7.7.2011 | 13:58
Seðlabanki Evrópu hækkar vexti út 1,25% í 1,5%
Það staðfestist sem flestir analistar héldu, að Seðlabanki Evrópu myndi hækka stýrivexti Evrusvæðis um 0,25%. Sannarlega eru þeir stýrivextir ennþá lágir, í sögulegu samhengi. Það þíðir þannig séð, að lágir vextir eru að styðja við "economic activity" þ.e. hvetjandi fyrir hagkerfin eða heildarhagkerfið.
En, í yfirlísingu stjórnar Seðlabanka Evrópu kemur ekkert fram um Evrukrýsuna né að það sé yfirleitt Evrukrýsa í gangi, nema almenn hvatning til ríkja sem hafi skuldavanda annars vegar og hins vegar tekjuhalla vanda, að fylgja fram áætlunum um niðurskurð annars vegar og hins vegar áætlunum um skipulagsbreytingar innan hagkerfanna til að stuðla að endurkomu hagvaxtar.
Mér finnst svona almenn skírskotun alls ónóg!
En Seðlabankinn hefur aldrei staðið frammi fyrir svo alvarlegum vanda:
- Tiltekin lönd eru raungjaldþrota og þurfa vexti helst á "0". Að auki, myndi gengislækkun gagnast þeim.
- Önnur lönd, eru á sama tíma, að krefjast vaxtahækkunar og gengishækkunar einnig, vegna þess að þar er verðbólguspenna - alveg nægur hagvöxtur og á sama tíma, ekki efnahagskrýsa né skuldakrýsa.
- Það er eiginlega ómögulegt að finna milli-veg. En þessi litla vaxtahækkun, eykur vanda landanna í vanda - á sama tíma, að hún er í reynd ekki næg, til að ná fram þeirri lækkun á verðbólguvæntingum sem land eins og Þýskaland heimtar.
- "Based on its regular economic and monetary analyses, the Governing Council decided to increase the key ECB interest rates by 25 basis points, after raising rates by 25 basis points in April 2011 from historically low levels."
- "The further adjustment of the current accommodative monetary policy stance is warranted in the light of upside risks to price stability."
- "All in all, it is essential that the recent price developments do not give rise to broad-based inflationary pressures over the medium term."
- "Our decision will contribute to keeping inflation expectations in the euro area firmly anchored in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2% over the medium term."
- "Such anchoring is a prerequisite for monetary policy to contribute to economic growth in the euro area. "
- "At the same time, interest rates across the entire maturity spectrum remain low. Thus, our monetary policy stance remains accommodative, lending support to economic activity and job creation."
- "As expected, recent economic data indicate some deceleration in the pace of economic growth in the second quarter of 2011. While the underlying momentum of economic growth in the euro area continues to be positive, uncertainty remains elevated. We will continue to monitor very closely all developments with respect to upside risks to price stability."
The positive underlying momentum of economic activity in the euro area remains in place. Euro area exports should continue to be supported by the ongoing expansion in the world economy. At the same time, taking into account the present level of business confidence in the euro area, private sector domestic demand should contribute to economic growth. However, activity is expected to continue to be dampened somewhat by the process of balance sheet adjustment in various sectors."
Eins og þið sjáið virðat þeir ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni hagvaxtarlega, en vandi við þetta hjá þeim er að sýn þeirra er heildræn - en staða ríkja innna Evrusvæðis, er gríðarlega misjöfn um þessar mundir.
- Að horfa bara á meðaltöl, getur blindað mönnum sýn á alvarlega undirliggjandi þætti.
- Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Írlandi og Portúgal.
- Það er einmitt staða þeirra sem ég legg áherslu á.
- Vaxtahækkunarferli ofan í vanda Grikklands, Írlands og Portúgals, og að auki ofan í viðkvæma stöðu Ítalíu og Spánar; getur reynst vera glapræði.
- En vextir munu auka vanda þeirra fjölmörgu skuldugu aðila innan þeirra hagkerfa, og hafa því samdráttaraukandi áhrif.
- Að auki, er vaxtahækkunin líkleg til að stuðla að gengishækkun Evru vs. Dollar, Jen og Pund, þ.s. vextir eru mjög lágir í Bandar., Bretlandi og Japan og verða áfram. Þetta munu margir Evrusinnar í fávisku taka sem vísbendingu um styrk Evrunnar. En, þessi hækkun getur verið mjög Firrískur sigur í þeim skilningi, því hún mun draga úr samkeppnishæfni atvinnuvega ríkjanna í vanda, auk Ítalíu og Spánar.
- Lagt saman, þ.s. Spánn og Ítalía virðast í hreinni kyrrstöðu nú - gæti vaxtahækkunarferli Seðlabanka Evrópu, ítt þeim löndum alla leið yfir í samdrátt.
- Ef það gerist, þá fara markaðir fyrir alvöru að veðja gegn þeim.
- En vaxtakrafa þeirra er þegar óþægilega há fyrir 10. ára bréf.
- Ef Ítalía fer - getur það reynst raunverulegt banamein Evrunnar sbr. 1.800ma. skuldir ríkissjóðs Ítalíu.
- Spánn 5.56%
- Ítalía 5.08 hækkun úr 4,99%
- Ekki víst að þessi hækkun Seðlabanka Evrópu ein og sér geri útslagið, en ECB virðist á hækkunarferli, og frekari hækkanir eru líklegar.
- Crunch gæti þá komið í haust - en mér lýst ef eitthvað er enn verr á stöðu Ítalíu.
- Ítalía er fíllinn í postulínsbúðinni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2011 kl. 13:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kalifornía fór á hausinn 2009 og skv. yfirlýsingu frá Obama verða Bandaríkin í greiðsluþroti í haust ef ekkert verður að gert.
Í löngu viðtali við Clinton sagði hann að vandræði Bandaríkjanna væru ekkert minni en Evrópu og hugsanlega stærri, því þeir hefðu ekkert ríki eins og Þýskaland, þar sem verulegur hagvöxtur væri.
Af hverju minnast ESB-andstæðingar aldrei á þessar staðreyndir?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.7.2011 kl. 16:34
Guðbjörn -l estu eftirfarandi grein eftir prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven, og heitir greinin The Governance of a Fragile Eurozone.
Það er gríðarlega mikill munur á möguleikum Bandaríkjanna, um það hvernig þau geta tekið á vanda eins og vanda Kaliforníu, og hvernig Evrópa getur slíkt hið sama.
Sem dæmi, getur Federal Reserve einfaldlega prentað dollara og veitt Kaliforníu ódýr lán, og ef það dugar ekki, getur alríkisstjórnin tekið yfir hluta skulda Kaliforníu.
Alríkisstjórnin hefur í sögu Bandar. beitt slíkum úrræðum.
Og Bandaríkin geta ekki orðið gjaldþrota - en aðildarríki Evru getur - sjá grein Grauwe. Í reynd, geta einstök fylki Bandar. ekki heldur orðið gjaldþrota, því alríkisstj. og Federal Reserve hafa í gegnum sögu sína, alltaf sín vilja til að prenta sig út úr slíkum vanda.
Það virkar þá þannig sbr. QE1 og QE2 og kannski QE3, að alríkisstj. verðfellir dollarinn viljandi, ef hún telur sig þurfa. Það í reynd "in effect" er greiðsluþrot. En, Bandaríkin leggja þá kostnað af því á herðar þeirra sem eiga skuldir Bandar.
Að sjálfsögðu munu þau gera slíkt.
----------------------
Ef Evrópa myndi samþykkja, að gefa út sameiginleg Evrubréf með sameiginlegri ábyrgð allra ríkjanna, þá gæti Evrópa framkallað sambærilega getu til að koma einstökum aðildarríkjum til aðstoðar.
Fram að þessu hafa hugmyndir um slíkt verið "anathema" í Þýskalandi.
Evrópa getur bjargað Evrunni ef aðildarríkin eru til í að beita þeim úrræðum sem duga til, og þá getur hún einnig beitt trikki Bandar. að framkalla verðfall með prentun.
Auka og auka peningamagn, klassísk afleiðing er verðbólga og gengisfall en á móti, getur þessi aðferð dugað til að prenta sig úr skuldum.
Evrópa gæti spilað þann leik, taka sameiginlega ábyrgð á skuldum aðildarlandanna og svo setja prentverkið á útopnu.
------------------
Spurning hverju menn þora!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.7.2011 kl. 18:49
Þetta greiðsluþrot alríkisstj. er innalandspólitískt mál, en Bandar. þing þarf einu sinni eða hvort það er tvisvar sinnum á ári, að samþykkja fjárlög alríkisins. Samhliða, er veitt heimild til frekari lántaka.
Heimildir alríkisstj. renna út og hún þarf nýjar frá þinginu. En, deilur standa á milli fylkinga á þinginu, þ.s. önnur gerir sig líklega til að neita alríkisstj. um slíkar heimildir nema framkv. verði tilteknar niðurskurðaraðgerði, sem Obama vill ekki framkv.
Þetta hefur reyndar gerst einu sinni áður í sögu Bandar. þ.e. á 20. öld, hef ekki árið, en þetta hafði ekki miklar afleiðingar þá. Alríkisstj. borgaði eigendum lána skapabætur fyrir seinar greiðslur þ.e. dráttarvexti. Og það var það.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.7.2011 kl. 18:53
Einar þú gleymdir að minnast á að hækkun þessi er uppá 20% frá því sem var, það átta sig ekki allir á því hve hækkunin er mikil þegar sagt er 1,25 í 1,50, það er aðeins o,25, en er í raun margföldun á vöxtum uppá o,20 ?, og er ekki vatthækkunin frá áramótum þá komin í 50% ?, ef slíkar hækkanir hringja ekki einhverjum bjöllum hjá peningamenntuðum og háskólamenntuðum mönnum, þá fer kuldahrollur um mig, grunskólamentaðan?, ég borgaði nefnilega með öðrum háskólanámið þeirra.
Magnús Jónsson, 8.7.2011 kl. 02:13
Sannarlega er það 50% hækkun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.7.2011 kl. 12:09
Bandaríkin hafa tvo aðal atriði á sínu bandi. það fyrsta er, að þeir neituðu að greiða Evrópu. Það annað er Kína. Auka atriði, en jafnframt mikilvægt atriði, er að þeir stjórna dreifingu olíu.
Það sem einnig er áhugavert af þessu riti þínu, er að það sýnir þver öfugt miðað við það sem fólk hefur upplifað á þessu tímabili. Þegar riti sýnir að allt er fyrir neðan "núll", þá upplifir fólk betri kjör. Þegar þetta er á uppleið upplifir fólk "hrun"
Eru menn búnir að gleima því, að þegar þetta línurit þitt sýnir kröftuga "uppsveiflu", þá var allsherjar hrun í gangi. Og þegar þetta línurit þitt sýnir "niðursveiflu", þá varð atvinnu og hag aukning meðal fólks.
Ef þetta línurit sýnir "halla" banka og peningafólks, þá eigum við almenningur að berjast fyrir því að þeir fari á hausinn samkvæmt þessu línuriti.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 12:15
eins og svo oft áður, þá vantar í heildarmyndina.
En samkvæmt öllu, þá er það olíuverð sem ræður hérna sögunni. En eins og við vitum, þá fóru bandaríkjamenn í stríð við Ghaddafi, og við það er Olía svolítið minni en annars. Og, eins og ég sagði áður, þá ráða bandaríkjamenn dreifingu olíu, sem er mjög nauðsynleg fyrir iðnaðinn.
The Purchasing Managers' surveys indicate that growth in Jun'11 in the euro zone economy declined markedly from the robust rate of previous months. The decline was particularly steep in the manufacturing sector, in part at least undermined by the disasters in Japan (which disrupted some supply chains) as well as by the surging oil price. In the services sector growth eased for the third successive month but remains around the historic average.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 12:40
Það er ákveðinn sannleikur í þessu hjá þér Bjarne, en hann er sá að "manufacturing" köllum það iðnframleiðslu, að sveiflur þar fylgja ekki nákvæmlega skynjun fólks um kreppu.
En málið er, að þegar framleiðslan dettur niður t.d. á Grikklandi hefur hún hrunið sbr. 2005 um 16,1% er að alltof oft, fer hagkerfið yfir í að lifa á skuldsetningu og það myndast bóluvöxtur.
Oft er reynd, orsakasamhengið sbr. Ísland og Grikkland, að atvinnugreinar hafa orðið ósamkeppnisfærar vegna þess að laun hafa hækkað umfram þ.s. þær ráða við að greiða, svo fyrirtæki fara að draga samann seglin.
En fólk uggir ekki að sér, stjv. gjarnan ekki heldur, meðan bóluvöxturinn varir enn - þ.e. knúinn af skuldsetningu almenning og annarra aðila innan hagkerfisins.
Þetta er óhjákvæmilegur undanfari kreppu, því hrun kemur eiginlega fullkomlega örugglega, síðan er það verður sbr. Ísland eða Bandar. - gengið hefur lækkað eða laun lækkað vegna aukins atvinnuleysis, þá fer framleiðslan aftur að rétta við sér, og já það á sér stað einmitt í botni kreppuskynjunar almennings.
Þetta er ekki undarlegt, það tekur alltaf tíma frá því að iðnaður fer að taka við sér, þangað til að atvinnuleysi fer að skreppa saman, og síðan laun fara að hækka á ný.
Vanalegt viðmið er 2. ár í uppgangi, áður en fólk fer að skynja betri tíð. Getur tekið lengri tíma, sérstaklega ef uppgangurinn er slappur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.7.2011 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning