2% hagvöxtur á 1. ársfjórðungi 2011 skv. Hagstofu Íslands! Íslenska ríkið selur ríkisbréf fyrir 1ma.$ á alþjóðamarkaði

Nú ætti Steingrímur J. og Már Guðmundsson að kætast. Eða hvað? Ekki er alveg allt sem sýnist, en mér sýnist tölurnar segja mjög alvarlega sögu um samdrátt innan hagkerfisins. En ástæða vaxtar þessa fjórðungs virðist vera góður loðnuafli. Ein góð vertíð í loðnu er sem sagt skýring aukningar þjóðarútgjalda, svo að vöxtur mælist þrátt fyrir samdrátt nær allra annarra veltuliða:

  • Takið eftir að; neysla, fjárfesting, inn- og útflutningur - allt þetta dregst saman. Greinilega ekki enn búið að selja alla þessa loðnu, en sennilega munu birgðir minnka í næstu skýrslu Hagstofu en tölur um útflutning aukast á móti.
  1. Samneysla eykst örlítið - sem skýrist sennilega af útgjaldahækkun ríkisins vegna launahækkana.
  2. Stóra aukningin, sem vegur þetta þungt, er aukning þjóðarútgjalda sem útskýrt er af aukningu birgða. Það er loðnuafli.
  • Án svo stórrar aukningar í birgðahaldi, get ég ekki séð annað en samdráttur væri í reynd niðurstaðan.

Hastofa Íslands: Landsframleiðsla á 1. ársfjórðungi 2011

"Landsframleiðsla jókst um 2,0% að raungildi milli 4. ársfjórðungs 2010 og 1. ársfjórðungs 2011. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 5,1%, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða. Einkaneysla dróst saman um 1,6% og fjárfesting um 6,8%. Samneysla jókst hins vegar um 0,1%. Útflutningur dróst saman um 8,2% og innflutningur um 4,1% á sama tímabili. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára."

Tölur 3/4. ársfjórðungs 2010 og 1. ársfjórðungs 2011

  • Einkaneysla,....+ 3,3%..........+ 1,6%...........-1,6%
  • Samneysla, .....- 0,2%...........- 0,5%............+0,1%
  • Fjárfesting,......- 3,3%.........+ 14,9%............-6,8%
  • Útflutningur,....+ 1,4%..........+ 3,0%............-4,1%
  • Innflutningur,..+ 4,6% ........+ 10,0%............-8,2%
  • Þjóðarútgj.,.....+ 3,9%..........+ 1,6%............+5,1%
  • Hagvöxtur,......+ 2,2%...........- 1,5%............+2,0%

Takið eftir þróuninni milli ársfjórðunga, en taflan að ofan sýnir 3. fjórðunga í tímaröð frá 3. fjórðungi 2010 til nýjustu talna fyrir 1. fjórðung 2011.

Hastofa Íslands: Landsframleiðsla á 1. ársfjórðungi 2011

  • "Fjárfesting atvinnuvega dróst saman um 3,3%, fjárfesting hins opinbera um 20,9% og íbúðafjárfesting um 4,7% á sama tímabili." 
  • "Birgðaskýrslur Hagstofunnar sýna að á 1. ársfjórðungi 2011 hafa birgðir aukist um 21,3 milljarða á verðlagi ársins og munar þar mestu um mikla aukningu í birgðum sjávarafurða en birgðir hjá stóriðju aukast einnig. Mikil aukning í birgðum sjávarafurða skýrist af miklum loðnuafla á 1. ársfjórðungi 2011."
  • "Vöruútflutningur dróst saman um 6,5% og þjónustuútflutningur um 10,9%..."
  • "...vöruinnflutningur "dróst" saman um 4,3% og þjónustuinnflutningur um 4,2%.
  • Á 1. fjórðungi ársins dróst útflutningur saman um 1,6% en innflutningur jókst um 1,3% miðað við sama fjórðung fyrra árs."

 

Niðurstaða

Ein góð loðnuvertíð reddar ríkisstjórninni fyrir horn. Spurning hvað á að keyra vöxt á næsta fjórðungi. Kannski mun útflutningur þessarar loðnu, skila aukningu útflutnings - en þá á móti minnka byrgðirnar. Svo þá er það vonin stóra - fjölgun ferðamanna.

Klárt áhyggjuefni, áframhaldandi samdráttur fjárfestinga innan atvinnulífsins, síðan dregur úr eftirspurn. Hvort tveggja eru skír kreppumerki.

Ef ekki fer að snúa við sú öfugþróun, er erfitt að sjá annað en að hagkerfið muni hægja aftur á sér, þegar sumri halla og kemur fram á 3. fjórðung ársins, aðalferðamannatíminn klárast. En, ég er að tala um möguleikann á því að 2. fjórðungur muni sýna minni en samt einhvern hagvöxt, og svo komi samdráttur aftur í haust.

Nema auðvitað að aukin veiði reddi málum aftur. En, var ekki verið að lofa aukningu þorskveiða?

Það breytir samt ekki því að landið fellur aftur í sömu kreppuna, um leið og slíkar vítamínsprautur líða hjá, svo lengi sem ekki losnar um skuldakreppu almennings og fyrirtækja, sem heldur niðri getu til fjárfestinga.

Ps: Iceland prepares $1bn bond issue

Skv. þessari frétt FT ætlar ísl. ríkið að selja skuldabréf að verðmæti 1ma.$ á alþjóðamörkuðum í þessari viku, Barclays mun sjá um söluna fyrir hönd ríkisins. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig sú sala kemur til með að ganga.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég er með tillögur til stjórnar Stalíns að redda 2. ársfjórðungi.

Samkvæmt mati í Bandaríkjunum er mannslífið metið á cirka 8 milljónir dollara þá getur stjórn Stalíns bara margfaldað ferðamönnum sem eru í landin í lok júni x 8 milljónir$ og þá verður hægt að segja að við eigum birgðaeign í ferðamönnum.

Ómar Gíslason, 9.6.2011 kl. 00:10

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð ábending hjá þér. Mér finnst ótrúlegt hvað fjölmiðlar birtu tölurnar frá Hagstofunni í gær án skýringa eða gagnrýni. Ef eitthvað er þá eiga þessar tölur eftir að verða dekkri því skattahækkanir eru bara fyrst að bíta á efnahagskerfinu þetta misseri.
Þetta má allt skrifa á handónýta ríkisstjórn sem gæti ekki einu sinni haldið einfalda tómbólu án þess að klúðra því.

Sumarliði Einar Daðason, 9.6.2011 kl. 07:49

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sumarliði - kranablaðamennska sú sem hér er stunduð er því miður sorglegt fyrirbæri.

------------

Já, tillaga þín - Ómar - gæti reddað næsta ársfjórðungi sannarlega á pappírnum :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.6.2011 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband