Ég sá þessa frétt á "breaking news" á FT.com vefnum. En samkvæmt því klofnaði meirihluti Repúblikana og 66 þeirra greiddu atkvæði á móti, en nægilega margir Repúblikanar og Demókratar kusu með málinu, til þess að úrslitin urðu 261 á móti 161.
Þannig liggur nú fyrir staðfesting beggja þingdeilda Bandaríkjaþings, fyrir lausn þeirri sem um samdist um helgina við Obama forseta.
Svo alríkisstjórnin á ekki að eiga það í hættu að vera greiðsluþrota, út kjörtímabilið. Enda, skuldaþakinu lyft einmitt út kjörtímabil Obama forseta.
Sjá frétt Bloomberg fréttaveiturnnar: House Passes $2.1 Trillion U.S. Debt Ceiling Plan
Undirskrift Obama er vart annað en formsatriði - en samkomulagið verður þá að lögum.
Strembið prógramm!
"The measure would raise the debt ceiling in two installments, sufficient to serve the nations needs into early 2013. The framework would cut $917 billion in spending over a decade, raise the debt limit initially by $900 billion and assign a special congressional committee to find another $1.5 trillion in deficit savings by late November, to be enacted by Christmas."
"Because any spending cuts would be delayed until 2013, timed to coincide with the expiration of the Bush tax cuts, Republicans would have an added incentive to agree to overhaul taxes, which Democrats want to use for raising revenue."
Sennilega stærsta fréttin við samkomulagið, fyrir utan að Obama fær að nýta 900ma.$ í nafni alríkisstjórnarinnar - að tekið er fyrir skattahækkanir!
Það er ekki 100% öruggt, en Demókratar neyddust til að gefa eftir allar slíkar hugmyndir, að sinni a.m.k., og mjög ólíklegt er að Repúblikanar myndu samþykkja hærri skatta síðar.
Svo fókusinn er á sparnað!
Þær sparnaðaraðgerðir sem nefnd skipuð fulltrúum beggja flokka frá báðum þingdeildum, á að ná saman um, koma ekki til framkvæmda fyrr en 2013 - skv. frétt.
Demókrötum virðist hafa tekist að blokkera framkvæmd mjög umsvifamikilla sparnaðaraðgerða, þangað til að nýtt kjörtímabil Obama væri hafið v. upphaf árs 2013 - þ.e. ef Obama nær endurkjöri.
Til að þetta gangi upp skv. frétt, þá þarf það að virka þannig, að þó svo gengið sé frá samkomulagi um viðbótar sparnað í nóvember, þá komi aðgerðirnar samt ekki til framkvæmda fyrr en þá.
Spurning hvort fréttamenn hafi örugglega tekið þetta rétt niður!
Þá vitum við sennilega eitthvað um hvað verður deilt um, þegar keppst verður um forsetaembættið í það skiptið.
"If Congress met that deadline and deficit target, or voted to send a balanced-budget constitutional amendment to the states, Obama would receive another $1.5 trillion borrowing boost."
"In the case of Congress failing to take either step, or not producing debt savings of at least $1.2 trillion, the plan allows the president to obtain a $1.2 trillion debt-ceiling extension. That would trigger automatic spending cuts across the government -- including in defense and Medicare -- to take effect starting in 2013."
Þarna er svipan. En ég reikna með að Obama þurfi þennan viðbótar pening svo að alríkisstjórnin lendi ekki í vandræðum, áður en kjörtímabilið er búið.
En Obama á það á hættu, að fá nokkru minna fé þ.e. 1.200ma.$ í stað 1.500ma.$ ef þingmönnum gengur ílla á ná samkomulagi um viðbótar sparnað.
En, mjög líklega verður mjög mikið rifist um hvaða hlutar af kerfinu eiga að verða fyrir mestum niðurskurði.
Obama vill t.d. skera 325ma.$ af hermálum, sem myndi vera mjög tilfinnanlegur niðurskurður á því sviði.
Svo mikill niðurskurður hermála er líklegur til að verða mjög umdeildur meðal Repúblikana sem munu leggja til meiri niðurskurð "MedicAid" og "MedicCare" þjónustu kerfanna, en Demókratar eru í reynd tilbúnir til.
Má reikna með sögulegum deilum um svo mikinn útgjalda niðurskurð.
------------------------
Eitt er þó víst að Alríkisstjórnin fær takmarkaðri "discretion spending" heimildir, en Obama örugglega vildi upphaflega.
Svo, sennilega þíðir það fé sem Obama stjórnin fær úthlutað, að aðhald þarf að vera verulegt hjá Alríkisstjórninni, þá við hennar athafnir aðrar en þær sem viðkoma stóru prógrömmunum, sem hafa sérstakar fjárveitingar á grundvelli samþykktra fjárlaga.
Niðurstaða
Stóru þræðirnir:
- Greiðsluþroti alríkisins forðað út kjörtímabilið.
- Alríkið verður tilneytt til að taka upp aðhald og sparnað.
- Hækkanir skatta eru sennilega ekki inni í myndinni.
Mér sýnist að þetta sé þó eftir allt saman nær vilja Repúblikana en Demókrata, miðað við upphaflega stöðu deilenda.
Repúblikanar geti litið á þetta sem sigur fyrir sitt prógramm!
Þó svo að Teboðshreyfingin muni verða annarrar skoðunar og væntanlega brigsla þeim Repúblikönum um svik, sem greiddu atkvæði sitt með samkomulagspakkanum sl. mánudagskvöld.
------------------------
Fyrir heiminn er stóra málið að gríðarlegu ruggi er forðað, Bandaríkin eiga útistandandi mesta magn skuldabréfa í heiminum.
Margar fjármálastofnanir eiga slík bréf, og mynda þau mikilvægann hluta af grunni eignasafns sbr. eiginfé. Auðvitað einnig mýgrútur einstaklinga - sjóða þá ekki síst lífeyris.
Svo er ekki að gleyma, að nokkur fj. ríkja á einnig mikið magn bandar. ríkisskuldabréfa, sem þau hafa verið að nýta til að ávaxta fé í sjóðasöfnun hvort sem það eru svokallaðir "sovereign" söfnunarsjóðir eða að jafnvel þeirra seðlabankar hafa nýtt þetta, til forðasöfnunar enda þessi bréf mjög auðinnleysanleg öllu að jafnaði.
---------------------
Það hefði því haft óskapleg áhrif á alþjóðakerfið, ef Bandaríkin hættu að greiða af þessum bréfum - og þau myndu verðfalla verulega.
Ég treysti mér ekki að fullyrða, að slíkt dygði til að taka alþjóða fjármálakerfið alveg niður.
Við erum samt að tala um mikið rugg, verulega stærra mál en þegar Lehmans bankinn fór í þrot.
Það þyrfti mjög víðtækar aðgerðir til að bjarga alþjóðar fjármála-kerfinu, og síðast var það Bandar. sem áttu mestann þátt í því að forða því frá falli.
---------------------
Svo þetta er klassíska dæmið um að ef Bandar. fá kvef fær heimurinn flensu, o.s.frv.
Svo geta menn skalað það upp!
Kv.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi niðurstaða var fyrirsjáanleg. Repúblikanar fengu sínu fram og Demókratar töpuðu, en Omaba lýtur vel út því hann bjargaði landinu frá hruni. Allir ánægðir, nema þeir sem verst hafa það því efnahagur, störf, fær að finna fyrir niðurskurðinum. Hrun miðstéttarinnar er staðreynd. BNA verða þriðjaheimsríki innan fárra ára.
Villi Asgeirsson, 2.8.2011 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning