2.8.2011 | 20:11
Ítalía og Spánn á leið í þrot! Vegna rosalegs klúðurs geta björgunaraðgerðir dregist úr hömlu!
Í dag urðu umtalsverðar hækkanir á vaxtakröfu og einnig skuldatryggingaálagi Spánar og Ítalíu. En í augum fjárfesta virðast þessi lönd hanga saman. En ég tengi ástæðu þess að þetta verðfall á sér stað nú, til fréttar er kom sl. föstudag.
En fjöldi stórfyrirtækja gaf út fyrir helgi svokallað "profit warning" þ.e. í þessu tilviki aðvörun til hluthafa - að vænta megi samdráttar í hagnaði seinni hluta árs. En ástæður upp gefnar, virðast hafa mikið að gera við Evru krýsuna, því bankar séu að halda í peninga frekar en að lána þá, lán séu dýrari - viðskiptavinir einnig haldi að sér höndum, fresti kaupum frekar en hitt. Samdráttur pantana bendi til að minna verði að gera hjá fyrirtækjunum á seinni helmingi árs.
Þetta kemur ofan á aðrar slæmar fréttir, sem benda til þess að júlí hafi verið slakari en júní, sem þó var slakari en maí, þó þótti maí slakur.
Miðað við aðvaranir þessara stórfyrirtækja, þá sennilega óttast fjárfestar að evrópska hagkerfið sé enn að spírala niður í hagvexti - ekki sé séð fyrir endann á því.
Að lokum, að um Spán og Portúgal, þá mældist enginn hagvöxtur í júní og það var samdráttur í iðnframleiðslu. Það gefur vísbendingar í samhengi við aðrar upplýsingar að bæði löndin geta verið komin í samdrátt, hafi verið það í júlí.
Einungis lætin í sambandi við Bandaríkin, frestuðu viðbrögðum markaða, þannig að þau komu fram í dag en ekki í gær.
Ambrose Evans-Pritchard, sjá mynd til hægri, bendir á að peningamagn í umferð á Ítalíu, hafi verið í stöðugum samdrætti, eins og sést á mynd a.m.k. síðan 2009, en hraðinn á samdrættinum hafi farið vaxandi.
Vandi er að, stöðugt minnkandi peningamagn hefur samdráttaráhrif!
Áhrifin hlaðast upp - þ.e. "cumulative".
Vaxtakrafa 10. ára bréfa 2/8, 25/7, 22/7, 21/7, 18/7
Takið eftir krýsan náði síðast hámarki þann 18/7, takið síðan eftir að núverandi vaxtakrafa Ítalíu er met, þ.e. hærra en áður er hún fór hæst, og Spánn er á svipuðum slóðum er krafan fyrir Spán áður fór hæst. Á sama tíma, eru krafan fyrir hin löndin í vanda - lækkandi.
Grikkland............15,01% / 14,91% / 14,74% / 16,53% / 18,30%
Portúgal..............11,12% / 11,53% / 11,23% / 11,69% / 12,86%
Írland.................10,68% / 12,08% / 11,98% 12,58% / 14,55%
Spánn..................6,33% / 6,04% /5,79% / 5,77% / 6,39%
Ítalía...................6,16% /5,67% / 5,40% / 5,36% / 6,01
-----------------------
Ísland..................4,993% (5 ára)
Skuldatryggingaálag
Skuldatryggingaálag Ítalíu og Spánar einfaldlega hefur ekki verið hærra!
Á sama tíma lækkar það hjá hinum löndunum í vanda.
Markit Itrax Sov - 2/8 kl. 17.00
Markit Itrax Sov - 25/7 kl. 17.30
Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30
Grikkland...........1.725 / 1.650 / 2.575
Portúgal.............960 / 965 /1.215
Írland..................845 / 900 / 1.185
Spánn..................405 / 335 / 390
Ítalía...................360 / 280 / 333
------------------------------------------------
Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)
Er reddingin stórt klúður?
Italy, Spain Spreads Widen on Concern Sovereign Crisis Self-Fulfilling :Suddenly, Italy joined the other peripherals, said Justin Knight, a European rate strategist at UBS AG in London. Investors are, in general, overweight Italy versus other peripheral markets, and its going to be a difficult position to unwind.
Við erum að tala um, að 3. stærsta hagkerfi Evrópu og það 5. stærsta, eru á leið í þrot - samtímis! Það er einfaldega versta hugsanlega martraðar útkoman!
- Ítalía skulda liðlega 1.840ma.
- Spánn um 600ma.
- Samanlagt rúml. 2.400ma.
Menn hafa ítrekað sagt, að ef Spánn fer í klúður væri það búið - en þ.e. Spánn + Ítalía!
Beware the guns of August :"In August 2008, when Russian tanks rolled into Georgia, David Miliband, Britains foreign secretary at the time, had to deal with the crisis on a mobile phone from a holiday villa in Spain."
Italy is the single point of failure. Including its auctions :"No timetable for parliaments across Europe to vote in an expanded role for the EFSF any time soon therefore you cant even threaten markets with the idea of EFSF purchases of Italian debt or credit lines."
Listi Seðlabanka Ítalíu yfir skuldabréfa-útgáfur á árinu!
Áhugaverð grafík - tölur frekar úreltar, nema eftirfarandi - hakið við "Debt maturity."
Þá sést að rúmlega 300ma. falla á gjalddaga á þessu ári!
Sem þíðir að neyðarsjóðurinn getur einungis haldið Ítalíu uppi um takmarkaðann tíma!
Hvað á ég við með klúður?:
- Björgunarsjóðurinn fékk ekki viðbótar fjármagn, á leiðtogafundi Evrusvæðis, ræður yfir einungis 440ma., en þ.e. þó villandi því vegna fyrri útlána getur hann í reynd ekki lánað nema rúml. 300ma.. Þ.e. cirka helmingurinn af því sem ríkissjóður Spánar skuldar.
- Björgunarsjóðurinn fékk viðbótar verkefni eða fúnksjónir, en þær hafa ekki enn tekið formlega gildi, en til þess að svo verði þurfa þing aðildarríkjanna, að samþykkja samkomulag leiðtoganna.
- Þá kemur það súrrealíska - þ.e. skollið á sumarleyfatími innan stofnana ESB, aðildarlönd ESB, hafa einnig tekið upp sama sið - svo stofnanir ESB og Evrusvæðis, þing aðildarlandanna, ráðuneyti aðildarlanda og jafnvel ráðherrar sjálfir; hafa tekið sér sumarfrý og eru ekki við störf, einungis lágmarks starfsemi rekin.
- Eins og nú er útlit fyrir, gæti það tekið björgunarsjóðinn 2-3 mánuði, að útvega sér nægilegt fjármagn, og hefja þá viðbótar starfsemi sem honum hefur verið falið - þ.e. inngrip í markaði, veita ríkjum lánalínur til að halda þeim á floti. Þingin taka ekki til starfa fyrr en seint í ágúst eða jafnvel í september, eins og á við um þýska þingið.
- Björgunarsjóðurinn, á nefnilega einungis ábyrgðir frá aðildarlöndunum, til að geta lánað þarf sjóðurinn að selja skuldabréf út á þær ábyrgðir. Þetta tekur tíma í venjulegu árferði, en nú er erfitt ástand á mörkuðum. Svo hann getur ekki lánað undirbúningslaust.
- En, til að verja Ítalíu og Spán, þarf hann að hafa allt það fé milli handa sem hann mögulega getur haft, svo hann mun þurfa að innleysa allar ábyrgðirnar - til að eiga nokkurn möguleika til að stoppa í gatið. En, sú aðgerð getur í allra fyrsta lagi hafist í september. Þó getur sjóðurinn selt skuldabréf nú þegar, á þeim hraða sem markaðurinn þolir.
- Nema auðvitað þing aðildarríkjanna, verði kölluð saman til aukafundar hvert um sig - til að ræða og afgreiða viðbætur þær við björgunaráætlanir Evrusvæðis, sem leiðtogarnir samþykktu. Það skiljanlega getur tekið nokkurn tíma.
- Að auki er einnig mögulegt að kalla fólk úr sumarfrýjum, en þ.e. einnig líklegt að taka nokkurn tíma.
In short - Evrusvæðið með allt niður um sig!
Mikil hætta er því, að viðbrögð við hinni nýju krýsu verði sein!
En einnig fumkennd og fálmkennd!
Niðurstaða
Klúðrið sem stofnanir ESB og aðildarríkin virðast vera að búa til er hreint magnað. En, þegar þann 25/7 sl. grunaði mig að það stefndi í eitthvað því-um-líkt sbr. : Evrukrýsan heldur áfram - þrátt fyrir hina stóru ákvörðun sl. viku!
Það er útlit fyrir að slæmi spádómurinn sem ég setti þá fram sé akkúrat að rætast!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er lausnin?
Hverning ætlar fjármagnseigandi að fá sitt til baka?
Til hvaða aðgerða munu fjármagnseigendur taka til?
Til hvaða aðgerða munu stóru ríkin í ESB taka til?
Til hvaða ráða mun unga fólkið innan ESB (atvinnulausa) taka til?
Þetta eru stórar spurningar en ég er sannfærður um að fjármagnið finni leið til að fá sitt til baka.
Eggert Guðmundsson, 2.8.2011 kl. 22:39
Fræðilega væri hægt að fella gengi Evrunnar.
Önnur leið væri sameiginleg ábyrgð, að öll ríkin ábyrgist skuldir allra í sameiningu.
Seinni leiðin væri til muna hagstæðari fulltrúum fjármagns, en sú fyrri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2011 kl. 00:00
Sameiginleg ábyrgð? Ertu þá að tala um ríkin 17sem hafa Evru eða öll 27 ríki ESB?
Hvernig er mögulegt að knýja fram þann hagvöxt sem nauðsynlegur er í hverju landi ESB,ef skuldabyrðin er orðin óbærileg. Hvað mun unga fólkið gera sem ekki hefur atvinnu.
Eggert Guðmundsson, 3.8.2011 kl. 10:08
Það fræðilega getur verið allur hópurinn, eða bara evrusvæðið. Mig grunar að Bretar myndu algerlega hafna slíkri ábyrgð, það myndu sennilega Danir einnig gera - spurning um Svía en sennilega þeir einnig.
Svo sennilega er það einungis hópurinn innan evrunnar, sem þ.e. spurning um.
-------------------
Þetta myndi reynd krefjast flr. breytinga - þ.e. Þjóðverjar myndu aldrei samþykkja slíkt nema hafa rétt til íhlutunar um innanríkismál, í gegnum eitthvert yfirþjóðlegt apparat.
Mun einfaldara að framkvæma gengisfellingu - en þá myndi Þjóðverjar verða brjálaðir einnig.
Spurning hvort þjóðir í skuldavanda eru til í að afhenda forræði í eigin málum til Þýskalands.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2011 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning