23.5.2011 | 14:39
Skuldatrygginga-álag Íslands í 210 punktum, álag Spánar 277 punktar! Meðaltal Evrusvæðis 216 punktar!
Ég var að skoða gögn á netinu, um stöðu skuldatryggingaálags nokkurra ríkja - Íslands þar með talið. Komst að eftirfarandi, sjá miðla:
Icelandic Market Daily, 19-05-2011
Euro-zone Sovereign Default Insurance Costs Rise, 23-05-2011
Bloomberg, 23-05-2011: Corporate Bond Risk Rises in Europe, Credit-Default Swaps Show
......................................CDS
- Grikkland............1.377
- Írland....................661
- Portúgal.................661
- Spánn....................277
- Ísland....................210
- Ítalía......................177
- Belgía.....................161
- Eurozone................216
Það er klárt af stöðu hinna landanna þann 19/5 sem fram kemur ef frétt Icelandic Market Daily er lesin, að nú um helgina hefur orðið allnokkur hækkun í Evrópu, en hún kemur í kjölfar þess að óöryggi hefur nú aftur skapast vegna Grikklands á nýjan leik og sá óróleiki smitar út frá sér innan samhengis Evrusvæðis, síðan grunar marga að kosningaúrslit helgarinnar hafi haft áhrif á mikla hækkun fyrir Spán þ.e. frá 242 punktum.
- Það er ekki endilega öruggt að sú hækkun standist lengur en nokkra daga.
- En, samt miðað við stöðuna fyrir viku, er Ísland komið vel niður fyrir Spán.
- Einnig komið niður fyrir meðaltal Evrusvæðis.
Niðurstaða
Ekkert, alls ekkert, bólar á þeim slæmu hlutum sem áttu að gerast, ef íslendingar segðu "Nei" við Icesave.
Mig grunar þess, að Ísland njóti þess einfalda hlutar, að hér er afgangur af utanríkisverlun. Ekki mikill sbr. niðurstöðu Seðlabanka að nettó afgangur þ.e. þegar tillit er tekið til vaxtagjalda, hafi einungis verið 1,7% af landsframleiðslu 2010. Þetta er samt mikið betra, en að vera með viðskiptahalla í kreppu, eins og Grikkland - Portúgal og Spánn búa enn við.
En að vera enn að safna skuldum með þessum hætti, auðvitað minnkar tiltrú sérstaklega þegar hagvaxtarforendur eru lélegar eins og í núverandi kreppuástandi.
Afgangurinn þó lítill sé, samt auki tiltrú á landinu, auki tiltrú fjárfesta á því að landið geti siglt út úr skuldakreppunni. Þess vegna þróist CDS Íslands með mun hagstæðari hætti en CDS Grikklands og Portúgals, og meira að segja með hagstæðari hætti en í tilviki Spánar.
Eins og sést af samanburðinum að ofan, virðist gjaldmiðillinn ekki vera meginatriði í þessu samhengi.
Ég fæ ekki séð, að okkar CDS væri lægra eða raunhæft væri að það væri umtalsvert hagstæðara miðað við núverandi tekjuástand vs. skuldastöðu, svo vart er unnt að sjá að krónan sé að lækka okkar CDS.
Gjaldmiðillinn sé því "neutral" skv. áliti markaða.
Þeir séu að skoða þetta út-frá tekjum vs. skuldum, engu öðru.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megin atriði í vöruviðskiptum, er fyrst og fremst það sem er skipst á. Þetta er háð ríkjunum sem eiga í skiptum. Orka sem má geyma er það sem má kalla gulls í gildi. Grikkir eru , með hveiti og Rúg, þar sem Íslendingar erum með þrosk og Ufsa að veði á langtímaskuldbindingum. Icesave vegna hlutfallslegar stæðrar í heildarskuldum setur mat í óvissu, gerir horfur óstöðugar. Já eða Nei breytir óvissunni, gerir horfur stöðugar.
Hinsvegar treysta aðilar Belgum best af þessum ríkjum til að geyma gjaldeyri og skila raunvirði til baka eftir 10 ár. Þeir þá því minni álagsvexti til afskrifta, og betri eftirspurn.
Hin ríkin ættu að reyna skera niður innlands lánsþörf, allir sem eiga peninga vilja festa peninga sem þurfa hjá þeim sem eiga nóga af peningum [veðum]. Þroskuð ríki fá hagstæðari vaxtakjör, þau bjóða líka upp á lægstu bestu kjara innlands vexti á öllum tímum. Þau þroskuðugeta því best geymt reiðufé fyrir önnur ríki.
Ísland getur skorið mikið niður af innlands vaxtaþörf í samburði við flest ríki.
Júlíus Björnsson, 23.5.2011 kl. 17:39
Sæll Einar Björn og takk fyrir þetta
Gjaldmiðillinn (eðli, eiginleikar, uppruni hans og sjálfstæði) er ekki "neutral" eða hlutur sem skiptir ekki máli þegar að lánshæfnismati og skuldatryggingaálagi kemur.
Gjaldmiðillinn: Hann er eins og drifkassinn í bifreið (the adjustment mechanism). Þeir sem geta skipt um gír komast lengra. Og þeir sem hafa einnig lágadrifið í bifreið sinni, munu frekar komast út úr ófærum og ógöngum en þeir sem aka um í bifreið sem þeir geta ekki skipt um gír í. Þetta vita fjárfestar og þess vegna er minni áhætta að lána þeim sem komast út úr ógöngum - dæmi; sænska krónan. Áhættan við að lána sænska ríkinu peninga er metin minni en sú að lána ríkissjóði Þýskalands peninga í 10 ár.
Svo eru auðvitað aðrir þættir metnir og teknir með inn í heildarmyndina. En myntin er ekki ""neutral" þáttur í lánshæfnismati og skuldatryggingaálagi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.5.2011 kl. 21:42
Raunhagvöxtur í ESB [evra] var neikvæður miðað við metin raunhagvöxt í USA [dollar] í fyrra. Það er hundrað prósent líkur að lykil ríki heims telji lífsnauðlegt að Global [yfir jörðan] raunhagvöxtur sé developed 2,0% fast á hverju ári. Þau skilja það líka að best er að þau vanþroskuðu verði það sem lengst: sjá Lissabon Samning, þar er ályktað um þriðja heiminn, viðurkennt að réttlát er að raunhagvöxtur verði þar meiri samt innan skynsamra marka að það gerist smátt og smátt á mjög löngum tíma. Hvað develope þýðir á menntamáli UK :
grow or cause to grow and become larger or more advanced. Eina merking hjá 80% menntamanna
convert (land) to a new purpose, especially by constructing buildings. 16% mannkyns hafa vald á þessrai merkingu líka svo erlendir fjárfestar þroskaðra Ríkja.
start to exist, experience, or possess: I developed an interest in law. Þetta er sá skilngur sem einkennir alvöru devoloped Ríki. 1% Mannkyns.
Júlíus Björnsson, 23.5.2011 kl. 22:17
OK Gunnar, það getur verið að krónan sé með jákvæð áhrif, því erlendir aðilar vita sennilega að Ísland getur fellt gengið frekar eftir þörfum, til að tryggja að landið hafi nægan gjaldeyri í afgang til að standa við greiðslur af erlendum skuldbindingum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2011 kl. 22:59
Það er neðri Takmörk. Innflutingur á neyslu varningi er í sögulegu lámarki.
Júlíus Björnsson, 23.5.2011 kl. 23:13
Nei, sá var örugglega minni fyrir 1970. Það er auðvelt að gleyma, að fyrir 8. áratuginn, vorum við nánast þróunarríki.
En sjálfsagt er ekki unnt að minnka innflutning í dag nema lítið eitt án hafta, þ.e. kannski 4-5%, örugglega er svigrúmið innan við 10% af þjóðarframleiðslu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.5.2011 kl. 23:48
Við eru ennþá undevelop, verðbólga er ekki undir 5,0% að meðaltali síðustu 30 ár. CiA fact segir developed miða við 2,0% verðbólgu[verðhækkanir geta líka bókast hagvöxtur: vsk], hinsve neyðist hún til víka þetta við út og bæta við að sum ríki sé developed með sveiflum sem fara ekki yfir 5,0%.
Hér þegar ég var barn, var influttning hávirðiasuka full vinnslu mikið minni. Handiðnaur mikið meiri, afláttur á útfluttingi að kröfu viðskiptaríkja [gengisfelling], var greiddur , með meiri afla, meiri handvinnu, og lægra tímakaupi. Hér vor smíðuð, húsgögn, sett saman rafmagnstæki, fullgerðar bækur og blöð, framleidd föt og skór, margt fleir sem er fluttinn. 1 kg af fullvinnsu kosta öruggleg 10 kg af hráefni. Gengisfelling eða stryking hentar ríkjum sem exist og possess. ESB stefnir að algjörri sjálfbærni og segist alveg hætt útflutning nema á háviriðsauka fullvinnslu. Enda er hún búinn að skera niður eigendur og mannafla í öllu grunngeirum sem skila 2,0% skatti. Þetta er ekki lítill skattur miðað rúmmál veltu einginganna í þessum geirum, og lítis launkotnaðar í heildina litið. 10 sinnum minnni einingar skila og tíu sinnum fleiri, skila svipuðum heildar skatti en 10 sinnun hærri prósentu hvert. Við eru fjármálalega, stofnanlega, og gengislega, bókhaldslega í samburði við þróuð ríki sérlega vanþróuð. Fulltrúar þróðara ríkja skilja ekki vanþroskuð rök eða heimsk kerfi. Hér er fullt af meintum mannauði sem viðurkennir að þetta lið skilji það ekki á mörgum grunn sviðum þroskaðra ríkja. Mín reynsla er sú að það sem ég get ekki skilið er bull og vitleysa. Innfluttningur á neysluvarningi er í sögulegu lámarki en það gildir líka í dag um innlenda háviriðsauka framleiðu á innlands markaði. Grunn bankakerfi á ekki að greiða meir en 2,0% í heildarskatta: vegn veltu umfangs. 80% af hlutabréfum í Kauphöll á að vera í hlutabréfum vsk. fyrirtækja með litla starfsmannaveltu og lítinn fjármagnskostnað. Húsnæðiskostnaður 80% tekjulægstu á að vera sem lægstur til að til að launveltan í heildina litið verði sem minnst. Fasteignir eru líka veð sé þeim vel viðhaldið. Almennir neytendur auka innri hagvöxt mest með því að geta valið það sem skilar mestum vsk. ESB samdráttarhagfræði er vörn í þágu jöfnunnar almennra lífskjara yfir alla jörðina. Efri millitéttar mun samt sem áður aldrei rúmma nema lítinn hluta mannkyns, þær eru innbyrðis mikið stéttskiptar eftir ríkjum.
Júlíus Björnsson, 24.5.2011 kl. 02:22
Það er út af fyrir sig rétt, en við vorum samt mikið skemmra á veg komin með margt fyrir 40 árum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2011 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning