22.6.2011 | 18:29
Rök með / móti því að Grikkland fari þegar í greiðsluþrot!
Mjög fáir virðast í dag trúa því að Grikkland eigi nokkurn hinn minnsta möguleika á því að forðast greiðsluþrot, á hinn bóginn eru samt uppi 2. sjónarmið meðal þeirra sem telja þrot óhjákvæmilegt.
Annað sjónarmiðið segir, að best sé að Grikkland fari sem allra fyrst í þrot.
Seinna, að þrot í dag, sé of áhættusamt vegna hættu á "contagion" þ.e. að þrot Grikklands, skapi boðaföll innan viðkvæms fjármálakerfis Evrópu, og auki þrýsting á önnu lönd í viðkvæmri stöðu.
Fyrir þá sem hafa aðgang að vef Financial Times:
Martin Feldstein - (The writer is professor of economics at Harvard University and former chairman of the Council of Economic Advisers and President Ronald Reagans chief economic adviser) - Postponing Greeces inevitable default
Raoul Ruparel - (The writer is an economist at Open Europe, an independent think tank on the European Union) - Delaying tactics are only increasing the costs of the eurozone crisis
Meginspurningin er hvort greiðslufall í dag sé of áhættusamt - vs. - hvort að bíða raunverulega dragi úr þeirri áhættu, sé því gagnleg aðgerð!
Feldstein:
- Bendir á að sjálfsagt væri að láta Grikkland fara í þrot, ef Grikkland væri eina landið sem væri raungjaldþrota, en Portúgal og Írland væru það einnig, og að auki væri Spánn alls ekki úr hættu.
- Þrot allra 3-ja landanna, myndi valda óskaplegu fjárhagslegu tjóni í bankakerfi Evrópu.
- Það myndi skaða hagvöxt í Evrópu, þ.s. framboð útlána til atvinnulífs myndi verða fyrir hnekki, og hrina bankagjaldþrota stórra banka gæti gengið yfir Evrópu.
- Trikkið sé að fresta þessum greiðsluþrotum nægilega lengi, svo bankastofnanir og ríkisstjórni hafi tíma til að lagfæra sína fjárhagsstöðu nægilega, til að geta ráðið við það að taka á sig fjárhagslegt tjón á slíkum skala.
- Bankar eigi að geta selt eða smám saman með einum eða öðrum hætti, losað sig við grísk ríkisbréf eða ríkisbréf hinna landanna í vanda, og endurfjármagnað sig.
- Þegar Seðlabanki Evrópu áætli, að helstu fjármálastofnanir Evrópu séu orðnar nægilega burðugar, sé unnt að láta öll löndin 3. fara í þrot í einu.
- Hugsanlegur vandi, sé að ekki sé öruggt að Spánn lendi ekki í vanda, en mikil skuldasúpa og lánaóreiða sé til staðar innan fjármálakerfisins á Spáni eftir húsnæðisbóluna þar á sl. áratug, og endanlegur kostnaður geti enn reynst það mikill að sligi spánsk stjórnvöld.
- Að auki, þá hafi það hjálpað ríkjum í S-Ameríku, þegar fjármálakreppa var þar á 9. áratugnum, að geta fellt gengi og þannig lækkað kostnað hjá atvinnulífi - en innan Evru, sé ekki unnt að beita slíkum meðölum, til að hjálpa endurkomu hagvaxtar.
- Samkeppnisvandi sé til staðar, burtséð frá skuldakreppunn, sem ríki eins og Grikkland, Portúgal og Spánn glími við, og hafi ekki enn verið leystur 3. árum eftir að kreppan hófst.
Ruparel:
- Eru bankar raunverulega, að bæta eiginfjárstöðu sína? Hann bendir á að vísbendingar séu uppi um, að þvert á móti séu bankarnir að hámarka arðsemi sem sjáist m.a. á þeirri góðu sölu sem hefur verið, á áhættusömum skuldum ríkja í vanda þegar ríkisstjórnir þeirra hafi verið að gefa út ný skuldabréf.
- Bankarnir séu einfaldlega að treysta á það, að skattgreiðendur komi þeim til aðstoðar - þvert á móti hafi þeir verið að nýta ástandið þ.s. vextir hafi verið óvenjulágir, til að auka arð með því að kaupa áhættusöm bréf af þessu tagi, meðan vaxtamunur er óvenju mikill.
- Þeir veðji á að, þeir verði keyptir út fullu verði af skattgreiðendum akkúrat í gegnum svokallaðar björgunaráætlanir.
- Þeir sjái ekki á meðan ástæðu til að bregðast við, og styrkja sína eiginfjárstöðu. Þetta sé "moral hazard" af hæstu gráðu.
- Í dag þurfi 50% afskrift til að skuldir ríkissjóðs Grikklands fari í 90%. Ef frekari neyðarlán verða veitt skv. fyrirliggjandi áætlunum, stækki skuldir ríkissjóðs Grikklands, og þá þurfi 69% afskrift til að ná sömu skuldastöðu í 90%.
- Við upphaf þessa árs hafi skuldir vegna björgunaráætlunar numið um 26% ríkisskulda Grikklands, en 2014 eftir svokallaða seinni björgun, verði hlutfallið orðið 64%.
- Það er, nærri 2/3 skulda gríska ríkisins verði í eigu skattgreiðenda annarra landa.
- Það sé algerlega klárt, að skattgreiðendur verða a.m.k. ekki minna fúlir 2014 en í ár, hafandi í huga að tjón þeirra verður mun meir 2014 en í ár.
- Munu skattgreiðendur sætta sig við svo stórfellt aukið tjón eftir 3 ár?
- Munu grískir skattgreiðendur sætta sig við 3 viðbótar ár af niðurskurði, samdrætti og fækkun starfa?
- Þetta hljómi í hans eyru sem stórfellt pólitískt veðmál.
- Hans svar, er að undirbúa skipulagt greiðsluþrot Grikklands sem fyrst - kostnaður og óánægja kjósenda verði enn meiri eftir 3. ár.
Mín persónulega skoðun!
Ég held, að skárr sé að undirbúa þegar skipulagt greiðsluþrot Grikklands.
Ég held að best væri, að Grikkland og Portúgal, fengu aðstoð við að taka aftur upp eigin gjaldmiðla, svo þeir gætu verðfallið og þau lönd þannig aftur náð fram samkeppnishæfni - sjá umfjöllun: Ef Grikklandi væri veitt aðstoð við það að taka upp drögmuna á ný? Ríkisstjórn Grikklands heldur velli skv. Bloomberg!
Ég held, að fátt bendi til þess að bankar séu að styrkja eiginfjárstöðu sína, heldur hafi eigendur aukið gróða sinn með því að kaupa áhættusöm skuldabréf og nýta sér mjög lága inn-vexti í augnablikinu; þannig búið til verulegann hagnað um leið arðgreiðslur til sín.
Þeir telji að Seðlabanki Evrópu og hrædd elítan sem stýrir, muni koma þeim aftur til bjargar, eins og gert var í bankakrýsunni 2008, og skattgreiðendur muni blæða í staðinn.
Það er einmitt þ.s. svokallaðar björgunaráætlanir framkalla, þ.e. að skattgreiðendur annarra landa leggja fram fé, svo að löndin í vanda geti nýtt það fé til að greiða af dýrum skuldabréfum í eigu banka, eftir því sem þau greiðast upp hverfa þær skuldir og tjón banka minnkar - eigendur þeirra eru leystir úr snörunni; en skattgreiðendur sitja uppi með skuldina sem verður síðan þeirra tjón þegar að afskriftum kemur fyrir rest.
Ef á hinn bóginn, þeim er ekki bjargað þ.e. Grikkland er sett í þrot strax, hluta-afskriftir einnig framkvæmdar á skuldum Portúgals og Írlands.
Þá er ekki eigendum banka og bönkum, verðlaunað fyrir að taka áhættusamar ákvarðanir með því að skattgreiðendur sjái um að þeir fái endurgreitt, þess í stað ef einhverjir bankar lenda í vanda þá breytist díllinn í boði. Þ.e. eins og t.d. í Bretlandi, kemur ríkið slíkum bönkum til bjargar en gegn því að hlutafé eigenda sé fært niður.
- Það er, seinna útkoman leiðir til taps fyrir eigendur banka en fyrri ekki!
- Spurning, hverjir það eru sem í reynd stýra ferlinu?
Síðan bætist við samkeppnishæfnis vandi, sem herra Feldstein benti á, vandinn er að innan Evru er slíkur vandi alls ekki auðleystur.
Írland er undantekning - einnig virðist að umtalsverð launalækkun hafi átt sér stað í Eystrasaltslöndunum; en vinnumarkaður er til muna minna sveigjanlegur í S-Evrópu.
Til hliðar er mynd frá Der Spiegel sem sýnir samkeppnishæfnis vandann í hnotskurn þ.e. sú efri sýnir að umfang hagkerfis Grikkja er það sama og 2005, meðan að iðnframleiðsla hefur minnkað um 16,1%.
Mismunurinn er líklega nokkurn veginn jafn viðskiptahalla Grikklands + hallanum á rekstri gríska ríkisins. En Gríska ríkið þandist víst út.
Svo sennilega þarf um 30% raunlaunalækkun í Grikklandi, til að snú mínus í plús að nægilegu marki. En, þetta virðist algerlega borin von, innan Evru-umhverfis.
Svipað ástand er í Portúgal, Ítalíu og Spáni - þ.e. að samdráttur iðnframleiðslu hefur verið umtalsvert meiri í öllum tilvikum en samdráttur umfangs hagkerfisins. Mismunurinn líklega er hallinn á þeim hagkerfum, þ.e. lífskjörum er haldið uppi í staðinn með viðvarandi skuldsetningu.
Samkeppnisvandinn virðist óleysanlegur, fyrir ósveigjanlega vinnumarkaði landa eins og Grikklands, Spán, Portúgal og sennilega Ítalíu einnig.
- Þessi samkeppnisfærnisvandi, skemmir mjög fyrir hagvaxtargetu allra þessara landa, en þau eru öll annaðhvort í nálægt efnahagslegri kyrrstöðu eða samdrætti.
- Hann skemmir einnig fyrir greiðslugetu þeirra, þannig trúverðugleika þeirra þegar kemur að því að fást við vaxandi skuldir.
- Þetta - lagt saman - veldur því að öll löndin hafa mjög skertann trúverðugleika.
Punkturinn er, að 2014 verður Grikkland mjög sennilega síst í minna slæmri stöðu en nú, sennilega enn verri þ.e. eftir viðbótar samdráttar ár. Hin löndin, er útlit fyrir að verði í áframhaldandi efnahagslegri kyrrstöðu eða mjög lélegum hagvexti, svo þeirra skuldastaða mun lítt eða ekki batna.
- Ástandið verður því mjög sennilega, alls ekki minna viðkvæmt eftir 3. ár en í dag!
- Tapið ef eitthvað er hærra, því skuldastaða Grikklands a.m.k. verður meiri. Á eftir að koma meiri reynsla á, hvernig Írlandi og Portúgal mun ganga, og að auki er staða Spánar og jafnvel Ítalíu viðkvæm og óljós.
- Stóra áhættan er, að því lengur sem vandi Grikkland heldur áfram að vinda upp á sig, því meiri verður hættan á því að rás atburða verði stjórnlaus - einn daginn.
- En "uncontrolled default" er hin eiginlega risa-áhætta.
- Þá segja margir nafntogaðir, getur allt lent í óvissu, jafnvel framkallast ný heimskreppa.
- Mér sýnist klárt að minna áhættusamt, sé að hefja þegar endurskipulagningu skulda! Eða fljótlega.
Niðurstaða
Fjármálaráðherra Evrusvæðis munu hittast aftur á fundi þann 3. júlí nk. Grikkland eða nánar tiltekið Papandreo forsætisráðherra Grikklands, hefur til þess tíma, þ.e. 10 daga, að koma í gegn þeim lagabreytingum sem til þarf; svo unnt verði síðar meir að hrinda í framkvæmd þeim viðbótar sparnaðar aðgerðum ásamt áætlunum um stórfellda sölu grískra ríkiseigna sem krafist er af Grikkjum. En fjármálaráðherrar Evrusvæðis sl. mánudag, gerðu það að skilyrði fyrir frekari fjárhagssaðstoð við Grikkland, að þeim lagabreytingum verði hrint í framkvæmd fyrir 3. júlí nk.
Spurning hvort það tekst, en í yfirlísingu í dag lýsti Antonis Samaras leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, því yfir að hann væri ósamþykkur þeim aðgerðum:
Samaras: They are asking me to support the same kind of medicine for someone who is dying from that medicine. I will not do it,
Spurning hve mikinn þunga hann mun leggja á þá andstöðu - en miðað við það hve stuttur tími er til stefnu, sýnist mér alveg möguleiki að tefja málið fram yfir frest, með málþófi einu saman!
En mig grunar að það verði til mikilla muna erfiðari þrautin, að koma viðkomandi lagabreytingum í gegnum þingið, með stöðug hávær og fjölmenn mótmæli fyrir utan sem munu stappa stálinu í stjórnarandstöðuna; en var að fá stjórnarþingmenn til að greiða atkvæði með trautsyfirlísingu í gærkveldi.
Tíminn er að renna út - 11. stund er komin. Enn er unnt að bjarga málum. En, til þess þarf skjótar ákvarðanir.
Ef Grikkland fær ekki fjármögnun, eftir þann 3. júlí verður einungis vika í mjög raunveruleg "messy" greiðsluþrot.
Þá "ladies and gentlemen we shall enter an unchartered territory".
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 856026
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning