1.7.2011 | 01:08
Það var unnt að forða því, að fjármálakrýsan yrði að tilveruógn fyrir Evruna sjálfa! Ekki lengur!
Ef Evran hrynur, þá verður það vegna þess að þegar krýsa hófst í Grikklandi í apríl 2010, þá voru viðbrögðin við því - meðal svokallaðra stöndugra aðildarríkja annars vegar og hins vegar meðal starfsmanna stofnana ESB - kolröng. Röng aðferð var valin, og það sem virkileg slæmt er, beitt síðan aftur og aftur og nú enn aftur. Það er eins og ekki sé unnt að læra af mistökum, en skv. Albert Einstein er það vísbending um geðveilu að endurtaka sama atferlið aftur og aftur, og reikna með mismunandi útkomu. Ríkin og stofnanir ESB, áttu að læra af fyrsta prógramminu, að aðferðin væri röng.
Hin rétta aðferð!
Við upphaf krýsunnar var meðaltals skuldastaða Evrusvæðis um 70% sem hlutfall heildarþjóðarframleiðslu þess. Það er lægra hlutfall en skuldastaða Bandaríkjanna þá. Enn er það svo, þó svo nú sé heildarskuldastaða Evrusvæðis að nálgast 90% að þó samt er það skárra en í Bandaríkjunum.
Þess vegna ætti evrusvæðið að njóta meira trausts en dollarasvæðið. En, það hefur ekki orðið, heldur má ekki milli sjá hvort markaðir óttast meir ástandið í Evrópu eða Bandaríkjunum.
Ástæðuna má rekja til þessarar einu kolröngu lykilákvörðunar!
Ég skal segja ykkur hvað átti að gera: þegar Grikkland lenti í vandræðum, átti að bjóða sameiginlega ábyrgð til Grikklands, í stað þess að veita lán á 5,5-6% vöxtum.
- Vegna þess að heildarskuldastaða svæðisins alls var ekki svo alvarleg þá - þá er ekki hinn minnsti vafi á að veiting slíkrar sameiginlegrar ábyrgðar hefði verið mjög - mjög gerleg.
- Lykilatriðið er þróun greiðslubyrði!
Ábyrgðin hefði þítt að Grikkland hefði getað verið að taka sjálft lán á 3,5-4% vöxtum sl. ár í stað allt að 30%, eða 5,5% skv. björgunarplani.
- Slíka ábyrgð er alveg unnt að veita með þeim hætti, að aðferðafræði AGS sé fylgt!
- Það er, að gerðar séu kröfur um hagkerfis-aðlögun, niðurskurð útgjalda, lækkun launa o.s.frv.
- Endurskoðanir gátur verið á 6. mánaða fresti.
- Við lok hverrar endurskoðunar, hefði upphæð sem veitt er ábyrgð fyrir verið hækkuð.
- Landið sér svo sjálft um að nýta ábyrgð með öflun lána út á þær ábyrgðir.
- Nægar ábyrgðir veittar svo ríkiðssjóður lands í vandræðum, þurfi ekki að fara berskjaldaður út á lánsfjármarkaði.
- Í engu tilviki hefður þær þjóðir verið neyddar til að taka lán á okurvöxtum.
- Grikkland, síðan Írland og svo Portúgal - hefðu komið inn í þetta prógramm hvert á eftir öðru.
- Munurinn er sá, að þ.s. öll lán eru á 3,5-4% vöxtum, þá er greiðslubyrði mikið - mikið lægri.
- Endurgreiðslugeta allra 3-ja landa, hefði haft mikið meiri trúverðugleika.
- Svo, þá hefði við ekki skapast þessi upphleðsla ótta á mörkuðum gagnvart stöðu Evrunnar og stöðu landa í vandræðum.
- Dínamíkin hefði verið allt - allt önnur og jákvæðari.
- Löndin væru á leið úr vandræðum, í stað þess að vera á leið í verri og verri vandræði.
- "Vicious cycle vs. virtuous cycle".
- Það hefði ekki verið nein Evrukrýsa. Hún var óþörf.
- Það er einmitt vegna þess að hún var óþörf, sem þetta er svo sorglegt.
- En, í stað þess að velja leið sem róar markaði, róar ástandið - þá var valin sennilega sú versta mögulega, þ.e. lán og það ekki á lágum vöxtum, heldur á mun hærri þ.e. 5,5-6%.
- Að auki, voru þau lán svo þröngt sniðin, að ríkin meira að segja Grikkland, hafa þurft samt meðfram, að selja skammtíma bréf á sífellt hærri vöxtum, sem þíðir að Grikkland er með skuldir í dag upp í allt að 30%.
- Leiðin sem var farin, hefur sífellt verið að magna krýsuna - einmitt vegna þess að vaxtabyrðin er svo bersýnilega of há.
- Þetta sjá markaðirnir, sem sést á því að tiltrú á getu ríkjanna í vanda, hefur sífellt farið minnkandi, vaxtakrafa til þeirra sífellt hækkandi, þetta er svo að ógna stöðu Spánar og Ítalíu.
Þ.e. búið að búa til skuldabólu sem á eftir að hynja yfir Evrópu, vegna þess að ekkert landanna 3-ja er fært um að greiða lánin til baka á núverandi vöxtum. Og Grikklandi dugar ekki einu sinni vaxtalækkun + lenging. Einungis afskrift + lenging + vaxtalækkun.
Ný heimskreppa er þ.s. það þíðir! Allt út af einnig rangri ákvörðun, sem síðan hefur verið endurtekin 3-svar, og það hættulega ástand sem sú ákvörðun skapar er svo undið upp á frekar í hvert þeirra 3. skipta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að mestu sammála þessu nema að Grikkir hefðu farið jafn mikið á hausinn þó þeir hefðu fengið 5 % vexti. það eru verulegir raunvextir í evrum fyrir þá. Það hefði bara tekið lengri tíma. Sama á við um allt evrusvæðið en miðað við penigastjórnina sem þar tíðkast sem er upp á 2% til 5% raunvextir og bann við bankagjadþrotum þá stækar vandi svæðisins daga frá deigi.
BAN hafa verið að borga - 0,5 til - 1,5 % af skuldum árin eftir hrun sem þýðir að skuldir þar eru að lækka jafnvel þó verið sé að taka meira að láni.
Það sem skiptir máli að sjá í þessu er að þessi hagkerfi eru full af ónítum peningum.... skuldum sem skuldara ráða ekki við að borga hvort sem það eru einstaklingar eð ríki sem skulda, þá er það þannig að ef þessar skuldir eru ekki afskrifaðar þá verða þessi hagkerfi bara í eilífðar kreppu.
Guðmundur Jónsson, 1.7.2011 kl. 14:49
Ég verð að biðja þig afsökunar á öllum villunum í þessari stuttu ATH
Þó þeir hefðu fengið 5 % vexti.
þó þeir hefðu fengið 4 % vexti
BAN
BNA eða Bandaríki Noðrur Ameríku
Guðmundur Jónsson, 3.7.2011 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning