Skuldatryggingaálag og vaxtakrafa innan Evrusvæðis í nýjum hæðum! Er Evran að falla?

Sérstaklega virðist fókus ótta fjárfesta hafa verið á Ítalíu í gær, en þar féllu hlutabréf banka stórt. Verðbréfamarkaðir féllu á Evrusvæðinu. Bandaríkjunum einnig. Evran féll gagnvart dollar og áhugavert, féll gagnvart svissneska frankanum niður á lægsta verð nokkru sinni í svissneskum frönkum.

Merkilega þá lækkaði vaxtakrafa bæði fyrir bandar. og þýsk ríkisbréf. 

Vaxtakrafa fyrir ríkisbréf á Evrusvæðinu hækkaði að auki - svo og skuldatryggingaálag. Báðar stærðirnar virðast standa í nýju meti!

Reuters - Italy woes hit stocks, euro, boost bonds

Bloomberg - Stocks Fall, Euro Drops on Crisis Concerns

FT.com - Eurozone contagion panic grips investors :"“Contagion was the word on everyone’s lips as the eurozone debt crisis threatens to envelop the periphery,” Gavan Nolan of Markit...."Nicholas Spiro of Spiro Sovereign Strategy: “In terms of the threat posed by contagion, this is the most critical period since the debt crisis erupted in April 2010.""

Evrukrýsan í nýju hámarki - skilaboð markaða skýr til forystu Evrusvæðis, gerir eitthvað í málum strax! Annars gerist eitthvað raunverulega alvarlegt!

 

Þróun skuldatryggingaálags

EURO GOVT-Italy CDS hits record high before emergency meeting

Italy Leads Surge in Sovereign Debt Risk to Record on Contagion

FT.Alphaville 

Aftur nýjar tölur - 17.30 Alphaville frá Markit Itrax Sov, 12/7.

Nýrri tölur frá Alphaville - aftast þ.e. tölur frá í dag - 13.00

Tölur frá því í gær - við lokun markaða!

Tölur frá fyrriparti dagins í gær!

**Inni í sviga fyrir aftan hvað álit markaðanna þíðir**

*Skv. Alphaville sem byrtir Markit Itrax tölur var CDS komið enn hærra sjá seinni tölurnar.

Grikkland...........2.297 (86% probability of default within five years) / 2.300 / 2.425 2.338

Portúgal.............1.090 (61% probability of default within five years) / 1.125 / 1.190 / 1.078

Írland..................970 (56% probability of default within five years) / 1.005 / 1.125 / 996

Spánn..................342 / 345 / 370 / 324

Ítalía...................279 / 302 / 325 / 289

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)

Ég setti tölur inn fyrir Ísland - svona til gamans - en eins og allir vita, þá búa öll ofangreind lönd fyrir utan Ísland, við það ótrúlega og óskaplega - sannarlega stórfenglega einnig - hagræði, af því að hafa Evru; meðan Ísland býr við það óskaplega óhagræði og helsi, að búa við krónu.

Ég segi það barasta - það er svo klárt að við eigum að taka upp Evru, og það helst strax í gær, til að njóta ávaxtanna - alls gróðans af henni - hinna stórfellt auknu tækifæra sem henni myndi fylgja :)

 

Þróun vaxtakröfu fyrir 10 ára ríkisbréf

Italian, Spanish, Portuguese Bonds Slump on Contagion Threat

Ísland seldi 5 ára bréf, vaxtakrafa 10 ára er vanalega nokkuð hærri - á bilinu 0,5-1% vanalega.

Grikkland............17,02%

Portúgal..............13,39%

Írland.................13,38%

Spánn..................6,04% (5,56 sl. viku)

Ítalía...................5,71% (5,28 þann 8/7, 5,21 þann 7/7 var 5,08 í 6/7 og 4,99 í sl. viku.)

Ísland..................4,993% (5 ára)

Aðild að Evru leiðir til meira trausts - það er krystal klárt af ofangreindum tölum, ekki satt :)

 

Hver voru viðbrögð ráðherra EBS? Við ætlum að íhuga að gera eitthvað!

Ecofin June 11. Statement

Eins og sést af lestri yfrlísingarinnar er hún fremur óljós.

En skv. henni virðast menn farnir að vakna eitthvað til lífsins um að Grikkland virkilega ráði ekki við núverandi stöðu.

Markets rocked as debt crisis deepens :"Late on Monday night, the ministers attempted to respond to the pressure, announcing at the close of an eight-hour meeting that they had reopened the possibility of using the eurozone’s €440bn bail-out fund to repurchase Greek debt on the open market."

Ekki kemur með nokkrum hætti skýrt fram í orðalagi ályktunarinnar, að þetta sé rétt hjá Financial Times. En, ef þetta er það sem meint er með óljósu orðlalagi þá getur það gert nokkuð gagn, að ef nýjum björgunarsjóð eða núverandi, verður heimilað að lána Grikkjum til að framkvæma endurkaup á eigin skuldabréfum, áður útgefnum.

EU Revives Buyback Idea as Crisis Hits Italy :"With Greek 10-year debt fetching less than 55 cents on the euro, buybacks were forced back onto the table by the Institute of International Finance, a group representing more than 400 banks and insurers that has tried to broker an accord on the French proposal."

Miðað við þessar upplýsingar, gæti verið mögulegt fyrir björgunarsjóðinn að lána Grikkjum til að endurkaupa bréf skv. tilboði um 65-70% af nafnvirði.

Sem myndi þá gefa 30-35% lækkun upphaflegs nafnvirðis skuldar.

En, það var einungis samþykkt að taka mál til frekari skoðunar - STERKT :)

 

Niðurstaða --> Róm er að brenna!

Markaðir eru í paník - og ég meina paník.

European banking sector left battered :"Indeed, investors ap­peared to be in panic mode, with selling reminiscent of the post-Lehman Brothers financial crisis."

Hrun var langmest hjá ítölskum bönkum, sbr. UniCredit niður 6,3% ofan á 20% fall sl. föstud. Intesa Sanpaolo niður 7,7% ofan á 13,3% sl. viku. Bréf banka víðsvegar um Evrusvæðið féllu einnig. 

En gríðarleg hækkun skuldatrygginga vekur mesta athygli. Þær voru klárt enn að hækka seinnipart dags, eins og nýrri tölur frá Ft.Alphaville sýna. Spurning hvað gerist á morgun þ.e. 12/7.

En, ég get ekki séð, að niðurstaða Ecofin fundar fjármálaráðherra Evrusvæðis í gær, geti dugað til að róa markaðinn. Svo aum var hún.

Sannarlega er hækkun vaxta-álags áhugavert einnig.

--------------------------------

Er Evran við það að falla?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Er Evran við það að falla?""

Dööö   

Guðmundur Jónsson, 12.7.2011 kl. 10:17

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínu mati er ekki nokkur spurning að evran er að falla, spurningin er hversu alvarlegt það fall verður fyrir efnahagskerfi heimsins?????????????

Jóhann Elíasson, 12.7.2011 kl. 10:35

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Heimskreppa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.7.2011 kl. 12:01

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Heimskreppa ? Nei, það efast ég um en það fer vissulega eftir viðbrögðum hinna risanna eins og  Kína, Bandaríkunum og Rússum.  Ef þeir bregðast jafn vitlaust við og gert hefur verið í ESB síðustu ár þá er ekki von á góðu. 

Sama má lík segja um kreppuna í ESB ef menn taka réttar ákvarðani á næstu dögum þá er ekki víst að þetta verði mjög sæm kreppa nema bara í  evrum talið , en það eru jú bara tölur á blaði sem auðvelt er að laga ekki satt.  Þannig er þetta eiginlega frekar endir krepunar í ESB en upphaf.

Guðmundur Jónsson, 12.7.2011 kl. 12:25

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - skoðaðu aftur tölur um skuldatrygginga-álag, en það hefur aftur hækkað þ.s. af er degi í dag, en tölurnar eru frá kl. 13.00 frá Markit Itrax Sov.

Gaman að bera þetta samann. Sýnir hve þróunin er ótrúleg.

Það verður heimskreppa vegna tjóns, sem bandar. bankar verða einnig fyrir. En þeir hafa verið mjög duglegir við að selja skuldatryggingar, kvá eiga hátt hlutfall þeirra. Að auki hafa þeir verið þátttakendur í fjármögnunarmarkaði banka þ.e. þeim markaðir þ.s. bankar lána öðrum bönkum. Svo má ekki gleyma hagkerfissamdrættinum sem mun verða verulegur í Evrópu a.m.k. framanaf áður en viðsnúningur hefst, sem mun valda tjóni hjá kínv. og örugglega munu kanar einnig finna fyrir því tjóni einnig. Svo má ekki gleyma að evr. fyrirtæki fjárfesta mikið í Bandar. og úr þeim fjárfestingum mun draga. Á einnig við í Kína að þar eru evr. fyrirt. að fjárfesta mikið, úr því mun draga a.m.k. um tíma.

Lagt saman, viðsnúningur í "global" samdrátt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.7.2011 kl. 12:32

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gold In Euros At New Record As Fears Of European Contagion Get Worse

Equities internationally and bonds in Greece, Ireland, Spain and Italy have fallen this morning while gold rose to new record nominal highs in euros and pounds

Europe considers Greek default, leaders to meet

Dutch Finance Minister Jan Kees de Jager said on Tuesday euro zone finance ministers had effectively accepted that if they wanted to have the private sector involved in a second bailout of Greece, a selective debt default was likely, despite the European Central Bank's vehement opposition to such a move.

China's Bailout Of Europe Has Started, As The PBOC Joins The SNB

While overnight trading action was set to recreate the panic from September 15, 2008, suddenly something changed. That something? China.

The First Central Bank War is now officially on.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2011 kl. 17:33

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Miðað við síðustu fréttir, virðist sem að verð hafi skriðið aðeins til baka sbr. síðustu tölur yfir CDS - sjá að ofan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.7.2011 kl. 18:16

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Aðeins hefur verið lengt í hengingarólinni en falli evrunnar hefur síður en svo verið afstýrt, vandinn eykst bara eftir því sem lengri tími líður þar til menn viðurkenna hvað er að gerast og afleiðingarnar verða verri..............

Jóhann Elíasson, 12.7.2011 kl. 19:39

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta virðist hafa verið vegna inngripsaðgerða Seðlabanka Evrópu, sjá nýja færslu sem ég var að setja á vefinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.7.2011 kl. 20:59

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Plunge Protection Team" að störfum beggja vegna Atlantsála?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 01:58

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Örugglega - vegna innbyrðis tengsla hagkerfanna "for good or bad" þá á það fornkveðna við "sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér".

Fall Evrunnar dregur alveg örugglega bandar. hagkerfið einnig niður í kreppu. Ástandið verður síðan væntanlega kallað "heimskreppan" þ.e. sú fyrri falli í skuggann.

En Kína fær þá að kynnast því sem kom fyrir Bandar. á 4. áratugnum, að þegar eftirspurn hrynur í löndum sem þú flytur út til, lendir þú einnig í vandræðum.

Sennilega bregst Kína við, með því að færa sig aftur til baka til lögregluríkis, gæti fengið fasísk einkenni með þjóðernis popúlísku ívafi, sem væri slæmur kokteill.

Fyrir Bandar. væri kreppan á vissan hátt einnig tækifæri til endurmats, en mig grunar að "manufacturing" myndi skila sér nokkuð til baka, en gríðarlegt atvinnuleysi myndi valda verulegu hruni launa. Eitthvað svipað gæti gerst í Evr.

Sennileg afleiðing, að heimurinn brotnar upp í viðskiptablokkir, vesturlönd sennilega myndu nokkurn veginn hanga saman, nema Evrópa velji í staðinn bandal. v. Rússa. Þ.e. hugsanl. alternatív útkoma.

Þá gæti Evr.+Rússl. verið eitt veldi, Bandar. + bandamenn annað, Kína + undirsátar það þriðja, Indland er spurningamerki. Einnig Brasilía. Hvorugt þeirra nægilega öflugt eitt og sér, en spurning hvaða bandamenn.

Hvar við lendum, fer sennilega eftir því hvort við göngum inn í ESB, eða ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.7.2011 kl. 02:25

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Meginland Evrópu auðvitað, drottnað af þjóðverjum. Bretar kannski Skandinavíulönd, myndu halla sér sennilega að könum.

'

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.7.2011 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 856020

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband