7.6.2011 | 00:26
Ný björgunaráætlun fyrir Grikkland, kostar 100ma.€ en ekki 60ma.€ segir í frétt Der Spiegel!
Ef Der Spiegel hefur rétt fyrir sér þá er þetta nærri því 100% kostnaðarhækkun, miðað við að björgunaráætlunin sem samþykkt var í fyrra kostar 110ma.. En, ástæðan sem upp er gefin er sú, að það þurfi að fjármagna Grikkland út 2014, svo unnt verði að láta nýjan björgunarsjóð ESB sem til starfa tekur 2013, taka mál Grikklands að sér.
En, þó sjóðurinn taki formlega til starfa 2013, verður nær ekkert fjármagn í honum, fyrr en ári seinna. Þetta er Merkel að kenna, en í mars sl. endursamdi hún um tímaramma fjármögnunar nýja sjóðsins, þ.e. dreifði fjármögnuninni yfir lengri tíma, til þess að dreifa greiðslum sem þjóðverjar þurfa að inna af hendi, yfir lengri tíma og flr. en smærri greiðslur hverju sinni.
Ég skil þetta þannig, að sjóðurinn muni ekki geta tekist á við Grikklands vandamálið, fyrr en undir árslok 2014. Svo við erum að tala um þörf á að fjármagna Grikkland í 3. ár til viðbótar en ekki bara 2.
Der Spiegel: Greece Back on the Brink
- Ég er einnig sammála fréttaskýranda, að planið um að selja eignir gríska ríkisins, sé mjög - mjög ólíklegt til að skila nokkurs staðar nærri þeim árangri, sem bjartsýnustu áætlanirnar gera ráð fyrir.
- Það virðist nánast útilokað að Grikkland geti endurgreitt allar skuldir - almenningur virðist vera að gíra sig upp fyrir, að fara að mótmæla fyrir virkilega alvöru.
- Sölutilraunir geta skapað ólgu í Grikklandi, sem getur leitt til meiriháttar óeyrða jafnvel upplausnar ástands. En klárt sýnist mér að eignir myndu fara langt undir matsverði.
- En mjög erfitt er að selja svo mikið hlutfall eigna á svo stuttum tíma, munun einnig að þ.e. alvarleg kreppa, fjárfestar frekar að flýja en hitt, verkalýðsfélög að þvælast fyrir sem mest þau mega, óvissa um lagalega hlið sem getur þítt málarekstur fyrir dómi, óvissa um ástand eigna, gæðastandard á rekstri o.s.frv. Allt leggst þetta saman.
- Ef almenningur telur að útlendingar, sem til stendur að stjórni söluferlinu, séu nánast að gefa eignirnar - verður allt vitlaust, spurning hvort að Papandreo muni þurfa að flýja á þyrlu eins og forseti Argentínu þurfti í kringum 2000.
Grikkland er nútíma harmsaga, sem nánast útilokað er að endi vel, hvernig sem menn reyna að velta upp hlutunum.
Wall Street Journal: ECB Digs in Against Debt Restructure
En skv. frétt WSJ - þá ítrekaði talsmaður Seðlabanka Evrusvæðis þann 6/6 andstöðu bankans við hverskonar skuldaeftirgjöf gagnvart Grikklandi.
En til stendur að halda sameiginlegann fund fjármálaráðherra Evrusvæðis þann 20/6 nk. Fundahöld undanfarinna vikna vegna ástandsins á Grikklandi, eru til þess að ná fram einhverju samkomulagi, fyrir þann fund.
En, enn er ástandið það sama og er rifrildið milli helstu stofnana ESB hófst fyrir rúmum 2. vikum, þ.e. aðildarlöndin og Framkvæmdastjórnin vilja slaka á kröfum gagnvart Grikklandi þegar kemur að greiðslum á skuldum, meðan Seðlabankamenn neita að sætta sig við nokkra hina minnstu tilslökun.
Hóta enn, að leggja bankakerfi Grikklands í rúst, ef þeir fá ekki sitt fram, þ.e. að ef gripið verði til aðgerða sem þeir séu ekki sáttir við, verði höggvið á naflastreng þann sem ECB hefur við gríska bankakerfið sem mun nær tafarlaust framkalla gjaldþrot gríska bankakerfisins, og þá einnig tafarlaust greiðsluþrot gríska ríkisins. Fárviðri á alþjóðamörkuðum síðan í kjölfarið.
Flestir fréttaskýrendur reikna með, að Seðlabankinn vinni þessa þrætu. En, andstaðan meðal ríkjanna, um að lána Grikkjum er klárlega sterk fyrst að eftir rúmar 2. vikur, hafa þau ekki enn gefið sig - fyrir sitt leiti.
Ég treysti mér ekki í veðmál um það hvernig muni fara!
En talsmenn aðila virðast vera að tala sig út í horn, ef marka má frétt Der Spiegel! Þ.e. menn búnir að segja svo mikið, að einhver mun missa andlitið, þá getur þrjóska bæst við - þ.e. tregða við að missa andlitið!
Niðurstaða
Enn er Evrukrýsan í sama hámarkinu og verið hefur sl. tvær vikur. Ekkert bendir til þess, að sú pattstaða sem ríkt hefur, sé að taka enda. Stálinn virðast jafn stinn nú og fyrir tveim vikum síðan milli Seðlabanka Evrusvæðis og embættismanna Framkvæmdastjórnarinnar/Ráðherraráðsins hinsvegar.
Sápúóperan heldur áfram!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859361
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar,
hér má finna nokkur skemmtileg "quote"
http://www.scribd.com/doc/32144525/Euro-They-Said-It
Hólmsteinn Jónasson, 7.6.2011 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning