Mun Evrukrýsan framkalla frekari samruna á Evrusvæðinu?

Þetta er von sumra, sem eftir ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis, hafa fyllst bjartsýni á ný. En þau vandamál sem skulda- og efnahagskrýsan hefur afhjúpað hefur gefið byr undir vængi þeim, sem vilja gefa samstarfi aðildarþjóðanna innan Evrusvæðis meiri dýpt. En aðgerðapakki gagnvart Grikklandi virðist innvikla stofnanir ESB af mun meiri dýpt en áður hefur þekkst. Síðan, með því að gefa björgunarsjóð ESB fleiri valdsvið, þá má segja að Evrusvæðið sé að koma til móts við þann vanda sem hefur komið í ljós, sem fylgja því að starfa innan Evru.

Joseph Stiglitz - "The euro was, at birth, an unfinished project; it took away two key instruments of adjustment – interest and exchange rates – and put nothing in their place...this is a major step in correcting this deficiency, creating a European monetary fund."
  • Að geta ekki stýrt vöxtum.
  • Að geta ekki fellt gengi.

Ég myndi bæta við -

  • Að geta ekki prentað peninga skv. eigin óskum.

Þessu fylgja raunverulegir gallar - aukin hagkerfisáhætta að hafa ekki lengur umráð yfir þeim tækjum.

Svo, ég tek undir það, að björgunarsjóðurinn er sennilega nauðsynlegur, til að bæta fyrir þá ókosti sem það skapar, að hafa ekki lengur ofangreind úrræði til umráða.

Áhugamenn um Evru hérlendis, hafa verið einstaklega blindir á að, innan Evru hefur aðildarríki færri úrræði úr að spila, til að forða sér frá vandræðum!

Svo, að fyrir bragðið má segja, að hagstjórnarlega sé það eins og að stýra skipi með 2 stýri með einungis einu eða með aðra hönd bundna fyrir aftan bak.

Með færri stjórntæki, þá láta hlutir að stjórn meðan vel gengur, en hættan er að ef á móti blæs kröftuglega geti sú staða komið upp, að tækin duga ekki til og skútan berst af leið þrátt fyrir ítrustu beitingu þeirra tækja sem enn eru til staðar.

Í reynd eru aðildarríki að því leiti - enn meir leiksoppur aðstæðna, en ef þau hefðu haldið öllum sýnum stýritækjum - svo að tal um meint öryggi gegn sviptivindum er á misskilningi byggt:

  • Að hafa björgunarsjóð, bætir þá fyrir þá áhættu sem því fylgir - að hafa minni möguleika til að stýra hagkerfinu.

 

Einn vandi er þó eftir - björgunarsjóðurinn fékk fleiri tæki, en hann var ekki stækkaður!

Hann er enn 450ma.€, meðan skuldir Ítalíu eru 1.840ma.€ og Spánar um 660ma.€.

Sjóðurinn er klárt ónógur að stærð. Þó svo að markaðir 

Sebastian Mallaby - Trichet must mine lessons from Fed:

Sebastian Mallaby, bendir á að fjárfestar hljóti að óttast að verða beittir sömu úrræðum, og til stendur að beita þá sem eiga grískar ríkisskuldir. Og, verðlag á bréfum Spánar og Ítalíu - sérstaklega - muni sennilega fljótlega hækka aftur, sem tjáning þeirra á þeim ótta við tap. 

En hann telur, að leiðtogar Evrópu séu nú búnir að framkvæma þ.s. þeim er mögulegt. Hætta sé á að fjárfestar tjái ótta sinn með of harkalegum hætti gagnvart Ítalíu og Spáni, að þeim verði ítt út af mörkuðum fyrir skuldabréf. En hann telur sig hafa lausn!

"Mr Trichet’s...could simply declare that he stands ready to buy sovereign bonds issued by both (Italy and Spain)...The combined net sovereign debt of Italy and Spain comes to around €2,200bn. Mr. Trichet could plausibly promise to buy the whole lot – which would guarantee he would never have to."

  • Ég velti fyrir mér hvort aðildarríki Evrusvæðis myndu heimila Trichet slíkann gerning, en þau baktryggja ECB - allt það sem ECB tekur á sig er því þeirra sameiginlega skuld.
  • Fræðilega getur seðlabankinn sannarlega gert þetta - hefur seðlaprentunarvaldið.

Ef seðlabankinn myndi ábyrgjast skuldir Ítalíu og Spánar, þá væri þar með í reynd komin sú sameiginlega ábyrgð, sem rætt hefur verið um sem nauðsynlegt næsta skref.

Þetta er alveg hugsanleg útkoma - en mér finnst hæsta máta líklegt að fjárfestar muni á næstunni einbeita sér að Ítalíu og Spáni, og þannig framkalla þrýsting á enn frekari aðgerðir frá Evrusvæðinu.

En þá vísa ég frekar til stöðu hagkerfa Spánar og Ítalíu - þ.e. skorts á hagvexti vs. stöðugt vaxandi skuldir.

 

Vaxtakrafa 10. ára bréfa 22/7 vs. 21/7

Það áhugaverða er að vaxtaálag hélt áfram að lækka á föstudaginn, nema að það hækkaði aðeins fyrir ítölsk og spænsk bréf. Þetta getur bent til þess, að fjárfestar séu ennþá órólegir gagnvart Ítalíu og Spáni, að lækkun þeirra bréfa skuli hafa stöðvast meðan lækkun annars hélt áfram.

Grikkland............14,74% / 16,53%

Portúgal..............11,23% / 11,69%

Írland................. 11,98% 12,58%

Spánn..................5,79% / 5,77%

Ítalía...................5,40% /  5,36%

-----------------------

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Niðurstaða

Þetta er það sem getur gerst, að Evrukrýsan einfaldlega smali leiðtogum Evrusvæðis, í átt til aukinnar samræmingar og samvinnu. Með því að Evran ef til vill einungis innan örfárra vikna, aftur enn eina ferðina standi frammi fyrir gjá hyldýpisins.

Þá getur verið síðasta "deperrat" leiðin, að stíga eitt viðbótar skref þ.e. einhvers konar form sameiginlegrar ábyrgðar Evrusvæðisins í heild, á öllum skuldum ríkissjóða aðildarríkja.

Það mun þá kalla óhjákvæmilega á stórfellt aukna samræmingu hagstjórnar - þá á ég við að sameiginlegar stofnanir geti gefið bein fyrirmæli til ríkisstj. um hækkanir skatta eða niðurskurð útgjalda, sem dæmi. Í reynd, sameiginlega hagstjórn, svo komið verði í veg fyrir stórfellt "moral hazard" þ.e. að ríki komist upp með slæma hegðan refsingarlaust.

------------------------

Fyrir Ísland?

Ef hröð þróun í átt að einhvers konar sambandsríki á sér stað. Þá verður ekki lengur unnt að rífast um að aðild að ESB er jafnt og stórfellt afsal fullveldis.

Svo, valið verður afsal fullveldis gegn loforði um aukið öryggi og hagsæld, þess sannleiksgildi er umdeilt vs. áframhaldandi sjálfstæði.

Valkostirnir verða skýrari. Það er ekki neitt endilega ókostur. Að auki, verður það betra fyrir okkur, að Evran lifi því fall hennar, hefði geta skapað nýja heimskreppu sem við hefðum einnig tapað á - það á við burtséð frá spurningunni um aðild.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband