Markaðurinn á Wallstreet féll 7% í dag, ofan á 11% í sl. viku. Hlutabréf féllu um allan heim. Evrukrýsan að magnast!

Þetta varð sannarlega slæmur dagur í sögu Wallstreet, en ekki einn af svörtustu sögu þess markaðar. Verð á hlutum banka féllu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Evran féll í verði. Gull hækkaði í dollurum talið, aftur í hæsta verð um margra ára skeið.

Ein merkileg þróun, er að verð á bandar. ríkisbréfum hækkuðu þ.e. vaxtakrafan lækkaði þ.e. fjárfestar bregðast við meira óöryggi vegna áhyggna af stöðu stóru hagkerfanna á Vesturlöndum, með því að kaupa meira af bandar. ríkisbréfum. Skuldatryggingaálag Bandar. hreyfðist ekki.

Á hinn bóginn, þá er þetta einnig dagurinn sem að Seðlabanki Evrópu hóf markaðs inngrip, í formi kaupa á skuldabréfum Spánar og Ítalíu. Evrukrýsan klárt á nýju stigi!

 

Yfirlit yfir verðfall dagsins um heiminn vítt!

  • Wallstreet niður 7% - US stocks see worst drop since 2009
  • Verulegt verðfall varð á bréfum í Brasilíu, Aversion to risk batters emerging markets, brassar voru ekki kátir með það, en hvergi annars staðar utan Bandar. varð stærra verðfall, "Brazil’s Bovespa...9.6 per cent, while Prague’s PX index...6 per cent. Mexico’s IPC index ... 3 per cent. South Africa’s JSE FTSE index...3 per cent after losing 6.3 per cent last week. Russia’s benchmark Micex...5.5 per cen...RTS index...7.8 per...Hong Kong’s Hang Seng index...2,8 per cent..."
  • Verðfall varð í Asíu, "FTSE All-World Asia Pacific index excluding Japan...3.6 per cent, deepening last week’s 8.5 per cent tumble" US downgrade unleashes turmoil in Asia.
  • Verðbréf félli einnig skv. stærsta evrópska indexinum, "The FTSE Eurofirst 300,...fell 4 per cent." US stocks see worst drop since 2009 . Global investors run from equities "Germany’s Dax-30...down 5 per cent...France’s CAC-40...off 4.7 per cent..."FTSE 100 in London fell 3.4 per...The S&P 500 was down 5.6 per cent...its worset fall since December 2008."
  • Global investors run from equities "The euro fell 1.3 per cent against the dollar,"

 

Það sem hækkaði:

  • Gullverð, fór í 1.716,19$ per svkölluð troy únsa,  Gold price jumps above $1,700 spá uppi um að gullverð fari jafnvel í 2.500$ á árinu.
  • Svissneski frankinn fór einnig í nýtt metverð, þ.e. verð sem ekki hefur sést lengi, gagnvart dollar Search for shelter drives gold and Swiss franc. Japanska jenið fór upp einnig.
  • Skemmtileg kaldhæðni, að bandar. ríkisbréf l hækkuðu í verði, Wall St fall sends investors to Treasuries haven "“What do you do if the US is downgraded? The answer is, buy more Treasuries. The reality is there is no alternative to the dollar as a reserve currency right now.”"
  • Vissan hátt má kalla verðhækkun bandar. ríkisbréfa, enn einn mælikvarðann á krýsuna, en vaxtakrafan á 10 ára bréfum fór niður í 2,36% er það lægsta sem hefur sést síðan krýsan 2008 var í hámarki. Þannig séð, eru bandar. bréf "safe haven" í augum fjárfesta, sem segir meir um skynjun þeirra á skorti á öryggi annars staðar.
  • Vegna kaupa Seðlabanka Evrópu á skuldabréfum Spánar og Ítalíu, þá lækkaði vaxtakrafa beggja í skv. tölum akkúrat núna 5,23% - 5,35%, Ítalía er hærri. Bréf ítalskra og spanskra banka fóru upp. 

Verður að koma í ljós síðar hve lengi þessi jákvæða verðþróun endist í tilviki Ítalíu og Spánar.

  • En allt er á huldu um hve miklu fé Seðlabanki Evrópu ætlar sér að verja til þessara kaupa, einnig hve lengi hann ætlar sér að standa í þessu.
  • Flest bendir til, að seðlabankinn sé enn ekki 100% að baki, þ.e. enn sé fylgt sömu stefnu og áður er ECB keypti bréf Grikklands, Portúgals og Írlands - á sínum tíma, aðgerðir sem einungis lækkuðu verð um tíma og var einungis ætlað að gefa tíma til annarra aðgerða.
  • Aðgerðirnar séu svipaðar og í hinum skiptunum, þ.e. ekki verið að auka peningamagn í umferð heldur, er þá um að ræða tilfærslu peninga innan seðlabanka kerfisins þ.e. úr vinstri vasanum í þann hægri - og það fé svo nýtt til kaupanna. 
  • Það sem gerir þetta áhugavert, er að slík tilfærsla þíðir að einhver er að lána innan kerfisins, líklega Þýski seðlabankinn, en öll ríkin bera svo sameiginlega ábyrgð.
  • En þ.s. ríkjunum fækkar ört sem standa undir kerfinu þ.e. Grikkland, Írland, og Portúgal eru vart lengur að taka þátt í því að leggja fram skuldbindingar, og nú á það sennilega einnig við Ítalíu og Spán; þá er kostnaðurinn stöðugt að deilast á færri aðila.
  • Og skuldbindingar innan kerfisins fara ört vaxandi. Þetta er ein sprengjan.
  • Italy and Spain respond to ECB treatment - "Some investors have begun to shift their attention to France...“Hedge funds are focusing on France,” Mr Leaviss says." Nýtt drama sem getur verið í uppsiglingu, en Frakkland er að sumu leiti veikast af ríkjunum sem eftir eru.
  • Trichet og aðrir stjórnendur, Seðlabanka Evrópu, hafa verið að leitast við síðan krýsan fór af stað - að íta vandanum yfir á aðildarríkin - þ.e. á neyðarsjóðinn.
  • Þetta er eiginlega spurning um hver borgar!
  • En með neyðarlánunum, hefur verið að leitast við að láta löndin í vanda borga sem mest.
  • Ef seðlabankakerfið sem allir bera jafna ábyrgð á, lendir í að taka skellinn - þá eiga allar þjóðirnar jafnt þ.e. þær sem enn eru ekki orðnar gjaldþrota, kostnaðinn skv. niðurdeilingar-kvóta.
  • Þetta virðist líklegast vera endurtekning á sama leikþættinum sem við höfum séð áður.
  • Það er því líklegt, að tilgangurinn sé einungis að vinna tíma, þar til að þing aðildarríkjanna koma saman í byrjun september, og væntanlega staðfesta breytingar á reglum um neyðarsjóðinn sem samþykktar voru í júlí, sem gefa honum fleiri verkefni - en því miður ekki meiri peninga.
  • Þar stendur einmitt hnýfurinn í kúnni, sjóðurinn á bara eftir heimildir fyrir rúml. 300ma.€ en skuldir Ítalíu og Spánar eru rúml. 2.200 ma.€ samanlagt.
  • Reiknar er með því að fjárfestar muni fljótlega láta reyna á hve sterkur vilji Seðlabankans er til að standa að baki Ítalíu og Spáni. 
  • En það getur komið áhugaverð stund, ef skuldbindingar vegna núverandi kaupa, eru að nálgast heildartöluna 300ma.€ - þannig að það líti ekki út fyrir að ECB geti látið björgunarsjóðinn taka við hallanum.
  • Það fer einnig eftir því, hve langan tíma afgreiðsla þinga aðildarlandanna tekur - en sumir óttast jafnvel að það geti dregið málið fram í nóvember/desember.


Niðurstaða

Fram að þessu er ekkert sem bendir til þess, að núverandi drama í tengslum við Spán og Ítalíu, sé að spilast með öðrum hætti, en fyrri skiptin er Grikkland, Írland og Portúgal voru á leið í vandræði. Í öllum tilvikum, viðhafði Seðlabanki Evrópu takmörkuð inngrip. Núverandi inngrip bankans virðast einmitt vera takmörkuð en þó að sjálfsögðu mun stærri vegna stærri upphæða í spilum, og fylgja mjög sambærlegu prógrammi og áður. 

Svona til að framkalla aðeins meira "deja vu" hafa bæði ríkisstj. Ítalíu og Spánar nú tilkynnt nýjar niðurskurðar aðgerðir. En saga fyrri skipta sýna að 11. stundar aðgerðir - eru einfaldlega um seinan, og hafa í reynd lítil áhrif á ferlið.

Líklega mun Seðlabankinn leitast enn á ný, til að íta boltanum yfir til aðildarlandanna. Fjárfestar sem vita, að "committment" bankans er "limited" en ekki "unlimited" líklega munu láta reyna á viljastyrk bankans fljótlega - með stöðutökum gagnvart Ítalíu og Spáni, sem mun þurfa miklar fjárhæðir til að kollvarpa.

---------------------

Stóra ákvörðunin hefur ekki enn verið tekin. En Seðlabankinn getur alveg með ótakmörkuðum heimildum til að prenta Evrur, sigrað í öllum slíkum viðureignum. 

En, þá þarf hann að gefa eftir núverandi peningastefnu - að auki, ríkin þurfa að vera til í að sætta sig við umtalsvert verðfall evrunnar og tilheyrandi verðbólgu + hærri bankavexti. 

Eða, sem Seðlabankinn er sennilega að leitast við að íta ríkjunum til að gera, þau geta samþykkt að auka verulega það fé sem björgunarsjóðurinn hefur aðgang að - talað um 2.000ma.€ af óháðum aðilum.

---------------------

Það er engin leið að vita fyrirfram hvað gerist - en vegna þess að þarna er um mjög stóra ákvörðun að ræða, hvor leiðin sem yrði valin, þá getur deilan orðið verulega hörð - sem þíðir að ákvörðun getur dregist - jafnvel svo lokaákvörðun liggi enn ekki fyrir við upphaf desember.

Þá getur auðvitað seðlabankinn verið búinn að dæla meira fé í hýtina en nemur þeim rúml. 300ma.€ sem eftir er í björgunarsjóðnum.

Því lengur sem málið dregst - því stærri verður hættan á hruni - því klárt mun spenna vaxa eftir því sem lengra dregur fram á haust og vetur.

Þetta mun hafa neikvæð áhrif á hagvöxt, því fólk mun halda að sér höndum um fjárfestingar - kaup á hlutum og neyslu. Og það ástand, mun þá ágerast eftir því sem spenna magnast.

---------------------

Evrópa gæti farið í "double dip" á nýjan leik. En krýsurnar beggja vegna víxlverka á hvora aðra þ.e. óvissa í Evrópu magnar óvissu í Bandar. og öfugt.

Mér sýnist því, að líklega gerist það sama í Bandar. að aukin óvissa þíði, að aðilar halda að sér höndum.

Hagkerfin líklega halda áfram þeim niðurspíral sem þau fóru í maí sl. 

Akkúrat hvenær bæðri verða komin í "recession" veit ég ekki. En líkurnar eru þónokkrar og vaxandi, eftir því sem óvissan heldur áfram að magnast.

Sjá einnig - Ambrose Evans-Pritchard - European Central Bank must go nuclear to save Europe

 

Ps: Gull er komið í 1.778 fyrir Troy únsu. Verðfall á mörkuðum áfram - í dag.

Fyrstu vísbendingar um að, verðfall sé að ná botni. En hreyfinga upp er farið að gæta. Möguleiki að markaðir loki, örlítið hærri í lok dags, en í lok gærdags. Verðfallið gæti verið að klárast í bili.

Ps2: Fyrir þá sem hafa aðgang að vef Financial Times:

Ottmar Issing Slithering to the wrong kind of union

En Issing var fyrsti seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, og sá er alls ekki par hress með núverandi þróun, að leitast við að nota krýsuna sem einhvers konar bakdyra leið að ríkisvæðingu Evrusvæðis.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þessi grein er skyldu lesning ,hvort sem þú ert með eða á móti inngöngu í ESB.

http://www.lapasserelle.com/billets/greek_crisis.html?gclid=CP-16reMwKoCFUVO4QodoEw56A

Hér er inngangurinn:

by André Cabannes, PhD

10 July 2011

We explain why the money inside a country has nothing to do with and should not be the same as the one for external trade. We take the example of the Greek crisis and show that it is the consequence of the confusion between the two. Greece is only the first in a series of countries where the same problems will arise: Italy, Spain, Portugal, Ireland, France. We do not advocate the withdrawal of these countries from the euro, but the use by each country of two currencies: its local currency and the euro. Finally we explain why we believe that a new private international currency will appear

Snorri Hansson, 9.8.2011 kl. 00:25

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Löndin innan esb geta ekki greitt meira í hýddina, það er einhversstaðar þak. 

Sem dæmi þá eru fimm lönd sem stuðla að næstum að helmingi af fjárhagsáætlun esb þessi lönd eru: Bretland, Þýskaland, Frakkland, Spánn og Ítalía. 

Þannig að þetta esb battería er í raun að hrynja saman!

Ómar Gíslason, 9.8.2011 kl. 01:35

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skoðið þessa:

Peterson Institute - Peter Boone and Simon Johnson - Europe on the brink

Sennilega rétt Ómar, á það reynir þá einmitt í haust og vetur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.8.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 859316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband