Um tillögu Stjórnlagaráðs: Merkilegt hve menn eru oft logandi hræddir við sjálfa þjóðina

Stjórnlagaráð virðist hafa látið undan þrýstingi að hluta, en ég kvartaði nýverið sáran undan því hvernig tillaga þeirra leit út fyrir skömmu síðan - sbr: Stjórnlagaráð hefði útilokað Icesave atkvæðagreiðslur! Stendur til að ræna þjóðina réttinum til að segja "nei" við gerningi sambærilegum við Icesave!

Ég sendi nokkrum þingmönnum ábendingu - það er þingmönnum Framsóknarfl. og þingkonum Hreyfingar! Kannski skilaði það sér!

En eins og tillagan leit út þá, var algerlega klippt á þann möguleika að unnt væri að koma í veg fyrir að þjóðréttarleg skuldbinding sambærileg við Icesave, yrði að lögum.

  • Þá var verið að taka rétt af þjóðinni í reynd!
  • En, síðan þá er búið að laga þetta að hluta.
  • En mér finnst þó enn gæta sérkennilegrar hræðslu við þjóðina!

Sjá - Drög að stjórnarskrá!

 

67. grein. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu

Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.

Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.

 

Takð eftir breytingu. Þessi grein er ekki algild lengur innan III. kafla.

Heldur gildir hún eingöngu fyrir 65. og 66. gr.

67. gr. takmarkar því ekki lengur rétt Forseta Íslands!

Takmörkun um þjóðréttarlega skuldbindingu er þó enn inni í 67. gr. - eins og hún heitir nú.

Svo forseti má segja "nei" við þjóðréttarlegri skuldbindingu, en þjóðin getur það ekki sjálf - ef svo hefur viljað til, að við völd er forseti sem er eins og Vigdís - þeirrar skoðunar, að forseti eigi aldrei að vera ósammála Alþingi - þá er ekkert hægt að gera, þjóðréttarleg skuldbinding sem þjóðin vill ekki mun renna í gegn, máli lokið.

  • Mér finnst þarna gæta sérkennilegrar hræðslu við kjósendur - við þjóðina!
---------------
 Nú skera dómstólar úr ágreiningi - sem er mikil framför miðað við fyrra ákvæði.

 

60. grein. Staðfesting laga

Er Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því lagagildi.

Forseti Íslands getur ákveðið innan viku frá móttöku frumvarps að synja því staðfestingar. Skal sú ákvörðun vera rökstudd og tilkynnt til forseta Alþingis. Frumvarpið fær þá engu að síður lagagildi, en bera skal lögin innan þriggja mánaða undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Ræður einfaldur meirihluti hvort lögin halda gildi sínu. Atkvæðagreiðsla fer þó ekki fram felli Alþingi lögin úr gildi innan fimm daga frá synjun forseta. Um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skal að öðru leyti mælt fyrir í lögum.

 

Eins og sést - þá er engin takmörkun á forsetanum. 

Hann má hafna hvaða lögum sem er!

  • Ég er að velta fyrir mér - fyrst að gefið var þarna eftir, hví ekki að ganga alla leið, og afnema að fullu takmörkunina í 67. gr um þjóðréttarskuldbindingar?

 

65. grein. Málskot til þjóðarinnar

Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

 

10% reglan þíðir skv. - Kjósendur á kjörskrá - sbr. 227.896 sem er fj. kjósenda á kjörskrá, þá að 10% þess fj. eða cirka 23.000 manns geta krafist þess að mál fari fyrir þjóðina.

  • Mér hefði fundist allt í lagi, að miða við 15% reglu, þ.e. cirka 34.200 manns.
En þessi tala náðist í báðum tilvikum, þegar skorað var á Ólaf Ragnar að hafna Icesave. 
 
Ég held hún hafi einnig náðst vegna fjölmiðlalaganna - svo 15% virðist mér ekki of erfið regla.
  • Það væri möguleg niðurstaða að hækka viðmið upp í 15% og samtímis, afnema takmörkun í 67. gr. um þjóðréttarskuldbindandi mál.

 

66. grein. Þingmál að frumkvæði kjósenda

Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.

Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.

Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.

 

2% samsvarar cirka 4550 manns. En, þetta er sjálfsagt allt í himna lagi. Áhugavert reyndar, að auka með þeim hætti samskipti kjósenda og Alþingis.

10% regla yrði þá aftur að 15% reglu.

Mér finnst allt í lagi, að 15% kjósenda geti lagt til að þjóðin taki á sig þjóðréttarlega skuldbindingu.

Þá væri hvort sem er, einnig unnt að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu á móti, ef önnur 15% kjósenda væru andvíg tillögunni.

Þarna væri komið nokkuð nærri beinu þjóðaratkvæða greiðslu fyrirkomulagi, en OK!

 

Niðurstaða

Ég legg til að úr 67. gr. verði fjarlægð orðin "lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum" svo að, kjósendur hafi þá skv. 65. gr. rétt til að krefjast þess að lagasetning sem Alþingi hefur staðfest og forseti undirritað um frágang þjóðréttarlegrar skuldbindinga, fari í þjóðaratkvæði.

Enda var það einungis hrein heppni þjóðarinnar, að Ólafur Ragnar er forseti Íslands þegar Icesave málið var á dagskrá en ekki forseti sem hugsaði eins og Vigdís Finnbogad. 

Mér finnst það ekki sanngjarnt að þjóðin eigi það allt undir því happadrætti, að vera heppin með forseta.

Við erum eftir allt saman að hugsa fyrir framtíðina, og því vil ég að þessi réttur sé einnig hjá þjóðinni - fyrst verið er að rita heila nýja stjórnarskrá, sem á að auka lýðræði og sannarlega það gerir að  ímsu leiti.

Varðandi 66. gr. þá finnst mér allt í lagi, að 15% kjósenda geti lagt til að þjóðin taki á sig þjóðréttarlega skuldbindingu X. Enda, væri þá unnt fyrir annan 15% hóp kjósenda, að krefjast þess að sama mál færi svo í þjóðaratkvæði.

--------------------

Mín skoðun er að ef við miðum við 15% reglu, þá myndu þjóðaratkvæðagreiðslur ekki verða of margar, enda þarf mál að vera orðið verulega umdeilt til þess, að 15% kjósenda hafi fyrir því að leggja nafn sitt og kennitölu undir lista.

En það væri einnig unnt skv. svissneskri fyrirmynd, að setja upp sáttagjörðar fyrirkomulag. Þá á ég við, að þegar fyrir liggur að nægur fj. undirskrifta er til staðar, þá sé aðilum skilt að leita sátta, gefinn frestur til. Þannig tókst Sviss að fækka mjög þjóðaratkvæðagreiðslum, þ.e. mál enda oftast nær innan sáttaferlisins að málamiðlun verður ofan á.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Athyglisverðir punktar sem þú bendir á.

Sumarliði Einar Daðason, 28.7.2011 kl. 08:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnlagaráð samanstendur af svo ólíku fólki, að það má segja að það sé þverskurður þjóðarinnar.

Af því leiðir að skoðanir voru skiptar og leita varð málamiðlana.

Fyrst var farið alla leið og lika haft ákvæði um að þriðjungur þingmanna gæti haft málskotsrétt.

Ég var hlynntur því en hins vegar afar tregur til að fallast á 10% vegna þess að í framtíðinni myndu koma rafrænar kosningar sem gerðu mun auðveldar að safna 10% en til dæmis 15%.

Ráðið fór þá leið að fella niður þriðjung þingmanna og halda ákveðnum málaflokkum utan við þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þetta varð að lokum erfitt að ná sátt um svo að lendingin var að gefa eftir varðandi forsetann.

Niðurstaðan er hins vegar skýr: Í nýrri stjórnarskrá er tekið risaskref varðandi beint lýðræði.

Ómar Ragnarsson, 28.7.2011 kl. 16:38

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skil Ómar - smávegis "fudge" sbr. lending í þessu, ég held að betra væri að framkv. þær tilteknu breytingar sem ég legg til.

Síðan væri að auki gott, að viðhafa það fyrirkomulag sem tíðkast í Sviss, að skv. lögum verður að hafa samráð milli aðila þegar fyrir liggur að nægur fj. undirskrifta hefur safnast, þannig enda mál á seinni árum hjá þeim oftast með málamiðlun innan þess sáttaferlis.

Að viðbættu slíku ferli, ættu þj. atkv. greiðslur ekki að verða í einhverjum skilningi of tíðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.7.2011 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband