Starfsmenn Citigroup, telja skuldir gríska ríkisins ná 180% af þjóðarframleiðslu! Ekki of seint að bjarga Evrunni frá hruni!

Þetta kemur fram á vef Financial Times. En, þar má einnig sjá upplýsingar úr skýrslu Credit Suisse um Portúgal. En sérfræðingar Credit Suisse benda á, að ástand mála heilt yfir í Portúgal sé ekki að ráði betra en í á Grikklandi, vegna óskaplegra skulda einka-hagkerfisins sem séu mun meiri að umfangi í staðinn fyrir umfang ríkisskulda á Grikklandi.

 

Það er klárt að afskriftir skulda eru nauðsynlegar!

Credit Suisse - "Our models say that Portugal needs a 30% haircut to its gov. debt...because: a) private sector leverage is 230% of GDP...for comparison 160% of GDP in the US and we assume a third of the cost of getting rid of this excess private sector leverage will be imposed on the government and hence government debt to GDP rises to 134% of GDP by 2014...and b) there has been an absolutely shocking loss of competitiveness. Portugal has a current account deficit of 9% of GDP but has had just 0.5% GDP growth per year over the past decade in spite of the large increase in government spending...we believe that Portugal’s trend rate of growth excluding the government sector is negative and this of course makes the fiscal arithmetic much harder."
 
Þetta mynnir að einherju leiti á vanda atvinnulífsins hér, og einnig almennings, þ.e. krafa er uppi um að létt sé af skuldum, að ríkið þurfi að koma til.
 
Takið eftir niðurstöðu, að á sl. áratug hafi vöxtur atvinnulífs verið neikvæður, það hafi verið útþensla ríkisins sem bætti um og gott betur. Slíkt gengur auðvitað ekki lengi.
 
Nú fer kannski einhver að spyrja hvað skuldir meðal almennings og/eða fyrirtækja komi ríkinu við. En lylikatriðið er geta til vaxtar þ.e. þung skuldabyrði almennings og atvinnulífs, dregur niður fjárfestinga-getu og einnig neislu, þannig mögulegann hagvöxt.
 
Skortur á hagvexti, kemur svo niður á framtíðartekjumöguleikum ríkisins og minnkar greiðslugetu þess gagnvart skuldum, því er niðurstaðan að portúgalska ríkið geti ekki borið þessar skuldir, þurfi 30% beina höfuðstóls-lækkun.
 
 
Citigroup - "assumptions...are:...fiscal tightening between 2011 and 2014...10.8 per cent of GDP in Greece, 8.3 per cent in Portugal, 7.3 per cent in Ireland and 5.7 per cent in Spain; interest cost of new funding rising from close to 5 per cent to 5.6 per cent in 2014 for Greece, Portugal and Ireland"
  • Citi gerir ráð fyrir umtalsverðum niðurskurðar-aðgerðum, en samt þróist skuldastaðan í þessa átt.
  • Þeir sjá enga lækkun skulda miðað við þessar forsendur nokkurs staðar á sjóndeildarhringnum.
 
Þetta fittar vel við niðurstöðu sérfræðings Credit Suisse um Portúgal, en skv. sérfræðingum Citi verða skuldir ríkissjóða eftirfarandi ríkja árið 2014:
  • Portúgal 135%
  • Írland 145%
  • Grikkland 180%
  • Fyrir ríkisskuldir við árslok 2014.
Í seinni greininni er bent á að AGS skv. reglum samþykki aldrei niðurfærslu skuldar við sig, þannig að skuldir við AGS komi ekki til greina til afskrifta. Þannig, að þá bitni lækkun á öðrum skuldum, og hækki það hlutfall sem þarf að afskrifa, miðað við útreikning sem myndi ekki taka tillit til þessarar staðreyndar.
 
Að auki er gert ráð fyrir að skuldirnar verði viðráðanlegar við 80%.
 
Að frádregnum skuld við AGS, hækkar afskriftaþörf á rest upp í:
  • Portúgal 45%.
  • Írland 50%.
  • Grikkland 65%.
En, orðalag Citi niðurstöðunnar, er nánar tiltekið að löndin muni geta sókt sér lánsfé á viðráðanlegu verði, þegar skuldir eru komnar niður í 80%.
 
City reiknar einnig dæmi, ef leitast er við að láta einka-aðila eina bera skaðann, þannig að ríkissjóðir neiti að taka á sig tjón, AGS sé einnig undanskilið. Við þetta verði afskriftaþörf:
  • Portúgal 60%
  • Írland 63%
  • Grikkland 97%
Það liggur þó á að framkvæma þessa aðgerð, ef ríkið á að sleppa en því lengur sem frá líður, því hærra verður hlutfall skulda í eigu AGS og skattgreiðenda aðildarríkja ESB í gegnum björgunarsjóðinn. En um mitt næsta ár verða AGS + neyðarsjóður, kominn með meirihluta skulda Grikklands. Svo, að þá þarf að framkvæma aðgerðina helst á þessu ári.
 
Síðan sleppa skattgreiðendur ekki endilega alveg, ef leitast er við að hámarka skaða einka-aðila með þessum hætti, því nokkur fj. þeirra er líklegur að verða fyrir það miklum skaða að þeir muni þurfa að óska eftir aðstoð eigin ríkissjóða - þá vísað til bankastofnana einkum.
 
Martin Wolf: "Only after debt is on a sustainable path is confidence likely to return." - "...present value of the cost of debt must be drastically lowered"..."In its absence, failure...is close to a certainty."
 Ég teka algerlega undir sjónarmið Martin Wolf.
 
 
Vaxtakrafa fyrir 10. ára bréf!
Markaðirnir virðast sammála þessari niðurstöðu, skv. upplýsingum Martin Wolf þá er álag sem þeir krefjast ofan á 10. ára þýsk ríkisskuldabréf fyrir eftirfarandi ríki:
  • Portúgal 8,18%
  • Írland 8,75%
  • Grikkland 13,4%
Samkvæmt fréttum dagsins í dag, var 10. ára vaxtakrafa:
  • Portúgal 11.75% hækkun úr 10.75%
  • Írland (síðast er ég vissi kringum 11%)
  • Grikkland 16.18%
  • Spánn 5.56%
  • Ítalía 5.08 hækkun úr 4,99%
Aukin skynjun markaða vegna Ítalíu veldur klárt áhyggjum vegna óskaplegra skulda Ítalíu, en það kemur til að mikill samdráttur hefur verið í hagvexti á Ítalíu og Spáni í vor og sumar, en Ítalía er meiri ógn því upphæð skulda þeirra er meir en 2-föld upphæð skulda Spánar, kringum 1.800ma.€.
 
 
Hættan sem vaxtahækkunarferli Seðlabanka Evrópu skapar!
  • Ég hef að auki áhyggjur af líklegri vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu þann 7/7 þ.e. á morgun, þegar næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Evrópu er.
  • En vaxtahækkunarferli ofan í vanda Grikklands, Írlands og Portúgals, og að auki ofan í viðkvæma stöðu Ítalíu og Spánar; getur reynst vera glapræði.
  1. En vextir munu auka vanda þeirra fjölmörgu skuldugu aðila innan þeirra hagkerfa, og hafa því samdráttaraukandi áhrif.
  2. Að auki, er vaxtahækkunin líkleg til að stuðla að gengishækkun Evru vs. Dollar, Jen og Pund, þ.s. vextir eru mjög lágir í Bandar., Bretlandi og Japan og verða áfram. Þetta munu margir Evrusinnar í fávisku taka sem vísbendingu um styrk Evrunnar. En, þessi hækkun getur verið mjög Firrískur sigur í þeim skilningi, því hún mun draga úr samkeppnishæfni atvinnuvega ríkjanna í vanda, auk Ítalíu og Spánar.
  • Lagt saman, þ.s. Spánn og Ítalía virðast í hreinni kyrrstöðu nú - gæti vaxtahækkunarferli Seðlabanka Evrópu, ítt þeim löndum alla leið yfir í samdrátt.
  • Ef það gerist, þá fara markaðir fyrir alvöru að veðja gegn þeim.
  • En vaxtakrafa þeirra er þegar óþægilega há fyrir 10. ára bréf.
  • Ef Ítalía fer - getur það reynst raunverulegt banamein Evrunnar sbr. 1.800ma.€ skuldir ríkissjóðs Ítalíu.
  • Ekki víst að þessi hækkun á morgun ein og sér geri útslagið, en ECB virðist á hækkunarferli, og frekari hækkanir eru líklegar.
  • Crunch gæti þá komið í haust!
Bendi á nýlega ræðu Jean-Claude Trichet bankastjóra Seðlabanka Evrópu:
 ""As regards price developments, we are observing continued upward pressure on prices, especially in the earlier stages of the production process. Inflation in the euro area stood at 2.7% in May, after 2.8% in April." - "Risks to the medium-term outlook for price developments continue to be on the upside." - "As you are aware, we are strongly determined to secure that inflation expectations remain firmly in line with our aim of keeping inflation rates below, but close to, 2% over the medium term." - "...as I said in the press conference after the last Governing Council, we see the monetary policy stance as still accommodative and risks to price stability on the upside. Accordingly, I said that we are in a state of strong vigilance and that we stand ready to act in a firm and timely manner to avoid that recent price developments give rise to broad-based inflationary pressures over the medium term."
Eins og sést, er áherslan á upplifun um verðbólguþrýsting, síðan ef lengra er lesið sem menn geta gert ef þeir virkja hlekkinn er gert lítið úr hættunni fyrir hagkerfi í vanda. Eða það finnst mér. Flestir skríbentar erlendis, telja þessa ræðu benda sterklega til vaxtahækkunar á morgun.
 
 
Niðurstaða
Eins og fram hefur komið ríkir mjög alvarleg skuldakreppa á Evrusvæðinu, tiltekin ríki í reynd greiðsluþrota, þó svo líklega sé eitthvað lengur unnt að íta þeim vanda áfram. En, ég er ekki á því að með því að íta honum áfram, skófla meiri peningum á vandann, sé dregið úr hættunni.
 
Mig grunar að því lengur sem ósjálfbært ástand viðhelst, því meiri sé hættan fyrir svæðið allt. En, stöðugt vofir yfir sú hætta, að vandinn magnist og dragi sjálfa Evruna niður með sér. Sú hætta er stöðugt og viðvarandi, meðan ástand ríkja í vanda heldur áfram að vera svo klárt ósjálfbært.
 
Ég held að betra sé að ráðast beint að sjálfbærnis-vandanum, hvað a.m.k. skuldastöðuna varðar, það minnki líkur á því að vandi tiltekinna ríkja magnist yfir í vanda fyrir allt kerfið.
 
Sannarlega verður þá enn til staðar samkeppnishæfnis vandinn, sem einnig er alvarlegur og getur aftur framkallað erfiða skuldastöðu á ný. En, sá er hvort eð er óviðráðanlegur ef ekki er slakað á klónni, en með eftirgjöf skulda getur verið unnt að glíma við þann vanda. Annars nær örugglega ekki.
 
Sumir vilja meina, að ef slakað er á skuldastöðunni, þá minnki þrýstingur á lönd í vanda til að framkvæma tiltekt heima fyrir.
 
En hugsanlega væri unnt að sjá við því, með því að bjóða fyrirgefningu skulda í lotum, þannig að eitt skref fáist gegn uppfyllingu tiltekinna skilyrða alveg eins og um AGS plan væri að ræða, svo komi næsta eftirgjöf að launum fyrir næsta stig árangurs.
 
Þetta væri mun jákvæðari leið þ.e. gulrót í stað refsingar!
 
En, ef áfram fer sem horfir, án stefnubreytingar, þá sé mjög raunveruleg hætta á stjórnlausu hruni - það sé í reynd öruggt einfaldlega ekki unnt að tímasetja það, og slíkt hrun mjög raunverulega geti rústað Evrunni og í framhaldinu skapað heimskreppu.
 
Enn sé ekki of seint að koma í veg fyrir slíkt hrun - en tíminn er ekki endalaus, og ég efast í dag um að mikið sé eftir af slíkum tíma. Talið í mánuðum, ekki árum - ekki viss um að mál haldist út árið.
 
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband