Evra 3. árum eftir aðild - "Össur Skarphéðinsson". Aðild eftir 2-3. ár, sem sagt Evra eftir 5-6 ár. Raunhæft?

Össur var í Silfrinu í bjartsýnni kantinum sannarlega. En, hann er bjartsýnn um að samningar klárist á næsta ári þ.e. 2012. Síðan tekur staðfestingarferli samnings ESB aðildarríki á bilinu 1-2 ár. Þannig, að miðað við bjartsýnar forsendur Össurar, væri aðild í höfn eftir 2-3 ár, svo miðað við að hann spáir Evru hugsanlega 3. árum frá aðild. Þá, er hann að segja, að Ísland sé tilbúið undir Evru eftir 3-4 ár.

En til þess að unnt sé að taka upp Evru eftir 5-6 ár, þarf að vera búið að uppfilla öll skilyrði "Convergence Criteria" eftir - úps - 3-4 ár.

En lokaprófið er að halda gjaldmiðli föstum þ.e. án nokkurra hreyfinga á gengi, í 2. ár samfellt. Til þess að geta þreitt það lokapróf, verða öll önnur skilyrði að vera í höfn, áður en prófið hefst.

Svo Össur er að tala um, að vera tilbúin undir Evruna eftir 3-4 ár!

-------------------------------Convergence Criteria

"1. Inflation rates: No more than 1.5 percentage points higher than the average of the three best performing member states of the EU.

2. Government finance:

Annual government deficit:
The ratio of the annual government deficit to gross domestic product (GDP) must not exceed 3% at the end of the preceding fiscal year. If not, it is at least required to reach a level close to 3%. Only exceptional and temporary excesses would be granted for exceptional cases.
Government debt:
The ratio of gross government debt to GDP must not exceed 60% at the end of the preceding fiscal year. Even if the target cannot be achieved due to the specific conditions, the ratio must have sufficiently diminished and must be approaching the reference value at a satisfactory pace.

3. Exchange rate: Applicant countries should have joined the exchange-rate mechanism (ERM II) under the European Monetary System (EMS) for two consecutive years and should not have devalued its currency during the period.

4. Long-term interest rates: The nominal long-term interest rate must not be more than 2 percentage points higher than in the three lowest inflation member states."

-------------------------------Convergence Criteria

  • Þá þarf klárlega að auka til muna hraðann á afléttingu gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn er nú búinn að fá heimild til að framhalda um 5. ár.
  • En, klárt er að ef á að vera búið að ná algeru jafnvægi á okkar peningakerfi, á 3-4 árum; þá þarf að hefjast handa af miklum krafti ekki seinna en á þessu ári.
  • Stjórnarandstaðan hefur verið að segja, höftin af sem fyrst.
  • Miðað við orð Össurar, þarf ríkisstjórnin að taka þeirri kröfu stjórnarandstöðunnar sem áskorun, um að bretta upp ermar og afnema höftin - helst þegar á þessu ári.
  • En ljóst er að nokkur boðaföll munu verða á okkar peningakerfi, þegar losað er um stíflur sbr. hundruð milljarða útistandandi af krónubréfum sem þarf að losa um, hundruð milljarða af aflandskrónum sem einnig þarf að losa um, og ekki síst peningar innan okkar fjármálakerfis sem líklega vilja út.
  • Ekki fyrr en þessum boðaföllum er lokið, er hægt að hefjast handa um að ná því jafnvægi sem þarf að ríkja, ef á að vera unnt að þreita lokaprófið.
  • Miðað við orð Össurar er mjög lítill tími til stefnu - en ég bendi á að nú fyrst um 3. árum eftir hrun er verðbólgan að mestu farin sem varð til vegna gengisfallsins, og þ.s. útstreymi mun kalla á umtalsvert gengisfall miðað við þörf á að beita sem hraðvirkustu útleið úr núverandi ástandi, þá er ekki óvarlegt að ætla að það taki a.m.k. svipað langann tíma að ná aftur niður verðbólgu, sem nýtt hrun vegna afnáms hafta mun framkalla.
  • Tíminn sem Össur setur er því mjög naumur - virkilega mjög svo. Og nú er ég ekki farinn að nefna skuldastöðu ríkissjóðs, sem verður að vera komin a.m.k. niður fyrir 70% sbr. kröfuna um 60% hámark, en orðalag gefur vissann afslátt ef skuldastaða er að leita hratt í rétta átt. Sú skuldastaða er nú rétt innan við 100% af þjóðarframleiðslu, og enn er halli á ríkissjóð þetta ár, svo reiknað er með að skuldir ríkissjóðs verði enn hærri 2012 þ.e. eitthvað rúml. 100%.
  • Þá þarf að ná miðað við næsta ár, skuldastöðu upp á rúml. 100% niður fyrir 70% á 2-3 árum.

 

Niðurstaða

Er að setja orð Össurar í smávegis vitrænt samhengi :)

Tek fram, að ég hef engar væntingar um það, að ríkisstjórnin komist nokkurs staðar nærri þessu markmiði, og lít á 10 ár þ.e. 7-8 árum eftir aðild, sem bjartsýnt markmið. En hugsanlega mögulegt.

Síðan vil ég benda á orð föðurs Evrunnar, Robert Mundell - en hann kom fram með þá ráðleggingu að taka einhliða upp dollar, sjá: Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!

Ég ætla ekki að tjá mig neitt sérstaklega um hans ráðleggingu, bendi einfaldlega um á mína umfjöllun með beinni tilvitnun í Mundell, en þær ástæður sem Mundell nefnir fyrir dollar frekar en evru koma þar fram.

En þ.e. samt ekkert hrist úr erminni, vegna þess að við yrðum þá að kaupa þá dollara sjálf. En mín skoðun er, að við eigum a.m.k. næstu 10. árin að miða við að búa við krónu. Upptaka annars gjaldmiðils sé lengri tíma markmið, ef þ.e. okkar niðurstaða að það sé rétta leiðin.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ekki rétt skilið hjá mér að ef við göngum inn í ESB, verðum við að taka upp evru innan ákveðins tíma?

Að sú skylda verði lögð á okkur að aðlaga okkar efnahag að evrunni og síðan að taka hana upp, hvort sem við viljum eða ekki?

Gunnar Heiðarsson, 22.5.2011 kl. 21:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Engin tímamörk gefin. Það er skilda að ganga í Evru, en áhugavert sem Svíar hafa notfært sé ekki skilda að ganga í ERM II, en ERM II aðild er skilda, áður en af Evruaðild getur orðið. Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu að Evru var hafnað, notfæra Svíar sér þetta reglugat.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.5.2011 kl. 21:48

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég er sammála þessum pistli, boginn yrði spenntur nokkuð mikið en þetta er svo sem hægt. Skuldastaðan okkar er reyndar svolítið villandi. Eigna vs skuldastaða okkar er mjög sérstök þar sem við erum með gífurlega miklar lausafjáreignir á móti skuldum(langstærsta varaforða held ég í heiminum miðað við þjóðarframleiðslu). Sbr við tökum lán frá AGS, pengurinn er settur í gjaldeyrisforðann og það kemur út sem skuld, enda þótt þar sé auðvitað nánast sambærileg eign á móti ennþá allavega.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.5.2011 kl. 01:40

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hóst - eignir á móti?

Það væri óðs manns æði að flytja eignir lífeyrissjóðanna heim.

Þegar er ströggl að fjármagna þ.s hlutfall hérlendis, sem er hér fjármagnað. Myndi aldrei ganga upp.

----------------

AGS lánin eru að sjálfsögðu hrein skuld.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2011 kl. 12:52

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það sem ég er að meina með AGS lánin að þau eru svolítið eins og þú takir 300.000 króna víxil og leggir 300.000 krónurnar inn á banka. Að sjálfsögðu skuldar þú þá 300.000, en þú átt líka 300.000 á móti.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.5.2011 kl. 17:09

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú veist vel, að til stendur að taka af þeim peningum drjúgum, meðan afborganir af stórum lánum eru í hámarki.

Það er reyndar plan B.

Upphaflegt plan, var að nota þetta til að losa um höftin, en síðan kom í ljós að skuldir Íslands voru mun hærri sbr. 1. skýrslu AGS vs. 2. skýrslu; svo þá varð þessi peningur að triggingu gegn því, að ríkissjóður lendi í greiðsluerfiðleikum - til skemmri tíma.

Svo þessi peningar verða ekki til eins og þú setur þetta fram, nema teknar verði erfiðar ákvarðanir um að spara gjaldeyri mun meir - þá er ég að tala um innflutningstakmarkanir og skammtanir t.d. á eldsneyti en einnig flr. þáttum. Þannig að ekki þurfi að snerta þá peninga, en þá kannski hefði aldrei átt að þiggja þau lán í fyrsta lagi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2011 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband