evran hlýtur að falla), því oftar sem gjörningurinn er endurtekinn, eins og ég hef skilið af þínum skrifum þá gengur slíkt ekki upp, nema ákveðnar aðgerðir fylgi, og því miður þá er ekkert gert annað en að fresta, og þeir sem horfa á slíkt sjá að best er að forða sér, eða er é a misskilja eitthvað?.

Magnús Jónsson, 11.8.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, eins og þetta er framkv. í dag, fara peningarnir hring - þ.e. vegna þess að verið er að leitast við að stýra peningamagni, þ.e. hafa aðhald á því. En fræðilega getur seðlabankinn keypt allar skuldir Ítalíu - með prentun. Auðvitað þá verðfellur evran verulega.

Þetta er sennilega það skref sem eftir er - nema að teknar verði enn drastískari ákvarðanir, þá um að fækka aðildarríkjum evruklúbbsins, eða stofna nýjan og þrengri klúbb.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2011 kl. 23:42

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar:  Ein spurning svona fyrir forvitnissakir, er það ekki misnotkun á hugmyndafræði veréfðbréfamarkaða þegar, ríkisstýrð apparöt á borð við seðlabanka Evrópu, reyna markaðsafskipti af þessar stærðargráðu, væri fyrirtæki í einkarekstri ekki sektað og vítt á mörkuðum heimsins fyrir slík afskipti af mörkuðum? . 

Magnús Jónsson, 11.8.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sjálfsagt mætti hugsa sér einkarekinn seðlabanka, þannig var það einu sinni í Bandar. En ríkið hugsar alltaf um sína hagsmuni fyrst - gerir allt til að komast af, ef það stendur frammi fyrir hættu á þroti - þá fá hagsmunir einkaaðila vanalega að víkja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2011 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 859317

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband