Martin Wolf einn af færustu skríbendum Financial Times, hefur í sinni nýjustu grein afhjúpað virkilega magnað samhengi, milli uppsafnaðra skulda sem byggst hafa upp milli seðlabanka hinna ímsu aðildarríkja Evru, sem allir eru meðlimir að Seðlabanka Evrópu eða Seðlabanka Evrusvæðis, sem er eiginlega réttara nafn að mínu mati.
- Tölurnar sem fram koma hefur Martin Wolf eftir engum öðrum en Hans-Werner Sinn.
Intolerable choices for the eurozone : "At last months Munich economic summit, Hans-Werner Sinn, president of the Ifo Institute for Economic Research, brilliantly elucidated the implications of the response to this threat of the European System of Central Banks (ESCB)."
- Svo, Martin Wolf er í reynd, að endurbyrta þær upplýsingar, sem IFO stofnunin Þýska hefur unnið!
- Svo enginn ætti að efast um trúverðugleika þessara niðurstaðna!
Myndin hér að neðan byrtir það samhengi, sem ég er að tala um!
- Tölurnar að ofan, sýna hvað tiltekin lönd hafa tekið sér að láni í gegnum sinn seðlabanka, sem starfar sem eining innan Seðlabanka Evrópu.
- Lánveitendur, hafa verið ríki sem hafa upp á umframfjármagn að bjóða, þ.e. lönd með afgang að viðskiptum. Þeirra seðlabankar, sem einnig starfa sem meðlimir að Seðlabanka Evrópu, hafa veitt þessa peninga.
Spurningin er síðan, hvað gerist ef það verður meiriháttar greiðslufall? Það er, eins og sumir vilja meina þar á meðal Juergen Stark -aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu- að sé möguleiki, að í kjölfar greiðsluþrots Grikklands, neiti að auki Írland og Portúgal, að greiða?
Þær þjóðir skulda samanlagt: 293,1ma. með þessum hætti!
- "Government insolvencies would now also threaten the solvency of debtor country central banks."
- "This would then impose large losses on creditor country central banks, which national taxpayers would have to make good."
- "This would be a fiscal transfer by the back door."
- Af þessu samhengi virðist klárt, að þýski Seðlabankinn á megnið af þeim 87,1ma. sem Seðlabanki Grikklands, hefur tekið að láni til að endurlána grískum bönkum til að halda þeim á floti.
- Skv. ofangreindu, þá fellur tjónið á þýska skattgreiðendur - hvort sem um er að ræða svokallað "haircut" en 50% af upphæðinni gera litla 43,55ma. og 67% af er 58,4ma..
- En gjarnan er talað um 50% af en Barclays bankinn áætlar þörf fyrir 67% lækkun skulda Grikklands, og auðvitað yfirlísing um greiðslufall getur þítt að allt tapist.
En klárt er, að jafnvel fyrir Þýskaland, væri það verulegt fjárhagslegt áfall, að þurfa að fjármagna með eigin sköttum, ofangreindar fjárhæðir - sérstaklega ef það allra versta gerist að öll 3. löndin neita að greiða! Áfall sem getur haft veruleg neikvæð áhrif á þýska efnahagsframvindu!
En, jafnvel þær upphæðir sem í húfi eru, einungis í tilviki Grikklands, eru upphæðir sem munar um. En, ég bendi á, að Merkel hafði fyrir því, að endursemja um nýja greiðsludreifingu á upphæð sem aðildarríki eiga að greiða, til að mynda nýjan björgunarsjóð Evru frá og með 2013, til að losna við að þurfa að borga litla 13ma. í einu.
En, ef Merkel var tilbúin að taka áhættu, á því að rústa samkomulagi sem var búið að ná meðal meðlimalandanna allra, til að dreifa þeirri upphæð á lengri tíma; þá er ljóst að Merkel er tilbúin að beita mjög - mjög miklum þrýstingi, til að losna við að senda eigin skattgreiðendum mun hærri upphæðir!
Eitt í viðbót er einnig klárt, að þessi uppsöfnun skulda í gegnum seðlabankana, getur ekki haldið áfram mikið lengur!
Og ofan í allt þetta, stefnir í að Seðlabanki Evrópu hækki vexti, aftur!
Inflation justifies rate rises, says ECB
Jürgen Stark : ""Jürgen Stark, ECB executive board member, told the Financial Times that eurozone inflation was very likely to average more than 2.5 per cent this year and decline only slowly in 2012." - "I think it is a necessity to withdraw to continue to withdraw monetary accommodation in order to retain inflation expectations well anchored and to keep inflation under control. Mr Stark saw no inconsistency between the ECB raising interest rates and continuing to provide banks with unlimited liquidity propping up the financial systems of Greece, Portugal and Ireland. There is no dilemma. Both issues are compatible.
Mario Draghi : "Speaking this morning to Banca dItalia shareholders, Italys central bank governor identified a greater need to proceed with monetary policy normalisation so as to prevent expectations of higher inflation from becoming entrenched."
Draghi er að flestum talinn verða nýr Seðlabankastjóri Evrusvæði þann 1. nóvember nk. Orð hans eru talin þíða, að hann telji frekari vaxtahækkanir nauðsynlegar.
Orð Juergen Stark verða vart skilin öðruvísi.
Ekki víst þó að hún verði þegar í júní, en þ.e. þó hugsanlegt. En klárt er af orðum stjórnenda Seðlabanka Evrusvæðis, að þar innan dyra er enga miskunn að finna hjá Magnúsi.
En vaxtahækkanir munu magna vandræði ríkjanna á Evrusvæðinu í vanda, og þ.e. einmitt sá vandi en ekki verðbólga, sem er mesta hættan.
En, það virðist að Draghi hafi gert samkomulag við Þjóðverja, gegn því að fá blessun Merkelar, að fylgja dæmigerðri þýskri harðlínustefnu um vexti og peningastjórnun.
En, slík stefna mun kynda undir vandræðum ríkja í vanda, þ.s. verra er magnar hættu á því að Spánn lendi að auki í vanda; en þarlendis er megni húsnæðislána á breytilegum vöxtum, þannig að vaxtahækkunarferli getur mjög fljótt þar framkallað samdráttaráhrif í gegnum minnkandi neyslu almennings, fjölgun fólks í greiðsluvandræðum - sem þá myndi hafa neikvæð víxlverkunaráhrif í gegnum allt hagkerfið.
Niðurstaða
Ástandið á Evrusvæðinu er hreint magnað, en þ.s. hefur byggst upp innan Seðlabanka Evrópu verður ekki kallað annað en útlánabóla. Sú bóla er sprengja sem hreinlega getur sprengt Evruna sjálfa í tætlur.
En, því lengur sem sú peningadæla stendur, að ríkjum í vanda sé lánað í gegnum Seðlabankann sinn, sem lönd sem eiga peninga lána í gegnum sína Seðlabanka; því stærri verður sprengingin óhjákvæmilega.
Að mati Martin Wolf, er ástandið orðið svo alvarlegt að annað af tvennu, verði að fækka aðildarríkjum Evru þ.e. þau sem geta ekki fjármagnað sig fara út, eða að það verður að búa til "transfer union" þ.s. þetta raunástand að löndunum í vanda sé tryggt lausafé með beinum framlögum frá stöndugum ríkjum sé formfest með markvissari hætti.
Sennilega er þetta rétt. En, ég veðja frekar á fækkun aðildarlanda Evru, enda er tilhugsunin um "transfel union" hrein skelfing í augum þýsks almennings.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í EU [ESB] er vel skilgreindar reglur um Seðlabanka Evrópu og Fjárfestingabanka Evrópu [staðsettan núna í Lúxemborg] einnig um þjóðarSeðlabankanna sem heyra undir Seðlabanka Evrópu, en ekki ríkistjórnir sinna landa. Nú eftir gervi einkvæðingu og vaxtaskattheimtu, þá fara lán milli ríkja í gegnum kauphallir og einkabanka, ekki í gegnum Seðlabankanna beint. Þetta mun krefjast bankaleyndar. Vonda einkaframtakið og góðu Seðlabankarnir og ríkistjórnirnar, best er Miðstýring í Brussell. EES kveður á um upplýsinga skildu aðila samningsins við Seðlabanka EU, þess vegna mun DO hafa hagræt og flutt verkefni til Íslenska Seðlanakans á sínum tíma. Seðlabankarnir eiga að tryggja Miðstýringunni Skila á Meðlima Sköttum selja Meðlima Ríkjun evrur með hagnaði, og veita meðmæli með skuldbréfum til sölu í Kauphöllum gegn gjaldi. Þannig er hægt að tryggja að réttir aðilar geti t.d. gert tilboð í verkefni sem Brussel stendur á bak við. Banki sem hefur ekki meðmæli Seðlabanka er hann starfhæfur? Þjóðverjar og stöndug ríki eru að tryggja sig í samdrættinum sem blasir við EU [ESB] í framtíðinni. EU hefur ekki næg hráefni til að viðhalda sama raunhagvexti þetta var líka vandmáli í Evrópu fyrir 50 árum og 100 árum. Sum efnasambönd nútíma tækni eru staðbundin og liggja utan ESB. Kína bíður betur að því er virðist í hráefni og ræktar lönd í þriðja heiminum en EU [ESB]. Reglan í EU er að allar þjóðartekjur minnka hlutfallslega jafnt. Léleg ríki geta minnkað tekjur sínar meira ef þau vilja.
Júlíus Björnsson, 1.6.2011 kl. 03:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning