13.7.2011 | 22:43
Af hverju er Ítalía í vanda? Útskýring!
Það er búið að vera töluvert væl í opinberum aðilum í Brussel, ríkisstjórn Ítalíu og embættismönnum, ráðherrum annarra ríkisstjórna innan ESB, þingmönnum á Evrópuþinginu, og síðan Lagarde nýorðnum yfirmanni AGS; um að það sé íllskiljanlegt að markaðir séu að beita sér nú gegn Ítalíu.
Sumir hafa jafnvel komið fram með samsæriskenningar, um vonda spákaupmenn sem taki þjóðir niður - eða vísað á matsfyrirtækin, að þau séu þátttakendur í einhverju samsæri. Þetta er óttalegt blaður.
Það er rökrétt að ráðast gegn Ítalíu!
- Það að ríkissjóður lands skuldi 120% af þjóðarframleiðslu - er einfaldlega ekki lítið. Og skuldastaða ríkissjóðs Ítalíu, hefur verið smá versnandi sl. 15-20 ár og - þó svo það virðist lengi hafa gengið, þá er þolinmæði aðila ekki án takmarkana. Sérstaklega þegar allt útlit er enn fyrir að þær séu áfram að aukast inn í framtíðina. Munum einnig að í seinni tíð hefur markaðurinn, breytt nokkuð um skoðun á ríkisskuldum - virðist taka þær meira alvarlega.
- Þessi staða víxlverkar við aðra þætti, ekki síst hörmulega hagvaxtargetu. En Ítalía hefur ekki sínt neinn hagvöxt í meir en áratug, og útlit fyrir hagvöxt í framtíðinni er ekki gott. En tölur í júní sl. sýnt smávegis samdrátt í iðnframleiðslu, og sá smávægilegi hagvöxtur er mældist á 1. ársfjórðungi virtist alveg horfinn úr tölum - og hagkerfið komið niður á "0" punkt hagvaxtarlega þ.e. hvorki vöxtur né samdráttur. Hagvaxtargeta skiptir máli, því það dregur úr tekjumöguleikum ríkissjóðs og þannig úr því fjármagni sem sá ríkissjóður hefur til umráða til allra hluta, m.a. til greiðslu af skuldum.
- Þann 7/7 hækkaði Seðlabanki Evrópu vexti, og sú vaxtahækkun hefur samdráttaráhrif á hagkerfi Spánar og Ítalíu, sem er einkar óheppilegt þegar akkúrat nú þau eru hagvaxtarlega á "0".
- Að auki, komu mjög slæmar tölur rétt fyrir sl. helgi frá Bandaríkjunum, sem sýna mjög lélegann hagvöxt í júní, enn lélegri en í maí sem þó þótti mjög slæmur. Tölur yfir hagvöxt í heiminum öllum hafa verið á niðurleið, og þessar tölur frá Bandar. bættu á svartsýni almennt. Þetta spilar einnig inn í.
- Að lokum, og er kostnaður við björgunarsjóðakerfi ESB, sem skiptist niður á aðildarríkin, og eykur þeirra skuldir. Þetta er þáttur sem margir stórlega vanmeta, en atriði sem markaðurinn tekur með í reikninginn, sérstaklega á það við Ítalíu sem er í viðkvæmri stöðu fyrir. En Ítalía sem 3. stærsta hagkerfið innan evru fær stórann skerf af þeirri viðbót í sinn hlut.
- Þannig að það eigi að einhverju leiti við, að lækningin sé að drepa sjúklinginn - þ.e. Evruna.
Eurozone CDO we have a mezzanine problem :Credit Suisse - If this crisis is all about Spain, then it is also all about Italys willingness to be paymaster [we wrote back in January]. And, by extension, the markets willingness to fund Italy if she is a willing paymaster." - "It follows for us and we accept we cannot expect all readers to take this leap with us, let alone all policymakers that the widening in Italy is not due to fears of private-sector participation in Greece, but to fears of can-kicking. To fears of further peripheral public-sector participation "
Það sem greinandi Credit Suisse er að vísa til, er sú staðreynd að Ítalía ber cirka 18% af kostnaðinum við björgunarsjóð ESB, og hann hefur veitt lán til 3-ja landa, og nú aftur lán til Grikklands. Markaðurinn er sennilega einnig farinn að reikna með að Írland - (takið eftir því að Moodie's var að lækka lánshæfi) - þurfi eins og Grikkland, viðbótarlán því Írland muni sennilega ekki geta fjármagnað sig á mörkuðum á næsta ári. Síðan, virðist sem trúverðugleiki lánapakkans til Portúgals sé einnig að dala í augum fjárfesta (minni á lækkun lánshæfis í rusl nýlega).
Svo ofan á allt saman, bætast áhyggjur vegna Spánar - sem myndi þurfa eitthvað um svipað fjármagn og þau lönd sem þegar hafa fengið björgun, hafa fengið samanlagt. Jafnvel meira.
Aðilar eru farnir að reikna með, að allt að 50% af þessum fjármunum muni á endanum tapast.
Því lengur sem könnunni/boltanum er sparkað áfram - því meir lendir á ríkissjóðunum í formi taps. Þ.e. punkturinn, að fjárfestar geti óttast "can kicking".
--------------------------
- Þegar reiknað er með þeirri viðbótarskuld, sem þá bætist á ríkissjóð Ítalíu - þá virðist sem margir séu farnir á álíta, að skuldir Ítalíu séu líklega ekki sjálfbærar.
- Auðvitað gæti Ítalía í neyð - einfaldlega hafnað ábyrgð á þessari skuldbindingu.
- Þá leggst hluti Ítalíu á þá sem eftir eru til að halda uppi kerfinu. Menn hafa bent á, að þá gæti farið að muna all verulega um þetta - t.d. fyrir Frakkland, ef Ítalía hleypur frá borði þegar og ef Spánn kemst í vandræði.
- Nú ef Ítalía er að auki í vandræðum - þá fer álagið á aðra að verða virkilega skuggalegt.
- Skuldir Ítalíu eru cirka 1.840ma.
- Upphæð ábyrgðar veitt af Ítalíu er cirka 80ma..
- Þetta er auðvitað ekki óskaplegt hlutfall heildarskulda Ítalíu, fram að þessu.
- Svo er líka verið að búa til nýjan björgunarsjóð - sem á að taka við af þeim gamla, og vera til staðar til frambúðar. Þá þarf einnig að fjármagna þann sjóð og Ítalía aftur ber sinn umtalsverða skerf.
- Það sem ég er að segja er - að allt er þetta ofangreint samverkandi þættir!
- Og ástandið hefur í augum fjárfesta farið yfir krítískann þröskuld - og "loss of confidence" hefur orðið.
Bendi á ágætt viðtal - Der Spiegel International - 'Punishing Italy Is a Rational Thing to Do'
Reuters - IMF urges 'decisive' steps to cut Italy public debt :""Given the high level of public debt and the current market turbulence, fiscal discipline is a prerequisite for growth," IMF staff report said, adding. "Only sustained growth will reduce the burden of public debt.""
Bloomerg - Draghi Says EU Debt Crisis Is in New Phase :"Europes debt crisis has entered a new phase and policy makers must come up with a clear response to stop the contagion that threatens the regions single currency, said the European Central Banks incoming President Mario Draghi." - Its now necessary for those trying to manage the sovereign crisis to give certainty, to define with clarity the political objectives, the scope of the instruments and the amount of resources available,
"Loss of confidence" er nú staðreynd gagnvart Ítalíu og einnig Spáni!
Fram að þessu, þ.e. í tilvikum Grikklands, Írlands og Portúgals - hefur það alltaf leitt til þess, að viðkomandi ríkjum hefur á endanum verið ítt af mörkuðum, með síhækkandi vaxtakröfu.
Og inngrip Seðlabanka Evrópu hafa ekki dugað til að hindra þá útkomu.
Nú er mun meira í húfi en áður. En það er mjög erfitt að sjá hvernig sjálf Evran getur lifað það af, ef bæði löndin þ.e. Spánn og Ítalía, eru hrakin af mörkuðum.
Þá munu þau ekki geta fengið fjármagn - nema þannig að Seðlabanki Evrópu fari í stórfellt seðlaprentunarferli, til að prenta nægilegt magn evra til að endurlána til ríkissjóða Spánar og Ítalíu.
En, það mun búa til verðbólguvél innan evrusvæðis - sem mun ekki vera umborið af ríkjum eins og þýskalandi nema hugsanlega einhverja skamma hríð - meðan einhverskonar útleið er búin til, hver sem sú þá yrði.
Ein þannig gæti verið, að Þýskaland og nokkur önnur vel stæð búi til nýjan sameiginlegann gjaldmiðil fyrir þau ríki, þannig að núverandi evra verði gjaldmiðill fyrir þær þjóðir sem ekki geta keppt við hinar betur reknar þjóðir.
Þá gæti þróast gjaldmiðils-kerfi í ESB með 2-gjaldmiðlum, þ.e. Norður vs. Suður.
Annar möguleiki væri að ríki í vanda hætti í hinum sameiginlega gjaldmiðli, og aðildarríkjum Evru fækki um þau 5 sem eru í vanda.
Þriðji væri algert hrun, að evran hætti að vera til, öll ríkin taki á ný upp sína gjaldmiðla. Þetta væri stóra hrunið ásamt bankahruni - heimskreppu o.s.frv. Ekki sniðugt.
Skuldatryggingaálag
Nýjar tölur - 17.30 - Markit Itrax Sov - 15/7
Staða Markit Itrax Sov kl. 17.30 13/7 - sveiflur halda áfram í dag - tölur fremst í röð.
Staða Markit Itrax Sov kl. 13.00 13/7 - sveiflur halda áfram í dag.
Staða Markit Itrax Sov kl. 9.30 13/7 - sveiflur halda áfram í dag.
Staða Markit Itrax Sov kl. 17.30
Tölurnar aftast frá kl. 17.30 - næstu tölurnar við frá fyrr í dag, eða 13.00.
Svo koma tölur frá 17.30 í gær og fyrstu tölur kl. 13.00 í gær.
Fyrstu tölur frá því sl. föstudag.
Grikkland...........2.468 / 2.340 / 2.333 / 2.325/ 2.297 / 2.300 / 2.425 / 2.338
Portúgal.............1.140 / 1.085 / 1.085 / 1.050 / 1.090 / 1.125 / 1.190 / 1.078
Írland..................1.120 / 1.060 / 1.065 /1.015 / 970 / 1.005 / 1.125 / 996
Spánn..................349 / 313 / 321 / 320 / 342 / 345 / 370 / 324
Ítalía...................305 / 282 / 291 / 282/ 279 / 302 / 325 / 289
------------------------------------------------
Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)
Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf
Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.
Grikkland............16,86% (16,77 12/7, 17,02 11/7)
Portúgal..............13,36% (13,36 12/7, 13,39 11/7)
Írland.................13,78% (13,35 12/7, 13,38 11/7)
Spánn..................5,75% (5,8 12/7, 6,04 11/7 - 5,56 sl. viku)
Ítalía...................5,48% (5,56 12/7, 5,71 11/7, 5,28 þann 8/7, 5,21 þann 7/7 var 5,08 í 6/7 og 4,99 fyrir 2-vikum)
Ísland..................4,993% (5 ára)
Írland í rusflokk
Bloomberg - Ireland Debt Rating Cut to Junk, Adding Pressure for EU to Contain Crisis :"Moodys Investors Service cut Ireland to Ba1 from Baa3, citing the probability that the country, which received a bailout last year, will need additional official financing and for investors to share in losses before it can return to the private market to borrow. The outlook remains negative, Moodys said in a statement late yesterday."
WSJ.COM - Ireland's Bonds Downgraded to Junk :"Moody's said a key reason for its downgrade of Ireland's bond rating was the growing possibility that Ireland wouldn't return to financial markets at the end of its current bailout at the end of 2013"
Moodie's Statement - Ireland downgraded to Ba1; outlook remains negative
Þetta er búið að liggja í loftinu síðustu vikurnar síðan Portúgal var lækkað í rusl. En það er svo bersýnilegt - sjá CDS fyrir Írland og vaxtakröfu - að Írland er ekki að fara út á markaði fyrir skuldabréf á næsta ári, eins og björgunarplanið ráðgerir. Þetta þýðir að Írland þarf viðbótarlán, eins og Grikkland. Eða, það þarf að lækka skuldir þess - afskrifa.
Þetta er nákvæmlega sama dramað og fyrir Grikkland. En, ennþá er sá kafli þess drama ekki útspilaður í tilviki Grikklands. En, þegar rætt er um áætlanir um viðbótarlán til Grikklands, hljóta menn samtímis vera að velta upp hinum stöðunum einnig.
Það skýrir sennilega þá miklu spennu sem er í því ferli öllu, og hve erfiðlega það hefur gengið fyrir aðildarríki Evru, að ná samkomulagi um aðferðafræði.
En viðbrögð ríkisstjórnanna litast af tilhneygingu til að forðast kostnað. Þess vegna, hafa menn frekar viljað íta málum áfram.
En, nú er allt breytt - vegna hinnar nýju krýsu. Spurning hvort leiðtogar Evrópu hafa hæfileika til að taka réttar ákvarðanir.
En, ekkert fram að þessu, hefur bent til þess að líkur séu á slíku.
Svona til að kóróna allt - Bandaríkin hafa fengið aðvörun!
Moodys Places U.S. on Review for Downgrade As Debt Talks Stall
"Moodys Investors Service put the U.S. under review for a credit rating downgrade as talks to raise the governments $14.3 trillion debt limit stall, adding to concern that political gridlock will lead to a default." - "Treasury Secretary Timothy F. Geithner said he has taken steps to prevent a federal default until Aug. 2, using accounting measures that involve two retirement funds. The U.S. reached its borrowing limit on May 16."
Ft.com - Moodys puts the US on review for possible downgrade :"Some will wonder whether Moodys warning as it ostensibly did in the 1995-6 shutdown will spur politicians into action. We doubt it."
Moodie's Statement - US Governments Aaa placed on review for possible downgrade
Í Bandaríkjunum er "high stakes brinkmanship" í gangi milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hvorugur aðilinn vill gefa eftir. En, í Bandaríkjunum gildir sú regla að alríkið getur ekki tekið nein lán, nema gegn heimild frá þinginu.
Vandinn er sem sagt, að gildandi heimildir alríkisins eru kláraðar, og alríkið þarf frekari heimildir frá þinginu til að skuldsetja þjóðina, vegna hallarekstrar.
En Repúblikanar hafa verið að blokkera veitingu frekari heimilda, heimta mjög stórfelldann niðurskurð + lækkanir skatta. Í reynd að Demókratar og Obama, bakki með þeirra meginstefnu mörkun frá fyrra kjörtímabili, um að auka við stuðningskerfi innan heilbrigðisgeirans sem beinist að almenningi.
Samtímis, vilja Demókratar frekari eyðslu ríkisins - ekki minnkun útgjalda. Það má segja að milli aðila sé gjá, og - annaðhvor þarf að því er virðist að gefast upp.
Bandaríkin eru í reynd ekki gjaldþrota, en þegar alríkið verður loks uppiskroppa með peninga, mun það ekki geta greitt laun né borgað af lánum.
Síðast er þetta átti sér stað á 10. áratugnum, náðist málamiðlun fyrir rest og alríkið greiddi dráttarvexti á skuldir, og það var það.
En óvíst er að það verði skjót lausn, jafnvel þó neyðarástand skapist hjá alríkinu.
Spurning hvaða víxlverkunaráhrif þetta hefur á þá skuldakreppu sem ríkir í Bandar. og Evrópu.
Niðurstaða
Þetta er farið að líkjast einhverskonar síðustu dögum! En fréttir frá Bandaríkjunum, geta ekki annað en aukið á þá óvissu sem ríkir í Evrópu. En, alríkið mun skaðast af þessu - jafnvel þó málamiðlun komi fram ekki löngu eftir að "default" á sér stað, og alríkið greiðir bætur eða dráttarvexti til aðila.
En óhjákvæmilega mun kostnaður þess af skuldum fara upp, a.m.k. um tíma. Það mun þrengja að stöðu þess. Sennilega auka enn á halla.
Bankar og aðrir aðilar sem eiga skuldir, verða því enn kvekktari - sem örugglega mun hafa einhver víxlverkunaráhrif á krýsuna á Evrusvæðinu.
----------------------------
Og "loss of confidence" gagnvart Spáni og Ítalíu, er orðinn hlutur. Einungis virðist spurning um það til hvaða drakonískra aðgerða er unnt að grípa.
Ein þeirra væri, að heimila Seðlabanka Evrópu að fara í stórfellda seðlaprentun - sambærilega við þ.s. "Fereral Reserve" hefur verið að framkvæma - verðfella Evruna og skuldirnar um leið.
En, þá þarf Seðlabankinn að snúa alveg við blaðinu, og hverfa frá vaxtahækkunarferli. Þess í stað fella vexti aftur í "0" og svo að auki, fara að örva með stöðugri prentun.
Því myndi fylgja veruleg verðbólga og umtalsverð hækkun bankavaxta.
Það er þó örðugt að sjá að Þjóðverjar myndu sætta sig við slíkt.
Þá er einungis eftir, að þjóðirnar ábyrgist skuldirnar sameiginlega. Þannig að fjársterku þjóðirnar taki að sér að ábyrgjast að allar skuldir verði greiddar - sem ríkissjóðir innan Evrusvæðis skulda.
En, það er einnig mjög ólíklegt að Þjóðverjar verði til í.
Svo það virðist stefna í að Evran brotni upp - kannski með algeru hruni - kannski með brotthvarfi ríkja í vanda - kannski með því að sterkari ríkin sjálf fari og stofni nýjan gjaldmiðil.
---------------------------
Þá er ein leið - köllum hana C - að sterkari ríkin einfaldlega aðstoði ríkin í vanda, við það að taka á ný upp sína gömlu gjaldmiðla. Slík aðgerð gæti verið ódýrasta leiðin - eins og nú er komið.
Ps. Útboðið sem töluverð spenna var gagnvart, er búið að fara fram:
Italy pays record rates at bond sale :"The 1.25bn five-year bond sale was nearly two times subscribed, while the yield, at 4.93 per cent, was the highest paid at auction in three years."
Sbr. sölu ísl. ríkisins fyrr í sumar á 5 ára bréfum skv. verðinu 4,993%.
Það ætti ekki að vera mögulegt fyrir ísl. ríkið - einungis rétt svo með nægann gjaldeyrisafgang fyrir afborgunum eða ef ég man rétt töluna nettó afgang 1,3% á sl. ári, með vandræðing tengd höftunum enn hangandi yfir og bersýnilega verulegur kostnaður framundan við það verk að vinda ofan af þeim; að fá nærri því sama verð fyrir skuldabréf og Ítalía, 3. stærsta hagkerfi Evrusvæðis.
En svona er þetta, þetta er verðið sem Ítalía borgar fyrir Evruna, það að afhenda seðlaprentunarvaldið til sameiginlegrar stofnunar - fá úthlutað takmörkuðu magni peninga, sem þegar við áttum okkur á því að frelsi ríkir um fjármagnsflutninga þíðir að land starfandi innan Evru getur lent í lausafjárþröng ef fé streymir úr landi og líkt með banka lent í að eiga ekki peninga fyrir greiðslum. Lönd innan Evru geta tekið rektrarlán hjá seðlabankanum sameiginlega en þau eru ekki frýtt - skuld safnast þá upp innan kerfisins og það gegnur ekki til lengdar. Að auki þarf að borga af henni. Þetta leiðir að lokum til "loss of confidence" - að markaðir fara að spá viðkomandi þjóð falli svona eins og bankar geta lents í, við sáum í sambandi við okkar banka áður en þeir hrundu.
Dásamlegt kerfi ekki satt, að endurreisa hættuna á "sovereign default" hjá svokölluðum þróuðum löndum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.7.2011 kl. 16:51 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir þá sem skilja ekki frjálsan markað í framkvæmda, gildir að í ríkum, svæðum þar sem tekjur almennra neytenda hækka, þá eykst eftirspurn neyslu og þjónustu eininga hjá almenningi [ekki vöxtum og sköttum hjá þessum neytenda hópi], það skilar sér í aukinni eingasölu hjá vsk fyrirtækjum haldist aukning í meira en 60 mán. telst raunvöxtur, það sem skilar sér í hækkun á veltu er hinsvegar hagvöxtur. Í dag spá fagaðilar raunvaxtatekjum í skammtíma fjárfestingu í Kína, Indlandi og Brsilíu meðal annars í samræmi. Í EU er öllu langtíma verðtyggingum [skila ekki raunvöxtum ] í efnahag Meðlima Ríkjanna lokið. AGS getur stað fest að það eru tekjur almenning í 3. heiminum sem eru á leið upp og þær á leið niður hjá almenningi á Vesturlöndum. Það vantar hráefni til að tryggja aukningu framleiðslunnar. Ítalir eiga eignir í Seðlabannka EU sem Þjóðverjar og Frakkar og UK gætu tekið yfir eða það gerist sjálfkrafa ef Ítalir standa sig ekki í að viðhalda sínum GDP í samburði við Þjóðverja, Frakka og UK. Ríkin opnuð fyrir verðtryggingingar í sínum efnahagsgrunnum, það kostaði enga raunvexti en örugg langtíma veðsöfn. Stjórnmálmennirnir og hagfræðinga pæla bara í skammtíma hagvexti og þar liggja mistökin, skólbyggingar og nýjar blokkir og nýjir vegir þurfa ekki að skila langtíma arði. Lán sem vöru verðtryggð á raunvaxta í þessum ríkum í gervi hagvexti eru nú orðinn dýrkeypt í neikvæðum raunhagvexti, minnkandi framleiðslu og eftirspurnar almennings. Alheims raunvöxtur í samburði er eignlega 0 og ríki sem eru yfir meðaltali í samburði sýna jákvæðan raunhagvöxt, en hin neikvæðan. Annars er ekki hægt að jafna tekjur sauðanna yfir alla jörðina.
Júlíus Björnsson, 14.7.2011 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning