Dugar elleftu stundar samkomulag Obama við foringja Repúblikana og Demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings?

Á elleftu stundu virðist hafa náðst samkomulag, og það er skárra við fyrstu sýn en maður óttaðist. En, það felst einkum í því að skv. samkomulaginu, er alríkisstjórninni veittar nægar lánsheimildir út kjörtímabil Obama forseta.

Það eina atriði, er líklegt til að gera "Teboðshreyfinguna innan Repúblikanaflokksins snælduvitlausa.

 

Lesið endilega ágæta fréttaskýringu Bloomberg fréttaveitunnar!

Bloomberg: Obama: Congressional Leaders Approve Debt-Limit Increase

 

En, planið var að halda Obama í beisli, með þeim hætti að skammta honum heimildir til skemmri tíma - svo endurnýja dramað, svona eins og að um AGS prógramm væri að ræða, með endurskoðunum og milliuppgjörum, og frekari heimildir einungis samþykktar ef skilyrði hafa verið uppfyllt.

Þannig átti að knýja Demókrata og Obama gegn þeirra vilja, til þess að í reynd taka upp prógramm Teboðshreyfingarinnar.

Þessi niðurstaða getur valdið áhugaverðri úlfúð meðal fulltrúa Repúblikana innan Fulltrúadeildar, neðri deildar Bandaríkjaþings; en þar hafa Repúblikanar meirihluta - en meðlimir Teboðshreyfingar eru hluti hópsins.

Ég er því miður ekki búinn að kanna, hve hátt hlutfall fulltrúa Repúblikana, fylgja Teboðshreyfingunni að málum.

En ég reikna með ásökunum um svik - og þessháttar.

Einnig, að Teboðshreyfingin, muni hóta hverjum þeim Repúblikana fulltrúa sem greiði atkvæði með þessari "lausn" öllu íllu.

En, sú hreyfing hefur gert sitt besta til að, velta úr sessi þeim Repúblikunum, sem eru ekki henni nægilega auðsveipir.

Þetta gæti því orðið áhugavert drama í Fulltrúadeildinni - þegar málið fer þangað til atkvæðagreiðslu.

Sjálfsagt ekki unnt að gefa sér það fyrirfram sem 100% öruggt, að málið renni þar í gegn.

 

Málið er að það var nauðsynlegt, að lyfta skuldaþakinu út kjörtímabilið vegna þess, að ef það er ekki gert. Þá var orðið nær öruggt að Bandaríkin myndu vera lækkuð í lánshæfi. Einungis  með því, að losa um tappann út kjörtímabilið - er hugsanlegt að þeirri útkomu verði forðað.

Fyrstu viðbrögð markaða eru þegar komin, þ.e. dollar fór ívið upp gagnvart öðrum gjaldmiðlum, og gulli einnig. Þeir markaðir sem voru opnir, hafa hækkað.

Svo er að bíða og sjá, hvort Fulltrúadeildin samþykkir!

Verður örugglega greitt atkvæði þar fljótlega - kannski þegar í dag!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég sé ekki pontið! Ég sé ekki neitt vera að gerast sem skiptir máli, Bandaríkin eru ekki að fara að fremja sjálfsmorð.

Þar sem ég tek mark á þér spyr ég: Hvað er það vonda sem getur gerst?

Annað skylt: Gengur það kerfi upp þar sem lánadrottinn getur búið til skuldir án þess að láta nein verðmæti á móti? Ég einfaldlega skil ekki svona kerfi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.8.2011 kl. 21:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það vonda snýr meir að öllum þeim sem eiga skuldir Bandaríkjanna, en Bandaríkin eiga útistandandi mesta magn skuldabréfa í heiminum.

Margar fjármálastofnanir eiga slík bréf, og mynda þau mikilvægann hluta af grunni eignasafns sbr. eiginfé. Auðvitað einnig mýgrútur einstaklinga - sjóða þá ekki síst lífeyris.

Svo er ekki að gleyma, að nokkur fj. ríkja á einnig mikið magn bandar. ríkisskuldabréfa, sem þau hafa verið að nýta til að ávaxta fé í sjóðasöfnun hvort sem það eru svokallaðir "sovereign" söfnunarsjóðir eða að jafnvel þeirra seðlabankar hafa nýtt þetta, til forðasöfnunar enda þessi bréf mjög auðinnleysanleg öllu að jafnaði.

---------------------

Það hefði því óskapleg áhrif á alþjóðakerfið, ef Bandaríkin hættu að greiða af þessumb bréfum - og þau myndu verðfalla verulega.

Ég treysti mér ekki að fullyrða, að það dygði til að taka alþjóða fjármálakerfið alveg niður.

Við erum samt að tala um mikið rugg, miklu stærra mál en þegar Lehmans bankinn fór í þrot.

Það þyrfti mjög víðtækar aðgerðir til að bjarga kerfinu, og síðast var það Bandar. sem áttu mestann þátt í því að forða því frá falli.

---------------------

Svo þetta er klassíska dæmið um að ef Bandar. fá kvef fær heimurinn flensu, o.s.frv. Þú getur svo skalað það upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband