31.5.2011 | 02:20
Ríkisstjórn Írans, ætlar að vernda sitt fólk, gegn því að íll áhrif vestræns heims, haldi áfram að streyma til þeirra í gegnum Internetið :)
Grein Wall Street Journal, er bæði í senn hlægileg og grátleg. En, það virðist klárt að stjórnvöld í Íran, eru mjög upptekin af, til í að verja til þess miklum fjármunum, baráttu gegn hinum - eer - íllu syðum og gildum, sem að þeirra mati eru að menga hugi ungra Írana.
Þessa mengun hugans, verði að stöðva og það sem allra - allra fyrst!
Íranar eru búnir að búa til nýtt hugtak - "Softwar".
Eins og ég skil þá þróun sem er að eiga sér stað í Íran, þá er landið undir stjórn Mahmoud Ahmadinejad, að þróast úr því sem hefur verið klerkaveldi þ.s. ráð Shia-múslímskra klerka ræður nær öllu, yfir í að vera einsflokks-alræðisríki undir stjórn, Byltingavarðanna svokölluðu.
En, Byltingaverðirnir, voru stofnaðir undir Khomeini, sem nokkurs konar "parallel" her skipaðir framan-af einkum ungum lítt menntuðum en mjög rótækt trúuðum Shia-múslímum. Þetta voru þeir sem hlupu með hárband með áletrun úr kóraninum, hrópandi beint að þrælvopnuðum hermönnum Saddams, svona "WW1 style".
Byltingavörðurinn, blés mjög hratt út í stríðinu við Írak Saddam Hussain, og er sennilega í dag síst minna fjölmennur, en hinn eiginlegi her Írans.
Ákveðin kaldhæðni af því, að þarna má finna tiltekna hliðsjón við þá þróun í Þýskalandi nasismans, að SS-sveitirnar blésu út, smám saman urðu voldugari en herinn og fyrir rest jafnvel fjölmennari, urðu ríki innan ríkisins.
Það er akkúrat þannig sem Byltingavörðurinn hefur þróast, þ.e. þó þetta sé ekki SS, þá er áhugavert að sjá að Byltingavörðurinn, hefur breitt út áhrif sín um samfélagið, á í dag fjölda fyrirtækja, rekur sínar eigin vopnaverksmiðjur og rannsóknarprógrömm þ.s. vopn eru þróuð, er grunaður um að reka sitt eigin "parallel" úran-auðgunarprógramm - sem sagt - að þeirra prógramm sé það leyniprógramm sem Ísraelar telja sig vita um, heldur uppi mjög umfangsmiklu innrætingarprógrammi beint að ungu fólki innan félagsmiðstöðva sem þessi hreyfing rekur.
- Mahmoud Ahmadinejad tilheyrir þessum dæmi, þ.s. ég er að segja, er að Byltingavörðurinn sé smám saman, að verða yfirsterkari klerkunum, sé að taka landið/ríkið - yfir.
- Og hann virðist hafa sterka alræðis-tilhneygingu, þ.e. Byltingavörðurinn.
- En, ekki er víst að Mahmoud Ahmadinejad sé sá sem mestu ráði, en Byltingavörðurinn hefur einnig sinn formlega yfirmann, sá má vera að í reynd sé sá er ræður.
- Ahmadinejad er samt örugglega ekkert peð!
Þetta virðist einmitt dæmigert, að Byltingavörðurinn vill vera alls staðar, búa til nýjann her - vera virkur í hverju því nýju, sem máli geti skipt:
- "The Revolutionary Guard, a powerful branch of the Iranian security forces, has taken the lead in the virtual fight. In late 2009, the Guard acquired a majority stake of the state telecom monopoly that owns DCI. That put all of Iran's communications networks under Revolutionary Guard control."
- "The Guard has created a "Cyber Army" as part of an effort to train more than 250,000 computer hackers. It recently took credit for attacks on Western sites including Voice of America, the U.S. government-funded international broadcasting service. And at the telecom ministry, work has begun on a national search engine called "Ya Hagh," or "Oh, Justice," as a possible alternative to popular search engines like Google and Yahoo."
Þó svo, að Byltingavörðurinn sé sennilega að verða yfirsterkari klerkunum, þíðir það alls ekki að klerkarnir séu áhrifalausir eða það ríki óvinátta. Þvert á móti, virðist vera sameiginlegt átak í gangi, um að verja byltinguna og um leið ríkisstjórnina, gegn hinum - eer - íllu áhrifum:
- "Since the 2009 protests, the government has ratcheted up its online repression. "Countering the soft war is the main priority for us today," Mr. Khamenei, the Supreme Leader, said November 2009 in a speech to members of the Basij, a pro-government paramilitary volunteer group. "In a soft war the enemy tries to make use of advanced and cultural and communication tools to spread lies and rumors." "
Þetta er eitt megineinkenni kúgunar-ríkisstjórna, þ.e. skynjunin um ógnunina að utan. Þær virðast alltaf þurfa að eiga óvin. Að miklu leiti er óvinurinn réttlæting einmitt á þörfinni fyrir þá frelsisskerðingu, sem slíkar ríkisstjórnir telja sig hafa þörf fyrir að viðhafa. En, hin raunverulega ástæða er auðvitað - að kúgun er sú aðferð sem slíkar ríkisstjórnir þurfa að viðhafa til að halda í þ.s. skiptir öllu máli - völdin. Svo óvinurinn gegnir þá því hlutverki plata almenning til að halda, að ástæða kúgunarinnar sé einhver önnur en valdaþorsti þeirra sem stjórna:
- ""The regime no longer fears a physical attack from the West," said Mahmood Enayat, director of the Iran media program at the University of Pennsylvania's Annenberg School of Communications. "It still thinks the West wants to take over Iran, but through the Internet.""
Áhugavert að sjá þann hóp ríkja, sem Íran er nú að slást í hóp með:
- "Myanmar said last October that public Internet connections would run through a separate system controlled and monitored by a new government company, accessing theoretically just Myanmar content. It's introducing alternatives to popular websites including an email service, called Ymail, as a replacement for Google Inc.'s Gmail."
- "Cuba, too, has what amounts to two Internetsone that connects to the outside world for tourists and government officials, and the other a closed and monitored network, with limited access, for public use.
- "North Korea is taking its first tentative steps into cyberspace with a similar dual network, though with far fewer people on a much more rudimentary system."
Miðað við þetta, þá hófst þróun þess kerfis, sem til stendur að taka í noktun, fljótlega eftir að Ahmadinejad komst til valda. Það er merkilegt, því það segir að þetta sé ekki viðbrögð við stúdentaóeyrðum eða nokkru slíku, heldur að þetta sé hluti af lengri tíma plani. Og það plan sýnist mér í samhengi við aðra þróun í Íran, sé sem hluti af því að þróa Íran yfir í einsflokks alræðisríki:
- "The notion of an Iran-only Internet emerged in 2005 when Mr. Ahmadinejad became president. Officials experimented with pilot programs using a closed network serving more than 3,000 Iranian public schools as well as 400 local offices of the education ministry."
- "The government in 2008 allocated $1 billion to continue building the needed infrastructure. "The national Internet will not limit access for users," Abdolmajid Riazi, then-deputy director of communication technology in the ministry of telecommunications, said of the project that year. "It will instead empower Iran and protect its society from cultural invasion and threats."
Þetta virðist vera ótrúlega metnaðarfullt plan, þ.e. að skipta út Internetinu, fyrir annað þá með fullri þjónustu þ.e. bloggi - sem er víst vinsælt í Íran en þá undir smásjá stjv. en Kína er með sambærilegt kerfi - leitarvélum í stað Google og annarra slíkra - og auðvitað netvafra - og e-mail. Eins og fram kom að ofan, kostnaður upp á 1ma. hljómar ekki ótrúlegur. En muna ber, að vegna lægri launa í Íran, þá telur slíkur milljarður sennilega á við a.m.k. 4-5 slíka í Bandaríkjunum:
- "Iran is taking steps toward an aggressive new form of censorship: a so-called national Internet that could, in effect, disconnect Iranian cyberspace from the rest of the world."
- "In February...Reza Bagheri Asl, director of the telecommunication ministry's research institute, told an Iranian news agency that soon 60% of the nation's homes and businesses would be on the new, internal network. Within two years it would extend to the entire country, he said."
- "Iran's national Internet will be "a genuinely halal (compliant with Islamic law) network, aimed at Muslims on an ethical and moral level," Ali Aghamohammadi, Iran's head of economic affairs, said recently according to a state-run news service."
Engir smá draumar, að kerfið kannski verði ríkjandi Internet kerfi í heimi Múslima, hah, miðað við hatrið á milli Shita og Sunni, gæti verið smá bið á slíku. Síðan á auðvitað eftir að koma í ljós, hvort þetta kerfi sé nokkuð fugl eða fiskur, á við þau þrautreyndu og notendavænu kerfi, sem við öll erum orðin vön:
- "Mr. Aghamohammadi said the new network would at first operate in parallel to the normal Internetbanks, government ministries and large companies would continue to have access to the regular Internet."
- "Eventually, he said, the national network could replace the global Internet in Iran, as well as in other Muslim countries."
Þetta er sennilega magnaðasta tilkynningin, ætli að Bill Gates skjálfi :) ?
- "On Friday, new reports emerged in the local press that Iran also intends to roll out its own computer operating system in coming months to replace Microsoft Corp.'s Windows."
- "The development, which couldn't be independently confirmed, was attributed to Reza Taghipour, Iran's communication minister."
Niðurstaða
Sorgleg þróun sem er að eiga sér stað í Íran, en ég stórlega efast um það, að unga fólkið í borgunum sem vill frelsi, eigi í reynd roð í þá vél sem Ahmadinejad og samstarfsmenn, hafa búið til og eru að útbreiða. En, því miður eru borgirnar í Íran ekki nægilega fjölmennar miðað við heildarfjölda þeirra sem búa í Íran. Helmingur fólks a.m.k. býr enn utan borga.
Það er fólkið, sem hinn þrautskipulagði Byltingavörður nær til, sem sér honum fyrir nægum fj. nýrra fylgismanna.
Mýr sýnist að Íran sé á leið inn í fasa einsflokkskerfis, með mjög umtalsverðri kúgun. Hve mikilli er ekki gott að segja. En, kúgun einsflokkskerfa hefur verið mis alvarleg - allt frá öfgakenndu stjórnarfari Rauðu Kmera Polt Pots eða Kimmanna í N-Kóreu, yfir í hinum endanum það stjórnarfar sem ríkti í um 70 ár undir stjórn hins svokallaða "Institutional Revolutionary Party" í Mexíkó, sem mjög fljótlega gerðist einfaldlega spilltur valdaflokkur, en má eiga það að auðsýndi lengst af ekki sérlega hörkulegt stjórnarfar a.m.k. ekki í samanburði við standard einsflokks stjórnarfars annars staðar í heiminum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi skrif þín einkennast af germsamlegu þekkinarleysi, og hálf fáránlegum átrúnaði. Fyrir það fyrsta, þá yrði það unglingum til góðs ef hægt væri að koma því fyrir að loka internetinu á þá ... internetið er engin góð þróun, fyrir unga fólkið ... því miður, algerlega óframkvæmanlegt. Utrás klerksins eru því einskis virði ...
SS, voru hersveitir Hindenburg. Þegar fyrra stríðinu lauk, setti hann þessa menn í sérstaka þjálfun, þar sem þeir voru þjálfaðir án vopna. Þeir höfðu ekkert annað en riffla úr spítum, til að þjálfa sig með. Hindenburg og Bizmark, voru aðal hugsuðurnir á bak við styrjaldirnar. Þetta helvítis kjaftæði með að SS hafi haft vopnaframleiðslu er svo aumingjalegt, að halda mætti að menn væru svo illa gefnir að þeir mintust ekki þess sem þær læsu og lærðu. Væru bara með bíomyndarugl í hausnum á sér 24 klukkustundir á sólarhringnum.
Og svo að lokum, ef þessi klerkur í Íran væru í raun svona mikið í nöp við okkur, og vildi okkur feiga. Myndi han nota sér internetið, en ekki reyna að loka fyrir það.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 14:51
Ég neitast við að hafa haft í nokkru rangt fyrir mér.
Ég er ekki að ræða forsöguna áður en nasistar komust til valda, heldur hvernig hlutir voru þegar þeir voru við völd.
Þ.e. vitað að Hindenburg hafði skipulagt endurreisn þýska hersins á laun.
En, SS var orðið óskaplegt batterý fyrir rest, og þú verður bara þá að eiga þína alternatív söguskoðun í friði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.6.2011 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning