18.7.2011 | 20:13
Hitnaði frekar undir Evrunni í dag!
Eins og fram kemur í fréttum varð umtalsvert verðfall á mörkuðum í Evrópu í dag. Einnig varð hækkun á skuldatryggingum og vaxtaálagi á skuldabréf, sjá að neðan.
Evran féll gagnvart svissn. franka enn eina ferðina, og sló nýtt met þ.e. aldrei hefur svissn. franki kostað meir í evrum talið, og þó var verðið frá sl. föstudegi einnig metverð.
Að auki, er nýtt metverð á gulli, eða 1.607$ "troy ounce". En það þíðir að dollarinn féll gagnvart gulli, en vegna þess að evran féll gagnvart dollar, þá er gullverð einnig metvert í evrum talið.
Verð á silfri hækkaði að auki - einnig mælt í dollar sem þíðir að sjálfsögðu að evran féll einnig gagnvart silfri. Það kvá hafa hækkað um 20% sl. 2. vikur - markaðurinn endaði í 40,70$ "troy ounce".
Hlutabréf stórra banka féllu víða um Evrópu - en við þeim viðbrögðum var búist þ.s. niðurstöður svokallaðra "spennu prófa" stofnanan ESB á bönkum starfandi innan ESB, voru birtar sl. föstudag.
En, kvað önnur viðbrögð varðar sýna þau vaxandi óþol og óvissu á mörkuðum, sem sést á verðhækkunum á gulli - silfri og svissn. frankanum, og merkilegt nokk þrátt fyrir gríðarl. óvissu í bandar. v. þess að alríkið verður greiðsluþrota þann 2/8 nk. þá leita fjárfestar samt úr evrum yfir í dollar.
Þetta síðasta atriði sennilega sýnir það einna best, hve gríðarlega sterk upplifun fjárfesta er í dag, varðandi stöðu evrunnar!
Mjög mikilvægur leiðtogafundur nk. fimmtudag!
Neyðarfundur leiðtoga evrusvæðis verður nk. fimmtudag. En reikna má með að viðbrögð markaða sýni einnig skort á tiltrú á getu leiðtoganna, um að koma fram með nothæfa lausn.
En þetta sést ekki síst á umræðunni, að enn er rifrildið ekki komið lengra en að vera um lausn fyrir Grikkland. Og þar er allt enn jafn pikkfast og áður, að því er best verður séð skv. fréttum frá því í gær.
ECB and Merkel clash over Greece :Jean-Claude Trichet: If a country defaults, we will no longer be able to accept its defaulted government bonds as normal eligible collateral,...the governments would have to take care the euro system is presented with collateral that it could accept.
Angela Merkel: I will only go if there is a result. - The more voluntary contribution the private creditors make, the less likely will it be that further steps are needed, - There needs to be a very clear political agreement on all the elements.
Mér sýnist Trichet vera að óska eftir því að hinar ríkisstj. veiti baktryggingu eða ábyrgð, vissan hátt er það eftirgjöf - eitt hænufet.
En afstaða Merkel er sú sama og áður, að bankar verði að taka þátt í kostnaðinum við svokallaða björgun Grikklands, og hótar að mæta ekki nema klárt sé að hún fái sitt fram.
Hætta er sú, að neyðarfundurinn muni snúast um nánast ekkert annað er rifrildi um Grikkland, þegar ástand mála á markaði er þegar komið á næsta stig, og farið að snúast um vanda Ítalíu og Spánar.
------------------
Ekkert furðulegt að markaðurinn sé skeptískur í ljósi viðbragða helstu persóna og leikenda á því leiksviði.
Eitt sem vert er að muna, er að það að Merkel heimtar að einka-aðilar taki þátt í kostnaði, þó svo margvísleg sanngirnisrök megi færa fyrir slíku, þá er það að auka áhyggjur fjárfesta - sem m.a. eru að verðfella skuldabréf ríkja í vandræðum vegna þess, að þeir reikna með því að plan fyrir Grikkland veiti fordæmi fyrir meðferð skulda annarra landa í vandræðum.
En slík meðferð að sjálfsögðu eykur líkur á að eigendur skulda verði fyrir tapi, sem skýrir hvers vegna markaðurinn eykur vaxtakröfu.
Svo, ef Merkel fær sitt fram, þá mun það líklega - mjög líklega - leiða til enn hærri vaxtakröfu fyrir löndin í vanda --> sem svo mun víxlverka við skuldatryggingaálag þeirra.
Svo sanngirnirkrafan er að kynda undir krýsunni.
Skuldatryggingaálag
-------------------------
Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30
Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 14.00
Markit Itrax Sov - 15/7 kl. 17.30
Grikkland...........2.575 / 2.525 / 2.468
Portúgal.............1.215 / 1.190 / 1.140
Írland..................1.185 / 1.180 / 1.120
Spánn..................390 / 375 / 349
Ítalía...................333 / 325 / 305
------------------------------------------------
Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)
Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf
------------------------------------------------
Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.
Grikkland............ 18,30%(16,86 15/7, 16,77 12/7, 17,02 11/7)
Portúgal.............. 12,86%(13,05 15/7, 13,36 13/7, 13,36 12/7, 13,39 11/7)
Írland................. 14,55%(13,95 15/7, 13,78 13/7, 13,35 12/7, 13,38 11/7)
Spánn..................6,39% (5,86 15/7, 5,75 13/7, 5,8 12/7, 6,04 11/7 - 5,56 2. vikum)
Ítalía...................6,01% (5,63 15/7, 5,48 13/7, 5,56 12/7, 5,71 11/7, 5,28 8/7, 5,21 7/7)
Ísland..................4,993% (5 ára)
Niðurstaða
Atburðarás mánudagsins gefur ástæðu til enn frekari svartsýni um framtíð evrunnar. Það er klárt.
Var sú svartsýni þó næg fyrir.
En miðað við núverandi stöðu er maður farinn að telja líkur á hruni - klárt meiri heldur en minni.
Og því miður getur verið styttra í það hrun en marga grunar.
En þó að Ítalía geti ef til vill þolað að vera hrakin af mörkuðum um hríð, vegna þess hve vel skuldadögum er dreift, svo það má vera að Ítalía geti haldið út jafnvel í ár eða rúml. ár; þá er ég mjög efins um að Spánn hafi slíkt úthald - miðað við hve slæm staða bankakerfis Spánar virðist vera skv. spennuprófum, sem þíðir sennilega að ríkisstj. Spánar mun þurfa að aðstoða bankastofnanir í vanda, ríkisstj. Spánar mun því líklega þurfa að selja meir af skuldabréfum en núverandi plön sína.
Svo ef Spánn og Ítalía verða hrakin af mörkuðum á næstu vikum, þá er alls óvíst að evran lifi árið af.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið með Spán er að þar er að koma í ljós að hagtölurnar eru "fegraðar" líkt og í Grikklandi. Staðan er í raun verri en áður var talið!
Engin ástæða er til að ætla að heimaland mafíunnar skeri sig úr. Þó "fegraðar" tölur segi eitt ár, þá geta það orðið örfáir dagar ef trúverðugleiki hverfur.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2011 kl. 21:08
Lestu þetta vef-fréttablað, Deutche Bank - Fixed Income, 8. júlí sl.
Bls. 26
Varðandi fegraðar staðreyndir get ég trúað því á Ítali. Varðandi Spán, þá kvá vera sitthvað í gangi í héraðsstjórnum. Einhverjar undarlegar bókhaldsrelgur virðast hafa gert bönkunum mögulegt, að bókfæra upphaflegt virði lána - svo með því að gefa greiðslufresti og láta ekki selja ofan af fólki, lítur dæmið á pappírnum sæmilega út.
Ég sá nýlegt álit þess efnis, að ef vaxtakrafa fer í 8% sé þetta búið mál hjá Spáni.
Ítalía þolir ekki eins háa kröfu, en dreifing greiðsludaga þíðir víst að það tekur nokkurn tíma fyrir Ítalíu að verða uppiskroppa með peninga - nema auðvitað að bankar fari að rúlla. "Then bets are off".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.7.2011 kl. 21:51
Voru svo ekki einhverjar fréttir af því að prófin hafi verið hönnuð til að fá ákveðnar niðurstöður amk. hvað varðar Grikkland, Spán og Ítalíu til að reyna að forða frekara tjóni? Það er amk. mjög ótrúlegt að bankar í þessum löndum komi svona áberandi betur út en td. Þýskir bankar.
Eru ekki flestar líkur sem benda til þess að nýtt hrun sé hafið og núna sé ca. lok fyrsta ársfjórðungs 2008 og ennþá er reynt að fegra tölurnar og þar með 'bulla-sig-út-úr-vandanum' aðferðin reynd til hins ýtrasta nema núna eru það ekki einkabankar sem eru aðal vandinn heldur ríkissjóðir - má ekki bara segja að þetta sé seinni hálfleikur á sama hruninu?
Það er amk. ekki ástæða til að trúa fjármálaheiminum og stjórnmálamönnum nú sem áður.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 22:06
Það voru sumir a.m.k. í erlendu pressunni skeptískir - sbr. þessar fréttir frá sl. föstud.:
After Only Eight of 90 Lenders Flunk, Skeptics Question Rigor of 'Stress Tests'
European banks are set for a day of “chaos” on Monday as investors and analysts derided the latest round of industry stress tests as “inadequate”.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2011 kl. 00:55
Mér fannst alveg "kostuleg" spekin hjá Má Guðmundssyni, í sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi (man ekki á hvorri stöðinni það var enda skiptir það litlu máli)hann sagði um erfiðleikana á evrusvæðinu: "Annað hvort komast evruríkin yfir þessa erfiðleika eða allt fer á versta veg". Þvílíkur spekingur og sjá það út, þegar aðeins eru TVEIR möguleikar að annar hvor þeirra yrði útkoman. Svo stendur fréttamaðurinn alveg stjarfur yfir þessari svakalegu "speki", sem kemur frá manninum.
Jóhann Elíasson, 19.7.2011 kl. 12:31
Viss framför reyndar hjá Má, að vera farinn að sjá það augljósa. Hann stendur sig því betur en megnið af restinni af krötum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.7.2011 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning