ESB aðild getur verið dálítið tvíbent fyrir Ísland!

Þetta sníst um stöðu okkar á norðurslóðum, og samskipti okkar við mikilvæg ríki eins og Rússland og Kína, sem sýna norðurslóðum vaxandi áhuga. En Össur telur að ESB aðild sé ekki vandamál, að við getum mjög vel treyst starfsmönnum Framkvæmdastjórnar ESB, til að halda utan um hagsmuni Íslands, þegar kemur að samskiptum við þessi mikilvægu ríki um hagsmuni okkar á norðurslóðum.

  • Best, til að halla ekki réttu máli, þá eru samningar um auðlindir aðrar en fisk ekki á könnu Framkvæmdastjórnarinnar, svo við sjáum áfram um samninga við 3. ríki t.d. um hugsanlega olíuleit og einnig sem dæmi, ef Norðmenn leita olíu við Jan Mayen, vilja leita á þeim hluta neðansjávar hriggjarins er nær inn í íslenska lögsögu.
  • En, á hinn bóginn, sér Framkvæmdastjórnin um alla viðskiptasamninga við lönd utan sambandsins fyrir hönd aðildarríkja, þetta hafa ESB sinnar vilja meina að sé styrkur fyrir okkur eða kostur, að njóta þ.s. þeir vilja meina, gildandi samninga sem ESB hefur við 3. ríki og að auki, afls ESB í samningsgerð við 3. ríki.
  • Á hinn bóginn, eru hlutir ekki alveg þetta einfaldir, því til að skilja hvað býr undir, þarf að íhuga hverjir undirliggjandi hagsmunir aðila eru, því þjóðir og ríkjasambönd eru ekki undanskilin, fylgja alltaf í ákvörðunum sínum, þeim hagsmunum sem þau ríkin eða meirihluti ríkjasambands hafa. 

Össur staðfesti í Silfrinu í dag sunnudag 22/05

  • að kínverskur ráðherra sá er hingað kom fyrir tveim árum hefði ekki viljað ræða um neitt annað, en um hugsanlega siglingu risaskipa hingað, og því hugsanlega risafjárfestingu kínv. aðila hér þeim siglingum til undirbúnings,
  • og að auki að háttsettur aðili frá Singapore þ.s. kínv. hafa mikil áhrif, hefði einnig rætt þessi mál.
  • Og að auki kom fram, að uppi væru viðræður í Utanríkisráðuneytinu við embættismenn í Alaska um að hafa samvinnu um uppsetningu umskipunarhafna þar og hér.
  • Svo þ.e. klárlega hreyfing á því dæmi.
  • Síðan talaði hann um það, að hér þyrfti að biggja upp alþjóðlega björgunarmiðstöð, og hefði hann rætt það við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna allrar þeirrar umferðar olíuskipa sem líklega verður hér, þegar vinnsla fer af stað við Grænland.
  • Hann benti réttilega á, að ef olíuvinnsla fer af stað v. A-Grænland, þá sé langhagvæmast að byggja upp hér þjónustu- og birgðaaðstöðu.

Ég er ekki sammála Össuri um að, aðild að ESB sé í engu áhættuatriði, þegar kemur að samstarfi við þjóðir á heimsskautssvæðinu. Sannarlega er rétt að samningar um auðlindamál önnur en fiskveiðar, koma Brussel ekki við - a.m.k. ekki með beinum hætti.

En, allir viðskiptasamningar við ríki utan ESB - eins og ég sagði áðan - þurfa að ganga í gegnum Brussel - og þá stýrir Brussel viðræðum skv. auðvitað hagsmunum Brussel.

En, ef við sjáum sjálfir um þær viðræður, þá getum við betur gætt okkar hagsmuna í slíkum samningum, þ.e. ekki er hætta á því að okkar hagsmunir lendi í öðru sæti eftir hagsmunum heildarinnar innan ESB, sem ekki þarf endilega að vera að séu þeir sömu og okkar.

 

--------------------------------------------Mikilvægi Rússa fyrir ESB

"In 2007, 38.7% of the European Union's natural gas total imports and 24.3% of consumed natural gas originated from Russia.[1][3] Russian natural gas is delivered to Europe through 12 pipelines, of which three pipelines are direct pipelines (to Finland, Estonia and Latvia), four through Belarus (to Lithuania and Poland) and five through Ukraine (to Slovakia, Romania, Hungary and Poland).[3]"

"The largest importers of Russian gas in the European Union are Germany and Italy, accounting together for almost half of the EU gas imports from Russia. Other larger Russian gas importers (over 5 billion cubic meter per year) in the European Union are France, Hungary, Czech Republic, Poland, Austria and Slovakia.[4][5] The largest non-EU importers of Russian natural gas are Ukraine, Turkey and Belarus.[4]"

20081117_02_dependence

"According to the European Commission, the share of Russian natural gas in the member states' domestic gas consumption in 2007 was the following[3]:"

  •  Estonia 100%
  •  Finland 100%
  •  Latvia 100%
  •  Lithuania 100%
  •  Slovakia 98%
  •  Bulgaria 92%
  •  Czech Republic 77.6%
  •  Greece 76%
  •  Hungary 60%
  •  Slovenia 52%
  •  Austria 49%
  •  Poland 48.15%
  •  Germany 36%
  •  Italy 27%
  •  Romania 27%
  •  France 14%
  •  Belgium 5%

 

--------------------------------------------Mikilvægi Rússa fyrir ESB 

 

ESB sem heild, hefur mikla hagsmuni af góðum samskiptum við Rússland en einnig við Kína!

Ég er einmitt að velta þessu fyrir mér, þ.e. hvernig þetta myndi koma út fyrir okkur, þegar við eigum samskipti við þessi ríki, en erum orðin aðilar að ESB.

Eins og kemur fram, þá selja Rússar Evrópu mikið af gasi sem Evrópa alls ekki getur verið án, sérstaklega bendi ég á að lykilríki ESB Þýskaland er mjög háð rússnesku gasi, þó þeir fái einnig gas víðar að, þá geta þjóðverjar samt ekki kúplað út það gas sem þeir fá frá Rússum. 

Þó sannarlega hafi hlutfall af gasi sem ESB kaupir frá Rússum minnkað, vegna aukningar á kaupum t.d. frá Noregi, þá þíðir núverandi ástand samt að hagsmunir Rússa hafa meiri vikt en okkar hagsmunir. Það ætti öllum að vera alveg algerlega klárt.

Þannig, að ef við værum inni í ESB, þá myndi ESB þ.e. Brussel ekki hugsa sig um 2-svar, þegar það metur hvort okkar hagsmunir eða Rússa hafi meiri vikt, í deilu um hagsmuni á Norðurslóðum.

Ég bendi á, að Össur nefndi fiskveiðar þ.e. að á norðurslóðum séu fiskistofnar sem við viljum sennilega nýta eins og aðrir, og að sjálfsögðu einnig um viðskiptatengsl. Undanskil olíumál sem koma Brussel ekki við.

Ég lít svo á að ESB hafi hagsmuni af því að gefa okkar hagsmuni eftir, ef kemur upp árekstur við Rússa, því hagmunir Evrópu í orkumálum á heimaslóðum séu það yfirgnæfandi sbr. okkar hagsmuni.

En, þ.e. einnig ástæða til að íhuga stöðu okkar, í tengslum við samskipti við Kínverja, nú á sviði verslunar og viðskipta. En, eins og fram kom, þá getur verið eftir miklu að slægjast fyrir okkur, vegna áhuga Kínverja á því að setja hér upp verslunarhafnir - gera viðskiptasamninga við okkur, sem viðkoma stöðu kínv. aðila hér, fjárfestingum þeirra hér o.s.frv.

Aftur, hefur Evrópa mikilla hagsmuna að gæta, en Þýsk og Frönsk fyrirtæki hafa verið að efla starfsemi sína í Kína, og staðreyndin er sú að innan Kína þarf heimild stjórnvalda fyrir öllum hlutum sem koma að fjárfestingum fyrirtækja innan Kína, þ.e. ef fyrirtæki þitt vill kaupa kínv. aðila þarf heimild frá kínv. embættismönnum.

Það er ekki flóknara, að ef ekki væri fyrir vöxt markaðar í Kína, væri enginn hagövxtur í Evrópu akkúrat núna. En sá byggist algerlega á útflutningi þ.e. auknum útflutningi og megnið þeirrar aukningar hefur verið til Kína allra síðustu misserin, vegna þess að markaðurinn í Bandaríkjunum hefur verið í lægð síðan kreppan skall á þar, og enn hefur sá markaður ekki tekið við sér að ráði.

Svo, Kína hefur mjög sterkt hald á ESB, í gegnum það tangarhald sem Kínastj. hefur á hagvexti í Evrópu, sérstaklega í tveim mikilvægustu ríkjunum þ.e. Frakklandi og Þýskalandi.

Svo, aftur sýnist mér klárt - að hagsmunir okkar geta lent undir, ef Kína vill eitthvað en það eitthvað er ekki í samræmi við okkar hagsmuni; þá geti þeir hótað að einhver viðskiptasamningur eða einhver yfirtaka, fari ekki fram - milljarðar Evra í viðskiptum tapist, þannig fengið sitt fram og við setið eftir með sárt ennið, með óhagstæðari útkomu en ef við sjálf hefðum séð um samninga.

 

Niðurstaða

Það skrítna er, að einmitt vegna þess, að við eigum ekki mikla hagsmuni innan Kína eins og Frakkland og Þýskaland, og vegna þess að við erum ekki háð gasi frá Rússlandi; þá höfum við meira svigrúm til athafna gegn Kína og Rússlandi, en ESB.

Jafnvel þó ESB sé mikið stærra, hafa Rússar og Kínv. visst tangarhald á Evrópu, sem hvorugur hefur á okkur. Þess vegna eru líkur til þess, að utan ESB sé líklegra að okkur gangi betur, að eiga við Kínverja og Rússa.

Ég bendi að auki, að varnarsamningurinn er enn í gildi við Bandaríkin, svo þ.e. ekki nein hætta á því að við yrðum beitt einhverjum alvarlegum hótunum. Og þ.s. við erum ekki sérlega háð þeim löndum í viðskiptum ennþá er ekkert enn sem komið er, í húfi fyrir okkur að vera stíf og ákveðin í samningum.

Ég lít því á að í þessum skilningi væri ESB aðild varasöm fyrir okkur.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var skoða tölfræði ESB yfir innfluttning og útfluttnig, innbyrðis og sem heild við umheiminn. Lítill samdraáttur er á viðskiptum innbyrðis hinsvegar hafa viðskipti við alheiminn dregist saman í báðar áttir við umheimin um 20-30 % frá 1999.   Ef Kína væri ekki ein Ríkið í heiminu sem er að auka innfluttning af hávirðisauka frá  ESB, þá væri staðan mikið verri þar.  Kína er greinlega að losa sig við dollara og tefja hrun ESB.  Viðskipti Rússa við ESB hafa dregist saman um um 40%.   Grikkland  er líka land einhæfra atvinnuvegna með hveit og rúg,  í sömu sætum og þorskur og Ufsi er á Íslandi.  Þeirra iðnaður er túrismi á góðæristímum, og tóbaks framleiðsla.  Þeirra greiðslu tryggingar vega ekki þungt  í augum Þjóðverja.  Grikkir og íbúar ESB eru ekki laxar.

Júlíus Björnsson, 23.5.2011 kl. 01:36

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Angela Merkel lýst því yfir fyrr á árun að ESB ríki þyrftu meir en nokkru sinni að standa saman geng USA og Kína. ESB verður að geta borgað fyrir góð samskipti.

Júlíus Björnsson, 23.5.2011 kl. 01:39

3 identicon

Að Rússland og/eða Kína skuli hafa aukinn áhuga fyrir Íslandi, er ástæða til þess verða hræddur um framtíð landsins.  Hvorugir þessara aðila hafa í hyggju að gæta  Íslenskra hagsmuna, hvorki til skammtíma né langtíma.  Þó myndi ég telja Kínverja betra val, ef ætti að velja af handahófi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:26

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, 23.5.2011 kl. 14:26

Þeir einu sem ég tel hafa hagsmuna að gæta af því að verja okkur gegn Rússum og Kínv. eru Bandaríkjamenn, þá meina ég út frá sýn kana á sína eigin hagsmuni.

En, ég bendi á að á Íslandi væri fyrir þá mjög óþægilegt að hafa fjandsamlegar herstöðvar, svo þeir munu ekki taka þá áhættu - þeirra áhugi á okkur mun vaxa tel ég í réttu hlutfalli við áhuga Kínv. og Rússa.

Fyrir Bandaríkjamenn, skiptum við fyrst og fremst máli út frá þeim sjónarhóli að koma í veg fyrir, að Ísland verði að óvinveittri herstöð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.5.2011 kl. 14:45

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Júlíus, nennirðu að henda inn tengli á þessar varðandi innflutning/útflutning ESB.

Varðandi pistilinn, þetta er svo sem gott og blessað allt saman og þú ert á móti ESB og það er allt í fína, en það gengur varla til lengdar að mála hlutina svona ramskakka að þeir séu algjörlega á skjön við raunveruleikann Einar. Í alþjóðaviðskiptum þá er það ESB "who swings the big dick". Að reyna halda því fram að Kína hafi tangarhald á ESB vegna viðskipta er algert öfugmæli og það sér það hver maður sem horfir hlutlaust á málið ef frá er skilið einhver ESB-aðildildar óvild.

Þegar ESB þjóðir hitta þennan trúð Dailai Lama þá er það ekki vegna þess að Kínverjar hafa svo mikið tangarhald á ESB. Vopnasölubann ESB þjóð á Kínverjar stafar ekki af því að ESB sé svo háð Kína í viðskiptum. ESB þjóðir eru ekki að húðskamma Kínverja fyrir mannréttindaskort vegna þess ESB sé svo háð Kínverjum í viðskiptum. Kínverjar or Rússar eru meira segja upp á velvild ESB og USA komna með einfalda hluti eins og að eiga hlutdeild að alþjóðastofnunum. Neytendareglur ESB er núna orðið að iðnaðarstandard í útflutning Kína, ef ESB breytir reglum sínum um öryggisreglur í barnaleikföngum, þá fara Kínverjar ekki og reyna eitthvað að kreista hálsinn á ESB, þeir eru einfaldlega neyddir til að breyta um framleiðsluhætti til að þóknast sínum stærsta kúnna: ESB. Alveg eins og að staðsetning á þessari umtöluðu umskipunarhöfn fyrir vörur frá Asíu til Evrópu verður fyrst og fremst ákveðinn af einhverjum reglugerðum eða tollaálögum í ESB.

Enda þótt hagvöxtur í Kína nýtist efnahagi ESB vel líka að þá má ekki gleyma því að Kínverjar eru smákúnni í bókum ESB. Þú veist vel af okkar fyrri skoðanaskiptum að ég er mjög jákvæður fyrir aukinni velvild, samskiptum og viðskiptum milli Kína og Evrópu og tek ég því mjög fagnandi ef Kínverjar eru farnir að koma sér á lappirnar. Það að Kínverjar séu kurteisir í sinni diplómasíu og leyfa Ólafi Ragnari að sitja í heiðurstúku á meðan fatlaðir leika listir sínar á ólympíuleikunum og eitthvað svona að þá þýðir það ekki að Íslendingar hafi eitthvað svigrúm til að athafna sig gegn Kínverjum. Kínverjar hafa nákvæmlega engra hagsmuna að gæta á Íslandi, ég held að Kínverjar tækju ekki eftir því ef Ísland myndi sökkva í hafið á morgun. Ef þeir sjá einhver fjárfestingatækifæri á Íslandi þá tek ég því fagnandi, en þeir hafa verið að fjárfesta allstaðar í heiminum og þannig eru fjölmiðlar uppfullir af ranghugmyndum þegar þeir tala um að Kínverjar séu eitthvað sérstaklega áhugafullir um Ísland. 

Íslendingar og Rússar hafa og munu eiga gott samstarf á norðurslóðum vegna þess að það eru engir hagsmunaárekstrar þarna á milli, Íslendingar gera ekki neinar kröfur á neinar auðlindir, eru ekki viðurkenndir sem strandríki og eru nálægt því að hafa sömu völd í þessu ráði eins og áheyrnarfulltrúi. Hagsmunaárekstrar okkar við Rússa munu snúast um hvort skylda eigi útgerðir til að hafa 1 eða 2 björgunarbáta á hverju skipi.

Jón Gunnar Bjarkan, 25.5.2011 kl. 21:52

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/portal/page/portal/external_trade/introduction

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/portal/page/portal/product_details/publication?p_product_code=KS-GI-10-002

Vona að þetta nægi. Þeir eru líka með upplýsingar um hvað allir geti verið óánægðir með Spáverja sem aðal sköffunar aðila fyrir ódýrt sjávarhráefni. VSK í sameiginlegu grunn geirunum mun vera um 2,0%  enda fáir eignaaðliar og lítill mannafli markmiðið til að skapa risaveltu sem á að skapa grunndvöll fyrir hávirðisauka tækni og fullvinnslu Stórborganna. Árhús telst ekki stórborg í ESB.   Fjármálviðskipti einkenna USA, og UK mest enda eiga þess ríki aðgang að risatórum mörkuðum utan EU til að fjármagna sig á.  UK vill dæmis ekki taka þátt í þjóðaseðlabanka kerfinu né eiga hlut í fjárfestingar banka EU.  UK geti örugglega fengið Ísland ef þeir tækju upp evru.

Júlíus Björnsson, 25.5.2011 kl. 22:56

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Öll nálægð við Norðurpólin styrkir kröfur. Líka Kínverja um meira af hráefnum. Áróður fyrir eignarétti Frakka og annarra byrjaði í Frönskum barna teiknmydum fyrir meira en 20 árum.  Ekki er ráð nema í tíma sé tekið: Ríki sem possess they exist.

Júlíus Björnsson, 25.5.2011 kl. 23:00

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Angela Merkel fyrr á árinu talaði um að Meðlima Ríkin yrðu stand þéttar saman geng USA og Kína í harðri keppni.  [UM hráefni og orku]. ESB mun líða mest fyrir jöfnum lífskjara almennings á alheimsvísu á næstu áratugum. Íslenskir ESB aðildarsinnar ráða engu í ESB eða hjá Sameinuðuþjóðunum eða AGS.  Fyrst að skilja aðilatriðin. Valdið kemur að ofan í flestum ríkjum heims í reyndinni.

ESB var í keppni við Kína um markaði í USA og tapaði. ESB vantar frumefnasambönd sem Kína eitt getur útvegað.

Júlíus Björnsson, 25.5.2011 kl. 23:09

9 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sæll Júlíus, var að kíkja á tölurnar og ég held að þú sért að lesa þetta eitthvað skakkt. Get verið að þú hafir verið að horfa á viðskiptajöfnuðinn, séð hann minnka og talið að það þýði minni verslun? Það þýðir bara að útflutningur hefur aukist meira vs innflutning.

Það sem mér þótti svo undarlegt við kommentið hjá þér hérna að ofan var þetta:

"Lítill samdraáttur er á viðskiptum innbyrðis hinsvegar hafa viðskipti við alheiminn dregist saman í báðar áttir við umheimin um 20-30 % frá 1999.".

Þetta stenst auðvitað enga skoðun elsku kallinn minn.

Ef þú ferð til dæmis á töfluna: Current account transactions. Exports, imports and balance by partner.

Eða beint í tengill hér:

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&init=1&language=en&pcode=tec00075&plugin=1

Ef tengillinn virkar sem skyldi færðu upp töflu og uppi til vinstri getur flett á milli vöruskiptajöfnuðar, útflutnings og svo innflutnings.

Þessi tafla nær reyndar ekki lengra aftur en 2004-2006 og upp úr eftir löndum en miðað við hvað verslun hefur stóraukist undanfarin ár að þá er hægt að fullyrða að verslun ESB var ekki nema kannski 2/3, kannski ekki nema 1/3 jafnvel, árið 1999 miðað við það sem hún var orðinn 2006. Þannig að þrátt fyrir mjög alvarlega heimskreppu þá ætti að vera óhætt að segja að verslun ESB við umheiminn hafi svona um það bil tvöfaldast eða þrefaldast síðan 1999 miðað við hvað tölur Eurostat sýna ofboðslega uppgang í útflutning ESB til annarra en Vestrænna ríkja. Útflutningur eykst lítið en þó stöðugt við Vestrænar þjóðir utan ESB(útflutning tók reyndar snarpa dýfu í kreppunni en er aftur kominn á fulla ferð).

Þannig er ESB að stórauka útflutning til Vestrænna þjóða frá 2004-2007, síðan kemur kreppan og útflutningar minnkar 2008-2009 en eykst svo aftur hraustlega 2010.

Hinar þjóðirnar þarna inni kína, indland, brasilía og rússland eru reyndar með tölur bara frá 2006 og á aðeins 4 árum hefur ESB stóraukið útflutning til þessara landa. 

Ég verð reyndar að viðurkenna að svona rosalegan uppgang í verslun bjóst ég ekki við að sjá í þessum tölum og er þetta mjög uppörvandi fyrir ESB sinna eins og mig.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.5.2011 kl. 00:36

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Júlíus, hvað ertu svo að tala um hérna, verð að viðurkenna að botna ekkert í þér:

"Öll nálægð við Norðurpólin styrkir kröfur. Líka Kínverja um meira af hráefnum. Áróður fyrir eignarétti Frakka og annarra byrjaði í Frönskum barna teiknmydum fyrir meira en 20 árum.  Ekki er ráð nema í tíma sé tekið: Ríki sem possess they exist."

Nálægð íslands þá eða hvað ertu að tala um og kröfur fyrir hverju, olíu? Íslendingar eru ekki með neinar kröfur varðandi norðurpólinn enda yrði það innantómur leiðangur enda höfum við engan rétt þar á. Ef þú ert að tala um kröfur varðandi umskipunarhöfnina og þá myndi enginn maður hlusta á þannig "kröfur". Ef það verður einhver umskipunarhöfn í Evrópu fyrir þessar vörur á milli Asíu og Evrópu þá verður hún í norður Noregi án nokkurs vafa, alveg glórulaust að vera þvælast með vörurnar frá Rotterdam langt vestur um haf til Íslands til að sigla þeim svo aftur austur til Noregs og þaðan til Asíu.

Líka kröfur Kínverjar um meira af hráefnum segir þú, Kínverjar hafa engar kröfur varðandi norðurslóðir. Menn get alveg eins talað um að Ástralía hafi einhverjar kröfur til Norðurpólsins. Síðan byrjaðirðu eitthvað að tala um frakka og franskar bíómyndir.

Geturðu útskýrt allt þetta aðeins betur, skil ekki upp né niður.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.5.2011 kl. 01:15

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Margir hér segja að erldir aðilar  skilji þá ekki, hinsvegar skilja ég þá erlendu, þeir meina að Íslendingar séu insular.  Flest siðmentuð ríki velja mótun á verðandi almennum kjósendum, málið er það tekur mikinn tíma að skilja mig og undirbúning fyrir Íslendinga yngri en  60 ára að skilja mig.  Þú þekkir engan og telur engan hlusta, ég tel þig hafa rétt fyrir þér í því máli.     Ég lærði landfræði og sögu, algebru og mörg tungumál. Get búið til mikið fleiri reiknilíkön en finnast í Exel. Umskipunarhöfn milli USA, Kanada  kemur líka til greina. Allir geta gert kröfur í frjálsum heimi.  Frakkar hafa látið hafa eftir sér að frá náttúrverndasjónarmiðum sé Norðuheimskautssvæðið sameign allra þjóða heims. Íslendingar veiða lítið af hval vegna þess að það er að kröfu margra ríkja sem vita ekki einu sinni hvað hvalur. Orð er til alls fyrst.   Ef þetta styttir siglingaleið sem þurfti enga umskipunarhöfn þá veldur styttri siglingaleið ekki þörf fyrir umskipunarhöfn.  Hráefnaskortur ESB var ekkert leyndarmál fyrir 50 árum. Hér um 2005 var ESB að reyna að fá USA til að pína Kínverja til að deila ákveðnu magni af frumefnasameindum sem eru nauðsynlegar til nútíma tækni framleiðslu.  UM 2007 vor USA fjarfestar óðum að hverfa frá ESB og hinir að kaupa sér tryggingar gegn hruni ESB. Stefna USA er að veðja á Asíu. Kína er að kaupa upp Afríku. Rússar eiga i eftir einkvæðingu meirihluta í  Spænska Olíu og gas Risanum og þar með hliðinu til S-Ameríku.  Spár AGS 2007 voru að raunhagvöxtur yrði mestur í ASíU næstu ár, neikvæður á Vesturlöndum, meiri samdráttur í ESB en USA, og meiri samdráttur í Þýskalandi en UK. Einnig er komið fram bæði hjá AGS og UN, og ESB viðurkenning á jöfnum lífskjara yfir alla jörðina.  Einnig eru flestir með viti sammála um að orka og frumefni til skipta eru endanleg  að magni.  Inn og Útfluttnings tölur ESB tala sínu máli, Brussell eins og TASS forðum hefur svipaðar áherslur eins og þú JGB. Þroski er to exist and possess. Annað er vanþroski. Þjóðverjar fyrr á þessu ári segjast stefna á að fækka sínum ríkisborgurum um 30 % á næstu 30 árum. Það er í samræmi við inn og útfluttning og lélega greiðslu getu flestra Meðlima Ríkja ESB: 8% af alþjóðasamélaginu sem hinum 92% er alvega sama um hvort einangrist, að mínu mati. Heimur þarf ekki á ESB að halda.  Lissabon setti  strik í reikningi milli Þýsklands og USA að mínu mati. Enda var í fréttum í USA um 2007 að Þjóðverjar væru búnir að missa sína varasjóði í USA. Inn og útfluttingur ESB sýnir það líka. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi líka að setja fram kröfur.  Össur benti líka á í Silfri Egils að við væru á varhugaverðum tímum. Mun hann tala í nafni ESB, að mínu mati. Ég kaup ekki bréf í ESB ef USA gerir það ekki.

Júlíus Björnsson, 26.5.2011 kl. 02:28

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Gunnar Bjarkan, 25.5.2011 kl. 21:52

Rangt hjá þér, "the most valuable commodity of all is demand", ég man ekki hvaða hagfræðingur heims sagði þetta. En, þetta var tengd analísu hans á því, af hverju Bandar. urðu fyrir svo óskaplegú tjóni þegar þau settu á tollamúra í heimskreppunni.

En þá voru þau eins og Kína með mikinn útflutning, en af þeim sem flytja til Kína eru Evrópumenn að skila mestum árangri, Þýskaland rámar mig í flytur meir til Kína nú en inn, eitt af fáum löndum sem þannig er háttað.

En, ef það væri ekki fyrir útflutning til Kína sem hefur verið vaxandi væri enginn hagvöxtur í Þýskalandi ekki Frakklandi heldur.

Þ.e. sá sem þú flytur til sem hefur tögl og haldir í samskiptunum - ekki öfugt.

Sérstaklega við þessar aðstæður þegar þetta er nánast eina hagkerfið í umtalsverðri aukningu á innflutningi í heiminum.

Að auki, hafa þeir verið að lána Evrópu fé í tengslum við efnahagskrísuna.

-------------------

Nei það eru Kínv. sem hafa töglin og haldirnar í samskiptunum. Þetta er ekkert óvinsamleg túlkun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2011 kl. 12:49

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kínverjar þurfa að losna við dollara, þótt fullvinnsla sé dýr þá er til endurvinnsla. Milljóna borgirnar þeirra mun brátt verða teknar í notkun.

Júlíus Björnsson, 26.5.2011 kl. 13:02

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Júlíus, þú verður að passa þig þegar þú ert að rökræða að troða ekki öllu sem hvílir a þér í eina málsgrein, þú blandar öllu saman í eitt kaos svo þú ert algjörlega óskiljanlegur. Nú efast ég ekkert um að þú sért stærðfræði sjéni og takir Excel í keppni um hraða og snallræði við útreikninga.

Vandamálið er að þú og Excel kunnið ekki að skilja á milli tölvu prósessing og human intelligence, ég vil reyndar meina að sama eigi við um alla ESB andstæðinga hér á blogginu.

Hér er dæmi hvernig þú hugsar:

1. ESB vörujöfnuður var -100 milljarðar(skiptir ekki máli hvaða gjaldmiðill því smáatriði eins og almenn skynsemi kemur ykkur ekkert við).

2. Meðalhæð Evrópumanns lækkaði um -2% árið 1910(skiptir ekki máli hvort sé að tala um nútímann eða próesentu tölu, þið leggið þetta allt saman).

3.  Viðskipti Kína við Bangladesh óx um 120% (sem þýðir auðvitað að viðskipti ESB og Kína minnkuðu um 120%.)

4.  Kínvjerjar settu reglur um að tvö akkeri væru nauðsynlegar til að siga freigátu 4 sinnum í kringum norðurpólinn(20 ár fram í tímann þýðir þetta sumsé að skipaiðnaður ESB leggist í rúst.)

Síðan seturðurðu þetta í Excel og færð út: 

-100 dollarar

-2(fækkun manna) dollarar

-120 dollarar

-2 (akkeri sem þarf til)

224 mínus hagvöxtur ESB frá 1910.

Þetta er hugsunin hjá þér, ég er gjörsamlega orðlaus yfir kommentinu þínu.

Jón Gunnar Bjarkan, 27.5.2011 kl. 02:01

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er ekki hugsanlesari. Ég er ekki ESB andstæðingur, heldur skammast mín fyrir þá sem þykkjast ekki vera það hér á Íslandi. 

Þetta dæmi er um þínar hugsanir á góðri Íslensku. Ég hugsa ekki svona.

Júlíus Björnsson, 27.5.2011 kl. 11:55

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Útdráttur aðalatriða úr megin texti getur verið 1% hjá ráðamönnum ESB og sá hjá mér er á greindra mælkvarðara er frekar í lengra lagi.

Í lögum ESB. Má lesa :

"Samningurinn byggir á Menningararfleið fullveldishafa Meðlima Ríkjannanna".

Þetta er stytting á texta almennings sem kemst fyrir í heilu bókasafni.

Til að skilja ESB til hlýtar verða menn að skilja regluverkið í öllu sínu samhengi. Ekki  samhengi smá hluta Íslenskrar menningararfleiðar eingöngu.  Svo er stofnuninn nefnd í dag Evrópska Sameiningin : á manna máli.    Evrópska Samneytið var sagt vera aðalega efnahagsbandalaga og stjórnmálabandalag. Kallað hér ESB. ESB uppnefnið er að mínu mati vanvirðing við EU [ES].

Júlíus Björnsson, 27.5.2011 kl. 12:10

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég líka sammála Pétri Skúlasyni og Frú Vigdísi að á Íslandi séu stundaðar kappræður [af mannauðinum]. Enda hef ég átt margar skemmtilegur rökræður við erlenda aðila sem hafa mikla reynslu í rökræðum.  Kappræður eru næsti bær við tilfinngahlaðin skoðanaskipti. Rökræður eru hlutlausar án tilfinninga.

Júlíus Björnsson, 27.5.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband