21.7.2011 | 21:40
Tókst þeim að bjarga Evrunni frá hruni?
Nýjar aðgerðir leiðtoga Evrusvæðis, ganga mun lengra en fyrri aðgerðir þeirra. En, aðgerðum er beint að Grikklandi sérstaklega - en Írland og Portúgal munu einnig njóta góðs af.
Mikilvægast er lækkun vaxta í 3,5%. Samkvæmt lokaskjali, inniber þetta samþykki um það, að 109ma. lán til Grikklands þ.e. nýtt lán, verði á þeim vöxtum.
Financial Times og Telegraph telja að texti samþykktarinnar þíði að vextir á björgunarlánum sem þegar hafa verið veitt, verði einnig lækkaðir.
En af texta skjalsins að dæma er það ekki augljóst - en ekki er beint sagt að vextir séu lækkaðir á eldri.
Ef eldri lán verða áfram á hærri vöxtunum, þá er það frekar stór galli. Sjáum til, kannski hafa fréttamennirnir rétt fyrir sér.
Síðan er það lenging lána í 15 ár - sem fram kemur að gildi fyrir Grikkland, Írland og Portúgal. Það hjálpar auðvitað. Samkvæmt lokaskjali er talað um "10 year grace period" eftir að þeim 15 líkur, hvað akkúrat sem það þíðir.
En varðar Ítalíu og Spán, þá sýnist mér að vonast sé til að þau ríki muni redda sér sjálf. En eins og fram kemur virðist sem að Ítalir og Spánverjar hafi gefið á fundinum einhver loforð. Það má svo túlka þau orð sem beint er að þeim ríkjum, sem sameiginlegt klapp hinna leiðtoganna á bakið á leiðtogum Spánar og Portúgals.
Að vísu er lofað að björgunarsjóðurinn (EFSF) muni fá heimild til inngripa á markaði - sem líklega er heimild sem ætlað er að duga gagnvart Ítalíu og Spáni.
Samkvæmt síðustu fréttum, virðist sem að ráðgert sé að þátttaka einka-aðila sé umtalsvert stærri að umfangi, en áður var reiknað með. Það verður að koma í ljós hvort það gengur eftir.
Sjá einnig frétt - EU leaders agree 109bn Greek bail-out
Greece to default as EU agrees 159bn bailout
Sjá frétt: Athens ability to stay course in doubt
Lenging lána!
Draft eurozone proposal document
Eurozone debt crisis: the statement in full
Endanleg útgáfa hefur tekið nokkrum breytingum!
- "We have decided to lengthen the maturity of the EFSF loans to Greece to the maximum extent possible from the current 7.5 years to a minimum of 15 years."
Lenging lána lækkar auðvitað greiðslubyrði.
Lækkun vaxta á nýjum lánum!
- "We will provide EFSF loans at lending rates equivalent to those of the Balance of Payments facility (currently approx. 3.5 percent), close to, without going below, the EFSF funding cost."
Gott að framtíðarlán fást skv. 3,5% vöxtum - eða skv. vöxtum sem samsvara lántökukostnaði EFSF.
Heimspressan virðist telja að þetta þíði að fyrir þegar veitt björgunarlán, þá verði vextir einnig lækkaðir í 3,5%.
Ef það er rétt, þá getur það dugað til þess að a.m.k. írska prógrammið verði sjálfbært.
En annars er það ekki endilega augljóst hið minnsta af textanum, að vextir séu lækkaðir á eldri lánum einnig!
Portúgal og Írland fá einnig lengingu neyðarlána!
- "The EFSF lending conditions we agreed upon for Greece will be applied also for Portugal and Ireland."
Portúgal og Írland, njóta einnig lengingar lána.
Ef heimspressan hefur rétt fyrir sér, þá leiðir þetta til lækkunar vaxta á þegar veittum björgunarlánum.
Björgunarsjóðurinn fær fleiri hlutverk - en án stækkunar!
- "To improve the effectiveness of the EFSF and of the ESM and address contagion, we agree to increase their flexibility linked to appropriate conditionality, allowing them to:
- act on the basis of a precautionary programme;
- finance recapitalisation of financial institutions through loans to governments including in non programme countries;
- intervene in the secondary markets on the basis of an ECB analysis recognizing the existence of exceptional financial market circumstances and risks to financial stability and on the basis of a decision by mutual agreement of the EFSF/ESM Member States, to avoid contagion."
Miðað við þessar fréttir - virðist ekki að björgunarsjóðurinn hafi verið stækkaður - eins og mjög margir aðilar töldu nauðsynlegt - hefur maður séð uppástungur frá bankamönnum upp á tölur eins og 2.000ma. eða jafnvel 3.000ma.. En í dag er umfang sjóðsins 450ma..
"Wolfgang Münchau - "At present, the overall size of the EFSF is 450bn...the ceiling will not be big enough to bring in Spain, let alone Italy...Without this increase, it is inconceivable that the eurozone can get through this crisis intact."
- Hagfræðingurinn Münchau telur að án stækkunar björgunarsjóðsins dugi aðgerð leiðtoga Evrusvæðis ekki til að bjarga Evrunni!
En án stækkunar er klárt að sjóðurinn getur hvorki bjargað Spáni og né Ítalíu. En Spánn skuldar rífl. 600ma. meðan Ítalía skuldar 1.840ma..
Það mun skapa vissann trúverðugleika skort á þessari nýju björgun - og reikna ég með að megin spennan nú eftir þessar nýju aðgerðir, færist nú yfir á Spán og Ítalíu - og markaðir hljóti fljótlega að átta sig á því, að Evrukrýsan sé sennilega ekki leyst!
Mér sýnist að von leiðtoganna sé að, "að ef við aukum trúverðugleika aðstæðna Grikklands, Portúgals og Írlands"; þá muni það duga til að minnka þrýstinginn á Spán og Ítalíu.
Það mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum eða vikum, hvort útlit er fyrir að leiðtogar aðildarríkja Evrusvæðis vinni eða tapi því veðmáli!
- En björgunarsjóðurinn getur nú veitt lán til að aðstoða stjórnvöld ríkja við fjármögnun á björgun banka - sem mig grunar að sé sérstaklega beint að Spáni, en þar er bankakerfi sannarlega á brauðfótum.
- Síðan virðist hann fá heimild til inngripa í markaði með skuldabréf - ef þ.e. mat Seðlabanka Evrópu að inngripa sé þörf. Þetta getur nýst, sennilega fremur til að verja Spán en Ítalíu.
Með inngripum á markaði, er unnt a.m.k. að fresta því að Spáni og Ítalíu sé ítt út af mörkuðum með ríkisbréf.
Vandinn er að óstækkaður sjóður er einfaldlega ekki nægilega digur - til að geta haldið Ítalíu uppi með inngripum nema um takmarkaðann tíma. Svo ef og þegar það gerist, þá mun Evrusvæðið aftur standa frammi fyrir mjög erfiðri spurningu.
En markaðurinn með ítölsk ríkisbréf, er næst stærsti ríkisbréfa markaðurinn innan ESB, næst á eftir markaðinum með ríkisbréf Þýskalands.
Spurning hvað þessar aðgerðir þíða?
- "We welcome the Commission's decision to create a Task Force which will work with the Greek authorities to target the structural funds on competitiveness and growth, job creation and training."
- "Member States and the Commission will immediately mobilize all resources necessary in order to provide exceptional technical assistance to help Greece implement its reforms."
Í endanlegri útfærslu, lítur textinn út svona - það er að Framkvæmdastjórnin og grísk stjv. muni setja af stað samvinnuverkefni, til að koma auga á leiðir til að nýta sjóði ESB með sem skilvirkustum hætti, til að koma Grikklandi á fæturna á ný.
"Exceptional technical assistance" er ekki peninga-aðstoð. Þarna kemur ekki heldur fram akkúrat hvað þetta á að vera. En, hægt væri að hugsa sér, að löndin að vanda fái aðgang að sér kostnaðarlausu, að sérfræðingum og sérfræðiþekkingu sem er að finna innan stjórnkerfa hinna landanna.
Ég var að rekast á frekar kaldhæðna uppástungu þess efnis, að þetta vísi til þess, að til stendur að embættismenn frá stofnunum ESB taki að sér sölu grískra ríkiseigna og að auki að einhverju marki umsjón með skattheimtu.
Skuldalækkun?
- "The financial sector has indicated its willingness to support Greece on a voluntary basis through a menu of options further strengthening overall sustainability. The net contribution of the private sector is estimated at 37 billion euro. Credit enhancement will be provided to underpin the quality of collateral so as to allow its continued use for access to Eurosystem liquidity operations by Greek banks. We will provide adequate resources to recapitalise Greek banks if needed. "
Greece to default as EU agrees 159bn bailout
Bond swap plan is for Greece and Greece only
Samkvæmt frétt er heildarfjármögnun fyrir Grikkland 159ma. þar af 109ma. frá björgunarsjóð Evrusvæðis, en 50ma. á að koma frá þátttöku einka-aðila allt í allt. En, það sem vantar upp á miðað við 37ma. töluna að ofan, á víst að fást fram með endurkaupum.
Skv. þeim aðila sem stóð að því að búa til núverandi áætlun um þátttöku einka-aðila og bauð hana fram, þá er stefnt að lækkun skulda Grikkland um 21%. Sem er verulega minna en þau 50% sem flestir hagfræðingar tala um sem lágmarks lækkun. Ef það heppnast verði skuldir Grikklands 125%, sem einnig að mati hagfræðings rætt við í frétt verður ósjálfbær skuldastaða, vegna þess að Grikkland hefur enn umtalsverðann viðskiptahalla og er því í stöðugum skuldahækkunarspíral af hans völdum.
En klárt er að alls ekki er víst að þátttaka einka-framtaksins í áætluninni muni skila þetta miklu, sem stefnt er að.
Varðandi endurkaup, getur "buyback" framkallað skuldalækkun, þ.e. ef skuldabréf hafa gengið kaupum og sölum á 50% að nafnvirði, getur ríkissjóður boðið 60% og hugsanlega lækkað sínar skuldir.
Menn eru samt mjög efins um að, stórfelld lækkun sé í reynd líkleg skv. þeirri aðferð - á grundvelli frjálsra samninga.
Svo er allt á huldu hvað "bond exchange" á að vera. En frjálsir aðilar geta verið til í að taka við öruggari skuldabréfum - en þá þarf væntanlega einhver að vera tilbúinn til að veita baktryggingu sem þeir treysta betur, en sá sem skuldar þeim.
Main rating agencies set to signal default : "Greece will become the first western developed world country to default in more than 60 years."
Reiknað er með því að matsfyrirtæki muni líta á séraðgerðir gagnvart Grikklandi, og Grikklandi eingöngu, sem greiðsluþrot!
---------------------
Ég er stórlega efins um að þessar aðgerðir dugi til að gera skuldir Grikklands sjálfbærar. Sannarlega ef rétt er, að eldri neyðarlán verða einnig lækkuð í 3,5%. Þá hjálpar það stöðu Grikklands, miðað við stöðuna eins og hún leit út fyrir hið nýja samkomulag.
En útkoman er samt enn að skuldir séu of miklar. Ólíklegt verður að teljast að sala eigna í eigu gríska ríkisins muni skila nærri svo miklu sem áætlað er. Að auki, er mjög líklegt að meiri samdráttur verði en menn vilja reikna með, auk þess að mér finnst á hæsta máta líklegt - að almenningur á Grikklandi muni hafa eitthvað um það að segja er hann áttar sig á að áætlanir um sölu ríkiseigna eru að verulegu leiti undir umsjón útlendinga auk þess, að þeir eru einnig með puttana í framkv. skattheimtu - til að auka skilvirkni skattkerfisins á Grikklandi. Það gæti skapað nokkra óánægju - grunar mig.
Það verður að koma í ljós hvort þátttaka einkaframtaks skilar svo miklu sem stefnt er að.
Miðað við að t.d. Barclays Bank telur að lækka verði skuldir Grikklands um 67% og almennt tala hagfræðingar um 50% lækkun, er þetta sennilega ekki nægar aðgerðir - þó svo maður miðar við 100% árangur.
Eins og ég skil þetta!
- "As far as our general approach to private sector involvement in the euro area is concerned, we would like to make it clear that Greece requires an exceptional and unique solution."
Séraðgerðir til skuldalækkunar með þátttöku einka-aðila. Eru fyrir Grikkland eingöngu.
Ef rétt er að fyrri lán fá einnig lækkun vaxta, þá getur það hugsanlega dugað fyrir Írland.
En, vafasamt er að það dugi í Portúgal - sem eins og Grikkland er með mjög mikinn viðskiptahalla, og á eftir að framkvæma mjög umsvifamiklar samdráttaraðgerðir ef takast á að snúa þeim halla í hagnað.
Svo reikna má með verulegum samdrætti hagkerfisins þar eins og í Grikklandi, auk þess að skuldir halda áfram að hækka stöðugt meðan hallinn er enn til staðar hjá ríki og hagkerfinu.
- "All other euro countries solemnly reaffirm their inflexible determination to honour fully their own individual sovereign signature and all their commitments to sustainable fiscal conditions and structural reforms..."
Svo hafi allir lofað því hátíðlega á fundinum, að standa við öll loforð um aðgerðir þ.e. sparnaðar aðgerðir og aðrar efnahags aðgerðir.
Hin ríkin?
- "Deficits in all countries except those under a programme will be brought below 3% by 2013 at the latest.
- In this context, we welcome the budgetary package recently presented by the Italian government which will enable it to bring the deficit below 3% in 2012 and to achieve balance budget in 2014.
- We also welcome the ambitious reforms undertaken by Spain in the fiscal, financial and structural area.
- As a follow up to the results of bank stress tests, Member States will provide backstops to banks as appropriate."
Það komu nefnilega slæmar fréttir í dag!
Eurozone manufacturing output falls :"Eurozone manufacturing output declined for the first time since July 2009,"
- Minnkunin í júlí virðist hafa verið 2,5%.
- Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir Evrópu - því þetta er 3. mánuðurinn sem það virðist hægja á hagvexti.
- Að auki, mældist í júní sl. samdráttur í iðnframleiðslu á Spáni og Ítalíu. Væntanlega þíða því tölur júlí - en mánuðurinn er auðvitað ekki búinn - að ef vísbendingar halda út mánuðinn að heildarsamdráttur iðnframleiðslu verðu um 2,5% á Evrusvæðinu, að þá mun væntanlega mælast nú annann mánuðinn í röð samdráttur iðnframleiðslu á Ítalíu og Spáni.
- Hagkerfi þeirra landa mældist við "0" punkt í júní. Þar sem júlí er ekki búinn, er enn ekki alveg strax von á samantekt fyrir hagvöxt í júlí frá þeim löndum, en það eru þó líkur á að efnahagssamdráttur muni mælast - smár en þó samdráttur.
- En ofangreint bendir til að það sé samdráttur í júlí á svæðinu sbr. mánuðinn á undan, svo að Ítalía og Spánn séu kominn í samdrátt, verður að teljast nokkuð líklegt.
Ef það mun koma svo fram - þá mun spenna um ástand mála á Spáni og Ítalíu klárlega aukast!
En sem dæmi, innan sparnaðarpakka sem samþykktur á ítalska þinginu sl. föstudag, var ekki að finna nokkra aðgerð til að hjálpa hagvexti.
Trúverðugleiki ástand þeirra landa gæti því dalað hratt.
Og það "euphoria" sem virðist hafa skollið á - á mörkuðum í dag, gæti liðið hratt hjá.
Og við tekur aftur svartsýni. En, meðan peningar endast í björgunarsjóðnum þá getur hann keypt upp öll útgefin skuldabréf hjá Ítalíu og Spáni.
Svo a.m.k. hefur Evrópu tekist að framkalla eitt stikki góða töf!
Vaxtakrafa 10. ára bréfa 21/7 vs. 18/7 vs. 15/7
Á þessum tölum sést hve paníkinn fór hátt sl. mánudag vs. hvað var í gangi fyrir helgi. En í dag eftir að fréttir berast af aðgerðum leiðtoga Evrusvæðis ríkja þá verður veruleg lækkun eins og sjá má.
Grikkland............16,53% / 18,30% / 16,86%
Portúgal..............11,69% / 12,86% / 12,05%
Írland.................12,58% / 14,55% / 13,95%
Spánn..................5,77% / 6,39% / 5,86%
Ítalía...................5,36% / 6,01 / 5,63%
-----------------------
Ísland..................4,993% (5 ára)
Niðurstaða
Því miður tel ég að þessar aðgerðir dugi sennilega ekki til að bjarga Evrunni. En a.m.k. hefur tekist að fresta hruni. Sennilega út árið a.m.k.
En krýsan er ekki lengur bundin við Írland, Grikkland og Portúgal. Markaðir eru farnir að beina sjónum að Ítalíu og Spáni.
Því miður var björgunarsjóðurinn ekki stækkaður - er enn eingöngu 450ma. sem er ekki nándar nærri nóg, sbr. skuldir Spánar og Ítalíu.
Svo ef og þegar þau lönd komast í vandræði, sem getur gerst mjög fljótlega jafnvel, þá mun Evrusvæðið aftur standa frammi fyrir erfiðu vali. En, ef sú verður útkoman þá a.m.k. gefur sá peningur sem til staðar er í björgunarsjóðnum nokkurn frest.
Kannski, þegar á reynir aftur - þá muni Evrusvæðið stíga aftur eitt myndarlegt skref. Það verður að koma í ljós hvort hin endanlega björgun mun eiga sér stað í því síðar!
-----------------------------------------------
Ef heimspressan hefur rétt fyrir sér þá eru vextir á þegar veittum björgunarlánum einngi lækkaðir í 3,5%, en ekki bara á nýjum lánum - eins og mjög vel er unnt að skilja textann.
Fyrir Grikkland sýnist mér aðgerðir ekki duga, en það er miðað við þ.s. ég hef lesið eftir fjölmarga hagfræðinga. Grikkland fær umtalsvert lægri skuldabyrði ef rétt er að vextir á öllum björgunarpakkanum eru lækkaðir og auk þess 21% beina lækkun skulda - sem er ekki lítið ef þær áætlanir koma til að standast, þetta er samt ekki á þeim skala, sem flestir hagfræðingar telja nauðsynlegt. Því mun fyrir rest líklega þurfa að framkvæma frekari afskriftir lána Grikklands.
Slæmar efnahagsfréttir voru einnig að berast í dag, þ.e. að "Index" sem mælir efnahagshreyfingar í Evrópu, sýnir að iðnframleiðsla stefnir í að minnki um 2,5% í júlí á Evrusvæðinu.
Það bætist ofan á sl. 2 mánuði, þ.e. júní og maí. En hagvöxtur minnkaði í báðum mánuðum. Nýjar tölur um júlí, benda til að hagvöxtur muni minnka 3. mánuðinn í röð.
Þar sem iðnframleiðsla minnkaði á Spáni og Ítalíu í júní sl. og heilt yfir mældust bæði löndin á efnahagslegum "0" punkti þ.e. hvorki vöxtur né samdráttur. Bætum við að Seðlabanki Evrópu hækkaði vexti þann 7/7 sem framkallar viðbótar samdráttaráhrif á þau lönd.
Þá óttast ég að tölur frá júlí muni sýna hagkerfis samdrátt í þeim 2 löndum.
Markaðir muni því fljótlega, snúa til baka, og fyllast neikvæðni á ný.
Nema í þetta sinn, grunar mig að bankinn sé tæmdur hjá leiðtogum Evrusvæðis-ríkja. Eða kannski ekki!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.7.2011 kl. 03:26 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 856033
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir henda öllu og eldhúsvaskinum með, á gríska bálið í von um að slökkva það.
Ef það mistekst verður ekki neitt eftir fyrir Ítalíu og Spán, nema bálið óheft!
Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 22:06
Það virðist að vextir séu lækkaðir einnig á þegar veittum lánum, svo sennilega getur þetta dugað Írum vegna þess að þeir hafa afgang af viðskiptum. En einmitt vegna viðskiptahalla þá dugar þetta sennilega ekki fyrir Grikki né Portúgali.
Það verður spennandi að fylgjast með fréttum af Ítalíu og Spáni næstu vikurnar. En, miðað við fréttir af þróun hagvaxtar á Evrusvæðinu, þá virðist líklegra en ekki að þau lönd séu á leið í vandræði.
Þá muni Evrusvæðið aftur standa frammi fyrir erfiðri spurningu. Og þá er það annaðhvort að hrökkva eða stökkva.
Sennilega dugar þetta a.m.k. til að fresta hruni Evrunnar fram á næsta ár, en þ.e. ekki algerlega víst. Fer eftir því hve hratt ástand mála á Spáni og Ítalíu versnar og einnig hve mikið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.7.2011 kl. 01:57
Eitt enn, að ef björgunarsjóðurinn væri stækkaður nægilega mikið þ.e. í cirka 3.000ma.¢ sem skv. bankamönnum sem hafa tjáð sig myndi duga, þá myndi skuldastaða þýska ríkisins sjálfs fara í rúml. 100%, sem myndi þíða hækkaða skatta í Þýskalandi og viðbótar útgjalda niðurskurð.
Svipuð útkoma yrði, ef sameiginleg ábyrgð á öllum skuldum yrði ofan á.
Þetta getur gert Þjóðverja nokkuð hikandi til að stíga það risaskref sem þyrfti til að bjarga Ítalíu ásamt Spáni, eða bara Ítalíu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.7.2011 kl. 02:11
En eitt langar mig að vita: Hvaðan koma peningarnir = hver er svona ríkur?
Annað myndi ég vilja vita líka: Hvert fara vextirnir = hver verður ríkari?
Og loks: Afhverju á yfir höfuð einhver að hagnast á vandræðum Grikklands? Hverskonar Evrópubandalag er það eiginlega?
Ég sé ekki alveg fyrir mér matvælahjálp sameinuðu þjóðanna að dreifa hrísgrjónum til bágstaddra og rukka þá svo um vexti!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2011 kl. 02:27
þegar stórt er spurt, en ég hef verið þeirrar skoðunar, að það hefði átt að veita beinar lána-ábyrgðir, í stað neyðarlána. Það er unnt að veita með sama hætti og ef um AGS prógramm væri að ræða, þ.e. eftirfylgni og að upphæð veittrar ábyrgðar væri hækkuð í áföngum, eftir því sem áætlun gengur fyrir sig og staðið er við kröfur sem voru gerðar.
--------------------
Munurinn er sá, að löndin taka enga vexti. Landið sem fær ábyrgð, sér sjálft um að útvega sér lán út á þá ábyrgð. Einfaldara og sennilega til muna minna kostnaðarsöm leið. Að auki, þ.s. þetta hefði verið á grunni ábyrgðar sömu landa er veittu lánin, þá hefðu vextir frá upphafi verið á því bili sem nú á að lækka þá í. Þau hvort sem er hafa verið að veita ábyrgðir, þá til björgunarsjóðsins - svo ég sé ekki að löndin sem veita ábyrgð myndu hafa staðið að nokkru leiti verr hvað magn veittra ábyrgða varðar, munurinn liggi fyrst og frremst í því hvað fókus veittra ábyrgða er.
--------------------
Af hverju er ekki farin svo klárlega betri leið? Það verður þá eiginlega að skoða það hverjir ráðlögðu að fara þá leið. Og síðan, hverjir eru í stjórn þessa fyrirbæris eða stofnunar, sem fær vextina til sín sem ríkin hafa þurft að borga umfram þ.s. þau hefðu þurft annars.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.7.2011 kl. 03:22
Grunn vandamálið er enn óleyst en það er samkeppnishæfni jaðarhagkerfa "Eurozone" getur ekki annað en versnað eins og málum er háttað í dag. Sameiginlegt Fjármálaráðuneyti Evrulandana mun kalla á en frekari samruna í átt að sambandsríki sem mun á endanum kalla fram hnignun ákveðinna svæða innan sambandsríkisins og þá sérstaklega jaðarsvæða sem mörg hver munu ekki eiga möguleika.
Ef við skoðum afdrif fámennra útkjálka sem farið hafa inn í sambandsríki þá vitum við framtíðarörlög okkar 60árum eftirinngöngu í EU. Besta dæmið er innganga Nýfundnalands/Labrador í Kanada 1948 sem er tilefni heimildarmyndarinnar "Hard Rock and Water".
Eggert Sigurbergsson, 22.7.2011 kl. 09:51
their own individual sovereign signature : til dæmis Milliríkja Samning til grunvallar Stjórnar og Stjórnaskipunarskrá Stofnunninnar: personu að lögum eða EU : Evrópsku Sameineiningarinnar í dag.
Vegna innri keppni Meðlima Ríkjur að auka vsk. tekjur á sínum eignin mörkuðum, hvers hlutföll gera til samans 100% tekjur sem þau skila til samans. Heildar tekjur EU. Þetta hlutafall ákveður evrur magnið sem þau mega markaðsetja á sínum mörkuðum: kvótan sem þau geta keypt. Yfirdráttur vegna skila á launum Miðstýringar EU [Meðlima-Skatta], er algört keppnisbrot, og refsingar harðar sé það reynt, innheimtu aðgerðir gegn vanskila Meðlim, fara leynt meðan hann sannarlega reynir að bæta fyrir brot sitt. Þess vegna þarf að spyrja fyrst stendur Gríska elítan í skilum, Grikkland var skuldþræll og heldur áfram að vera það.
Júlíus Björnsson, 22.7.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning