Reiknað með að Seðlabanki Evrópu, hefji inngrip í markaði í dag fimmtudag! Tilraun til að forða því að Spánn og Ítalía, verði hrakin af mörkuðum!

Þetta er eiginlega eini skammtíma gambítturinn sem Evrusvæðið getur gripið til. En Evrópa hefur verið gripin í bólinu, þ.e. megnið af starfsfólki stofnana ESB í sumarfrýi, það sama á við stofnanir meðlimaríkja einnig, þjóðþing tóku sér einnig frý í ágúst, forsætisráðherra Spánar neyddist til að snúa við í gær - einmitt úr frýi. Ágúst er nokkurs konar allsherjar frý mánuður!

Því miður, er ekki búið að leiða þær aðgerðir sem samþykktar voru af leiðtogum Evrusvæðis í lög, til þess þarf að kveðja þjóðingin saman - en fyrst af öllu þarf að skrifa sjálfann lagatextann.

 

Eurozone moves to prop up rescue fund "“People are working around the clock, night and day,” one European official said, estimating that it was a matter of weeks...before the text was ready...could not say how long it would be before all 17 countries completed the ratification process, particularly given the summer holiday."

 

Það er hreint magnað hve rækilega Evrusvæðislöndin og stofnanir Evrópu voru gripnar í bólinu! En, ekki er að sjálfsögðu hægt að beita nýju reglunum fyrr en, ofangreindu ferli er lokið.

Þannig, að þó standi til að veita björgunarsjóð Evrusvæðis heimildir til inngripa í markaði og til að veita einstökum löndum skammtíma lánalínur - til að brúa eitthvert vandræðaástand; þá verður ekki unnt að beita þeim úrræðum nærri því strax.

Kannski ekki fyrr en fer að nálgast mánaðamót september og október, en björgunarsjóðurinn þarf einnig, að fá tíma til að útvega sér fjármagn - hann þarf að útvega sér það sjálfur, með sölu skuldabréfa út á ábyrgðir sem aðildaríkin hafa veitt.

Paul De Grauwe: Only ECB can halt eurozone contagion

  • Prófessor Grauwe telur að Seðlabanki Evrópu verði að fá fullar heimildir til að verja ríki í vanda, þ.e. sambærilegar heimildir þeim sem hann hefur til að verja banka í vanda.  
  • Það þíðir auðvitað heimild til að prenta það magn af Evrum sem til þarf - svo hann geti drekkt mörkuðum með peningum.
  • Einungis þannig, verði sú markaðs þeysireið sem nú er í gangi stöðvuð.
ECB to protect Europe by buying bonds

Helsta vandamálið er að, ótakmarkaðar heimildir til peningaprentunar - geta leitt til verulegrar aukningar peningamagns í umferð, sem getur valdið verðfalli gjaldmiðilsins og einnig nokkurri aukningu verðbólgu.

Þannig, að seðlabankinn yrði þá að hverfa algerlega frá núverandi stefnu, að berja niður verðbólgu með hækkun stýrivaxta annars vegar og hins vegar með mjög ströngu aðhaldi með peningamagni.

Á hinn bóginn, er óvíst að seðlabankinn þyrfti að beita peningaprentunarheimildum af því tagi - í miklum mæli, þ.s. vera má að það eitt að hann væri búinn að fá slíkar ótakmarkaðar heimildir, geti dugað til að fjárfestar haldi að sér höndum, við það að fara gegn vilja Seðlabankans.

  • Klárt er samt - að Þjóðverjar yrðu að veita slíkar heimildir!
  • Það virðist vera þeir sem raunverulega ráða þessu.
  • Og þeir, hafa mikið antípat á verðbólgu og hafa einmitt verið að þrýsta á Seðlabankann, til að hækka vexti, sína aðhald í peningamálum.
  • Sem dæmi, hefur Seðlabankinn fram að þessu, einungis keypt skuldabréf í mjög takmörkuðum mæli - og skv. kröfu Þjóðverja.
  • Að auki, með þeim hætti að peningamagn hefur ekki aukist.
  • Svo þetta krefst grunnstefnubreytingar hjá Þjóðverjum - sem óvíst er að komi, eða getur dregist úr hömlu.
  • Svo líkur eru til að þær heimildir til inngripa sem Seðlabanki Evrópu fái, fylgi fyrra fordæmi þ.e. verði takmarkaðar - og að auki, að Seðlabankinn verði knúinn til að passa upp á að þær aðgerðir auki ekki peningamagn.
  • Ef þetta verður niðurstaðan - þá munu aðgerðir ECB skorta trúverðugleika.
  • En, fyrri takmörkuð inngrip þegar Grikkland, Írland og Portúgal voru á leið í vanda, skiluðu ekki árangri, nema í mjög takmarkaðann tíma. Breyttu ekki útkomunni.
Bendi á tvær ágætar greinar eftir dálkahöfundinn Abrose Evans-Pritchard!

Ambrose Evans-Pritchard:

  1. Europe's money markets freeze as crisis grows
  2. The West's horrible fiscal choice 

 

Niðurstaða

Það er klárt að skuldakrýsan innan Evrusvæðis, hefur kúplað yfir í til muna hættulegra stig en áður. Nú raunverulega nálgast sú stund að Evran getur mjög raunverulega fallið, þá meina ég hætt að vera til. En, einn vandinn enn ofan í þ.s. kom fram að ofan, er að þar sem skuldbindingum vegna neyðarsjóðs og vegna seðlabankakerfisins, er deilt niður á meðlimaríkin. Þá er ein afleiðing þess, að ríkjum í gjaldþroti fjölgar, að þá detta þeirra skuldbindingar út - og restin af ríkjunum þarf að skipta þeim á milli sín, sem eykur byrði þeirra ríkja sem eftir eru af því að viðhalda Evrukerfinu.

Hagfræðingar hafa bent á, að þetta geti ógnað stöðu Frakklands. En, skv. þeirra lauslegu útreikningum myndi skuldabyrði Frakklands hækka um 10% af þjóðarframleiðslu ef Spánn og Ítalía myndu hætta að vera fær um að bera sinn hluta af skuldbindingum við kerfið. En skv. hagspám nær skuldabyrði Frakklands 90% af þjóðarframleiðslu á þessu ári, + 10% væri 100%.

Sem er ekki nóg til að skapa endilega skuldakrýsu, en það myndi þíða að Frakkar að líkindum myndu missa 3-A "AAA" lánshæfi sitt. Þá myndi björgunarsjóður Evru sennilega einnig missa sinn 3-A status, nema að hann hætti að treysta á ábyrgðir frá Frakklandi, og treysti einungis á ábyrgðir frá Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi. Sem eru þau 3-A lönd sem þá eftir eru. Þá þyrftu þau, að bæta við ábyrgðum ef sjóðurinn ætti ekki að tapa getu til lána.

Það er þarna sannarlega hætta á slæmu dómínó!

----------------------------------

Á hlekknum að neðan, getið þið skoðað hve margar útgáfur skuldabréfa eru eftir á árinu hjá Ítalíu, sem mun gefa nokkra hugmynd um hve mikið magn af Evrum Seðlabanki Evrópu myndi þurfa að prenta eða fá annars staðar frá innan kerfisins, ef hann fær ekki að prenta:

Listi Seðlabanka Ítalíu yfir skuldabréfa-útgáfur á árinu! 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er eitt sem vekur furðu mína, er það að með því að skoða fortíðina og hvað best hefði verði gert og læra af því, þá væri hægt að komast hjá um 65% - 75% af þessu vanda í dag. T.d. það sem BNA gerði vegna suður Ameríku eða eins sú hugsun Lemanbrother (til 1969) „hvar eru tækifærin" og fjárfesta í þeim.

Er grunnvandinn ekki sá að pólitíkin er farin að spila stærri rullu en þau ráða við?

Ómar Gíslason, 4.8.2011 kl. 22:12

2 Smámynd: Snorri Hansson

Þakka þér fyrir Einar Björn. Þú ert minn viskubrunnur þessar síðustu vikurnar. Einhvernvegin fannst mér tilkynningar og uppsláttur Evru-foringja einmitt vera til þess að fá að vera í friði í ágústfríinu.Seðlaprentun finnst mér mjög torskilið fyrirbæri? Peningar eru prentaðir en hver fær þá.

Ég las nýlega að eftir síðasta hrun og bankar hrundu eins og flugur í USA. Þá var sett á stofn lið sem fór inn á bankastofnanir eftir lokun og fóru fyrir opnun næsta morgun. Búið að koma ollu klúðri í lag og bankinn spik and span, fullur af eiginfé. Þetta er kannski dæmi um vel heppnaða peningaprentun.

Það er stundum talað um að auka fé í umferð það er að segja væntanlega með því að bönkum verði lánað til að lána meira til að koma fútti í viðskiptin. En hvernig er að prenta pening þegar allir skulda of mikið, ríkið, bankarnir ,fyrirtækin og almenningur . Þarf þá ekki einhverskonar peningaþvætti.Er peningapretun kannski eiskonar peningaþvætti.

Það er auðvita alveg ónauðsynlegt að vita eitthvað um þetta, manni kemur þetta ekkert við

Snorri Hansson, 5.8.2011 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband