28.5.2011 | 16:17
Bindum enda á kyrrstöðuna í hagkerfinu! Möguleg leið, látum sjóðina efla hagkerfið í stað þess að bæla það!
"Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð um 2,4 prósent sl. fimm ár!" Þetta kemur fram í tölum Landssamtaka Lífeyrissjóða, en þetta skilur eftir sig umtalsvert gat hjá sjóðunum sem þurfa 3,5% meðalárs-raunávöxtun, til að standa undir skuldbindingum.
Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð um 2,4 prósent síðustu fimm árin
Ég ætla samt ekki að tala um þetta tap, heldur velta öðru upp þ.e. samhenginu við hrunið.
- Málið er, að þegar bankakerfið hrynur þá verður í samanburði við verðmæti þjóðarframleiðslu í dollar 40% minnkun!
- Nú er mæld minnkun raunverðmæta lífeyriskerfisins í samanburðinum, einungis 2,4%.
- Þetta þíðir að umfang kerfisins sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu hefur aukist! En ef þjóðarframleiðslan minnkar mun meir af raunverðmæti er þetta útkoman. Og þetta er stór aukning.
- Punkturinn er sá, að það er hagkerfið sjálft þ.e. heilsa þess og geta til að standa undir skuldbindingum, sem er hin raunverulega trygging þess að sjóðirnir geti greitt lífeyri.
- Við hrunið varð gríðarleg hækkun/aukning þeirra skuldbindinga sem almennir skattgreiðendur og atvinnulífið þarf að standa undir - og það þíðir að almenningur og fyrirtæki hafa minna handa á milli til allra hluta, þar á meðal til að fjárfesta í nýju.
- Þessi gríðarlega aukning skuldbindinga sem lífeyriskerfið er hluti af, lán eru annar - er örugglega stór hluti skýringar þess, að innlend fjárfesting er um þessar mundir sú minnsta síðan eftir seinna stríð.
Heildarútkoman er efnhagsleg kyrrstaða - mjög skert geta til hagvaxtar; ef þessu er ekki breytt með einhverri stórri aðgerð, er nánast eina vonin til nokkurrar hreyfingar, erlend fjárfesting.
Ég er eiginlega að segja, að skuldbindingar á hagkerfinu séu of miklar - ekki síst þær innlendu; meðan núverandi kyrrstöðuástand ríkir.
Annaðhvort þarf að lækka þær skuldbindingar, eða skapa þann hagvöxt sem til þarf svo ástandið í gegnum aukningu tekna smám saman verði léttbærara
Verðum að lækka raunávöxtunarþörf sjóðanna í 2%
Varðandi lífeyriskerfið, verðum við sennilega að lækka ávöxtunarkröfu, en tjónið sem orðið er verður ekki unnið upp, nema með því að auka skuldbindingar á skattgreiðendur enn meir, en nú er þegar orðið. Þetta á við ef menn ætla að standa við núverandi fyrirkomlag sjóðanna.
Ef meðalávöxtun er hinsvegar lækkuð í 2%, þá mun ekki þurfa eins mikið viðbótar fé. Þetta þíðir á mannamáli, að skerða þarf réttindi til að samsvara þeirri ávöxtun. Þegar er búið að ákveða að hækka iðgjöld í 15% af launatekjum. Lengra verður ekki gengið um það.
Að auki, er 3,5% krafan mjög erfið, en til þess að hún gangi upp, þarf eiginlega 3,5% meðalhagvöxt per áratug. Það því miður hefur ekki orðið síðan eftir að 9. áratugnum lauk. Ekki er útlit fyrir á næstunni, að unnt verði að triggja hagvöxt á þeim slóðum.
2% krafan er mun auðveldari fyrir hagkerfið. Að auki, geta sjóðirnir þá fjárfest í öruggari þáttum og/eða bréfum, enda er þumalfingursreglan sú að því öruggari sem fjárfestingarkostur er því lægri vexti borgar sá kostur, 2% regla myndi þíða að sjóðirnir væru að kaupa til mikilla muna í öruggari hlutum, sem ætti að minnka hættu á töpum.
Að lokum, halda sjóðirnir hér uppi vaxtastigi. En, ein byrtingamynd 3,5% kröfunnar, og víxlverkun við hrunið og höft. Er að sjóðirnir geta ekki flutt fé úr landi fjárfest það erlendis. Þeir sitja nú uppi með rúml. 200ma.kr. sem þeir geta ekki nýtt til nokkurs hlutar.
En, þeir geta ekki nýtt það fé til fjárfestinga, vegna þess að innlendar fjárfestingar í atvinnulífi, geta ekki tryggt 3,5% ávöxtun.
Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið!
Ólafur Margeirsson, hagfræðingur: Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið?
- Eins og sést af töflunni sem Ólafur Margeirsson tók saman, þá einungis 2. af samanburðarárum nær atvinnulífið hér, að veita raun-ávöxtun upp á 3,5% eða meir á eiginfé.
- Þetta er ástæða þess, að sjóðirnir sitja með hendur í skauti með sína liðlega 200ma. að hin lögbundna krafa, sem leiðir til 3,5% raunávöxtunar þarfar þeirra, gerir þeim ókleyft að nýta þetta fé til fjárfestinga hér innanlands.
Svo lokapunkturinn er, að ef krafan er lækkuð í 2% - sjáið að 2% krafa er sjálfbær skv. ofangreindum tölum - þá geta sjóðirnir lagt það fé sem þeir hafa og um þessar mundir geta ekki nýtt, í fjárfestingar í innlendu atvinnulífi.
Þannig skapað störf - þannig skapað hagvöxt - þannig stuðlað að því að bundið sé endir á þá deyfð í atvinnulífinu sem nú ríkir.
Vandinn er einfaldlega að innlennt fé situr fast vegna laga sem verður að breita og það á stundinni.
Að auki, mun þessi lækkun einnig skila sér til bankanna, en sjóðirnir eru þeirra aðal fjármögnunarleið, svo um leið og sjóðirnir treysta sér til að fjármagna þá á 2% raun-vöxtum en ekki 3,5% þá ætti það að skila sér í bilinu 1-2% lækkun raunvaxta útlána frá bankakerfinu einnig.
Þannig gert aðilum mögulegt að nýta það mikla magn af innlánsfé sem nú er til, til útlána. En, ég vil meina að 3,5% reglan sé einnig að valda því að bankalán séu of dýr miðað við núverandi ástand.
Hugsið ykkur, hve mikil innspýting það væri í atvinnulífið ef ekki einungis liðlega 200ma. sjóðanna komast í vinnu heldur yfir 1.000ma af innlánum.
Þessi fjárfesting þarf auðvitað einkum að vera í útflutningi. En, mér sýnist að bara ef raunávöxtunarþörf sjóðanna er lækkuð í mun raunhæfari 2% - sem þíðir lækkun réttinda. Svo það sé algerlega á hreinu. Þá væri unnt að binda enda á kreppuna hérlendis.
-------------------
Bendi á að auki, að þessi raunvaxtalækkun lána, myndi einnig skila sér til almennings, lækka þeirra kostnað jafnvel meir en svokölluð 20% leið Framsóknarflokksins.
Niðurstaða
Ég er að segja að ein lítil breyting, geti lagað alveg ótrúlega mikið.
Vandinn er að baki, standa mjög öflugir hagsmunaaðila þ.e. sjóðirnir og að auki þeir gamblarar sem hafa notið þess fjár sem frá þeim hefur komið. Þeir munu berjast gegn breytingunni.
Það mun vera íjað að því, að maður sé vondur við lífeyrisþega.
En málið er það atriði sem öllu máli skiptir að sjálbærni sjóðanna, þeirra greiðsla sem frá þeim koma, standa og falla með heilsu hagkerfisins.
Skv. núverandi ástandi eru sjóðirnir íþyngjandi mein á hagkerfinu, sem ógna stöðu þess í vaxandi mæli, en þannig þarf það all ekki að vera. Þvert á móti eiga þeir að þjóna okkur öllum.
Því ástandi er í reynd sára einfalt að endurreisa, en sú endurreisn felst í því að gera samhengi sjóðanna og landsins heilbrigt á ný. Til þess þarf einungis eina grunnbreytingu sem öllu breytir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tel að öllu ríkjum ábyrgrar efnahagstjórnunar fari almenn raunávöxtun eftir raunhagvexti Ríkisins. Ég tel líka að að ef CIA, metur raunávöxtun/hagvöxt Jarðar allar um 4,7 %. Þá sé það mat sálfræðilegt. Sama stofnun segir líka að mörg ríki sé ekki marktæk um sitt mat á raunhagvexti ár frá ári. Þeggar um er að eitthvað almennt, þá er líka hægt að heimsækja ríki og not heilan ásamt augum , nefi og eyrum til að meta svokallaðan samburðar raunhagvöxt.
Athugun á vertryggingar sjóðum í USA síðustu 90 ár sem eru Prime AAA+++ sanna að fjármagnsleiga á langtíma öruggum fasteignaveðlánum er max 2,0% í nafnvaxta formúlu t.d. þessari kennd við Fisher til að dreifa afskriftarvöxtum mesta fyrst á byrjunar greiðslur nýrra veðsafna. 2,0% raunávöxtun fer að hluti í kostnað, en það sem er umfram ráðgerða verðbólgu 3,0% , en hún er alltaf um 90 % á 30 árum í USA. Þessvegna er það sem er umfram 2,0% ekkert annað en sjálfsagðar verðbætur. Þessir intitial vextir voru max 1,99% í UK í fyrra.
Hér er upplagt að byrja á þvi að hætta þessum hugmyndum um að raunhagvöxtur á Vesturlöndum fari vaxandi í framtíðinni. Ekkert bendir til þess, frekar stefnir allt í röðin sé komin að ríkjum þriðja heimsins það er ríkjum með undir 32.000 $ á mann. ESB meðal neytandi. Sá Íslenski er komin niður í 36.000 $, eftir vaxtagreiðslu sennileg um 32.000 $ á mann.
Stefnum á að Íbúafjöldi haldist nánast óbreyttur [ekki á 30 % fækkun eins og Þjóðverjar] næstu 30 ár.
Hættum að safni í vertryggingar sjóði og fjárfestum í núinu. Tökum upp sameiginlegt grunn ellitryggingar kerfi. Þar sem allir borga sama gjaldið á mánunði og allri þiggjendur fá sömu elli greiðslur. Mánarðar elli greiðslan reiknast útfrá heildar greiðslu síðusta árs til grunnellilífeyris.
Þetta gæti verið um 25.000 á alla starfandi og 200.000 kr tekjutrygging allra óvinnufæra eða tekjulausra gamlingja.
Í framhaldi geta svo sprottið upp fjálsir sér eignar lífeyrisjóðir, sem koma Ríki ekkert við.
Þegar þroskaðir gera reikni líkan fyrir 30 ára verðtryggingar sjóð. Þá er byrjað á að reikna verðtryggingu á 100 eininga útlán og gefnum kostnaði [fjármagnsleigu] yfirleitt 20 ein. Innheimtur á 30 árum eiga því að vera að raunvirði 120 ein. 360 gjalddagar gefa einingar raunvirði: 0,33 ein á mánuði.
Ef verðbólga er að meðaltali 3,0% á ári þá er hún 0,25% mánuði.
Fyrsta verðbót er þá 0,33 x 0,25 % = 0.000825 ein.
Síðasta verðbót er þá 0,33 x 90% = 0,297 ein. 360 sinnum hærri að nafnvirði.
Þetta má gera gera fyrir alla gjalda og leggja saman: Fyrir 360 gjalddaga eru þetta um 66 ein.
Heildar skuld til greiðslu með fyrirfram verðtryggingu er: 100 ein. + 20 ein. + 66 ein. Alls 186 ein. Mánaðar greiðsla er : 0,512 ein. Þetta er einingar höfðustóll fyrirfram verðtryggðs jafngreiðslu láns erlendis frá upphafi. Umsamið raunvirði eftir greiðslu á hverjum gjalda er alltaf jafnt einingar höfuðstól marfölduðum með fjölda gjalddaganna sem eftir eru. Raunvirði greiðsir jafn niður. Lántaki greiðir mest að verðbótum í heildina litið fyrst. Erlendis skiptir þessi verðbótadreifing launþega litlu máli. Í USA greiða 80 % lánataka alltaf sömu fjáhæð í hverjum mánuði. Veðsöfnin er alltaf verðtryggð til eilífðar. Á góðærum 5 ár af 30 árum t.d. gætu 20 ein fjármagsleiga farið upp í 25 ein. Auka varasjóður.
Þetta er vanalega gefið upp með 5,25% nafnvaxta kröfu í hausi langtíma veðbréfisins. Til að bera saman við raunvaxtalaus en verðtryggðar innstæður á bankareikningum.
yielding eða raunávöxtun einkennir sértæka áhættu sjóði erlendis sem alltaf eru að fara á hausinn síðustu öldina. Almennt er gerð raunsæ fjármagnsleigukrafa. AAA+++ veðsöfn.
Ísland er með hugmynda fræði sem útlendingar segjast ekki skilja [að gangi upp almennt].
Allir geta gúglað USA 18.000.0000 jafngreiðslu skuld til 30 ár vex ekki hún greiðist niður um sama einingargjald allan tíman. Allir sjóðirnir eru eldri en 60 ára og allir verðtryggðir enda öll þeirra veðsöfn verðtryggð. Velta þeirra fylgir neysluvísitölu USA. Útlána upphæðir eru verðtryggðar. Fjölgun lán krefst aukningar á eiginfé. Segja má að fjármagsleigan 2,0% tryggi eðlilega fjölgun á fjölgun útlána. Það þýrir að [hreint] eigin fé sjóðsins tvöfaldast á 30 árum.
Íslendingar verði 600.000 árið 2042. Lár húsnæðiskostanaður styrkir samkeppni stöðu vsk . fyrirtækja ekki bara erlendis.
Júlíus Björnsson, 28.5.2011 kl. 20:42
virkilega god lesning
Magnús Ágústsson, 29.5.2011 kl. 06:56
Ef hér er almennt sú trú að verðbólga vaxi sem falla af x öðru í örðu veldi, og gert ráð fyrir því í reiknlíkönum. Þá merkið það stöðugt vaxandi ferli, meiri verðbólgu ár frá ári eða grein af parabólu neikvæð.
Erlendis síðan fyrir 1920 er verðbólga í þroskuð ríkjum ráðgerð línulega vaxandi. Þá er miðað við CIP [neytendaverðvísingrunn] sem er stilltur á hundrað 100 til að byrja með. Þegar vísirinn sýnir 103 þá merkir það að verðlag sem mælt var 100 í upphafi hefur hækkað um 3,0%. Þegar vísirinn bendir á 102 þá er verðbólga orðin 2,0%. Í samræmi við skilgreiningu CIA factbook þá er þroskuð [developed] ríki þau ríki sem sína 2,0% að jafnaði á ári til 30 ára minnst. Þá er átt við að eftir 30 ár sýni vísirinn 160. 60/30= 2. Þetta gerist ef vöxtur er ráðgerður línulegur í framtíðinni, samkvæmt fræðum Irwing Fisher, sem Fisher veð(verðbóta] dreifingar formúla fyrir langtíma [lengri en 60 mánaðargjalddaga] jafngreiðslu lánsform miðar við.
Hinsvegar hefur CIA þann fyrirvara á að verðbólga geti verði aðeins meiri. Allir verðbólgu ferlar mældir í þroskuðum efnahagsríkum síðust 90 - 30 ár hafa þenna línulega vöxt, sem gert er ráð fyrir: expected.
Það er auðvelt að gera sér grein fyrir því að Ísland með allra þess náttúrlegu þjóðartækifæri skuld ekki vera orðið þroskað ennþá. Hér er til menn með réttindi sem segja mér að fara í Háskóla til að læra að verðbólga vaxi eins og parabóla.
Íslenslu sjóður tekur milljarða að láni í dollurum til 30 ár, borgar með jafngreiðslu, sem erlendi lándrottinn legur á 20% fjármagnleigu [200 milljónir] og 65% verðbólgu [650 milljónir] vexti vegna ráðgerðar verðrýnunnar á dollar næstu 30 ár. 90% verðrýnun er algjört max í ljósi reynslu síðustu 90 ára. Veð er tekin með baktryggingu í launkostnaðiði Íslensks vinnuafls eða í náttúrauðlindum. Bréfið er svo með um 5,25% vöxtum í hausi sínum.
Þetta þykir snilld því Íslenski tryggingasérfræðurinn eða annar viðskiptasérfræðingur veit að verðrýnunni verð mikið meiri, hún verður 246 % því verðbólga vex ekki línulega hér. Sjóður mun þvi græða stórlega.
Línulegur vöxtur á index miðað við ár: getur verið 2, 1 , 3, -1, 4 , 1 eða að meðaltali 1,67 á ári. 10% verðbólga á 6 árum.
Íslendingur þarf ekki að 246% verðbólgu kröfu á Íslenskan almenning, ef hann gerir ráð fyrir línulegri verðbólgu innlands.
Hann getur endurlánað miljarðinn innlands með 250 miljóna raunvaxta kröfu og 670 milljóna verðbóta kröfu, og gert ráð fyrir þroskaðri verðbólgu innanlands.
Ef raunvöxtur fylgir ekki ráðgerði verðbólgu þá myndast fljót þörf fyrir afskriftir, eða þörf til að falsa veð hjá glæpa séreigna sjóðum t.d. í USA. Þessi furðulega lífeyrissjóða eignmyndun á Íslandi byggir hún á línulegri verðbólgu eða parabólu vexti?
Júlíus Björnsson, 29.5.2011 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning