2.7.2011 | 21:02
Mun Seðlabanki Evrópu taka Evrusvæðið fram af hengifluginu?
Af ummælum Jean-Claude Trichet bankastjóra Seðlabanka Evrópu að ráða ætlar Seðlabanki Evrópu að hækka stýrivexi á næsta vaxtaákvörðunardegi þann 7/7 nk., en Trichet lætur af störfum í haust. En bæði Financial Times og Wall Street Journal, telja að ummæli hans bendi í þá átt, að vextir fari upp þann 7. júlí.
Þetta er þá skemmtilegur vinkill í aðstæður á Evrusvæði, þ.s. mjög alvarleg fjármálakrýsa ríkir í tilteknum ríkjum.
30/06/2011 - Speech: Jean-Claude Trichet: Hearing at the Committee on Economic and Monetary Affairs of the European Parliament
""As regards price developments, we are observing continued upward pressure on prices, especially in the earlier stages of the production process. Inflation in the euro area stood at 2.7% in May, after 2.8% in April." - "Risks to the medium-term outlook for price developments continue to be on the upside." - "As you are aware, we are strongly determined to secure that inflation expectations remain firmly in line with our aim of keeping inflation rates below, but close to, 2% over the medium term." - "...as I said in the press conference after the last Governing Council, we see the monetary policy stance as still accommodative and risks to price stability on the upside. Accordingly, I said that we are in a state of strong vigilance and that we stand ready to act in a firm and timely manner to avoid that recent price developments give rise to broad-based inflationary pressures over the medium term."
- Fjármálapressan vill meina að frasinn "strong vigilance" hafi hingað til alltaf gefið sterka vísbendingu um að, næst verði vextir hækkaðir.
- En, öll umræðan hjá honum um peningastjórnunina, bendir til áhyggna af verðbólguþrýstingi.
Sjá:
Financial Times - Trichet signals ECB interest rate rise
"Jean-Claude Trichet, speaking to the European parliament, reiterated that the bank was in a state of strong vigilance a phrase which habitually signals a quarter-point rate rise at the following ECB meeting."
Wall Street Journal -Trichet Against Non-Voluntary 'Debt Action'
"He also indicated that interest rates are very likely to rise at the ECB's upcoming meeting July 7. Mr. Trichet told the European Parliament's committee on economic and monetary affairs in Brussels that the central bank remains of the belief that "strong vigilance" is warranted to combat inflationary pressures."
Áhugaverð tímasetning á vaxtahækkun!
Alvarleg skuldakreppa ríkir í S-Evrópu, 2. ríki þar í ástandi raungjaldþrots, og 2-önnur þ.e. Ítalía og Spánn, í stöðu sem verður að teljast viðkvæm. Þá meina ég, að þau þoli ekki nein stór áföll.
En, fleira áhugavert er að gerast, en skv. nýjustu hagtölum hefur upp á síðkastið hægt mjög á hagvexti og það í öllum ríkjunum, og á Ítalíu - Spáni mældist samdráttur í iðnframleiðslu - heildarvöxtur talinn við "0" á Ítalíu.
Euro-Zone Manufacturing Slows to 18-Month Low
- "Manufacturing in Germany slowed more than expected, to its weakest rate of expansion in 17 months, while France and the U.K. slumped to their worst levels in 22 and 21 months, respectively."
- "Compounding the gloom, manufacturing in Italy, Ireland, Spain and Greece all contracted in June."
- ""Over the past two months, [euro-zone manufacturing] output growth has weakened to the greatest extent since late-2008," Chris Williamson, chief economist at Markit, said in a statement."
- ""We expect the weakness of the Italian economy to become more of an issue going forward," said Ken Wattret, chief euro-zone market economist at BNP Paribas SA."
Will the ECB Still Hike Rates?
- "Slowing world demand is exposing Europes weak domestic economies, aggravated in many cases by harsh austerity plans to haul down fat budget deficits incurred over years of free-spending. There isnt much buffer at home."
- "Retail sales in most countries, including Germany, are slumping as consumer confidence falls victim to the prolonged euro crisis."
Það skildi aldrei vera - að það verði sjálfur Seðlabanki Evrópu - sem gefur "coup de grace" til Evrunnar þ.e. með ílla tímasettri vaxtahækkun, setji af stað þá hrunkeðju sem margir hafa verið að óttast.
En fyrir ríkin í vanda, þá aukast þeirra erfiðleikar ef vaxtahækkunarferli ECB heldur áfram.
En, t.d. á Spáni er megnið af íbúðalánum á breytilegum vöxtum, þannig að vaxtahækkanir skila sér hratt til húsnæðiseigenda, og svo til minnkunar neyslu - fjölgunar vanskila o.s.frv.
Hægir á Spáni, sem þegar glímir við hægann vöxt og gríðarlegt atvinnuleysi, samtímis því að bankakerfið er viðkvæmt - uppfullt af slæmum lánum eftir húsnæðisbólu umliðins áratugar.
Ítalía, eins og sést er þar hagkerfið á brún nýs samdráttar, og þ.e. ef eittvað er Ítalía sem er stóra sprengjan á Evrusvæðinu, með skuldir hátt á 1800ma. meðan Spánn skuldar rúml. 600ma..
Ítalía hefur fram að þessu ekki mikið verið í fókus, en samdráttur hefst þar á ný - getur ótti aukist mjög hratt um greiðslugetu Ítalíu.
Niðurstaða
Annaðhvort er stjórn Seðlabanka Evrópu skipuð einstaklingum sem hafa gaman af stórum veðmálum með mikið í húfi, eða þeir eru staddir andlega séð í fílabeinsturni og sjá ekki þá hættu sem til staðar er.
Ef Seðlabanki Evrópu hækkar nú vexti í annað sinn, ofan í alvarlega skuldakreppu sem einungis getur versnað við slíkar hækkanir, og ofan í vísbendingar um að það sé að hægja mjög á hagvexti í aðildarríkjunum; þá getur einfaldlega það gerst að honum takist að íta Evrópu aftur í kreppu.
Eða a.m.k. S-Evrópu. Í því samhengi viðvarandi spennu vegna Grikklands, Írlands og Portúgals; þá getur slík þróun vart annað en skapað verulega auknar áhyggjur markaða af stöðu Ítalíu og Spánar.
Krýsa í þeim 2-tveim löndum - þá sérstaklega Ítalíu, er atburður sem mjög erfitt er að sjá að Evrusvæðið geti ráðið fram úr.
Þá einfaldlega blasir við hrun.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vandamálið hjá Spáni er líka það að Spænsk fyrirtæki eiga 25% af eignum Portúlgalskra fyrirtækja.
Ómar Gíslason, 2.7.2011 kl. 21:51
Alveg rétt hjá þér. Vandi ríkjanna tveggja á Íberíuskaga getur víxlverkað með óþægilegum hætti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.7.2011 kl. 22:06
Þetta er spurning um pólitík ... ekki raunverulega fjármál. Ég myndi ekki fyrir mitt littla líf, fara eftir hugmyndum Wall Street, eða Financial Times. Við getum þakkað GWB, ásamt Davíð Oddsyni og Útrásarvíkingum að þessi staða sé uppi nú.
Í þessari stöðu, værum við HEPPIN ef við hefðum Stalín við völd. Það þarf járnhnefa til að berja þetta út, og menn með hertan maga sem þora að ganga á móti kananum ef með þarf. Hér er enginn möguleiki á Vigdísi Finnbogardóttur fílósófi, að ekki blanda sér of mikið í málin ... og leifa Alþingi að taka verkfallsréttinn af fólkinu.
Ef menn vilja komast út úr þessu, þarf að vera tilbúinn að fara í stríð ... og ögra bæði Kínverjum, Bandaríkjamönnum, Rússum og Arabaþjóðunum. Evrópa hefur ekkert framundan, nema niðurlagðan iðnað, atvinnuleysi og skuldir ef þeir eru ekki tilbúnir til að "stríða" fyrir sínu, nú.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning