Munu hinir gömlu gjaldmiðlar Evrópu koma aftur?

Eitt af þeim atriðum sem margir flaska á, er að allir þættir hafa góðar og slæmar hliðar samtímis. Til að vega og meta hluti, þarf alltaf að skoða þá þætti sem spila inn í hvort tveggja - að því marki sem þeir eru kostir, og að því marki sem þeir eru ókostir.

Varðandi Evruna, er þetta mjög algengur feill hjá fólki, þ.e. að skoða eingöngu kostina - eða nánar tiltekið, þ.s. það túlkar sem kosti og þá einungis sem kosti.

En málið er, að allt hefur einnig ókosti, einnig þeir þættir sem algengt er að túlka sem kostina við Evru - að þeir eru einnig ókostir við einhverjar aðstæður eða tiltekið samhengi. Sem dæmi:

  • Er með frjálst flæði fjármagns, að innan Evru ertu ekki einungis með frjálst peningaflæði, þú ert með það allt, í sama gjaldmiðlinum.
  • Vandinn er, að flæði er tvíeggjað - vegna þess að peningar geta einnig flætt út, alveg eins og þeir geta flætt inn.
  • Að auki, er þér skaffað tiltekið takmarkað peningamagn.
  • Það sem hefur komið í ljós, sem menn sáu ekki fyrir, er að land getur tæmst af peningum - farið í þ.s. kallað er "full stop".
  • Þ.s. vegna þess, að allt er í sama gjaldmiðli, að auki peningamagn takmarkað, og að auki nóg af fjárfestingakostum innan heildarkerfisins - þá getur land sem allt í einu verður fyrir "loss of confidence" orðið fyrir mjög skjótri minnkun peningamagns innanlands, þegar frjálsir aðilar færa sína peninga á öruggari svæði - selja bréf og kaupa önnur í staðinn sem þeir treysta betur o.s.frv.
  • Þó hver slík ákvörðun sé ákvörðun einstaklings, getur þetta orðið að flóði - sbr. þegar t.d. er banki lendir í að stór fj. innlánseigenda verður óttasleginn og ákveður að taka peninga sína út, ákvörðun hvers og eins er einstaklingsbundin, en atburðarásin verður að flóði þegar margir gera það sama í einu. Lönd innan Evru, geta lent í því sama.

Eins og sést á myndinni að ofan hafa Portúgal, Grikkland og Írland, dregið sér samtals 256,9ma.€ út úr sameiginlegu Seðlabankakerfi Evrusvæðis, síðan 2008.

Þetta gerðu þau, til að vega upp útstreymi fjármagns, sem færðist mjög í aukana frá og með upphafi Grikklandskrýsunnar.

Mig grunar að svokölluð neyðarlán, hafi verið til þess að stöðva þessa stöðugu lántöku þeirra í gegnum Seðlabankakerfið, sem öll aðildarlöndin bera á endanum sameiginlega ábyrgð á.

Austria, Schilling
  • En með þessum lántökum, í gegnum seðlabankann sinn sem er hluti af Seðlabanka Evrópu, voru þau í reynd að breyta seðlabanka-kerfinu í nokkurs konar gegnumstreymis kerfi.
  • Á endanum, hefði reikningurinn endað á öllum aðildarríkjunum. Því ef Seðlabankinn verður gjaldþrota, deilist kostnaðurinn á öll löndin.
  • Gjaldþrota lönd, geta auðvitað ekki borgað, svo kostnaðurinn hækkar per ógjaldþrota ríki þar með talið Þýskaland, sem borgar 17% en gæti lent í að borga milli 20-30% af upphæð.
Belgium, Frank
  • Á vissann hátt má segja, að aðildarríkin með neyðarlánunum, hafi sent ríkjunum í vanda, reikninginn til baka.
  • Sagt við þau, þið borgið ykkar eigið mess!
Finland, Markka
  • En, vandinn er sá, að ríkin þ.e. Grikkland, Írland og Portúgal - geta í reynd ekki borgað.
  • Það er í raun ekki unnt, að láta þeirra skattborgara taka á sig allan kostnaðinn - sem hlýst af þeirra vandræðum.
  • Þau lönd stefna því öll í greiðsluþrot.
France, Franc
  • Þannig, að mjög ólíklegt er að skattborgara hinna landanna losni við, að taka á sig tjón.
  • Það sem verra er, að það minnkar ekki þeirra tjón, að moka meiri peningum á vandann.
  • Heldur, eykst tjónið - þ.e. skattborgarar hinna landanna, munu þurfa að afskrifa meira.
Germany, Deutsche Mark
  • Helsta röksemdin fyrir aðferðinni, hjá þeim sem viðurkenna að löndin munu ekki geta borgað en verja samt þessa aðferð, er að frestun á gjaldþroti landanna í vanda, muni hjálpa bankakerfum hinna aðildarlandanna, að undirbúa sig fyrir það áfall sem verður, er og þegar löndin í vanda verða greiðsluþrota.
  • Þetta getur auðvitað verið rétt, að gjaldþrot í dag myndi leiða til gjaldþrots margra banka í Evrópu, valdið kostnaði fyrir skattborgara vegna þess, að þeir þyrftu að endurfjármagna eða ríkisvæða hluta af sínum bankakerfum.
  • Með því að íta vandanum áfram, t.d. út 2014, þá minnki þessi hætta fyrir bankakerfin.
Germany, Deutsche Mark
  • Hinn bóginn vitum við ekki fyrir víst, að bankar séu að auka sitt eigið fé, séu að auka lausafé - svo þeir geti tekið á sig stór tjón án vandkvæða.
  • En, þ.e. alls ekki víst að eigendur sjái sér hag í því, að bankarnir sem þeir eiga í, hegði sér með þeim hætti.
  • En, það má vera, að þeir veðji á að bönkum verði bjargað.
  • Séu því, þvert á móti að mjólka eins mikinn persónulegann hagnað út úr núverandi ástandi, eins og eigendur ísl. bankanna gerðu.
Italy, Lira
  • En vextir hafa verið gríðarlega lágir á Evrusvæðinu síðan kreppan hófst, þannig að innlánsvextir eru mjög litlir, en á móti hefur vaxtakrafa tiltekinna landa farið upp.
  • Einhverjir hafa samt verið að kaupa þeirra skuldabréf, þó svo að vextir séu t.d. komnir nærri 30% fyrir grísk skammtímabréf. Það hefur verið næg eftirspurn. Ekkert útboð hefur feilað.
  • Spurning hverjir það eru - en einn möguleiki er, að bankar í Evrópu hafi verið að kaupa þau bréf, ætli sér að veðja á að verða leystir úr snörunni, en sjái gróðavon í hinum gríðarlega vaxtamun sem þá skapast sbr. þeirra eigin innlánsvexti.
Spain, Peseta
  • Miðað við núverandi lánastefnu, munu þeir ekki tapa veðmálinu, þ.e. neyðarlánin hafa m.a. þá afleiðingu, að triggja að löndin í vanda, hafa peninga til að greiða af öðrum lánum.
  • En, ef þ.e. svo, að evrópskir bankar eru ekki endilega að auka sitt eigið fé, heldur sé það stefna eigenda að hámarka arðgreiðslur - þannig að bankarnir séu þvert á móti að stunda áhættusöm viðskipti, í trausti þess að þeim verði bjargað.
  • Þá er alls ekki víst, að bankakerfin verði í skárra ástandi eftir 2014 - þegar með framhaldalánum til Grikklands, sennilega einnig með framhaldslánum til Írlands - þjóðirnar standa aftur fyrir sömu spurningu í ár!
Netherlands, Guilder (Florin)

Að auki, sé ég ekki alveg - af hverju það er löndunum í vanda í hag, að taka þátt í þessum leik?

  • En fj. hagfræðinga, hefur bent á að löndin öll séu of skuldug, að óraunhæft sé að þau geti greitt niður þá súpu sem þau hafa lent eða komið sér í.
  • Mér sýnist eiginlega, að þau séu beitt þrýstingi af hinum löndunum, og þá sé vinsælt að nota orðið "solitarity" - sem á þá að vísa til samstöðu allra aðildarlandanna.
  • En, í þessu tilviki er samstaðan öll á einn veg, þ.e. verið er að segja við þjóðirnar í vanda, að þið eigið að taka á ykkur byrðarnar, svo við þurfum ekki að lenda í kostnaði.
  • Og ég velti fyrir mér, af hverju þær þjóðir, eigi að lúta höfði og jánka þessu?
  • En klárt er, að þeim er í hag að skulda minna - að auki að borga lægri vexti.
  • Samt hafa ríkisstj. þeirra landa, undirgengist þær ósjálfbæru áætlanir, sem þeim hefur verið uppálagt í nafni, samstöðu Evrópuþjóða!
  • Eins og ég sagði áðan, þá telja hinar þjóðirnar, að þjóðirnar í vanda eigi með réttu að borga eigið mess - eins og þ.e. litið á málið.
  • Þær eru að auki, að leitast við að verja sig frá því, að kostnaðurinn lendi á þeim.
  • Sko, mótív hinna þjóðanna er rökrétt, svo fremi sem það gengur raunverulega upp að löndin í vanda, geti raunverulega borgað
  • En, ég sé ekki að það sé rökrétt fyrir þjóðirnar í vanda, að undirgangast þessi neyðarlán og allann þann pakka sem þeim fylgir - því þá hafa þær það verra en ella, kreppan verður dýpri hjá þeim, launakjör skerðast meir, meira skorið niður í stoðkerfi ríkis og sveitarfélaga við almenning o.s.frv.
  • Og þar sem, þær virðast í reynd hafa litla möguleika til að láta dæmið ganga upp, sýnist mér að þeim sé alls ekki í hag að spila þennan leik - að betra væri að taka hausinn upp úr hauspokanum, og fara að heimta, öðruvísi skiptingu á kostnaðinum þegar í stað.
  • En ekki seinna - en einhvern tíma mun dæmið enda, hvort sem það gerist skipulega eða ekki.
 

Samuel Brittan:

  • "If something is unsustainable it will not be sustained.
  • But it still might be kept going for quite a long time.
  • This was the story of Harold Wilson’s long but vain attempt to stave off the 1967 devaluation of sterling.
  • It was the story of the attempt of successive US presidents to maintain the fixed official dollar price of gold. In the final few years it only applied to gold for official transactions, but even that was abandoned by the Nixon administration in 1971.
  • Sometimes it works the other way round, as in the unsuccessful attempts of German governments to prevent the appreciation of the D-Mark in the 1960s."

 

Niðurstaða

Stóra spuringin er hve lengi er unnt að sparka boltanum áfram?

Við þeirri spurningu er ekkert svar - því enginn veit framtíðina - þættir sem spila inn í, eru of margir, svo unnt sé að spá nákvæmlega um svarið.

En eitt er ljóst, að ósjálfbært ástand gengur ekki.

Það mun taka enda - annaðhvort skipulega eða stjórnlaust.

Því lengur sem beðið er, sem málum er sparkað áfram, því meir eykst hættan á því að sá tímapunktur komi, að rás atburða hættir að lúta stjórn.

Sú úkoma verður óhjákvæmilega mun dýrari, en að framkvæma einhvers konar Plan B með atburðarás undir fullri stjórn, sem enn er mögulegt.

Það er einmitt það sárgrætilega, að hrun er óþarft - Evrópa hefur efni á því að leysa málið. En, það getur verið, að svo mikil sé tortryggnin orðin, að þjóðirnar vilji ekki koma hverri annarri til bjargar og það leiði því á endanum til þess, að kostnaður verði meiri fyrir alla, mun meiri.

En, einhvern veginn hefur neikvæður andi grafið um sig, þjóðirnar eru farnar að vera uppteknar af því að verja sitt, að horfa inn á við fremur en út á við, samúð með hinum þjóðunum virðist hafa minnkað, þetta er þróun sem er ekki einungis hugsanleg ógn fyrir samstarfið um Evru, heldur einnig samstarfið um ESB. Sumir fréttaskýrendur, eru jafnvel farnir að óttast hrun ESB í framhaldinu.

Fighting (for?) Europe: How European Elites Lost a Generation

 

Kv.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tökum ríki eins og Portúgal sem dæmi ef það hætti að kaupa evrur út á sinnri gengi og byrjar að prenta aftur út Escudos, þá á það engan gullþrautarvarasjóði í dag, eða fastar útflutningstekjur sem auka möguleika á lánstrausti og halda uppi svipaðri eftirspurn í Þýskalandi.  Þkóðverjar áttu dollara þrautavarsjóði í neytendum USA, alli vita að eftir Lissbon, eiga þeir þá ekki lengur.   Kína getur líka keppt í endingarframleiðslu. Kaupandi ræður gæðum þess sem hann lætur framleiða fyrir sig.

Júlíus Björnsson, 26.6.2011 kl. 00:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Júlíus - ef Portúgal á ekki varasjóð í formi erlendra viðskiptavina, þá eru þeir ekki sjálfbærir innan Evru, með Escudos geta þeir orðið ódýrari og þannig samkeppnisfærir á ný, því farið að geta framleitt e-h sem aðrir vilja kaupa. Innan Evru, yrðu þeir að vera á framfæri annarra því þeir geta þá ekkert framleitt, en þeir eru sennilega með minnst menntaða vinnuafl á Vesturlöndum. Eina leiðin til að verða samkeppnisfær, með svo lélegt vinnuafl, er með mikilli lækkun launa eða með stórri gengisfellingu sem gerir það sama.

Fyrir þá dugar ekki, þ.s. kallað er "structural reform" því sjálft vinnuaflið er ósamkeppnisfært. 

Það tæki áratugi sennilega, að gera Portúgal samkeppnisfært innan Evru, allan tímann yrðu þeir að vera á spenanum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2011 kl. 00:46

3 Smámynd: Snorri Hansson

Það er eðlilegt fyrir frjálsar þjóðir að hafa sinn eigin gjaldmiðil sem aðlagar sig eða er aðlagaður ástandi fjármála á hverjum tíma. Gengi sé þannig að útflutningur beri sig o.s.f.v.

Til þess að evran virki á öllu sínu svæði,þarf að sameina þessi lönd í eitt ríki.

Mér ofbýður framkoma ríku ESB þjóðanna gagnvart svokölluðum PIIGS löndum.

Snorri Hansson, 26.6.2011 kl. 00:56

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt - þetta er ekki falleg framkoma, PIGS er búið að fá neikvæðann stimpil.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2011 kl. 02:02

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mikill hluti Portugala ræktuðu tómata og lauk  og kartöflur og höfðu eitt svín minnst og hænur, flestir karlmenn voru í finnu erlendis Frakklandi og Luxemburg t.d. 1974. Málið er að smátt og smátt hætta afkomendur þessara Portgala að skila gjaldeyristekjum.  EU hagræðing lánað fyrir byggingu blokka og langingu hraðbrauta, og kostnað við útrýma öllum sjálfþurftar búskap.  EU tryggir hinsvegar að þeir losna við allan kork og Portvín og sardínur og skófatnað.  Þeir verða ekki meira samkeppnifærari af náttúrulegum ástæðum.  Kínverjar er að bjóða þeim að þjálfa hjá sér í fótbolta. Það keppir engin við Asíu í lágvöru. Gæðavara kostar eðal-hráefni sem fá EU ríkja eiga innan sinnar efnahagslögsögu. De Gaule vissi allt um náttúrlega efnhagsveikleika Spánverja og Portugal á sínum tíma. Varaði Þjóðverja við þeim.  Fullframleiðsla til útfluttnings kostar hráefni og vinnuafl. Bæði Spánverjar og Portugalar eiga nóg af vinnuafli en ekki réttu hráefnin. Spánverjar og Portugalir eru allir orðnir menntamenn og innflutt vinnuafl vinnur grunnstörfin. Staðreyndin er sú að almenningur á Vesturlöndum færi minna og minna af hráefnum jarðarinnar á næstu áratugum. Globalisation er staðreynd og jöfnun almennrar neytenda eftirspurnar. Þjóðverjar eru meðal þeirra ríkja EU sem eru löngu búnir að gera ráð fyrir þessu. Menntamenn geta látið sig dreyma, Inverskir menntamenn eru ennþá vinsælir í USA.  Kína fjöldaframleiðir menntamenn. Verðmætir menntamenn eru sjaldgæfir og þá er ekki hægt að fjöldaframleiða. Stytting starfstíma er búið að vera aðal vandmálið í EU síðustu 100 ár. Rússar áttu fullt af menntamönnum.  USA var með þá stefnu á síðustu öld að fjárfesta í lágmarks fjölda nauðsynlegra menntamanna og flytja umfram eftirspurn inn og þá bestu frá EU t.d. Fjármagnseigendur eru stéttin sem lifir lengst og best á öllum tímum. EU segir að almenningur [menntamenn líka] vilji fá gjaldeyrir til að kaupa nútíma nauðsynjar, plástur og farsíma fyrst og fremst. Fjármagnseigendur þurfa að losna við stíflur í niðurföllum, hafa ljós í öllum herbergjum, fallegar tennur tennur og góða fæðu. Það kostar ekki mikla menntun að vera fjármagnseigandi. Rétt sambönd og rétta uppfræðslu að mínu mati. 

Júlíus Björnsson, 26.6.2011 kl. 02:56

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flott samantekt og segir allt sem segja þarf, hvergi koma fram öfgar heldur eru þarna eingöngu "grjótharðar" staðreyndir.

Jóhann Elíasson, 26.6.2011 kl. 07:50

7 identicon

Þetta eru ekkert "grjótharðar" staðreyndir.  Vandamál evrunar, er það sem menn hafa alltaf vitað.  Og það er, að löndin sem að henni standa eru alltof hægvirk, við að fara inn í evru samstarfið.  Evran á að hafa einn seðlabanka, og eftir að landið er komið inn í kerfið, er ekki lengur um að ræða eigið fjármagn.  En, eins og komið er, er engin mismunur á milli evrunar og pesetunar.  Vandamálið stafar af því, að evran er ekki full sett.  Það eina sem hefur breitst, innan þessa "aðlögunarferils" er að gengið milli landana er jafnað, og að nafni gjaldmiðilsins er breitt í "evru" í stað peseta.  Landið hefur ennþá möguleika á að stjórna gengi á milli landanna, því að gengið hér er ekki jafnt hjá öllum.

Hvert land fyrir sig, prentar sínar eigin evrur ... mjólkurpottur, í einu landi kostar ekki það sama og í öðru landi.  Það sem hefur gerts, er að öll löndin notast við einn "viðmiðunar gjaldeyri" sem þeir kalla evru.  Og undir evrunni liggur síðan fast gengi á milli ríkjanna.   Vandamálið, er að löndin eru ennþá í "aðlögunarferlinu".

Hvað varðar peningaflæði, skuluð þið vita það að í dag er verið að athuga hvernig peningaflæðið var.  Vit vitum allir, að Ísland, Írland og önnur ríki hjálpuðu bandaríkjamönnum með að arðræna Evrópu.  Hérna í Evrópu, eru það ellilífeyrisþegarnir sem áttu peningana á bankanum ...

Ef ég væri þið, myndi ég vera með magapínu í stað þess að bulla svona ... að þið haldið ykkur burtu frá Evrópu, er bara sjálfsagt.  Þið þurfið ekkert að koma með afsakanir fyrir því, en þið þurfið að óttast ykkar eigin sem vilja fá höfuðið á ykkur í "gylotinuna", þar sem hægt verður að "refsa" ykkur fyrir svikin.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 11:11

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne - lestu áhugaverða grein eftir prófessor Paul de Grauwe við háskólann í Leuven, og heitir greinin The Governance of a Fragile Eurozone .

Hverju landi er úthlutað tilteknu magni Evra, og eru það höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu, sem taka ákvarðanir um magn þess sem er prentað.

Ég ætla samt ekki að mótmæla því, sem virðist þín niðurstaða, að ESB nánar tiltekið Evrusvæðið, hafi einungis 2 valmöguleika:

  1. Að taka upp sameiginlega fjármálastjórn.
  2. Að fækka aðildarlöndum Evrusvæðis, þannig að Evran innihaldi eingöngu þjóðirnar í Norðri. S-Evrópa þ.e. Miðjarðarhafslöndin, hætti í Evru. Kannski Írland einnig.
Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2011 kl. 12:30

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bjarne, hvernig getur þú fengið það út að EKKI séu þarna "grjótharðar" staðreyndir og hvernig getur þú hrakið þetta?????

Jóhann Elíasson, 26.6.2011 kl. 14:01

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hverju landi er úthlutað tilteknu magni Evra, og eru það höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu, sem taka ákvarðanir um magn þess sem er prentað.

Þetta er allt í samræmi við lög EU um evrur og Seðlabanka. Ég ráðlegg aðilum að lesa frumgögn. Ég kann þetta allt utan að nánast. Margur útlendingur virðist ekki geta lesið franska eða þýska lagtexta. Franski textinn er sá eini sem ekki er hægt að rífast um því orðforðinn er allur skilgreinga lega lögiltur frá 1715. Medium term 5 ár ákveða evrumagnið, það miðast við innri raunhagvöxt á tímabili [innan Meðlimaríkisins], falsaður hagvöxtur eftir leiðrétta niðurfærslu mat í Brussell.  Depreciation. Vextir og arður er ekki taldir til hagvaxtar tekjur sem búið er að greiða af launa og sölluskatta t.d. á sama uppgjörsári. Það er nóg að hæfum Bankaríkjum í EU, og EU gengur út á að Ríki viðhaldi sínum launa og söluskattstekjum. Fyrirtækifjármagna sig í kauphöllum raunvaxtanna. Bankar sjá um vertrygginguna.  Áhættu bankar sérhæfa sig í 5 ára uppa lánum í enda góðæristímabila virkilegum fasteignum: nýfrjálhyggja veð eru í byggingu á lánstíma.  Veð er aldrei rætt um hér.  

Júlíus Björnsson, 26.6.2011 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband