2.7.2011 | 00:43
Svokölluð frönsk áætlun um aðstoð einkabanka við Grikkland - er glæpsamlegur hráskinnaleikur!
Þvílíkar samlíkingar sem fram hafa komið, þ.e. líkt við Brady plan / Brady plan fyrir Grikkland, en fjármagnað af einkaframtaki - einmitt.
Brady planið - en sá var þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna - var mjög rausnarleg lausn sem Bandaríkin buðu fram og sem batt enda á skuldakreppuna í S-Ameríku á sínum tíma. En "Brady bonds" voru skuldabréf sem Bandaríkin veittu eigin ríkisábyrgð fyrir - tóku því þá áhættu að þau myndu falla á þau, en ríkin sem fengu aðstoð í gegnum þá áætlun fengu að skipta skuldum á óhagstæðum kjörum fyrir þessa nýju pappíra. Bankar voru til í þann díl, jafnvel þó skiptin færu oft fram þannig að nokkur afföll færu fram, því ríkisábyrgð Bandar. tryggði litla áhættu og því voru vextir einnig lágir á þeim bréfum. Með þessum skulda-umskiptum, í nokkrum tilfellum einnig beinum höfuðstóls lækkunum, komust fj. ríkja aftur á lappirnar og losnuðu út úr því sem var orðið langvarandi kreppa.
Hvernig virkar planið í reynd?
- Af hverjum 100 sem falla á gjalddaga, þá fær banki sem tekur þátt í planinu 30 en grísk stjórnvöld bara 50. Þær 20 sem upp á vantar, eru trygging sem gríska ríkið mun þurfa að kaupa sem þá fer í kaup á AAA-rated skuldabréfum - sem engir vextir eru greiddir af þannig að gríska ríkið fær enga vexti á móti til að lækka kostnað sinn - sem er planlagt að verði baktryggð af ríkissjóðum Evrusvæðis í gegnum neyðarsjóð Evrusvæðis.
- Eins og kemur fram, er þetta sett þannig upp að Grikkir fái 70 að láni, sem þeir þurfa að borga 5,5% vexti af. En vandinn er sá, þeir fá bara 50 en þurfa að borga vexti af 70. 20 eins og ég sagði er trygging. Ef hagvöxtur fer yfir ákveðið, hækka vexti um 2,5% þ.e. í 8%.
- Investors doubt Greek peace will last - "But because Greece only receives 50 itself but pays interest on the full 70, its implied interest rate for 30 years will be up to 11 per cent."
Participants will invest a minimum of 70% of the principal amount of proceeds received (the "Received Amounts") in new Greek government bonds, resulting in a net debt financing of at least 50% of the Received Amounts for Greece, as described below (the "New GGBpg"):
- Government bonds issued by the Hellenic Republic with a maturity at issue of 30 years;
- With a full principal guarantee by an SPV collateralised by zero-coupon bonds purchased from one or more AAA-rated sovereigns, supranational institutions or European agencies (the "Collateral");
- Bearing interest at a rate of 5.5%[2] plus the yearly Greek GDP growth capped at 2.5% and floored at 0% per annum[3]; and
- Listed on an EU regulated market, but with restricted trading in the New GGBpg until 1st January 2022[4].
----------------------------------------------
- Og samlíkingin við Brady plan byggist á baktryggingunni, sem ESB aðildarþjóðir munu veita fyrir hverjar 20.
- Öfugt við Brady planið, þá felur þessi hugmynd ekki í sér niðurgreiðslu á vaxta-kostnaði. Þvert á móti verður þetta óskaplega dýr aðferð fyrir Grikkland, þannig að þetta snýr algerlega á haus fókus Brady plansins, sem var að létta á skuldabyrði landa í vanda en ekki að létta á bönkum í vanda.
- Þeir sem njóta góðs af þessu eru A)Bankarnir sem þátt taka og B)Ríkisstjórnir innan Evrusvæðis sem spara sér nokkuð lánsfé.
- Þeir sem tapa á þessu er grískur almenningur, sem gerir að sjálfsögðu allan samanburð við "the Brady plan" að algerri háðung. Og til að fullkomna kaldhæðnina, eru ESB sinnar og Evrusinnar hérlendis, farnir að róma þessa leið sem dæmi um hvernig Evrópa aðstoðar eitt fylgiríkja sinna í vanda.
- Ef þetta er dæmi um þeirra vinsemd - þá velti ég fyrir mér hvernig væri þeirra óvinátta :)
Breki. Það hafa vísir menn upplýst, að það geti Grikkir ekki. Þessvegna hafa Þjóðverjar og Frakkar ákveðið að hjálpa þeim með skuldaniðurfærslu. Vandamálin eru fyrst og fremst þeirra eigin, en aðrar þjóðir hafa tekið þátt í að borga mútur, sem hafa aukið skuldir Grikkja. Og banksterabólgan hefur líka kostað sitt.
Ég varð að sína ykkur "commentið" hans Jónasar, svo nokkur leið væri fyrir ykkur að trúa þessu, en hann er þarna einmitt að lofsama þetta plan - ég stórlega efast um það að gamli doktorinn hafi lesið mikið um það.
- Magnað að nota orðið "skuldaniðurfærsla" því skv. þessu plani, ef það gengur fullkomlega upp, þá hækka skuldir gríska ríkisins um 70ma. en hin ríkin spara sér að leggja fram 30ma..
- Það þarf mjög mikinn vilja eða sterka blindu, til að halda því fram að þetta feli í sér skulda-niðurfærslu.
- Einungis í þeim skilningi, að annars væri verið að lána Grikkjum 100ma. en þessi 30ma. sem bankarnir hugsanlega endurlána skv. ofangreindu plani, verða mjög dýrir fyrir Grikki - þ.e. "An indecent proposal - Barclays Capitals Nick Verdi notes that whether or not the proposal actually helps Greek solvency will depend on whether the coupon charged on the new 30-year GGBs is above or below the coupon of outstanding Greek debt, which at the moment is 5.15 per cent on average."
- Raunkostnaður af slíku endurláni, verður langt ofan við meðal-vaxtakosnað núverandi skulda gríska ríkisins þ.e. 5,15% skv. mati Barclays. Þannig, að þetta hækkar vaxtakostnað þeirra - lækkar hann ekki.
Niðurstaða
Mér verður óglatt við þegar ég sé íslenska ESB/Evru-sinna dásama í fullkominni forheimsku þetta franska plan, sem forseti Frakklands í fullkominni kaldhæðni dásamaði um síðustu helgi.
Ég kalla þetta glæpsamlegt. En, ég kalla þetta einnig heimskt. Því með þessu, er að því er virðist ekki nokkur tilraun gerð, til að auka möguleika Grikkja til þess, að endurgreiða.
Trúverðugleiki skuldastöðu Grikklands, minnkar fremur en hitt. Þeir einu sem bæta stöðu sína eru bankarnir sem þátt taka. Þeir fá að auki bakdyra-tryggingu evrópskra skattgreiðenda, í gegnum baktryggingu ríkisstj. Evrusvæðis á hverjum 20 af 100.
Það er ekki furðulegt, að þetta plan virðist samið af frönskum banka.
Skattgreiðendur Evruríkja græða í reynd ekki, einungis í mjög skammtíma skilningi græða þeir þ.s. lánsupphæð til Grikklands, er lægri. Þ.e. á hinum nýju viðbótarlánum.
En, sjálfbærni skuldastöðu Grikkja versnar, og endanlegt tap evrópskra skattgreiðenda eykst - en einhverntíma hlýtur Grikkland að verða gjaldþrota með þessu áframhaldi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning