Kolbikasvart útlit Grikklands. Alan Greenspan segir gjaldþrot nær öruggt!

Spennan í augnablikinu er hvort gríska ríkisstjórnin fellur, en það ætti að vera ljóst af eða á, einhverntíma á morgun. En, ef stjórnin fellur þá verður ekki af innleiðingu frekari sparnaðar-aðgerða í Grikklandi, né fer sala ríkiseigna af stað. Þá fellur óformlegt samkomulag sem virðist nú óvænt hafa átt sér stað milli AGS og ESB, um að greiða Grikkjum út þann 20. júní nk.

En, ef stjórnin lafir, þá heldur það samkomulag, Grikkir fá peninginn frá AGS og björgunarsjóði ESB greiddann, sem þeir eiga að fá ef þeir standast endurskoðun - þá skv. pólitískri ákvörðun um að láta þá hafa þann pening, þó klárt sé að Grikkland hafi ekki staðist þá endurskoðun skv. viðmiðum AGS.

En, einhvern veginn, eru hlutir að þróast þannig - að reglum er vikið til hliðar umsvifalaust, þ.e. nauðsyn brýtur lög hugsunin, nær yfirhöndinni. Ég velti því fyrir mér, hvaða áhrif það hefur á trúverðugleika AGS, sjáið þessa grein þ.s. sá sem skrifar einmitt veltir því upp: How Long Can IMF Play the Contortionist?

Á sunnudag, verður neyðarfundur meðal ráðandi afla innan ESB og Evrusvæðis, þ.s. ákveðið verður formlega að greiða Grikkjum út þanng 20. nk. En, auðvitað verður sá fundur mun áhugaverðari, ef stjórnin fellur á morgun. En, ef svo fer, spái ég því að ESB muni samt láta Grikki fá peninginn, þó svo að þá hafi þeir ekkert pólitískt skjól af loforðum grískra stjv. 

"The IMF board plans to meet in the beginning of July to consider the next tranche of funding. "It's not so urgent as some people think," the senior IMF official said. "We have enough time to meet the next borrowing needs of Greece by the middle of July, so we have some time."" - (eftir þann tíma klárast peningarnir hjá grískum stjv. ef þau hafa ekki fengið viðbótar pening fyrir þann tíma).

  • En ástæða þess að þeir munu líklega það gera, er að þá er eina alternatívið að Grikkland verði greiðsluþrota í júlí nk. - sem sagt innan 3-4 vikna héðan í frá.

Sjá: Greek Leader Vows to Stay and Fight Debt Crisis

Sjá einnig: Europe’s ‘Lehman Moment’ Looms as Greek Debt Unravels Markets: Euro Credit

Síðan Alan Greenspan:  Default by Greece ‘Almost Certain’: Greenspan

“The problem you have is that it’s extremely unlikely the political system will work” in a way that solves Greece’s crisis, Greenspan, 85, said in an interview today with Charlie Rose in New York. “The chances of Greece not defaulting are very small.” - "The chances of Greece defaulting are “so high that you almost have to say there’s no way out,” said Greenspan, who ran the central bank from 1987 to 2006. That may leave some U.S. banks “up against the wall.” - "Greece’s debt crisis has the potential to push the U.S. into another recession, Greenspan said. Without the Greek issue, “the probability is quite low” of a U.S. recession, he said."

Greenspan er eðlilega umdeildur. En, hann samt hefur enn mikla virðingu sem hagfræðingur.

 

Hvað gerist með grískar skuldir, ef "baylout" heldur áfram?

Greek sovereign liabilities (assuming gross financing need is met by official loans incl ECB holdings) - JPMorgan

Svarið er einfalt, eins og myndin sýnir, sem teiknuð var upp af hagfræðingi starfsmanni JP Morgan bankans, að því lengur sem hent er peningum í Grikkland, því hærra hlutfall skulda Grikkja endar í rauneigu hinna aðildar-landa Evru.

Línurnar renna í kross, á þeim punkti þegar cirka jafn mikið af skuldum Grikklands er í eigu aðildarríkjanna í gegnum björgunarsjóðinn, og annarra aðila.

Síðan eftir það, verður sí stækkandi meirihluti skulda Grikkja í eigu aðildarlandanna, í gegnum björgunarsjóðinn og þannig, bjarga í reynd skattgreiðendur aðildarríkjanna bönkum og öðrum fjármálamönnum út úr þeirri snöru, að eiga grískar skuldir. 

En, þá greiða Grikkir þeim með lánspeningunum, þær skuldir klárast þ.e. greiðast upp, en eftir verður skuldin við aðildarlöndin, og hún smám saman hærra hlutfall heildarskulda Grikkja.

"Baylout" er í reynd björgun, til handa fjármagnseigendum og bönkum, sem voru svo vitlausir að lána Grikkjum fé - reikningurinn endar hjá skattgreiðendum hinna landanna, þegar kemur að óhjákvæmilegum afskriftum skulda Grikklands.

Skattgreiðendur hinna landanna, hafa vaknað og eru farnir að beita eigin ríkisstjórnir þrýstingi. Þess vegna hefur verið þetta stapp undanfarnar 4. vikur - löngu eftir að maður reiknaði með, að ríkisstjórnirnar segðu já og amen.

Þess vegna, varð ekkert samkomulag sl. þriðjudag, þess í stað var ákveðið að halda áfram að rífast um hugsanlegann björgunarpakka til handa Grikklandi, til að fjármagna Grikkland næstu 3. árin; fram í 1. viku júlí nk.

 

Niðurstaða

Ég vorkenni Grikkjum. Þetta er þjóð sem raunverulega getur orðið fátæk aftur.

PS: Leiðrétting, gríska þingið mun víst ekki greiða atkvæði um stuðning sbr. "wote of confidence" fyrr en nk. sunnudag. Svo hvort ríkisstj. Grikklands hefur það af, verður ekki ljóst fyrr en þá.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Lissabon , var samþykkt að AGS mætti leysa Brussel af í samskiptum við Meðlima Ríki sem ekki geta greitt Meðlima Skatta.

Skattlendur Kreml voru margar á sínum tíma. þær voru alltaf að greiða fyrir hjálp Rússa eftir stríð, Pólland t.d. sendi mest allt sitt kjöt þangað í greiðslu og besta hluta uppskerunnar. 

Fjárfestingarlán eru fjárveitingar Seðlabanka  [oft í gegnum einkabaka] til hagræðingar í grunni, það sem svo rís af grunninum getur skilað ávöxtun.  Grunnfjárfestigum fylgir skammtíma hagvöxtur vegna  vsk. aukningar samfara byggingarkostnaði.   Grunnhagræðingafjárfestingar merkja fækkun manna afla og eignaraðila í geira sem breyta á í low profitt eðaIRR. Þetta brennir líka upp eiginfé í þessum geira sem flyst annað.  Hús fyrverandi starfsmanna eru rifin, verksmiður eru rifnar. Nýtt ódýrrara og stærra í sniðum kemur á móti í þessum geira. Þjóðverjar eru búnir samkvæmt því sem hefur komið fram hjá þér Björn að safna til slatta af bestu vaxtakjara lánum Seðlabanka annarra Ríkja, jafnvel Frakka. [öruggustu greiðslu og öruugustu veð]. Einnig eiga Þjóðverjar 25% hluti í fjárfestingarbanka EU.  Hagnvaxtarhjöðun á vesturlöndum er viðurkend alþjóða staðreynd síðan um og eftir 2000.  En þá varð breyting á CIP USA, sem reiknar alla verðtyggingu í alþjóðasamfélaginu.  1970 - 2000 í 30 ár óx hann línulega  [merkir stöðuleika á máli hagfræðinga sem skilja ensku] um 4,5% á ári. Eftir 2000 miðað við síustu 10 ár virðist ljóst að stöðugleikinn á dollar stefnir á um 2,0% vöxt næstu 20 ár.  Allir sem eiga dollara geta því slappað af því verðtygginarkostnaður hann lækkar  um 2,0/4,5 = 65%. Síðustu 30 ár fyrir 2000 hefur Seðlabankakerfi USA selt mikið af besturkjara fjáfestingar lánum í grunni USA, til að fjárfesta í nafni einkaframtaks í ríkjum utan EU Þjóðverja og Frakka, þessi ríki svo sem Kína og Indlandi og Brasilía eru nú að hala inn raunhagvexti sem styrkir USA ennþá betur. Þjóðverjar virðast viðurkenna tap, Lissbon virðist hafa verið varnarsókn. Þeir stunda núna neo colonialisma á flestum Meðlima Ríkum, með nágranarnir Svíar, fengu að Eystra Salts Ríkinn fyrir sig.

Hér er best að tengja lámarks bætur/tekjur í kerfinu við CIP USA, og vísitölu fasteignaveðlána líka til eignaverðbóta. Bjóða svo upp lán með föstum mánargreiðslum allan tíman.  Hækka fasteigna skatta [taka þá beint ekki bara af þeim sem eru að kaupa eða leigja húsnæði í gegnum vexti] og tryggingar til samræmis við lægra fasteignaverð innlands og eðlilega grunnfjárfestinga lánstarfsemi í öruggum veðlánum til neytendgrunnsins hér.

80% íbúðlána í USA er með föstum vöxtum til 30 ára, fastar greiðslu allan lánstíma verðbólga reiknuð fyrir fram. Í dag föst heildarskuld sögulega lág. 20% lánanna eru ARM. þar er greiðslur tengdar CIP þannig að í samburði eru þær lægri fyrst. Hinsvegar eru þessi föstu vextir aðeins til fimm ára og eru þá hækkaðir eða lækkaðir eftir þörfum.

Skrýtið að Íslendingar vilja frekar YTM lánsformakerfi íbúðlánasjóðs sem þarf að fjármagna gelda kauphöll og óarðbært YTM brask Íslenskra Lífeyrissjóða í ríkjum þar sem engin verðtrygginga tækifæri eru eftir: Efnahagsgrunnurinn löngu stöndugur. 

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1174156/

Hér ef ég bætt við sýnishornum frá nokkru ríkjum Norður Ameríku til viðbótar, þau lifa sjálfbært í sátt og samlyndi með hvort öðru en ekki á hvort öðru.  Þar er reglulega uppboð á þá sem ekki standi í skilum með skatta, allir mega bjóða í fasteignir og fyrirtæki. Þetta heftir ofvöxt sumra í keppni geirum  um neytendur og veitir stjórnendum gott aðhald. Aðalatriði er að velta sömu krónuni nógu oft innlands á hverju ári til að byggja um virðisauka sem er raunhagvöxtur á innri markaði.  Hér er nóg af Íslendingu sem vilja fylgja CIP USA í tekjum og eyðslu.

Júlíus Björnsson, 17.6.2011 kl. 04:06

2 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Hvernig verður Grikkland ef það verður gjaldþrota? Hvaða ríki hafa orðið gjaldþrota og hvaða afleiðingar hafði það fyrir þau?

Kristján H. Kristjánsson, 17.6.2011 kl. 11:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kristján - fer dálítið eftir því hvernig stjv. hegða sér í framhaldinu. En, gjaldþrot þíðir að þú færð enga erlenda lánafyrirgreiðlu, ekki einu sinni fyrir innflutningi varnings. Svo, það má reikna með innflutningshöftum ásamt gjaldmiðilshöftum. Það má vera að það þíði einnig endalok veru þeirra í ESB.

Þjóðin þarf þá að læra að lifa innan þeirra marka sem hún hefur tekjur fyrir, þ.e. frá ferðamönnum og sölu varnings framleiddur á Grikklandi.

Getur reynst erfið aðlögun.

Að auki, þarf að passa upp á að ríkið sé ekki að eyða umfram skatttekjur, því það getur búið til verðbólguvél. 

En, ef þeim tekst að viðhafa aðhaldssama og skynsama stjórnun, þá þarf heildar niðurstaðan ekki að leiða til mjög alvarlegs ástands heima fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2011 kl. 12:09

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þjóðverjar og Frakkar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki láta Grikkland fara á hausinn enda myndi það að þeirra mati þýða endalok evrunnar. Grikkland er ekki fjölmennt land - aðeins um 10 milljónir - á meðan ESB telur um 500 milljónir. Það ætti ekki að vera vandamál að hjálpa þeim en það sem stendur á er að Grikkir sjálfir vilja ekki taka til í ríkisfjármálunum og skera niður. Á endanum neyðast þeir til þess þótt þjóðin skilji það ekki.

Kristján: Ísland varð næstum gjaldþrota og þú sérð að við upplifðum nákvæmlega sama "scenario" og Einar Björn er að lýsa haustið 2008. Sem betur fórum við ekki alveg á höfuðið af því að AGS og nágrannalöndin lánuðu okkur peninga, þ.e.a.s. það sama og ESB og AGS eru að gera fyrir Grikki.

Við ættum ekki að setja okkur á háan hest, því við erum nánast í sömu klemmu og Grikkir nema að við tókum til í ríkisfjármálum og höfum skorið niður um 10-15%. Að auki var kaupmáttu almennings skertur um 10-15% með verðbólgu og gengisfellingu. Grikkir verða að lækka laun í landinu til að gera það sama og við gerðum með verðbólgu og gengisfellingu, sem kemur auðvitað út á það sama þegar upp er staðið.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.6.2011 kl. 12:44

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðbjörn: taktu eftir hver skrifar.

Daniel Gros - The writer is the director of the Centre for European Policy Studies, a Brussels-based think-tank.

Argentina v. Greece : 5-nil?

Almost all independent observers of Greece have stressed from the beginning that Greece was facing a solvency, not a liquidity problem. This was also the case 10 years ago with Argentina; a country that had achieved financial stability by entering into a “quasi” monetary union using the US dollar and which had privatised every available public asset.

But the country during the late 1990s then ran a succession of twin deficits, both fiscal and external current account. When foreign creditors started to doubt the ability of the country to service the debt it had thus accumulated, the international community responded with very large financial support packages financed both by the International Monetary Fund and Spain because Argentina was supposed to face only a liquidity problem.

However, even a succession of three packages, of rapidly growing size, could not avert default because investors were not convinced, and the resistance of the population grew, along with the austerity efforts of the government.

How should one assess the chances of Greece avoiding an Argentine scenario today? A quick look at the fundamentals (Greece today versus Argentina before the default) is not encouraging:

Debt level (% of GDP): GR: 150% v. ARG: 50 %

Fiscal deficit (% of GDP): GR: 12% v. ARG: 5 %

Current account deficit (% of GDP): GR: 10% v. ARG: 2 %

Growth (real GDP): GR: -3% v. ARG: -2 %

Deposit flight (% change in bank deposits): GR: -10% v. ARG: -7 %

On these five fundamental indicators of an impending crisis it is thus five to nil for Argentina.

So where are we heading? As in Argentina in 2001 the population of Greece seems determined today to push the country towards the worst of all options: a disorderly default without having implemented first the structural reforms which would allow the country to emerge leaner and stronger from this “catharsis”. There is very little Europe can do to avoid this outcome.

-------------------------------------

Grunnforsenda þess að "austerity" geti virkað er vilji heima fyrir.

Það myndi hjálpa mikið, ef Frakkland og Þýskaland, myndi gera það sama og Bandar. gerður í tengslum við svokölluð Brady Bond að veita Grikkjum ábyrgð, svo þeir geti endurfjármagnað lán sín.

Það myndi stórfellt auðvelda aðlögun Grikklands, ef Evrópa aðstoðaði Grikkland með slíkum hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2011 kl. 12:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðbjörn að auki - svona vil ég leysa gjaldmiðilsmál okkar: Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?

Síðan, ég ætla að sanna fyrir þér, að Evran getur ekki virkað fyrir okkur:

Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay

Skoðaðu Töflu 2. Þar kemur fram - að krónan er í hópi gjaldmiðla þ.s. ekki er unnt að sanna "0" kenninguna um engin áhrif virðis hrávara á þróun gengis. Fylgni er sterk eða 40,9%.

Það að "0" kenningin afsannaðist, þíðir að sveiflur í krónunni skýrast að 40,9% af sveiflum á fiskverði.

Taktu eftir, að þ.e. mjög gott samræmi milli 40,9% fylgni og þess að fiskur er 40% cirka að meðaltali okkar vöruútflutnings.

Taktu eftir að fylgnin var sterkari hjá Ástralíu og Nýja Sjálandi, sem einnig eru auðlyndaháð hagkerfi, sem sannar að þeir eru enn háðari sínum auðlyndum en við erum fiski, þeirra gjaldmiðlar fylgja enn nákvæmar virði sinnar meginauðlyndar, en krónan gerir fiskverði.

Taktu eftir, að gjaldmiðlar Ástralíu og Nýja Sjálands, eru mun stærri. Samt eru þeir að sveiflast með meiri nákvæmni gagnvart sinni meginauðlynd, en krónan gagnvart fiski.

Þetta afsannar að óstöðugleikinn sé vegna smæðar krónunnar sem meginsýring, hann er þvert á móti dæmigerður óstöðugleiki, sem fylgir því að vera auðlyndaháð hagkerfi, sem sést á samanburði við Ástralíu og Nýja Sjáland.

Þetta er sönnunin.

Bendi á, að aukin fylgni hefði sennilega komið fram, ef einnig hefði verið reiknuð inn áhrif verðsveifla af áli, en það telst einnig hrávara eða "commodity". Samanlagður varíans, er sennilega mun hærri en 41%.

En það einfaldlega færir áhrifin hjá okkur upp í að vera sambærileg. Þannig, ekki stærðin heldur tegund hagkerfis sem ræður - það að við erum auðlyndahagkerfi, útilokar fullkomlega að við getum starfað undir Evru, því sveiflurnar sem verða eru vegna þess að við erum auðlyndahagkerfi ekki vegna þess að við kunnum ekki að stýra. Ég er að segja, þó við gerum ráð fyrir mjög góðri stjórnun, sé þetta of erfitt.


Sveiflurnar væru samt til staðar, og myndu eyðileggja gersamlega fyrir okkur, enda er fastgengisstefna nær ómöguleg fyrir auðlyndahagkerfi, en þú getur ekki útrýmt verðsveiflunum sem koma að utan og þær víxlverka óhjákvæmilega við innri kostnað agenta starfandi innan hagkerfisins - þ.e. mjög - mjög erfitt að koma í veg fyrir að smáma saman hlaðist upp slíkur innri kostnaðaraukning, sem veldur missi á samkeppnisttöðu, þróun sem þessi leiddi einmitt til hruns fastgengisstefnu Ástraliulíu 1983 og Nýja Sjálands 1985. Nýja Sjáland nærri varð gjaldþrota áður en þeir hurfu frá sinni, sama myndi gerast við okkur. Málið er, þ.e. ekki hægt fyrir okkur, að láta Evruna virka - þá meina ég að viðbótar erfiðleika stig okkar umfram önnur lönd þar starfandi vegna þess að við erum auðlyndahagkerfi geri það praktískt ómögulegt. Þau hagkerfi sem gengið hafa inn í Evru, eru ekki sambærileg því þau eru ekki auðlyndahagkerfi, mynda ekki fordæmi fyrir okkur. Samanburður við þau er því ómarktækur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2011 kl. 13:11

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar [Merkel] vilja að Commerz bank lengi í verðtygginga veðlánin um 7 ár, einnig eiga Grikkir að selja meir af ríksieignum til einkaframtak fulltúa stöndugra ríkja geti tekið við. 

Grikkir fá örruglega 110% leið. Þeir muni ekki svelta. Öruggir verðtryggingasjóðir geyma reiðfé þar til þarf að nota það Þjóðverjar búa ekki við reiðufjárvandamál í augnblikinu og  leggja bara nauðsynlega raunvexti á sína verðtryggingasjóði til viðhalda þeim. UK sérhæfir sig í áhættu YTM og raunvaxtakröfu. Íslendingar eru búnir gleyma því að ekki er hægt að verðtyggja og raunvaxta í langan tíma samtímis. Norðmenn er líka einna stærstir í verðtryggingum í EU,Olíusjóður þeirra með um 2,0% að öllum þrautavarsjóðum  í EU. Þeir geta því ekki annað en lýst því yfir að þeir séu mjög bjartsýnir um framtíð EU.  Þýsku og Bresku hér í framtíðinni mun virða reglur á fjármálamarkaði hér og endurfjármagna sig í sínum höfuðstöðum í framtíðnni. Fyrir leikmenn þýðir það að láta þær mjólka sig. Kauphöll hér og lífeyrisjóðir nærast mest á íbúðlánsjóði innlands.Verðtyggingar sjóðir eru byggðir um þannig að það tekur langtíma að bíða eftir því að reiðufé skil sér til baka eftir að sjóði er lokað. 45 ára lánstími kerfst 45 ára tíma til að skila reiðufé eftir an  hætti að soga það til sín er lokað. Sé hann seldur þá er keyptur á núvirði og þá tapast allt umfram verðtyggingu til þess sem hefur efni á að bíða og velta áfram. Þetta eru IRR sjóðir, til að reiðufjárkostnaður á rekstratímabili sé sem minnstur.   Eingin féð er tekjuafgangur eftir skatta. Hér mun Seðlabanki Ísland hafa tekið lán fyrir varasjóðum ef marka má AGS fyrr á árinu þar sem segir heim til NY, að Seðlankinn hafi lagt til hliðar gjaldeyri án þess að fá hann lánaðann. Þetta þótti merkilegt aðalatriði. Þjóðverjar eru mjög góðir í langtíma verðtryggingarstarfsemi og þekkja IRR lán best. Nóg að þýskum síðum um þessi mál á Wikipedía. Í upphafi skyldi endinn skoða: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Þjóðverjar verð ekki sakaðir um okur og krefjast ekki hámarks ávöxtunar á skammtíma áhættu markaði YTM, þegar þeir eru að reka IRR verðtyggingar sjóði til eilífðar, enginn vill þurfa að nota þrautavarasjóð [selja hann].

Júlíus Björnsson, 17.6.2011 kl. 15:26

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til að gera neo coloníalismann minna áberandi, Þá skuldar ríkið fyrst 1000 milijarða, eftir einkvæðingu skuldar það 1 milljarð og einkaframtakið 999 milljarða.  Almenningur gleypur við þessu og hatar svo ný einkaframtakið í framhaldi sér staklega hægrimenn í pólítik. Þjóðverjar fóru í millríkja fjámálkeppni 1994 sem einn samstilltur hópur fagaðila til að vinna, ekki til að okra á neinum. 

Júlíus Björnsson, 17.6.2011 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband