Verður Írland aftur í vandræðum, seinna á árinu?

Mér flaug þetta í hug, þegar ég var að lesa frétt um hagþróun 2. fjórðungs 2011 á Írlandi. En, þetta fer eftir því hvaða tölur maður skoðar. Það koma nefnilega mjög ólíkar tölur út úr GNP vs. GDP. Ólíkt Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands, byrtir Hagstofa Írlands báðar tölurnar svo unnt er að gera samanburð. Reyndar hefur komið fyrir að Seðlabanki, gefi upp báðar - en vanalega ekki.

Að gefa upp tölur skv. báðum reikniaðferðum, auðvitað veitir fyllri upplýsingar:

Irish economy returns to growth

Central Statistics Office - Quarterly National Accounts, Quarter 1 2011

GNP:-4,3%

GDP:+1,3%

Áhugavert að bera tölurnar saman, fjórðung fyrir fjórðung:

Írska kreppan............GNP..............GDP

2008
Q1..............................0.1.............-1.0
Q2...........................-11.7.............-1.7
Q3...........................-13.0.............-0.7
Q4...........................-14.1.............-8.2
2009
Q1...........................-25.7.............-8.3
Q2...........................-21.1.............-7.0
Q3...........................-17.7.............-7.1
Q4...........................-13.8.............-5.5
2010
Q...............................-8.1............-1.1
Q2..............................-3.6............-0.7
Q3...............................0.2.............0.3
Q4..............................-3.2............-0.2
2011
Q1..............................-3.1.............0.1

Q2..............................-4.3.............1.3 

Nánar um 2. fjórðung 2011:

Á heils-árs grunni!

Personal consumption..............-1,9

Government expenditure..........-1,9

Capital formation.....................+1,1

Exports...................................+3,8

Imports...................................-0,3

Distribution.............................+1,3

Other services.........................+0,7

"All other economic sectors recording declines."

"Net factor outflows increased by close on €2 billion seasonally adjusted between
Q4 2010 and Q1 2011." - "Increased profit outflows from Ireland and a decline in the
overseas profits earned by foreign Public Limited Companies headquartered in
Ireland were the major contributors to this"

 

Eins og sést er ekki mikil byrta yfir þessum tölum frá Írlandi!

"The three-year plan envisages that Dublin will be able to return to the debt markets in late 2012, however many economists believe that is overly optimistic, given faltering growth rates and continued uncertainty over the final bill for bailing-out its broken banking sector."

  • Írska planið er mjög líkt því gríska sem er hrunið, það er að bæði voru í reynd undirfjármögnuð.
  • En, ákveðið í báðum tilvikum að reikna með skjótum viðsnúningi til hagvaxtar, og að frekari fjármögnunar væri leitað með sölu ríkisskuldabréfa af ríkissjóðunum sjálfum, frá 2012.
  • Gríska planið er komið í vanda, vegna þess að þ.e. svo bersýnilegt að Grikkland á ekki möguleika, til að selja skuldir á viðráðanlegu verði á næsta ári.
  • En, það má virkilega spyrja sig að því, hvort Írland stefni ekki í sama vanda?
  • En þó vaxtakrafa fyrir írsk bréf sé ekki eins stjarnfræðileg þ.e. um 16% fyrir 10. ára, er hún þó mjög há þ.e. milli 10 og 11%.
  • Ekkert bendir til þess a.m.k. núna, að verulegar líkur séu á því að það ástand skáni.
  • Þetta gæti því orðið eins og í fyrra, þ.e. Grikkland fyrst, síðan Írland cirka hálfu ári seinna.

 

Niðurstaða

Það má gefa Írlandi það að útflutningur eykst, sem og nýfjárfesting smávægilega - en nánast allt annað er í minnkun. Ef ekki væri fyrir aukningu arðs af starfsemi verksmiðja starfandi á Írlandi sem eru í eigu auðhringja, sem telst til írska hagkerfisins strangt til tekið - þó hann sé svo fluttur úr landi og skattlagður annars staðar; þá væri GDP einnig í mínus. Í GNP reikningnum, er sá hagnaður ekki með og þá kemur fram töluverður samdráttur. 

Miðað við fyrirliggjandi tölur, treysti ég mér ekki að gefa Írum miklar líkur á því, að geta staðið við björgunar-áætlunina, þ.e. mig grunar að þeirra áætlun muni einnig stranda á því, að ljóst verði að ekki verði unnt að sækja fé á fjármálamarkaði eins fljótt og gert var ráð fyrir. Það muni eins og er með Grikkland þíða, að viðbótar björgunaráætlun þurfi að koma til. Sennilega í haust eða vetur, nk.

Auðvitað getur það gerst að núverandi krýsa með Grikkland, setji allt á annan endann nú í sumar. En, ef svo fer ekki, þá sýnist mér útlit fyrir að "deja vu" muni halda áfram á þessu ári.

Ég er ekki neitt sérdeilis hissa á því, að stjórnendur Seðlabanka Evrópu hafi áhyggjur af því, hvað Írar muni gera í framhaldinu, ef Grikkland verður greiðsluþrota í sumar! Óttist dómínó áhrif!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Ég er nú ekki stór spámaður í þessum efnum, en mér sýnist að Írar séu í vondum málum sem hafa orðið enn verri vegna þess að þeir eru ekki með eigin gjaldmiðil svo allt er fast í evruverði.  Mér sýnist að það geri efnahagsstjórn og efnahagskerfið allt stirt og erfitt hjá þeim ríkjum sem eru með tiltölulega smá efnahagskerfi miðað við myntbandalagið í heild.  Held að Ísland hefði komið mun verr út úr bankakreppunni (ef það er nothæft orð yfir þau ósköp, sem gengu yfir!) ef evran (eða annar stór gjaldmiðill) hefði verið í notkun.  Þá er enginn sveigjanleiki í gengi hjá ríkjum sem eru háð inn og útflutningi. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 23.6.2011 kl. 21:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Án gengisfellingar hefði orðið svo skelfilegur viðskiptahalli - að það hefði sennilega sett heimsmet sem seint hefði verið slegið. Ef ekki hefði verið skellt á innflutningshöftum, hefði landið þurft tafarlaust á hreinum peningaflutningum að halda, þ.e. styrk. Ef það hefði ekki verið mögulegt, þá er ekki spurning að greiðsluþrot hefði orðið reyndin - innan mjög skamms tíma.

Þetta hefði getað orðið mjög áhugaverð "dilemma" fyrir ESB, en ekki fræðilega hægt að undirgangast 6 þjóðarframleiðslur í skuld, til að halda bönkunum uppi, svo þeir hefðu þá þurft að skapa fordæmi með því að heimila þrot þeirra hér - sem síðan hefði skapað áhugaverðann "contrast" ef síðar meir, þeir hefðu viljað banna ríkjum að láta sína banka róa, Írland kemur í hugann.

Ég er viss um, að ESB er dauðfegið að við vorum fyrir utan þegar þetta gerðist allt saman.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.6.2011 kl. 22:43

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stóru línur komu frá AGS fyrir nokkrum samanburðar hagvöxtur fer minnkandi á Vesturlöndum  eykst á ovearseas mörkuðum USA [og UK], EU er ekki langtíma verðtryggingarsvæði né skammtíma raunvaxta áhætta lengur.  Hagvöxtur minnkar hraðar í EU en USA, harðar í EU en UK. Flest ríki  EU hafa af náttúrlegum ástæðum aldrei verið sjálfbær. Þess vegna varla raunvaxtabær. Írar eru nýlenda UK.  Þjóðverjar eru búnir að mínu mati að byggja verðtyggingar sjóð með veðum í grunni flestra Meðlima Ríkja EU, fjórfrelsið og  [Seðla]Bankaleyndin var lykillinn. Þriðja heims ríki vilja líka verða virkir neytendur, rétt menntun skilar kröfuharðri millstéttar neytendum.  Það á að temja skuldugu ríkinn.

Júlíus Björnsson, 23.6.2011 kl. 23:47

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er eitt sem ég ekki næ að skilja! Að drátt fyrir alla þessa snillinga (í að kúga) í esb hvers vegna þessa hörku ef þeir sjá að dæmið gæti ekki gengið upp?

Ómar Gíslason, 24.6.2011 kl. 01:02

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - hefur sennilega e-h að gera við, neikvæðu hliðina á því að vera undir sama gjaldmiðli þ.e. þetta varð einn sameiginlegur markaður fyrir skuldabréf, sem þíðir að tjónið er dreift um allt kerfið. Dreifð áhætta þíðir dreifð áhætta.

Fyrir kreppu var þetta talið vera kostur, nú fatta menn að þetta þíðir einnig sameiginlegur kostnaður. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.6.2011 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband