7.8.2011 | 00:37
Er heimskreppa óhjákvæmileg útkoma?
Aðalfréttin um helgina er lækkun mats Standards&Poors á Bandaríkjunum. Þetta virðist fljótt á litið ekki vera dramatískur atburður, það er S&P lækka Bandaríkin úr hæsta stigi þ.e. AAA í AA+ sem er það næst hæsta. Á hinn bóginn, er talið af flestum fréttaskýrendum, að hin þ.e. FitchRating og Moody's muni líklega fylgja í kjölfarið. Horfur áfram neikvæðar.
Mohamed El-Erian, forstjóri fjármálarisans PIMCO, sjá El-Erian: downgrade heralds new era, telur að S&P muni næst fella Frakkland en það sama á við í tilviki Frakklands, að það land eins og Bandaríkin hefur verið á "neikvæðum horfum" þó eins og Bandaríkin hefur fram að þessu, haldið 3-A einkunn en alveg eins og í tilviki Bandaríkjanna fara skuldir Frakklands vaxandi, þar er viðskipta- og fjárlagahalli ekki þó eins mikill og í Bandaríkjunum. Skuldir Frakklands stefna í 90%, samtímis dregur það Frakkland niður að tilheyra Evrunni. En lönd sem tilheyra Evru, sem verður nú að skoðast sem óvéfengjanleg staðreynd, eru í viðbótar gjaldþrots hættu vegna þess að innan Evrusvæðis er ekki enn til staðar, fullnægjandi lánveitandi til þrautavara fyrir sjálf aðildarríkin.
Fyrir land með eigin seðlabanka, getur sá með ótakmarkaðri peningaprentun (fræðilega séð) alltaf tryggt að ríkissjóður hafi fé til að greiða af skuldum, í eigin gjaldmiðli að sjálfsögðu, svo ríki geta hreinlega ekki orðið greiðsluþrota (fræðilega séð) - meðan þau geta ótakmarkað prentað sinn gjaldmiðil og þau passa sig á að skulda fyrst og fremst í honum. Seðlabankinn er þannig þeirra lánveitandi til þrautavara - ekki bara fyrir banka.
Þessu geta aðildaríki evru breytt, einfaldast væri að gefa hinum sameiginlega seðlabanka ótakamrkaðar heimildir til að prenta - og fela honum jafnframt það hlutverk að veita aðildarríkjum sömu þjónustu og bönkum starfandi innan svæðisins. Þá myndi gjaldþrots hættan verða sú hin sama og fyrir ríki er hafa eigin seðlabanka og gjaldmiðil, og það "risk premium" sem markaðir eru nú farnir að setja á aðildarríki Evru myndi einnig hverfa (spurning þó hvort ótakmörkuð seðlaprentun sé í reynd fær leið fyrir risahagkerfi vegna víðtækra áhrifa á 3-aðila). Megin kostnaðurinn væri gengisfall, hugsanlega verulegt, og verðbólga!
Á vef Standards&Poors má sjá í dag hlekk á niðurstöðu S&P um Bandaríkin:
Special Report: U.S. Negative CreditWatch Placement And The Knock-On Effects
- "We lowered our long-term rating on the U.S. because we believe that the prolonged controversy over raising the statutory debt ceiling and the related fiscal policy debate indicate that further near-term progress containing the growth in public spending, especially on entitlements, or on reaching an agreement on raising revenues is less likely than we previously assumed and will remain a contentious and fitful process. "
- "We also believe that the fiscal consolidation plan that Congress and the Administration agreed to this week falls short of the amount that we believe is necessary to stabilize the general government debt burden by the middle of the decade."
- Eins og fram kemur í skýrslu S&P þá telur fyrirtækið að aðgerðir Bandaríkjaþings og Obama forseta til að draga úr fjárlagahalla séu ófullnægjandi.
- Þeir telja að auki að pólitíkin í Washington sé það óskilvirk, að frekari aðgerðir verði mjög örðugt að innleiða.
- "Republicans and Democrats have only been able to agree to relatively modest savings on discretionary spending while delegating to the Select Committee decisions on more comprehensive measures."
- "It appears that for now, new revenues have dropped down on the menu of policy options."
- "In addition, the plan envisions only minor policy changes on Medicare and little change in other entitlements, the containment of which we and most other independent observers regard as key to long-term fiscal sustainability."
S&P klárt telur það galla, að skattahækkanir skuli hafa verið teknar af lista yfir hugsanlegar aðgerðir.
S&P telur einnig að sjálfur sparnaðurinn sem þegar er frágenginn, sé lítilfjörlegur.
Að auki, sé ekki snert við heilögum kúm - sem verði að takast á við ef nokkur von eigi að vera til þess, að snúa stöðunni við.
"Under our revised base case fiscal scenario--which we consider to be consistent with a 'AA+' long-term rating and a negative outlook--we now project that net general government debt would rise from an estimated 74% of GDP by the end of 2011 to 79% in 2015 and 85% by 2021" ..."our revised base case scenario now assumes that the 2001 and 2003 tax cuts, due to expire by the end of 2012, remain in place. We have changed our assumption on this because the majority of Republicans in Congress continue to resist any measure that would raise revenues, a position we believe Congress reinforced by passing the act." ... "Key macroeconomic assumptions in the base case scenario include trend real GDP growth of 3% and consumer price inflation near 2% annually over the decade."
Þeir reikna greinilega skuldir Bandaríkjastjórnar með öðrum hætti en AGS, en skv. AGS eru skuldir alríkisins þegar rúmlega 100%.
Þeir reikna með að Bush skattalækkunin ófræga, verði endurnýjuð þ.e. falli ekki úr gildi, vegna andstöðu Repúblikana við hverskonar aukningu skatta.
En Demókratar leggja til að sú skattalækkun fái að falla úr gildi eins og mun gerast, nema að hún verði framlengd.
Mér finnst 3% hagvöxtur ívið bjartsýnn.
"Our revised upside scenario--which, other things being equal, we view as consistent with the outlook on the 'AA+' long-term rating being revised to stable--retains these same macroeconomic assumptions. In addition, it incorporates $950 billion of new revenues on the assumption that the 2001 and 2003 tax cuts for high earners lapse from 2013 onwards, as the Administration is advocating. In this scenario, we project that the net general government debt would rise from an estimated 74% of GDP by the end of 2011 to 77% in 2015 and to 78% by 2021."
Þeirra mat á horfum batnar ef Bush skattalækkanirnar falla úr gildi.
Skv. lýsingu þeirra munar verulega um það, hvort Bush skattalækkunin verður framlengd eða að hún fái að falla úr gildi.
Áfram miðað við hagvaxtarhorfur sem mér sýnast ívið bjartsýnar.
"Our revised downside scenario--which, other things being equal, we view as being consistent with a possible further downgrade to a 'AA' long-term rating--features less-favorable macroeconomic assumptions, as outlined below and also assumes that the second round of spending cuts (at least $1.2 trillion) that the act calls for does not occur. This scenario also assumes somewhat higher nominal interest rates for U.S. Treasuries. We still believe that the role of the U.S. dollar as the key reserve currency confers a government funding advantage, one that could change only slowly over time, and that Fed policy might lean toward continued loose monetary policy at a time of fiscal tightening. Nonetheless, it is possible that interest rates could rise if investors re-price relative risks. As a result, our alternate scenario factors in a 50 basis point (bp)-75 bp rise in 10-year bond yields relative to the base and upside cases from 2013 onwards. In this scenario, we project the net public debt burden would rise from 74% of GDP in 2011 to 90% in 2015 and to 101% by 2021....our downside case scenario assumes relatively modest real trend GDP growth of 2.5% and inflation of near 1.5% annually going forward."
Þessi sviðsmynd er ívið líklegri, en sennilega eru hagvaxtarhorfur enn ívið bjartsýnar. En gríðarlegar skuldir almennings halda aftur af neyslu og líklega munu gera það áfram. Hagvöxtur á þessu ári verður mjög líklega innan við 2% í stað 3,5% sem áður var talið líklegt.
Það er fremur líklegt að hagvöxtur muni haldast mjög slakur áfram þ.e. á bilinu 1,5 - 2% eða eitthvað rúmlega 2%. En kreppa er einnig góður möguleiki, eða nokkuð lakari hagvöxtur en þetta.
Hagfræðingar eru nú farnir að tala um að líkur á samdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist, þekktur hagfræðingur sagði hagkerfið á hnífsegg, mat líkur 50/50 á því hvort hagvöxtur haldist eða það verði umsnúningur til samdráttar.
Einnig verður að teljast líklegt að eins og þeir gera ráð fyrir í sviðsmynd 3 að vaxtakostnaður bandar.stj. muni fara upp. Þeirra viðmið þar er síst ofgert.
Því miður byrta þeir ekki mat á þeim möguleika - að ef Bandaríkin fara í kreppu aftur!
Það var kannski of ljótt!
Er heimskreppa óhjákvæmileg?
Peningaprentun virðist nauðsynleg til að koma í veg fyrir kreppu í Bandar. og Evrópu:
S&P downgrade gets to the heart of the current financial crisis
"The downgrading of US government debt by Standard & Poors gives markets something new to worry about on Monday morning so it would be too optimistic to predict that last weeks carnage, which saw the worlds main equity benchmarks fall by more than 10pc, has run its course just yet"
Ég held þetta sé algerlega rétt - að lækkun mats muni leið til frekara verðfalls á mörkuðum á mánudaginn nk.
Síðan bendir hann á, að frekari niðurskurður mun hafa samdráttaráhrif - sem vert er að muna í samhengi við horfur sem nú séu uppi um minnkandi hagvöxt.
Það sé einmitt, hve horfur á hagvexti séu slakar hjá Ítölum og Spánverjum, sem sé ekki síst ástæða þess að fjárfestar hafi verið að fyllast ótta um þeirra framtíðarhorfur - sem hafi verið að skila sér í verðfalli bréfa þeirra.
Ef löndin beggja vegna Atlantshafsins grípa til niðurskurðar-aðgerða samtímis, þá sé ekki unnt að mæta því með öðrum hætti en peningaprentun, ef ekki á að verða viðsnúningur í samdrátt.
Peningaprentun hefur á móti ímsar slæmar afleiðingar - kannski er skárra að sleppa henni!
We can't rely on oil prices or more QE to save us from this mess
En eins og þessi greinarhöfundur bendir á, hefur peningaprentun umtalsverðar afleiðingar - þ.e. megin gjaldmiðlar Evrópu og Bandaríkjanna, munu þá falla gagnvart olíu og helstu hrávörum sbr. málma og mat.
Þar sem dollar er viðmið markaða með hrávörur, þá eru verð byrt í dollar. Sem mun þíða, að alþjóðleg dollaraverð á mat, málmum og olíu - mun fara hækkandi.
En ef til vill tóku einhverjir eftir því að alþjóðleg verð á hrávörum lækkuðu í vor, það var er tilkynnt var í Bandar. að ekki yrði framhald á peningaprentun.
Ef önnur lönd, leitast við að verja sína gjaldmiðla gegn því að hækka að ráði gagnvart evru og dollar, þá munu þeir einnig verðfalla gagnvart hrávörum þ.e. hrávöruverðs verðbólgan mun einnig koma til þeirra.
Verðhækkanir olíu, korns, kaffis o.flr. matvæla, ásamt málmum - sem sagt hrávöru, mun þá breiðast um heiminn, framkalla skerðingu lífskjara í flestum löndum heims.
Í síðustu viku framkv. seðlabankar Sviss og Japans aðgerðir, til að stemma stigu við hækkun þeirra gjaldmiðla gagnvart evru og dollar. Nýlega innleiddi Brasilía slíkar aðgerðir.
Það er veruleg hætta á gjaldmiðlastríði!
Svo getur heims viðskiptakerfið hrunið - eins og það gerði snemma á 4. áratugnum, og lönd skellt á viðskiptahindrunum í formi tollamúra.
Þetta er raunveruleg hætta - ef ekki er unnt að koma í veg fyrir viðsnúning til kreppu með öðrum hætti en peningaprentun, í risahagkerfunum beggja vegna N-Atlantshafsins.
Þá getur ekki annað en pressan aukist á gjaldmiðla ríkja sem ekki eru í fjárhagsvandræðum, í hina áttina - það er til hækkunar.
Vegna þess, að ef þeirra gjaldmiðlar hækka mikið gagnvart evru og dollar, þá mun það skaða þeirra útflutning og um leið samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja á heimamarkaði gagnvart innfluttum vörum; þá mun skapast mikil pressa á þau ríki - að gera sitt besta til að draga úr hækkun sinna gjaldmiðla.
Hættan er að þessi spenna milli heimshagkerfanna muni fara vaxandi!
Á endanum - muni ríki þeirra gjaldmiðlar fara hækkandi, grípa til innflutningstakmarkana eða tollamúra, til að verja sína atvinnuvegi.
Og þá, endurtaki sig sagan frá 4. áratugnum -niðurstaðan sú hin sama - þ.e. djúp heimskreppa!
Sumir telja að peningaprentun sé of varasöm leið, þegar við erum að tala um risagjaldmiðlana Bandar. dollar og evru, þegar heildarsamhengið er haft í huga!
Það virðist afskaplega líklegt að án peningaprentunar muni hagkerfin beggja vegna N-Atlantshafsins snúa við í kreppu, sem sennilega mun magna upp skuldavanda tiltekinna ríkja, framkalla greiðsluþrot nokkurra 1. heims ríkja.
Þau greiðsluþrot munu líklega framkalla mikið umrót innan fjármálakerfis heimsins, sennilega leiða til gjaldþrots fjölmargra banka.
Mér virðist hæsta máta líklegt, að þetta dugi einnig til að framkalla heimskreppu.
En kannski lifir heims-viðskiptakerfið af, ef "competitive devaluation" þ.e. gjaldmiðlastríði er forðað.
Kannski hafa þeir sem leggja til harðar samdráttar-aðgerðir einfaldlega rétt fyrir sér.
Því aðrar aðgerðir séu lokuð sund - heildaráhrif enn hættulegri.
En hópur hagfræðinga er þeirrar skoðunar - að ekki sé valkostur um annað en að skera niður og vona að einhverntíma í framtíðinni, verði viðsnúningur af sjálfu sér.
Við erum þá að tala um, að sú kreppa í Bandaríkjunum og Evrópu, sem forðað var með umfangsmiklum aðgerðum ríkisstjórna - verði á endanum ekki forðað.
Við erum að tala um gríðarlega lífskjara skerðingu - sennilega beggja vegna N-Atlantshafsins, og mjög líklega einnig víðar um heiminn. Við hér sleppum ekki því verð krassa.
Niðurstaða ofangreindra vangavelta er - að kannski er það svo að heimskreppu virkilega verði ekki forðað!
Sjá líka: The West's horrible fiscal choice
Niðurstaða
Það getur einmitt verið málið að leið peningaprentunar sé í reynd lokuð fyrir risahagkerfi Norður-Ameríku og Evrópu, vegna þess hve mikil "spill over effect" hún hefur, þ.e. víðtæk hliðar-áhrif.
En án víðtækrar peningaprentunar, sé ég ekki hvernig unnt á að vera að forða því, að víðtækar samdráttar-aukandi sparnaðar-aðgerðir snúi hagvexti yfir í samdrátt beggja vegna Atlantsála. En, þegar hefur mikið hægt á hagvexti beggja vegna. Og nýjustu tölur benda ekki til þess, að vöxtur muni aukast seinni part árs eins og fram að þessu hefur verið talið, af stjv. beggja vegna.
Þær versnandi efnahagshorfur, eru meginástæða þess - að fjárfestar eru allt í einu orðnir til muna skeptískari á stöðu Ítalíu og Spánar, en þeir hafa verið þar til fyrir skömmu. En, þau representa cirka 1/3 af hagkerfi Evrusvæðis, eru stærri biti en svo að líklegt sé að þeim verði bjargað af hinum löndunum.
En freystingin verður mjög sterk bæði í Bandar. og Evrópu, að fara leið peningaprentunar því hún mun virðast, minna sársaukafull.
Hún verður það, ef önnur lönd sætta sig við afleiðingarnar fyrir þau, þ.e. að þeirra gjaldmiðlar rísa á kostnað evru og dollars, svo þeirra samkeppnishæfni skaðist.
Á hinn bóginn virðist þvert á móti líklegra, að umfangsmikil peningaprentun muni leiða til vaxandi spennu á milli ríkja starfandi innan heimshagkerfisins - svokallað gjaldmiðlastríð muni þá skella á, og hættan muni þá fara vaxandi á því að, á einhverjum tímapunkti stigi einhver stór aðili yfir þann þröskuld að fara beita viðskiptahindrunum.
Þá getur einmitt sagan endurtekið sig frá 4. áratugnum! Heimshagkerfið hrunið. Heims viðskipti hrunið. Hyldjúp heimskreppa tekið við. Heimurinn skipst í lokaða klúbba, með háum tollamúrum á milli.
---------------
Í samanburðinum má vera, að minna hættulegt sé að fylgja módeli niðurskurðar og í stað peningaprentunar, beita íhaldsamri peningastefnu.
Niðurstaðan verður þá sennilega aftur heimskreppa, en ef til vill af tagi sem kannski stendur í skemmri tíma, því í þeirri sviðsmynd ef til vill stendur heims viðskiptakerfið uppi og heimsverslun einnig.
Þetta er áhugaverð umræða!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859315
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning