Þýskaland gæti bjargað evrunni - með því að yfirgefa hana!

Þetta er ekki ný hugmynd. En, undanfarið hef ég sagt að eina leiðin til að bjarga evrunni sé með því að fara verðbólguleið, þ.e. að verðfella skuldir í Evrum. Seðlaprentun er einmitt ein möguleg leið til þess.

En - sannleikurinn er sá að peningaprentun er eina leiðin til að redda evrunni með núverandi persónum og leikendum öllum innanborðs. En það er einnig unnt að bjarga henni með þeim hætti, að einhverjir núverandi persóna og leikenda, yfirgefi það tiltekna leiksvið.

En það er einmitt unnt að framkvæma verðfall evrunnar með annarri aðferð, en það væri að Þýskaland sjálft segði "bless" við evruna.

Þá verður einnig verðfall skulda í evrum!

Ambrose Evans-Pritchard - A modest proposal for eurozone break-up

 

Best væri þó að búa til 2-gjaldmiðilssvæði!

  • Klárt er að Þjóðverjar munu standa algerlega þverir gegn verðbólgulausn á evrukrýsunni.
  • Þeir munu einnig standa þverir gegn þeirri lausn, að breyta Evrusvæðinu í gegnumsstreymis-klúbb "transfer union".
  • Rökrétt útkoma við "nei" við báðu - er fyrir rest, stjórnlaust hrun Evrusvæðis ásamt fjöldagjaldþrotum banka, og nýrri heimskreppu.

Hinn bóginn, má bjarga málum með því, að fækka Aðildarríkjum evru.

En, málið er að besta reddingin er ekki sú, að löndin í vanda fari -

heldur að hin svokölluðu sterku lönd það geri.

  1. Punkturinn er sá, að ef veiku löndin fara - þá þurfa þau óhjákvæmlega að fara leið ríkisþrots.
  2. Evran myndi styrkjast eitthvað eftir að þau myndu fara.
  3. Vandinn er sá að þá kemur engin lækkun skulda - sterku ríkin sitja uppi með skaðann, þ.s. gjaldþrota ríkin segja sig frá skuldunum, svo þau sterku verða að bera allar þær kerfislægu klyfjar sem safnast hafa upp innan Evrusvæðis. Þá verða þau jafnvel fyrir verulegum íþyngjandi skuldum, sem getur skaðað þeirra framtíðar efnahag.
  4. Getur jafnvel hugsast að eitthvert þeirra yrði gjaldþrota - t.d. Frakkland, en þ.e. ekki endilega svo fjarstæðukennt, ef löndin 5 nú í vanda fara og skuldbindingum tengdum evrukerfinu þarf að viðhalda af færri aðilum, þannig að upphæðir stækki per land.
  5. Svo jafnvel geti sagan svo endurtekið sig aftur - eins og endurtekning af hruni gull-fótsins á sínum tíma.
  • Geri ráð fyrir að sterku löndin myndi nýjan sameiginlegann gjaldmiðil!
  1. Ef sterku löndin fara sbr. Þýskaland, Finnland, Holland, Austurríki, Slóvakía, Flæmingjahluti Belgíu; þá þess í stað verður cirka 30% gengisfall á Evru.
  2. Ef Frakkland ákveður að vera með í hóp hinna sterku landa - eykst gengisfall evru í 50%.
  • Það sem vinnst með þessu er verðfall skulda í evrum - sem öll löndin þá græða á sama hvort þau verða áfram í evru eða fara yfir í nýjan gjaldmiðil.
  • Gengisfall eykur samkeppnishæfni landanna sem eftir verða í evrunni. 
  • Samverkandi áhrif gengislækkunar og skuldalækkunar fyrir lönd í vanda, er að gera þeim mögulegt að vinna á sínum vanda, að komast upp á lappirnar aftur.
  • Sannarlega skaðast nokkuð samkeppnishæfni sterku landanna við gengishækkun nýs sterks gjaldmiðils sbr. evru og aðra gjaldmiðla, en á móti þá njóta þau einnig skuldalækkunar - sem þá mildar það áfall. Síðan, minnkar gengishækkun verðbólgu. Með lækkaðar skuldir geta ríkissjóðir þeirra haft efni á að reka sig með halla til að örva atvinnulífið.


Niðurstaða

Grein Evans-Pritchard varð kveikjan að því að ég setti inn þessar línur. En, ég reikna með því að mikið muni á ganga á mörkuðum í Evrópu mánudaginn 18/7. En eftir er að ganga í gegnum markaði, þeirra viðbrögð við fréttum sl. föstudags um hrikalegt ástand spænska bankakerfisins, en að auki þeirra viðbrögð almennt við niðurstöðum stressprófa stofnana ESB á bönkum starfandi innan ESB.

  • Best að fylgjast stíft með fréttum á mánudag 21/7!

Á fimmtudaginn nk. eða 21/7, á að halda neyðar-leiðtogafund aðildarlanda Evrusvæðis. Ljóst er að vandi Grikklands og annarra ríkja, verður ræddur. Ræddar verða mögulegar og hugsanlegar lausnir.

En, ennþá virðist lítt benda til annars en að þær lausnir sem ræddar verða, muni ganga alltof - alltof skammt.

Því miður verðu "messy" hrun evrusvæðis raunhæfari hætta með degi hverjum. 

Sú stund nálgast hraðar en leiðtogar Evrusvæðis virðast vilja viðurkenna bæði opinberlega og sennilega einnig með sjálfum sér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU er lokaður innri keppnismarkarkarðaur, þar sem Miðstýring EU, persóna að lögum, hefur fullt valdhæfi hvað var sameiginlega utanríkjaviðskipaverslun Meðlima Ríkjanna.  Keppni þessara ríkja er að sýna sem hagstæðan innri - raunríkistekjur [hagvöxt].  Innri raunríkistekjur er í einföldu máli heildar upphæð allra vsk. reikninga.  Á fimm ár tíma bilum er  lagt mat á innri þjóðartekjurnar til að ákveða innra gengi [það eru gömlu myntirnar sem voru teknar úr umferð] og það mat til að ákveða hvað Meðlima Ríkin mega kaupa mikið af evrum til að markaðsetja heima fyrir að Þjóðarseðlabanka kerfinu. Verðbólga má  vera mjög mikill yfir 5 ár eða um 25 %og er mikil núna vegna gífurlegs samdráttar í framboði vöru og þjónust á Mörkuðum Meðlima Ríkja EU síðan. Lissabon samningur kom út að mínu mati, samkvæmt EU er þetta um 30 % frá árinu 2000. Grikkir, Portugalir , Spánverjar, Lettar, Litháar ...  hvað eiga þeira að verðfella, Fyrir EU voru aðal kaupendur þeirra vöru hin Meðlima Ríkin. Frakkar benntu Þjóðverjum á það á sínum tíma að Spánn og Portugal hefuð enga burði til að viðhalda innriþjóðri tekjum símun í keppni við Frakka og Þjóðverja.   Samt tókst Þjóðverjum þegar sossar víð völd í UK og Frakklandi að innlima þessi ríki. Mín skoðun er sú að Þjóðverjar vissu vel að hráefni þeirra og EU heildarinnar væru á þrotum til lengr tíma litið 1957 , 1970 og 2000. Hinsvegar vissi Salazar í Potgal mjög mikiðum um þettavanda má Portugal um fyrir seinni heimstyjöld. Hans svar var að safna safna sem mestu af gulli úr nýlendum til að hafa eilífan reserve buffer, kostir ef þyrfti á fá erlendar lánagreiðlur [Portugal um 1974 var nánast sjálfbært á sínum forsendum] . Þetta gull er það sem Seðlabanki Þjóðverja hefur fengið sem veð í gegnum sína einkabanka sem munu hafa fjármagnað  án raunvaxta en cip-linked alla eiginfjárhagræðingu  í Portugal samfara aðildar um sókn og inngöngu inn í EU.   Allir vita að þjóðverjar hafa alltaf afskrifað mest [safnað mest reserve buffer] þess vegna allaf getað boðið bestu langtíma vexti og krafist bestu veðsafna eða veða. Þeir eiga líka 22% í Seðlabanka EU, 25% í fjárfestinga Banka EU [í þriðja aðila ríkjum]

Í góðærum safna menn forða til að lifa af kreppu, síðan mannkynsaga hófst, hinsvegar er kreppan í EU endalaus núna þar sem engin nema nauðgur viljugur vill selja þeim hráefni. Frönsk vín er það sem vegur þyngst í heildar útflutngi meginlands EU. EU sækist eftir dollurum til að tryggja sig með bráðnauðinlegum frumefna samböndum til geta viðhaldið  nútíma tækni samfélagi. EU í heildina flytur að eigin sögn bara út tækni og fullvinnslu í dag og þessi útflutningur að miklum hluta háður innflutningi hráefna og orku sem á hverjum degi verður erfiðara fyrir EU  að afla sér. Þetta er vítahringur, því minni útflutningur skilar minn tekjum í öðrum myntum en evrum. Landfræðilega og efnahagslega gætu hugsanlega UK og Danir, hætt í EU.  Meiri líkur er að UK hætti vegna sérstöðu sinnar við að fjámagna sig utan EU, og tengsla við USA.  Sterku ríkin verða þau sterkari gegn USA og Kína, nei, en þau verða ekki veikari heldur meðan þau geta stunda lánafyrirgreiðlur  og innheimt skuldir hjá veiku ríkjum EU. Það er keppni milli sossa í EU dag sem alltaf áður. EU sossar er ekki alþjóða sossar eins og Íslenskir. Ekkert líkir sossa-aulunum hér allir mjög hollir sínu Ríki. Einu tekjur sem flest ríki EU hafa er af samvinnu grunni EU. Þar er öll verð fast ákveðinn af Commission eingöngu.  

Júlíus Björnsson, 18.7.2011 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband