Hafa eldgosin lagfært ímynd Íslands?

Ég rakst á stórskemmtilega umfjöllun um Ísland á vef the Economist. En í tengslum við þetta er áhugavert að velta fyrir sér áhrifum eldgosanna á ímynd Íslands. En, rétt er að muna að útlendingar almennt séð hugsa ekki mjög oft til okkar lands, og þ.e. sjaldan í fréttum. Þannig, að ef útlendingar velta Íslandi yfirleitt fyrir sér, er það líklegt að byggjast á þeirri umfjöllun sem er nýjust.

 

Er Ísland miðpunktur umræðu í Evrópu?

Íslendingar hafa verið a.m.k. sumir hverjir mjög hræddir við slæma ímynd, sem þeir telja að Ísland hafi fengið í kjölfar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum um bankakreppuna sem varð hérlendis og síðan Icesave deiluna.

  1. Það fyrsta er að muna, er að sú umfjöllun var fyrst og fremst vikurnar eftir 20. október 2008 eða svo, þegar litið er til Evrópu í heild, fyrir utan Bretland og Holland, var ekki íkja mikil fjölmiðlaumfjöllun um Icesave. 
  2. Þannig að í augum evrópumanna víða um evrópu, var hrunið sjálft ofar í huga, og kannski frekar samúð með almenningi að hafa orðið fyrir þessu.
  3. Sem sagt fyrst og fremst í Bretlandi og Hollandi, þ.s. gætt hefur að einhverju leiti hugsunarinnar, glæpalýðurinn íslendingar.
  4. Síðan, gleymist krýsan á Íslandi nokkurn veginn alveg þegar krýsan á Grikklandi hefst, og menn fara að velta sér upp úr vanda nær heimahögum, þ.e. Evrunnar og Evrópu sjálfrar.
  5. Jafnvel í Bretlandi og Hollandi, eru deilur við Ísland löngu - löngu hættar að vera forsíðufréttir.

Sannleikurinn er sá, að Evrópa er ekki að farast út af einhverri réttlátri reiði í tengslum við meinta glæpsamlega hegðun íslendinga - þ.s. kom fyrir hér, sé einfaldlega ekki svo veigamikið atriði í augum flestra útlendinga, áhyggjur seinni tíma þ.e. vegna Evrunnar, Grikklands, Írlands og Portúgals, síðan vegna Grikklands aftur - hafi almennt séð fært okkar mál í gleymskunnar dá. Ef nefnt er orðið efnahagskrýsa, þá mun fólk víðast hvar í Evrópu detta í hug nafn Grikklands.

Það má segja að við njótum þess, hve auðgleymd við erum - Ísland er svo lítið og lítt mikilvægt, að þ.s. hér gerist fljótt verður að aukaatriði, dettur úr mynni - gleymist.

Ég skal segja það svo - að mér finnst það hreint ágætt, að fólk muni ekki eftir okkur - almennt séð!

Sannleikurinn sé sá:

  • Það sem ferskt er í huga fólks um Ísland eru fréttir af eldgosi - þannig að þegar flestir Evrópumenn hugsa nú til Íslands og íslendinga, er það eldgos og öskufall, sem sennilega kemur fyrst í hugann.
  • Ég skal segja það, að þetta er gott - má segja að Eyjafjallajökull hafi gert okkur stórgreiða.
  • En gosið í fyrra, hratt af stað mestu fjölmiðlaumfjöllun um atburð á Íslandi - þ.s. nafn Íslands kom fram í frétt eftir frétt, í öllum helstu fjölmiðlum Evrópu og Bandaríkjanna, og það samfellt þær cirka 2. vikur sem gosið var að trufla flug - sennilega í allri Íslandssögunni.
  • Ég er að segja að þetta taki Reykjavíkurfundinum milli Reagan og Gorba fram, en sá stóð bara yfir helgi, og síðan datt Ísland mjög fljótt aftur út úr linsu alþjóðlegu pressunnar.
  • Nú aftur þetta ár, fær Ísland umfjöllun í helstu fjölmiðlum Evrópu og í Bandaríkjunum, aftur út af gosi, ekki eins lengi - en þetta er aftur gríðarleg kynning á Íslandi, í reynd.

Grein the Economist: Come to Iceland! ----------------------------------------------

ICELANDAIR, the island nation's national carrier, has been quick to put on a happy face in the wake of this week's eruption of the Grimsvotn volcano. On Thursday, the airline sent out a press release to journalists encouraging coverage of the crisis—and the clean-up operation. "Most of the country," Icelandair assured us, has been "totally unaffected by the volcanic ash." In fact, the airline seems to be encouraging foreigners to visit the country as soon as possible, lest they miss out on seeing the ash—or the slowly subsiding eruption—first-hand:

Curious visitors have already begun to flock to the area, eager to check out the affected area and see the ash for themselves. However, they will have to hurry because the efficient ash clean-up operation is already progressing quickly and local residents hope life in the southeast will be back to normal very soon.

Visits to the crater are not yet allowed, as the eruption has yet to be officially declared finished. But enterprising tour companies are already planning to take advantage of Iceland’s newest geological wonder.

Eyjafjallajokull – the star volcano of 2010 – is also in South Iceland and tourists have been able to visit that since last summer. It is still one of the most popular tours on offer today and an Eyjafjallajokull museum even opened on the eruption’s first anniversary.

Furthermore, Keflavik International Airport, Icelandair’s main hub, has reopened and all flights have resumed to normal until further notice.

Although Icelandic volcano eruptions cause problems for Europe's other airlines, no carrier has it worse than Icelandair. Airlines never like to see their home airports closed, their planes grounded, and their main destinations unreachable. But there's not much Icelandair can do to stop a volcano from erupting. So it makes a lot of sense that the airline would try to turn what seems to be a major liability into a business opportunity.

With the collapse of its economy in the financial crisis, Iceland is less of a destination for business travellers than it once was. But ecotourism is still a big business—and one with lots of potential. Iceland has whale-watching, hiking, glaciers, and, of course, volcanoes. The Eyjafjallajokull and Grimsvotn eruptions caused problems for Icelandair and Iceland overall. But they also ensured that Iceland would be in the news all over Europe and North America for weeks in both 2010 and 2011. That's no small feat.

The saying is that "there's no such thing as bad publicity." But we might not even need it here: the publicity from the volcanic eruptions hasn't  been particularly bad. Yes, people have had their flights cancelled. But no planes have fallen out of the sky, and evacuations and other local problems caused by the eruptions haven't been the focus of the news coverage.

Instead, when non-Icelandic media cover the eruptions, they tend to use pictures and video that make the volcanoes look cool—like something you might want to see for yourself. That's a lot of free media, and a lot of people who will be thinking about Iceland who might not have otherwise. There's a reason that cable news shows like to air shots of forest fires and tornadoes, and it's not just because television executives are concerned about the people endangered by natural disasters. Producers know that people like to watch that sort of thing. Volcanoes get eyeballs. Icelandair is betting that if they offer folks a chance to see the real thing up close, a bunch of people might take them up on it. It's a good bet.

This blog has covered disaster recovery before, and I'm wary of straying too close to the broken windows fallacy. But the Eyjafjallajokull and Grimsvotn eruptions scored Iceland many times more news mentions internationally than anything else in the country's recent history. Is it really so crazy to bet, as Icelandair has, that the eruptions might rebound in Iceland's favour? After all, being known for natural beauty (and danger) is better than being known as a (failed) "Wall Street on the Tundra," right?

203307_625224177_6755181_n

------------------------------------------------

Niðurstaða

Það verður að segjast eins og er, að eftir Eyjafjallajökulsgosið sérstaklega og nú nýja umfjöllun um gos á Íslandi, þá hefur mjög sennilega stórfellt dregið úr líkum þess, að þegar nafn Íslands kemur fram á prenti og í umræðu, þá sé fólk að hugsa til Íslands í einhverjum neikvæðum tón.

Fólk í Evrópu í dag, er miklu meir upptekið af daglegum vandamálum nær sínum heimahögum, og fyrir utan Bretland og Holland, mjög ólíklegt almennt séð til að hafa þekkingu á því hverju orðið "Icesave" tengist. Jafnvel í Bretlandi og Hollandi, er það sennilega ekki nema hluti af almenningi, sem nokkuð hefur fylgst með þeirri deilu eða hefur skoðun á henni.

  • Punkturinn er sá, að Ísland skiptir svo litlu máli.

Þannig, að þ.e. mjög ólíklegt eins og sumir hafa verið að halda fram, að Evrópa standi á öndinni af einhverri hneyxlan, að við borguðum ekki Icesave eins og sumir segja. Reyndar hefur gætt nokkurrar jákvæðrar hugsunar því tengdu, en t.d. hefur þess víst gætt nokkuð, að á Spáni séu mótmælendur á strætum og torgum þessar vikurnar að veifa íslenska fánanum, og þessi áhugaverða mynd var byrt á blogginu hans Egils Helgasonar þ.s. einhver Spánverji hafði sett upp ísl. fánann, þannig að stitta af spánskri hetju hélt á honum.

-------------------------

Ég held að heilt yfir, hafi gosin verið góð fyrir Ísland, einmitt vegna þess að þau sópa deilunum sem Ísland áður tengdist, undir teppi gleymsku.

Þau aðstoða það ferli gleymsku um þá atburði sem við viljum gleyma, svo að útlendingar tengja Ísland einhverju öðru, og hugsa frekar þegar þeir láta hugann reika að slíkum vandamálum, um önnur lönd.

En eins og ég sagði í upphafi, þ.s. fáir í Evrópu hugsa oft til okkar, þá eru Evrópubúar líklegir til að tengja landið þeirri umfjöllun sem þeir sáu síðast.

Og lang-umfangsmesta umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um Ísland í sögunni tengist eldgosi og eldsumbrotun, og það styrkir þá ímynd sem við höfum viljað halda á lofti - Ísland sem land ævintýranna - stórfenglegrar náttúru; land ferðamennsku.

Ég spái því, að þessi mikla umfjöllun muni skila auknum straumi ferðamanna hingað bæði frá N-Ameríku og Evrópu, á allra næstu árum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband