25.7.2011 | 20:49
Evrukrýsan heldur áfram - þrátt fyrir hina stóru ákvörðun sl. viku!
Ég var dálítið spenntur að sjá viðbrögð markaða í dag eftir helgi, en nákvæmlega það sem mig grunaði átti sér stað, þ.e. um helgina fengu fjárfestar tíma til að hugsa um það - hverju ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis reddar og hverju hún reddar ekki. Sjá - Tókst þeim að bjarga Evrunni frá hruni?
Verð féllu á mörkuðum í Evrópu mánudag 25/7 eftir verðhækkanir fimmtudag 22/7 og föstudag 21/7!
- Og eins og mig grunaði - beina fjárfestar sjónum sínum að Ítalíu og Spáni. Verð hlutabréfa í stórum bönkum féllu á Ítalíu. Vaxtakrafa ríkissjóða Ítalíu og Spánar fór upp:
Moodys cuts Greek debt by three notches : "Italian banks suffered as they have done in all recent sell-offs, with Intesa Sanpaolo falling 8 per cent and UniCredit 7 per cent."
- En, einnig hækkar vaxtakrafa Írlands - Grikklands og Portúgals.
- En munurinn er að, þau lönd eru samt með umtalsvert lægri vaxtakröfu en fyrir ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis sl. fimmtudag; meðan að vaxtakrafa fyrir Ítalíu og Spán er aftur komin upp í cirka þá háu stöðu er hún var í, t.d. á miðvikudag sl.
- Það segir, að markaðurinn sé enn nokkurn veginn jafn órólegur í dag um stöðu þeirra landa, og hann var fyrir ákvörðun leiðtoganna.
Það er alls ekki órökrétt afstaða sbr. Whats wrong with Greece bailout II : "Indeed, under the amended EFSF which will aim at having a lending capacity of Eur440bn, and given current and likely commitments, the EFSF will be left with a little more than Eur300bn of lending and or buying capacity..."
- Spánn skuldar cirka 660ma..
- Ítalía skuldar cirka 1.840ma.
- Þær tölur mynda áhugavert samhengi, við það fjármagn sem eftir er, í björgunarsjóð Evrópu þ.e. cirka 300ma.. Klárt hvergi nærri nóg, til að halda báðum löndum á floti, nema um takmarkaðann tíma.
- Þetta er auðvitað það sem markaðurinn áttar sig á - hættan er að markaðurinn fari fljótlega að prófa getu, Evrukerfisins til að bregðast við, raunverulegri atlögu að þeim löndum.
Síðan er einn annar punktur, vert að muna - að fjárfestar munu sennilega ekki trúa því, að þegar á reyni, muni Evrusvæðið ekki ákveða að beita sömu formúlu gagnvart Portúgal og ákveðið hefur verið að beita gagnvart grískum fjárfestum - og einmitt sá ótti við tjón getur skapað þrýsting á ávöxtunarkröfu Spánar og Ítalíu. Einnig Portúgals. En fjárfestar hafa ekki önnur úrræði til að tjá slíkann ótta, nema með því að krefjast hærri vaxta.
Fitch Rating og Moody's bæði, lækkuðu mat sitt fyrir Grikkland, sem var fyrirfram vitað að myndi eiga sér stað. En takið eftir þessari setningu úr tilkynningu Moody's!
Moodys downgrades Greece to Ca from Caa1 :"Moody's - ...the positive elements of the announcement ...need to be weighed against the negative implications of this precedent-setting package should any country face financing challenges similar in severity to Greeces."
Það verður því áhugavert að halda áfram að fylgjast með verðum - sérstaklega fyrir Ítalíu og Spán.
Vaxtakrafa 10. ára bréfa 25/7, 22/7, 21/7, 18/7 og 15/7
Eins og sést, náði paníkin hámarki mánud. 18/7, svo róaðist markaðurinn mikið eftir niðurstöðu leiðtoga Evrusvæðis lá fyrir þanna 21/7, verðfall hélt áfram þann 22/7 nema að fyrir bréf Spánar og Ítalíu. Síðan er klár viðsnúningur til hins verra nú eftir helgi, þó sérstaklega fyrir skuldabréf Spánar og Ítalíu!
Grikkland............14,91% / 14,74% / 16,53% / 18,30% / 16,86%
Portúgal..............11,53% / 11,23% / 11,69% / 12,86% / 12,05%
Írland................. 12,08% / 11,98% 12,58% / 14,55% / 13,95%
Spánn..................6,04% /5,79% / 5,77% / 6,39% / 5,86%
Ítalía...................5,67% / 5,40% / 5,36% / 6,01 / 5,63%
-----------------------
Ísland..................4,993% (5 ára)
Skuldatryggingaálag
Umtalsverð lækkun skuldatryggingaálags neðangreindra landa hefur orðið, en álag Spánar sérstaklega veldur enn áhyggjum. En reyndar er álag Ítalíu ekki það langt frá 300 punktum.
Markit Itrax Sov - 25/7 kl. 17.30
Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30
Grikkland...........1.650 / 2.575
Portúgal.............965 /1.215
Írland..................900 / 1.185
Spánn..................335 / 390
Ítalía...................280 / 333
------------------------------------------------
Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)
Hvernig verður sumarfrýið hjá starfsmönnum stofnana ESB, og hjá þingmönnum þýska-sambandsþingsins?
Það er nefnilega það merkilega, að svo mikla trú höfðu leiðtogar Evrusvæðis á nýja samkomulaginu sl. fimmtudag, að innan stofnana ESB og Evrusvæðis, var loks gefið sumarfrý. En frýjum hafði verið frestað. Og verða starfsmenn í frýi í ágúst.
Sama um þýska sambandsþingið, það fór í frý og kemur ekki saman fyrr en í september. Og þá fyrst á að ræða þar, formlegt samþykki þeirra aðgerða sem Angela Merkel samþykkti sl. fimmtudag.
Sannarlega, hafa verið í fjölmiðlum uppi vangaveltur um getu hennar til að ná fram samþykki hinna nýju aðgerða, sérstaklega á það við nýjar viðbætur við hlutverk Björgunarsjóðs Evrusvæðis, sem fær heimildir til að veita landi lánalínu og einnig til inngripa í markaði með skuldabréf - sem má nýta svo lengi sem peningurinn í sjóðnum endist til að halda Ítalíu og Spáni á floti, einnig má hann lána ríkisstj. til þess að aðstoða þá ríkisstj. við fjármögnun björgunaraðgerða við banka innan eigin hagkerfis.
Það sem verður gagnrýnt í Þýskalandi er að þessi nýju heimildir Björgunarsjóðsins, marki stórt skref í átt að millifærslu-bandalagi sbr. "transfel union," en þjóðverjar óttast mjög að lenda í því að verða einhvers konar mjólkurkú fyrir lönd sem geta ekki verið samkeppnisfær.
- Það getur vel verið að Merkel muni þurfa að hafa verulega fyrir hlutum, á Þýska þinginu - af þessa sökum.
- En, þ.s. ég er meir að velta fyrir mér, er hvernig ástand markaða verður - í september!
Það er vegna þess að það stefnir í að júlí verði 3. mánuðurinn í röð þegar dregur úr hagvexti innan Evrusvæðis, og ESB í heild einnig - sjá frétt frá sl. föstudag:
Eurozone manufacturing output falls :"Eurozone manufacturing output declined for the first time since July 2009,"
- Minnkunin í júlí virðist hafa verið 2,5% það sem af er mánuði.
- Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir Evrópu - því þetta er 3. mánuðurinn sem það virðist hægja á hagvexti.
- Að auki, mældist í júní sl. samdráttur í iðnframleiðslu á Spáni og Ítalíu. Væntanlega þíða því tölur júlí - en mánuðurinn er auðvitað ekki búinn - að ef vísbendingar halda út mánuðinn að heildarsamdráttur iðnframleiðslu verður um 2,5% á Evrusvæðinu, að þá mun væntanlega mælast nú annann mánuðinn í röð samdráttur iðnframleiðslu á Ítalíu og Spáni.
- Hagkerfi þeirra landa mældist við "0" punkt í júní. Þar sem júlí er ekki búinn, er enn ekki alveg strax von á samantekt fyrir hagvöxt í júlí frá þeim löndum, en það eru þó líkur á að efnahagssamdráttur muni mælast - smár en þó samdráttur.
Þá getur ástandið verið orðið ærið skrautlegt - þegar sumarfrýjum líkur hjá stofnunum ESB, og nálgast að þýska þingið komi saman á ný!
Niðurstaða
Ég held að Evrukrýsan sé alls ekki búin. Mig grunar þvert á móti, að á komandi vikum, muni fjárfestar láta reyna á trúverðugleika kerfisins sem búið var til, með ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis sl. fimmtudag. En 300ma. þó mikill peningur sé, er alltof lítill peningur, til að skapa þann trúverðugleika sem til þarf, þegar sjónir fjárfesta eru á Ítalíu og Spáni.
Það getur því farið svo, að þegar í ágúst muni reyna á þau nýju úrræði sem Björgunarsjóður ESB hefur verið úthlutað, og að fé fari að streyma stríðum straumum út - til að halda Spáni og Portúgal á floti.
Þannig að þegar þýska þingið kemur saman í september nk., þá muni þingmenn standa frammi fyrir allt annarri spurningu, en fjölmiðlamenn eru að tala um þessa dagana. Það er spurningin um mjög umtalsverða stækkun björgunarsjóðsins - bankamenn tala um 2.000ma. sem lágmark - en það væri viðbót skuldbindinga sem meira að segja þýskalandi munar verulega um - eða að samþykkja að veitt sé einhvers konar heildarábyrgð allra ríkja innan Evru á skuldum hvers annars; eða - hvort það skuli láta Evruna róa.
- Sannarlega mun því sem þegar hefur verið til kostað, skapa verulegann þrýsting um að - kasta því ekki á glæ - með slíkri ákvörðun.
- En, það getur einnig verið, að á þeim tímapunkti sé mælirinn einfaldlega fullur hjá Þjóðverjum.
Ég þori engu um það að spá - hvort yrði líklegar niðurstaðan.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning