Áhugaverð leikflétta á Bandaríkjaþingi! Stefnir í krass?

Jæja, þá náðu Repúblikanar að fá meirihlutasamþykki í Fulltrúadeild, sem er neðri deild Bandar.þings. En þar hafa þeir í dag meirihluta. Á hinn bóginn, hafa Demókratar meirihluta í Öldungadeild, eða efri deild Bandar.þings - og þeir hafa sagt munu fella þessa tillögu Repúblikana.

En, ef þeir gera það, þá er sýnist mér að Repúblikanar muni setja það á ábyrgð Demókrata, að alríkisstjórnin verði greiðsluþrota - margir segja 2/8 nk. en sagt hefur verið í nokkrum fjölmiðlum að verið geti að alríkisstj. hafi peninga nokkra daga lengur.

Eins og sést af fréttaskýringu Bloomberg, þá heimilar frumvarp Reúblikana alríkisstjórninni, að taka á sig frekari skuldbindingar - en einungis fram á fyrstu mánuði næsta árs - þegar væntanlega verður þá annað "game of chicken" milli Demókrata og Republikana, með forsetann á milli.

Obama segir þetta óásættanlegt, vill fá heimildir til lengri tíma - og hafnar "balanced budget initiative" þ.e. drakonísk niðurskurðaráætlun um að skera niður fyrir hallanum öllum á skömmum tíma.

Demókratar virðast hafa gefið upp allar hugmyndir um hækkanir skatta - og ætla sér að samþykkja umtalsverðann niðurskurð. En, ekki þetta mikinn.

Ljóst að fara spennandi dagar í hönd yfir helgina, og fram á þriðjusdag!

 

House Votes to Increase Debt Ceiling, Bill Goes to Senate to Die

Republican bill passes, opening path to debt deal

  • "The vote was 218-210, with no Democrats voting for it."
  • "House Republican leaders revised their bill after failing to win enough support for a vote last night."
  • "It would allow a debt-limit increase now and require Congress to work out a second increase agreement within months. "
  • The second debt-limit increase would occur only if a balanced-budget constitutional amendment is passed by Congress and sent to the states."
  • "Boehner’s measure would provide an immediate $900 billion debt-ceiling increase while cutting spending by $915 billion. It would allow Obama to seek a second, $1.6 trillion installment of borrowing authority if Congress enacted a law by Christmas to slash deficits by $1.8 trillion. That would set up yet another debt-limit showdown early next year if lawmakers were unable to agree to such a plan."
  • "Overlap exists between Boehner’s plan and Reid’s. Reid dropped Democrats’ insistence on tax increases. Both proposals take as their starting points a cut of close to $1 trillion in discretionary spending over 10 years, and both establish bipartisan congressional committees to recommend future savings leading to a guaranteed up-or-down vote by year’s end."
  • "Senator Scott Brown, a Massachusetts Republican, said his staff has been working with Reid’s staff to put “more teeth” in the joint committee plan."

 

Öldungadeildin virðist hafa fundið til þess tíma seint í gærkveldi 29/7, til að greiða atkvæði um og fella tillögu meirihluta Repúblikana í Fulltrúadeild, sem samþykkt var þá fyrr sama kvöld!

Congress Deadlocked on Plan to Avert Default :"The Senate yesterday rejected a plan the Republican- controlled House passed hours earlier with no Democratic support. "

"House Speaker John Boehner, an Ohio Republican, speaking before the House vote, said his party has “done everything we can to find a common-sense solution.”

"Shortly after the Senate rejected Boehner’s plan, the House scheduled a preemptive vote for today on Reid’s proposal -- planning to defeat it even before the Senate takes it up."

 

Svo þegar mál eru komin á 11. stund, stefnir í að flokkarnir fari í "tit for tat" þ.s. frumvörp hvors um sig verði felld af hinum.

Ég er einnig að velta fyrir mér, hvort leikurinn að hluta sé vegna þess, að flokkarnir vilji geta þvegið hendur sínar af greiðslufalli alríkisins. 

Ég á við, að því verði haldið fram að þetta sé þeim er síðast felldi, að kenna. Tilgangur Repúblikana með sínu máli, hafi verið að geta bent á Demókrata.

En nú, þegar þeir ætla fram með sína tillögu, sem einnig virðist jafn dauðadæmd og tillaga Repúblikana reyndist vera seint í gærkveldi - - þá skýrist viðbrögð Repúblikana um að ætla sér að vera fyrri til, þ.e. vera búnir að fella hana áður Demókratar ná að samþykkja hana fyrir sitt leiti; sem tilraun til að búa til málsvörn sem þeir geti síðar meir notað í fjölmiðlum, að samþykki Demókrata hafi verið tilgangslaust.

---------------------------

Mér finnst þetta líta út þannig, að flokkarnir séu að búa til - leið til að geta kastað sökinni á hinn aðilann, þá fyrst og fremst í umræðu sem beint er að almenningi.

 

Það sem ég hef áhyggjur af eru samdráttaráhrif, sem munu fylgja mjög miklum niðurskurði útgjalda á skömmum tíma!

US GDP fails in the past, present and futures :"The US economy grew at an annualised rate of 1.3 per cent in the last quarter Q2...Annualised Q1 GDP growth was amended to 0.4 per cent..."

En endurskoðaðar tölur yfir fyrri helming árs eru komnar fram frá Bandar. - og skv. þeim eru hagvöxtur fyrri hluta árs umtalsvert minni en áður var haldið, þ.e. 0,4% á fyrsta fjórðungi og 1,3% á öðrum.

Húsnæðisverð hefur verið að falla aftur í Bandar. undanfarið, sem vart boðar gott um neyslu í náinni framtíð, og eitthvað lengra fram litið.

Ef við bætum síðan við stórfelldum útgjalda niðurskurði í Bandar. - þá er ekki víst að það verði hagvöxtur yfirleitt restina af árinu, en þegar í stað á að framkv. um 900ma.$ niðurskurð þ.e. út árið.

En ég sé ekki að ástandið gefi til kynna að neytendur séu líklegir til að koma inn af meiri krafti.

Hættan er víxlverkun - að samdráttur í Bandar. kalli á minnkun hagvaxtar í Kína, og frekari minnkun hagvaxtar í Evrópu. 

En vöxtur víða í Evrópu er það slakur, að nokkur lönd geta farið yfir í samdrátt. Ef hægir verulega á í Kína, sem hefur verið að kaupa mikið af þýskum vörum - gæti meira að segja Þýskaland numið staðar.

 

Niðurstaða

Útlitið er dökkt. Ég er viss um að án einhverra hvetjandi mótaðgerða, þá sé veruleg hætta í haust á að Bandar. fari yfir í samdrátt, miðað við að það virðist öruggt að farið verði í mjög öran og grimmann útgjalda niðurskurð Vestan hafs. Eina mótaðgerðin í boði, er eiginlega peningaprentun.

Að prenta og prenta á fullu, á móti þeim samdrætti sem niðurskurður mun framkalla.

Við verðum að sjá hvað gerist.

-----------------------------

Mér sýnist stefna í þetta greiðsluþrot sem margir voru að óttast. En, þó svo að slíkt hafi gerst áður, og þá hafi það ekki haft alvarlegar afleiðingar þ.e. alríkið greiddi dráttarvexti og það var það. Þá er ástand mála til mikilla muna viðkvæmara í dag.

Warnings of global slump - takið eftir orðum aðalhagfræðings City Group risabankans:

"Default would be an act of collective insanity," said Willem Buiter, Cititgroup's chief economist. "Even if a default were cured promptly, it would severely dent the credibility of the US as a global financial player and the provider of the world's leading reserve currency. There would be an immediate repricing of the dollar and an increase in medium and long-term nominal and real interest rates. Asset, credit, and funding markets in the US and the world as a whole would likely suffer and a global recession would likely result, centred in the US, but not restricted to it." 

Andrew Garthwaite - sérfræðingur Credit Suisse franska risabankans:

" default would be catastrophic, causing 5pc contraction in the US economy and a 30pc drop on Wall Street, with "massive" ramifications for the world." - "It is almost unthinkable to believe the US would miss a coupon payment [$29bn are due on August 15]. If the US does default, the repo market would probably cease to work. It is hard to imagine money market funds operating under this scenario. The inter-bank market would freeze up. The fallout would be far worse than after Lehman's default," he said. "It would be horrible to think what happens to the dollar if the Fed hints it would offset the growth damage with QE3."

Það sem þessir ágætu menn eru að segja - að það stefni í stóra krassið - það hefjist í næstu viku.

Nema einhvers konar 11. stundar díll náist fram. En, skv. fréttum segist Obama til í að samþykkja nokkurra daga framlengingu lánsheimilda fyrir Alríkið, ef það hjálpar til að ná lengra samkomulagi.

En, vandinn er ekki síst sá, að Repúblikanar ætla ekki að veita heimildir út kjörtímabilið - nema þeir fái allt sitt fram. 

Svo, ef næst fram skammtímalausn á mánudag eða þriðjudag, mun deilan í reynd hanga enn yfir og sennilega aftur dynja yfir á fullum krafti innan fárra vikna eða fárra mánaða á nýjan leik.

Í því ástandi, með enga framtíðarlausn í sjónmáli - munu helstu lánshæfis fyrirtæki líklega fella lánshæfi Bandaríkjanna úr 3 - A þ.e. "AAA" í 2 - A, þ.e. "AA". Ekki mjög líklegt að þau gangi lengra fram gegn sínum stærsta viðskiptavini.

Þetta mun samt þíða að, kostnaður alríkisins af skuldum mun hækka - og ef deilan heldur áfram, eins og líklegast er í því ástandi, þá eru væntanlega fleiri slíkar lækkanir og hækkanir í farvatninu.

Þá eru sterkar líkur á krassi seinna! Seinna á árinu eða snemma á næsta. Klárt a.m.k. að ástandið heldur áfram að magna óvissu almennt, þetta mun einnig bitna á Evrópu -- vílxverka við viðvarandi vanda þar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband